Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 8
8
D A GUR
Miðvikudaginn 0. febrúar 1955
Eyfirzkir bændur gerðu 94 hekt-
ara túnsléttur á s. I. ári
Mikið um hlöðubyggingar á árinu, en enginn
votheysturn var gerður hér þótt til séu
steypumót
I fróðlegu erindi héraðsráðunautsins Inga Garðars Sigurðssonar,
á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjaf jarðar, sem haldinn var að Hótel
KEA fyrra föstud. og laugard., gerði hann grein fyrir ýmsum búnað-
arframkvæmdum á félagssvæðinu En sambandssvæðið nær til Ólafs-
fjarðar, Siglufjarðar og ennfremur fylgja því Grýtubakkahreppur
cg Svalbarðsströnd.
Sýiiilegur árangur af úrskurði Ilæsta
réttar Baudaríkjaima í kynþátta-
málinu
Miklar ræktunarframkvæmdir.
Nýræktarframkvæmdir voru
miklar á áirnu sem leið. Mældar
nýræktir voru 287 hektarar. Sam-
kvæmt skýrslum eru mestar ný-
ræktir í Hrafnagilshreppi, miðað
við jarðabótamann, eða 1,1 ha. Ef
reiknað er með öllum félögum
verður Öngulsstaðahreppur hæst
ur með 0,8 ha. á hvern félags-
mann. En 0,96 ha. á hvern jarða-
bótamann í Öngulsstaðahreppi
voru nýræktirnar samtals 50 ha.
og er það hæsti hreppurinn.
Árið 1953 voru mældar ný-
ræktir 286 ha. Sést af þessu að
bændur halda enn í horfinu um
aukna ræktun.
Mestar nýræktarframkvæmdir
ó sl. ári voru hjá þessum bænd-
um: Valdimar Kristjánssyni,
Sigluvík, með 4,2 ha., Ragnari
Davíðssyni, Grund, með 3,8 ha.
og Sverri Guðmundssyni, Lóma-
tjörn, og Eiríki Skaftasyni, Stóra-
hamri, 3,8 ha. hjá hvorum.
Túnasléttun meiri en nokkru
sinni fyrr.
Túnasléttur voru helmingi
meiri en árið 1953 og samtals 94
ha. Árið 1953 voru túnasiéttm-
47 ha.
Stafar þetta vafalaust af því, að
síðastl. ár var síðasta árið er
veittur var styrkur til slétt-
unar á túnþýfi, og er það vel, að
bændur hafa notað tækifærið til
að losna við kargann í túnum,
þar sem hann var til.
Hæstur í túnasléttun var
Benedikt Einarsson á Bægisá.
Sléttaði hann 3,7 ha.
Handgrafnir skurðir og lokræsi.
Samtals voru grafnir 1400
metrar í skurðum og 2800 m. í
lokræsum. Girðingar, settar upp
á sl. ári, voru 34 km. langar. Er
það svipað og var árið áður. —
Valdimar Kristjánsson, Sigluvík,
gerði lengsta girðingu. Var hún
tæpir 5 km.
Ráðunauturinn telur, að vanda
þurfi betur en gert er girðingarn-
ar yfirleitt, frá því fyrsta, er þær
eru settar niður og ennfremur
viðhald þeirra.
Samkvæmt girðingalögum eiga
fullkomnar gaddavírsgirðingar að
vera með 5 í strengjum að
minnsta kosti. Séu þær úr neti,
verður að hafa gaddavírsslreng
yfir. Samkvæmt sömu lögum er
rík áherzla lögð á, að hafa girð-
ingarhorn og hlið vandlega gerð.
Taldi ráðunauturinn, að enn
skorti bændur fullan skilning á
þessum atriðum.
Byggingar.
Byggingaframkvæmdir voru
allmiklar á árinu, þær er styrks
njóta. cg nokkru íneiri en árið
1953. Árið 1953 voru þær 8000
m3, en á síðastliðnu ári um 11000
m:!. Mest var byggt af þurrheys-
hlöðum, eða samtals 9000 m3.
Vótheýshlöður voru um 500 m3.
Enginn votheysturn var byggð-
ur og má telja það undarlegt, þar
sem fullkomin mót eru til á fé-
lagssvæðinu.
Þessar heygeymslur ættu að
rúma ca. 11—13 þús. heyhesta. —
Stærsta hlöðu byggði Zóphonías
Jónsson, Hólí í Svarfaðardal.
Er hún 1000 m3, og Jónas Hall-
dórsson á Rifkelsstöðum byggði
900 m3 hlöðu.
Kartöflugeymslur og
áburðargeyinslur.
Samtals voru byggðar 375 m3
kartöflugeymslur. En árið 1953
voru byggðar geymslur fyrir kar-
töflur samt. 1442 m3.
Byggðar voru helmingi meiri
áburðargeymslur en árið áður,
207 m3 safnþrær og 630
m3 haughús.
Skurðgröfur.
Alls voru 6 skurðgröfur að
verki á sambandssvæðinu. Grófu
þær samt. 61 km. langa skurði eða
282 þús. m3. Er það svipað og ár-
ið 1952, en miklu minna en 1953.
Þá voru grafnir -94 k-m.-, -eða- -418-
þús. m3. Mest var grafið í Skriðu-
hreppi, eða 13 km., eða 60 þús.
m3. — Þeir bændur, sem mest
létu grafa, voru þeir Aðalsteinn
Guðmundsson í Flögu, með rösk-
lega 5 km., 25 þús. m3, og sr. Sig.
Stefánsson á Möðruvöllum, með
um 4 km., 21 þús. m3.
Fjöldi bænda biður eftir skurð-
gröfuvinnu og er áhugi þeirra
mikill við að hagnýta sér mýra-
flákana, sem enn er mikið til af
og til lítilla nytja, fyrr en þeir
eru þurrkaðir.
Sauðfjárræktarfélög.
Stofnuð voru 7 sauðfjárrækt-
arfélög á sambandssvæðinu.
Auk þess hafa áðr.r verið síofn-
•uð og starfrækt sauðfjárræktar-
félög í Ólafsfirði, Svarfaðardal,
Glæsibæjarhreppi og Höfða-
hverfi.
Fénu fjölgar enn ört, og ef svo
heldur áfram, telur ráðunautur-
inn óhjákvæmilegt að nota rækt-
að land að einhverju leyti til
beitar fyrir sauðféð.
Veggteppin
eru komin
Bólstruð húsgögn h. f.
Díianteppi
á tvíbreiða dívana.
Verð kr. 135,00
Bólstruð húsgögn h. f.
Karlakór Akureyrar á
25 ára starfsafmæli um
þessar numdir
Næstkomandi laugardagskvöld
halda félagar í Karlakór Akureyr-
ar hóf í samkomuhúsinu VarSborg
hér í bæ, til að minnast 25 ára af-
mælis kórsins, en hann var stofn-
aður 26. janúar 1930 og stofnend-
ur voru 26 söngmenn, en fyrstu
stjóm kórsins skipuðu: Áskell
Snorrason tónskáld, formaður, Þór-
ir Jónsson málari, ritari og Aðal-
steinn Þorsteinsson, bílstjóri, gjald-
keri. Áskell Snorrason var jafn-
framt fyrsti söngstjóri kórsins og
stjórnaði hann kórnum samfleytt
13 ár. Er Áskell lét af söngstjórn
stýrði Sveinn Bjarman kórnum
einn vetur, en þá tók við Áskell
Jónsson og hefur hann verið
stjórnandi hans síðan. í forföllum
hafa þeir Jakob Tryggvason org-
anleikari og Jóhann Ó. Haraldsson
tónskáld, æft kórinn og stjórnað
honum.
Karlakór Akureyrar varð
snemma í hópi beztu og kunnustu
karlakóra landsins og hefur jafnan
haldið þeim sessi. Kórinn hefur
venjulega haldið 2-4 söngskemmt-
anir á ári hverju, auk þess mjög
oft sungið á samkomum félaga, á
sjúkrahúsum og við ýmis tæki-
færi. Hann hefur alloft farið söng-
ferðir um Norðurland en einu
sinni til Reykjavíkur og Vest-
fjarða. Kórinn er meðlimur í
Heklu, sambandi norðlenzkra
karlakóra, og hefur tekið þátt í
öllum söngmótum þess. Kórinn er
einnig í Sambandi ísl. karlakóra og
tók þátt í söngmóti þess 1950.
Karlakór Akureyrar hefur og
sungið á plötur og í útvarp. Kór-
inn hefur hvarvetna getið sér orð-
stírs fyrir fágaðan söng og félags-
menn hafa alla tíð reynzt ágætir
stuðningsmenn sönglistarinnar í
bæ og byggð. Fjölmargir laiids-
menn eiga margar ánægjustundir
kórnum að þakka, og munu senda
kórfélögum hlýjar kveðjur á þess-
um tímamótum. Núverandi stjórn
kórsins skipa: Daníel Kristinsson,
formaður, Björn Guðmundsson,
varaform., Árni Böðvarsson, ritari,
Steingrímur Eggertsson, gjaldkeri
og Ármann Helgason meðstjórn-
andi.
STÚLKA
óskast í eldhús Sjúkrahúss
Akureyrar um miðjan þenn-
an mánuð.
Uppl. í síma 1294
Atvinna
Okkur yantar mann á verk-
stæðið, þarf helst að vera
fagmaður. — Framtíðar-
atvinna.
Vélsmiðja Steindórs h. f.
Til sölu
er íbúðarhús á mjög góðum
stað í Glerárþorpi.
Upplýsingar gefur
Hallur Sigurbjörnsson
Ásabyggð 2, sími 1144.
Sá sem tók barnaskíðin
og stafina úr austari forstofu
Landsbankahússins á milli
kl. 4 og 5 á laugaróaginjt, er
beðinn að skila þeim þangað
aftur hið fyrsta.
New York. — Stærstu þjóðrétt-
arsamtök Bandaríkjanna hafa
farið lofsamlegum orðum um
hinn „mikilvæga árangur“, \ er
náðst hefur í baráttunni fyrir út-
rýmingu kynþáttamisréttis í
Bandaríkjunum árið 1954.
Þessi viðurkenning kemur fram
í ársskýrslu þjóðréttar- og
menntamálasjóðs, sem rekinn er
á vegum hinna umfangsmiklu
samtaka, er vinna að auknum
réttindum svertingja í Banda-
ríkjunum (National Association
for the Advancemsnt of Colored
People) og út kom fyrir nokkrum
vikum.
í skýrslunni er lögð áherzla á
mikilvægi úrskurðar Hæstaréttar
frá því i maí sl., þar 'sem því var
lýst yfir, að kynþáttamisréttið,
sem tíðkast hefur í opinberum
skólum ýmissa fylkja, væri brot
á sjórnarskrá landsins. Þessi úr-
skurður, segir í skýrslunni „mun
verða viðurkenndur sem eitt
mikilvægasta skref í þá átt að út-
rýma misrétti kynþátta og stétta.
í amerísku þjóðfélagi". Þar er
einnig rakinn sá árangur, er orð-
ið hefur hvað snertir aukið um-
burðarlyndi og skilning ímennta-
og húsmæðramálum og skemm-
ana- og samgöngumálum.
í lok skýrslunnar er úrskurð-
ur Hæstaréttar lofaður með þess-
um orðum: „Þessi uppörvandi
þróun, er stefnir að fullkomnu
kynþáttajafnrétti, er svo öflug, að
þeir sem hafa helgað starfsorku
sína þessu málefni, sækja þangað
nýjan styrk og sannfæringu um,
að sigurinn sé ekki langt undan.“
Bútasola
á morgun fimmtudag.
V efnaðarvörudeild
Pólar” jakkar
fjölbreytt úrval.
V efnaðarvörndeild.
Tilkynning frá
Geymsluhólf Frystihússins eru opin til afnota alla virka
daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. nema laugardaga, þá
aðeins kl. 8 f. h. til kl. 1 e. h.
Að gefnu tilelni skal tekið; fram, að starfsmönnum
Frystihússins er óheimilt að hleypa fólki inn í klefana
á öðrum tímum.
FRYSTIHÚS K.E.A.
Húsmœðiir!
Munið græiimetissúpuna ágætu, nauðsyn-
leg á hvers manns disk.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nylenduvörudeildin og útibúin.
KA
KA
DansnániskeiÖ
K.A. efnir tikdansnámskeiðs í Varðborg, ef næg þátttaka
fæst. Kenndir verða gamlir dansar. Askriftaaistar liggja
frammi í Rókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Nánari
tilhögun auglýst síðar. Öllum lieimil þátttaka.
v^' v stjörnín.