Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 10
10
DAGUR
Miðvikudaginn 9. febrúar 1955
k
%
í óttans dyrum
Saga eitir DIANA BOURBON
14.DAGUR.
(Framhald).
en hraðaði mér að halda áfram
könnunarstarfinu sjálfu. Nægur
tími mundi verða á morgun að
íhuga árangurinn. Eg flýtti mér
því aftur upp á loft, en fór nú út
á ganginum og upp aðalstigann í
húsinu, því að hann var teppa-
lagður og fótatak heyrðist ekki
þar. Dyr voru við innganginn á
hæðina, og mátti þar loka hæð-
inni frá öðrum hlutum hússins,
en nú voru þær opnar. Dyrr.ar að
svefnherbergjum á hæðinni voru
einnig opnar. Þar höfðu augsýni-
lega verið svefnstofur þjónustu-
liðsins. Hér var líka ryk á öllu og
augsýnilegt að enginn notaði
þessi herbergi. En þó var gi eini-
legur munur hér og á hæðinni
fyrir neðan. Hér voru rúður mál-
aðar svartar. Þetta var einfalt og
'þó nægilegt ráð til að fylgja regl-
um um ljósaútbúnað og loftvarn-
ir.
Um miðjan þennan gang var
hliðgrind, er augsýnilega var ætl-
að það hlutverk að varna því að
börn færu sér að voða frammi á
stigaloftinu. Benti það til þess að
barnaherbergi væru á næstu
grösum. Hliðið var opið nú, en
sagði eig'i að síður til vegai til
barnaherbergjanna.
Þarna var líka gamalt barna-
herbergi eða leikherbergi með
ýmsum gamaldags leikföngum
og barnahúsgögnum og upp við
vegg stóð lítið, hvítmálað rúm. —
Það leyndi sér ekki, að hér hafði
lítill drengur átt heima. Líklega
ver þetta herbergi hershöfðingj-
ans, frá þeim dögum, er hann
gekk á Eton-skóla. Einhver hafði
hengt indverskt teppi fyrir
gluggann og þannig hulið svart-
málað glerið. Eg steig feti framar,
stóð grafkyrr og hélt niðri í mér
andanum. Um það var ekki að
villast, þetta herbergi var í notk-
un, einhver bjó hér!
Eg gæti ekki útskýrt, hvernig
eg sannfærðist um þetta. Það var
eitthvað í andrúmsloftinu, sem
sagði þetta fullum stöfum. Auk
þess var þetta herbergi hreinlegt,
en önnur herbergði voru rykfall-
in. Samt var ekki hægt að sjá
nein augljós merki þess, að búið
væri í herberginu. Ábreiða var
yfir svefnstæðinu eins og til að
varna ryki sem í öðrum her-
bergjum. Ekki sást far í kodda né
í púða í hægindastól. En það er
alltaf einhver óskýi-anlegur mun-
um á herbergi, sem búið er í, og
herbergi, sem er autt og yfirgefið.
L'ykillinn stóð í skránni að inn-
anverðu. Skráin var vel smurð og
hreyfðist hljóðlaust að kalla.
Ekkert lak var í rúminu, né ver
um ábreiðuna, en hún var samt
löguð eins og búið hefði verið um
rúm, en ekki eins og hún hefði
verið lögð þar til geymslu Og
hvers vegna voru rúmábreiður í
herbergi, sem ekki var notað?
Og svo og það, sem eg var að
leita að, nær hulið á bak við
rúmgaflinn. Það var aukasíminn.
En þetta var enginn venjulegur
sími og hafði áreiðanlega ekki
verið lengi í húsinu. Þetta var
færanlegur hersími, þannig gerð-
ur, að handlaginn maður gat
komið honum í samhand inn á
línu ,hvar sem að henni var kom-
ið.
Nú mundi eg eftir einkasíma-
Hnunnn til aðalbækistöðva hers-
ins í svefnherbergi húsbóndans.
Það fór hrollur um mig. Þetta var
vissulega ekkert spaug.
Hvernig á því stóð, að eg fór
aftur niður þjónustustigann í stað
þess að fara til baka sömu leið og
eg kom, get eg aldrei skýrt. Og
þannig bar það að . . . En nú er
eg að hlaupa úr einu í annað.
Annað leikhlið var við stiga-
innganginn, en það var lokað og
eg sá ekki til að opna það. Eg
steig því yfir það og staulaðist
niður stigann án þess að kveikja
á vasaljósinu, og svo þegar eg
kom að stigapallinum á næstu
hæð fyrir neðan, snarstanzaði eg
af einhverju innra hugboði og
greip aftur í hurðina að herberg-
inu, þar sem hafið skömmu áður
verið læst.
En nú voru dyrnar ólæstar. Eg
greip hægt um handfangið og
sneri því, en í sama bili var hurð-
inni kippt opinni og gegnt mér
stóð Anna Romney.
Herbergið að baki hennar var
autt, nema hvað stór kista hafði
verið dregin að eldstæðinu. Eng-
ar hlífar voru fyrir gluggunum
eins og mig hafði áður grunað og
eg gat því ekki brugðið upp
ljósi.
Allt þetta sá eg á andartaki, um
leið og eg leit framan í hana og
sá þar skráð furðu og heift.
„Hvað eruð þér að gera hér?“
spurði hún, nærrri hás af reiði.
Þetta var hennar heimili, hugs-
aði eg, og enda þótt auðsýnt væri
að í þessu herbergi var tilvalið að
standa á hlerí og fylgjast með því,
sem sagt var í svefnherberginu
fyrir neðan, svaraði eg strax því.
sem var skynsamlegast eins og á
stóð.
„Faðir þinn sagði mér að bessi
hæð væri ónotuð með öllu, og
begar eg heyrði umgang hér, fór
eg að gá. hvað um væri að vera.“
,.Þú heyrðir engan umgang
hér,“ svaraði hún illhryssings-
lega.
„Ekki bað?“ spurði eg og horfði
hvasst á hana.
.Nei, bú heyrðir ekki neitt.“
Eg sá að ekki tióaði að nota
blíðuorð og sneri blaðinu við.
(Framhald).
Vélaþéffingar
Járn og glervörudeild
Hreinsifögur
Járn og glervörudeild
Rauðmaganetaslöngur
Netagarn - Netateinn
Járn og glervörudeild
Snjóbirtugier-
augu
(óbrothætt)
Skíðagieraugu
fyrir börn og fullorðna
Járn og glervörudeild
Gcrmvogir
12, 25 og 50 kg.
Járn og glervörudeild
Kneissel-skíði
Skíðabindingar
Skíðasfafir
Skíðaáburður
<þþ>
Járn og glervörudeild
Sformlugtir
2 stærðir
Sformlugtarglös
og kveikir
Olíuvélar
2 hólfa
Prímusar
Járn og glei'vörudeild
Skíðasleðar
Flafsleðar
Járn og glervörudeild
Saumavél
handsnúin, í góðu lagi, til
sölu, mjög ódýtr
Handavinnu-
föskur
Járn og glervörudeild
Málningarúllur
(með bakka.)
Málningakústar
Járn og glervörudeild
Hestamannafélagið
Léttir
heldur aðalfund sinn að Hótel
K.E.A. (Rotarysal) föstudag-
inn 11. þ. m. kl. 8 e. h.
Stjórnin.
Húnvetningafélagið
heldur aðalfund sinn að Hótel
K.E.A. (Rotarysal, n.k. sunnu
dag kl. 4 e. h. — Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmál rædd.
MÆTIÐ VEL.
A. v. á.
Stjórnin.
NOTIÐ
SÁFUSPÆN1
í allan viðkvæman þvott.
Sápiispœnir eru svar vísindanna við þeim vanda, hvernig þvo megi viðkvcemar
flíkur án þess að skemma þær. Fyrsta flokks sápa er spænd niður, og reynsla hús-
mæðra t mörgum löndum er sú, að þannig leysist sápan betur upp ag þvær betur
allan viðkvæman þvott. — Sápuspænir eru einnig mjög hentugir í þvottavélar.
Farið vel með viðkvæmar flík-
ur. Þvoið ávallt með sápu-
spónum. Það borgar sig.
Reynið SÓLAR sápuspæni
Sápuverksmiðjan
SJÖFN