Dagur - 17.11.1954, Síða 1

Dagur - 17.11.1954, Síða 1
AKUREYRINGAR! Styðjið hraðfrystihússmál- ið! Kaupið hlutabréf Ú. A. DAGUR kemur út næsk. laugardag og tvisvar í viku til jóla. XXXVU. árg. Akureyri, miðvikudaginn 17. nóvember 1954 49. tbl. Fjárveitinganefnd í boði bæjarstjórnar Ú 0 Fjárveitinganefnd Alþingis sat hádegisverðarboð á vegum bæjar- stjórnar Akureyrar. Myndin er tekin að Hótel KEA við það tækifæri. Fyrir enda borðsins sitja Steinsen bæjarstjóri og Ingólfur Jónsson viðskiptam.ráðh. Fremst á myndimii nokkrir kunnir Akureyringar. lanefnd Álþingls kynnti sér framkvæmdir á Akureyri SI. laugardagsmorgun bar hér að garði góða gesti, fjárveitinga- ncfnd Alþingis og var ætlun nefndarmanna að kynna sér af eigin sjón ýmsar framkvæmdir, sem opinberir aðilar ráðgera eða hafa í smíðum. í nefndinni eru: Halldór Ás- grímsson, Helgi Jónasson, Hanni- bal Valdimarsson, Karl Krist- jánsson, Lúðvík Jósefsson, Jón Kjartansson, Jónas Rafnar, Magnús Jónsson og Pétur Otte- sen, og er hann formaður. — Nefndarmenn fei'ðuðust í einka- flugvél frá Flugfélagi íslands og voru í fylgd með þeim Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra, Orn Johnson framkvæmdastjóri Flugfélags íslands og Bergur Gíslason úr Flugráði. Hér tóku á móti gestunum bæjarstjóri og bæjarráðsmenn. Mannvirki skoðuð. Nefndarmenn skoðuðu fyrst nýja flugvöllinn á Eyjafjarðarár- hólmum, en gerð hans hefur mið- að mjög vel ófram, enda notið góðrar fyrirgreiðslu fjárveitinga- valdsins. Þá var ekið á Oddeyr- artanga og þar kynnti nefndin sér aðstöðu fyrir væntanlegt hrað- frystihús, og ný hafnarmannvirki þar^ skoðaði ennfremur slipp- stöðina og báta, sem standa uppi til viðgerðar vegna fúa, sem fram hefur komið í þeim, en þær skemmdir eru alvarlegt vandamál DAGUR Blaðið mun koma út tvisvar í viku til jóla eins og stundum áður á þessum árstíma. Næsta b}að kemur því út n.k. laugar- dag. Auglýsingar þurfa að ber- ast fyrir hádegi á föstudag. fyrir útgerðina víða um land. Þá var nýja Glerárbrúin skoðuð og þjóðvegurinn í gegnum Glerár- þorp, áhaldahús vegagerðarinnar og sundlaug bæjarins. Þá sátu nefndarmenn og aðrir gestir há- degisverðarboð bæjarstjónrar að Hótel KEA, en síðdegis skoðuðu þeir spítalann, heimavistarhús M. A. og kvennaskólabygginguna, með tilliti til reksturs Húsmæði'a- kennaraskólans þar, en það mál er nú á dagskrá Alþingis. Flugu gestirnir síðan suður um kvöldið. Gagnleg kynning. Þótt ekki sé unnt að benda á áþreifanlegan árangur af slíkum kynnisferðum, er eigi að síður ljóst, að það er gagnlegt að trún- aðarmenn fjárveitingavaldsins (Framhald á 7. síðu). SAS-flugvélin fór Iiér yfir í fyrra- kvöld Um kl. 11,45 í fyrrakvöld heyrðust miklar flugvélar- drunur hér yfir bænum og sást til ferðar stórrar flugvélar hér sunnan og vestan við bæinn. — Þetta var SAS-flugvélin Helge Viking, er fór frá Kaupmanna- höfn kl. 6,10 um kvöldið, í fyrsta áætlunarflugið til Banda ríkjanna yfir heimskautalöndin. Flugvélin mun hafa farið yfir miðunarstöðina á Löngumýriog síðan tekið stefnuáStraumfjörð í V.-Grænlandi. meðal far- þega voru forsætisráðherrar Dana, Norðinanna og Svía. Bú- ast má við því að áætlunarflug- vélar SAS fari hér yfir í fram- • tíðinni á þessari flugleið. Lent á nv ja flugvell- inum innan fárra daga? Allar horfur eru nú á því að nýji flugvöllurinn hér við Akur- eyri verði tekinn í notkun innan skamms. Er lokið — eða því sem næst — að aka slitlagi á völlinn og er þá hægt að lenda þar Dou- glas-farþegaflugv. Má gera ráð fyrir því að fyrstu farþegarnir komi á flugvöllinn innan fárra daga. Unnið er nú að því að inn rétta bráðabirgða-afgreiðslu í bragga við völlinn og verður not' ast við hana unz unnt verður að koma upp framtíðar-húsnæði. Unnið hefur verið af kr.ppi í haust við að aka möl á völlinn og hefur verkið sótzt vel og lýkur nú fyrr en á horfðizt. Ftindu 17 kindur í eítirleitum á BSeiksmýrardal í s.l. viku Það liefur mjög oft vilja'ð við brenna, að fé hefur orðið úti á Bleiksmýrardak Oft hafa líka kindur gengið þar af í sæmileg- um vetrum. Tveir bændur úr Önguls- staðahreppi, þeir Bjarni Sveinsson, Brúarlandi, og Helgi Árnason, Skálpagerði, fóru í eftirleit á Bleiksmýrardal á fimmtudaginn var, Gistu þeir fyrstu nóttina á Reykjum í Fnjóskadal, en fóru þaðan kl. 4 um morguninn eftir og hófu leitina fram á dalinn. Fóru þeir langt fram fyrir Lambár. Mikill snjór var þar fremra og illt gangfæri og nærri haglaust fyrir sauðfé. Þeir fundu 5 kind- ur á Hraunshorni, 1 á og 4 lömb. Utarlega á dalnum fundu þeir 6 kindur, og 2 löinb í Gönguskörðum. Þess utan sáu þeir 4 kindur austan árinnar og gerðu aðvart um þær, þegar þeir komu til byggða. Leitarmennirnir höfðu nátt- stað í leitarmannakofanum á Bleiksmýrardal. Heldur var þar köld nótt, þótt vcður væri sæmilegt. Þeir félagar, Ilelgi og Bjarni ráku féð inn yfir Vaðla- lieiði á mánudaginn. Voru það alls 15 ldndur, héðan úr firðin- um og af Svalbarðsströnd. (Framhald á 4. síðu). Flugfélag íslaeds gegnir miklu þjónustuhlut- verki við fólkið úti um byggðir landsins Á aðalfundi Flugfélags íslands, sem haldinn var í Reykjavík í sl. viku, var m. a. upplýst, að tala flugfarþega á flugleiðinni Reykja vík Akureyri hefði á sl. ári num- ið 10.011 og er þetta fjöríarnasta innanlandsflugleiðin. — Leiðin Reykjavík—Vestmannacyjar kem ur næst með 8.228 farþega, þá Rvík—ísafjörður 3.393, Rvík— Sauðárkrókur 1471 og Rvík— Hornafjörður 1045, en alls hélt félagið uppi áætlunarferðum til 23 staða víðs vegar um landið. Fer þessi þjónusta sífellt vax- andi og verður æ þýðingarmeiri þáttur í öllu viðskipta- og menn- ingarlífi héraðanna. Mega Akur- eyringar og Eyfirðingar minnast þess fremur en margir aðrir, því að hér hefur þjónusta félagsins náð lengst. Má nú heita að flug- ferðir séu daglegar langtímum saman, og oft á dag á sumrum, og flugvélar félagsins á stundum eina tækið, sem rýfur þá ein- angrun, sem bæ og héraði er búin frá hendi náttúrunnar. Aukin umsvif félagsins. Á aðalfundinum birti fram- kvæmdastjóri félagsins, Örn O. Johnson, ýmsar markverðar upp- lýsingar um starfrækslu félagsins og fara hér á eftir nokkur helztu atriðin: Á árinu 1953 flutti Flugfélag fslands 42 þús. farþega, þar af 35,4 þús. innanlands og 6,6 þús. milli landa. Vöruflutningar juk- ust um 20%, farþegaflutningar um 11% en póstflutningar minnk uðu um 1%! Brúttótekjur af innanlands- flugferðum 1953 námu kr. 8.514.781.29 og höfðu þær aukizt um tæp 15% sé gerður saman- burður á árinu áður. Gullfaxi annaðist áætlunarferð- ir félagsins milli landa eins og undanfarin ár. Reglubundnar ferðir voru til Prestvíkur og Kaupmannahafnar yfir vetrar- mánuðina. Flogið var í fyrsta skipti tvisvar í viku milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, en það var gert á tímabilinu júní— ágúst. Þótti þetta gefast svo vel að því var haldið áfram á þessu ári. Gullfaxi fór allmargar leigu- ferðir á árinu, t. d. 16 ferðir til Grænlands. Aðrar flugvélar fé- lagsins fóru 11 Grænlandsferðir, og voru því farnar alls 27 ferðir til Grænlands á árinu. Fluttir voru 6.642 fai'þegar milli landa árið 1953, og er það 25% aukning frá árinu áður. Samanlagður farþegafjöldi F. í. á árinu 1953 var 42.076 farþegar (11% aukning), vöruflutningar námu samtals 916 smál. (20% aukning) og póstflutningar námu tæplega 71 smálest (1% rýmun)! Á árinu starfrækti F. í. sex flug- vélar, þ. e. þrjár Dakotaflugvélar, tvo Katalínaflugbáta og Gull- faxa. Flugvélar félagsins vom alls 5350 klst. í lofti, þar af var Gullfaxi einn 1584 klst. 4% arður. Framkvæmdastjórinn las upp endurskoðaða reikninga félags- ins og skýrði einstaka liði þeirra. Tekjur af flugi árið 1953 námu kr. 18.946.378.83, og tekjur af millilandaflugi námu um 55% af heildartekjum, en af innan- landsflugi um 45%. Hreinn hagn- aður reyndist vera kr. 214.437.41 eftir fyrningar, sem námu tæpum kr. 900.000.00 (níu hundruð þús- undum). Þá var skýrt frá bví, að stjórn félagsins hefði ákveðið að leita samþykkis fundarins um að hluthöfum skyldi greiddur 4% arður fyrir árið 1953, og var það samþykkt. Aukning 1954. Þá greindi framkvæmdastjór- inn, Örn Ó. Johnson, nokkuð frá rekstri yfirstandandi árs. Fyrstu tíu mánuði ársins höfðu flugvélar félagsins flutt 48.353 farþega eða um 24% fleiri en sl. ár á sama tímabili. Ennfremur var um mikla aukningu að ræða hvað snerti vöru- og póstflutninga. Fest höfðu verið kaup á tveimur flugvélum á þessu ári, Douglas Dakota flugvél, sem keypt var , Bandaríkjunum fyrir 80.000 doll- (Framhald á 7. síðu). Þúsundasti sjúklingurinn Síðastl. laugardag var þús- undasti sjúklingurinn lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið hér og er þá reiknað frá sl. áramót- um. Flutt var úr gamla sjúkra- húsinu 20. des. í fyrra, en nýir sjúklingar voru ekki teknir íyrr en um áramót. Þúsundasti sjúklingurinn var frú Halldóra Sigurðardóttir, Eyrarveg 4 hér í bæ og fór hún á Lyflækn- ingadeild.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.