Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. febrúar 1955 DAGCR 5 Ýmis fíðim „Fujlyrðingar um, að héraðsbann- bófa eru órök- ósannar" segir Vignir Guðmundsson í eftirfarandi grein, er hann hefir sent hlaðinu í tilefni af hugleið- inguni Jóns Benediktssonar yfirlögregluþjóns i síðasta tölublaði Ðags ið hafi reynzf ti! Þrír stórir vöruflutn- ingabílar rjúfa ein- angrun Svarfaðardals Úr Svarfaðardal 7. febrúar. Þrír stórir vöruflutningabílar [lytja mjólk úr Svarfaðardal bingað til Akureyrar og þunga- vöru héðan til kaupfélagsins og annarra verzlana á Dalvík. Þessir bílar eru einu samgöngutækin. er rjúfa einangrun Svarfaðardals og Dalvíkur. Undanfai-na viku hef- ur engum öðrum en þessum stóru trukkum verið fært að komast milli Akui'eyrar og Dalvíkur. — Snjór er mikill, sérstaklega frá Dalvík og inn fyrir Hámundar- staðaháls. í Svarfaðardal er og mikill snjór. Dalvíkurbílarnir hafa brotizt til Akureyrar þrisvar í viku. En fyrst sækja þeir mjólkina fram í Svarfaðardal, að Brekku. Er þar illt færi, jafnvel þessum sterku bílum. T. d. voru þeir sl. laugar- dag 9 klst. á leiðinni fram að Brekku og aftur til Dalvíkur Er þetta aðeins 6 km. vegalengd sleðum. En Svarfdælingar hafa beltis- dráttarvél í förum, með stóran mjólkurflutningasleða í togi og flytja á honum mjólkina úr Svarfaðardal annan daginn en úr Skíðadal hinn dagirtn. Bændur verða því líka að bjargast „upp á gamla móðinn" og fiytja á hesta- sleðum líka. Uridanfárið hefur verið óstillt tíð og jafnan rennt í slóðina frá degi til da.gs.-En bílstjórarnii eru vanir ýmsu á þessari leið og' leggja nótt við dag jþfggr.,því. er- að skipta. Bifreiðarnár eru álítaf samferðg.pg qr það mikill styrkur í vondu færi. Er það algeng sjón á “þéssari leið áð sjá bílana ýta hver á annan og má þá vera vond færð, svo að ekki miði áfram. Ekki hefur þótt tiltækilegt að skafa veginn nieðan tíðin er jafn óstillt og verið hefur. Hangikjötið soðið — en þcrrablóti frestað. Svarfdælingar ætluðu að halda þorrablót fyrir nokkru, en urðu að fresta því vegna ótíðarinnar. Búið var að sjóða hangikjötið og undirbúa samkomuna á ar.nan hátt. Verður hún haldin strax og veðri slotar og venjulegum bílum verður fært um veginn. Skíðanámskeið stendur yfir á Daívík, á vegum UMF Svarfdæla. Hófst það á sunnudaginn var. — Skíðasnjór er ágætur og góðar skíðabrekkur ofan við kauptúnið. Kennari er Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði Þátttaka er mikil. Hross hafa gengið úti í Svarf- aðardal framanverðum og víðar. Voru þau í góðum holdum er þau voru tekin á hús fyrir nokkrum dögum. r Áíviimuleysi í Olafs- firði ^ Mjög dauft er yfir atvinnulífi Ólafsfjarðar um þessar mundir. Hefur ekki gefið á sjó vikum sarnan. Mjög margt af yngra fólki er farið suður til Faxaflóahafna, á vertíð eða í önnur störf, og stefnir til aukins brottflutnings fjölskyldna suður nema rætist úr atvinnuástandinu. Binda menn helzt vonir við fyrirhugaða tog- araútgerð, en allt er þó á huldu með það mál enn sem komið er. Snjóar torvelda sam- göngur við Höfðahverfi Höfðahverfi 8. febrúar. Á mánudaginn var unnið að því að ryðja snjó af þjóðveginum frá Garðsvík til Höfðahverfis og rjúfa þannig einangrun byggðar- innar. Er þess vænst, að bændur úr Höfðahverfi komi nú mjólk sinni á markað hindrunarlaust. Skapar samgönguleysið marg- víslega erfiðleika. Reynt er að strokka þegar ekki er fært með mjólkina, en á fámennum bæjum er smjörgerðin erfið, því að störf- in eru ærin fyrir. Mikið af ungu fólki úr byggðinni er farið suður á land í atvinnúleit Samgöngur greiðar um Skagafjörð - lítill afli og slærnar gæftir Sauðárkróki 8. febrúar. í janúarmánuði og það sem af er þessum mánuði hefur verið kvillasamt hér í bæ ,kvefpest, rauðir hundar og fleiri umferða- sjúkdómar. Hafa verið veruleg vanhöld í skólum ,en raknað úr síðustu daga. Snjór er ekki \eru- lega til tafa innanhéraðssam- göngum. Litlar gæftir hafa verið frá áramótum og afli jafnan fremur tregur, þá sjaldan gefur á sjó. Um sl. helgi hafði Gagn- fræðaskólinn myndarlega sam- komu, er var fjölsótt og vel heppnuð. Sá Eyþór Stefánsson tónskáld um dagskráratriði, en þau voru sjónleikurinn Kven- fólkiÖ' -heftir okkur eftir Kr. S. Sigurðsson, kórsöngur, - undir stjórn Eyþórs, o .fl. Endurbygging bryggj- unnar í Hrísey undir- búin Hríscy 8. febrúar. Hafinn er undirbúningur að endurbyggingu hafskipabryggju í Hrísey, sem trjámaðkur hefur grafið sundur og eyðilagt að verulegu leyti. Efnið er pantað og er þess vænst, að bryggju- smíðinni ljúki í sumar. Ekki hef- ur gefið á sjó nú lengi og er dauft yfir atvinnulífi. í haust fóru tveir ungir menn héðan til búnaðarnáms í Noregi, í boði fylkisstjórnarinnai í Hörðalandi. Fór annar þeirra Kjartan Helgason, frá Hvammi í Hrunamannahreppi, í skólann að Steini, en hinn, Gunnar Olafsson, úr Reykjavík, í skólann á Vors. Boð um skólavist þessa barst um hendur félagsins Norsk-Islaudsk Samband í Osló til félagsins ís- land—Noregur. Tveir norðlenzkir bændasynir. Nýlega barst nýtt boð um skólavist í Noregi á sama hátt. Að þessu sinni frá fylkinu Róms- dal og Mæri. Tveir ungiv bændasynir fóru á sunnudaginn til Noregs í þessu boði. Fóru þeir með flugvél Loft- leiða til Osló og þaðan með járn- braut, sem leið liggur norður í Snjóbílar halda uppi f erðum um Suður- Þingeyjarsýslu Fosshóli 8. febrúar. Snjóbíll bræðranna Garðars og Þorsteins Svanlaugssona frá Akureyri hefur reynzt Þingey- ingum hið mesta þarfaþing í ó- færðinni að undanförnu. Hefur bíllinn að staðaldri verið í flutn- ingum frá Akureyri til Húsavíkur og innanhéraðs. Eru flestir vegir innanhéraðs ófærir venjulegum bílum. Reynt mun verða að ryðja Kinnarbraut og Aðaldal nú næstu daga. Snjóbíll K. Þ. hefur verið í förumaðsækja rjóma á bæi og flytja til mjólkur- stöðvarinnar og er að því gagn. Á laugardagsskvöld kom snjó- bíllinn frá Akureyri til Húsavík- ur og var þá fenginu til að sækja sjúkling til Mývatnssveitar. og gekk sú ferð vel og varð bíllinn þar að mikhi liði. Jarðbönn eru yfir allt og fén- aður allur á gjöf. Fulltrúi Suður- Þingeyinga á Búnaðarþingi, Baldur oddviti Baldvinsson á Ofeigsstöðum, tók sér far suður með flugvél frá Akureyri síðastl. mánudag. 57,8 milljónir flugfar- þega s. 1. ár Farþegarflugvélar í heiminum fluttu samtals 57.8 milljónir far- þega sl. ár. Eru það 5.8 milljónir fleiri farþegar en fluttir voru ár- ið 1953. Að meðaltali flaug hver farþegi 891 kílómetra leið. (Flug- farþegar í Sovétríkjunum og meginlandi Kína eru ekki með- taldir í þessum tölum.) Þessar upplýsingar eru frá Al- þjóðaflugmálastofnuninni, sem hefur aðsetur í Montreal í Kan- ada, en þau samtök eru sérstofn- un innan Sameinuðu þjóðanna. Vöruflutningar með flugvélum hafa að sama skapi aukizt hin síð- ari ár. Frá því 1947 hefur flugfar- þegatalan aukizt um 175%, segir í skýrslu Flugmálastofnunarinn- ar. Rómsdal, en þar eiga þeir að stunda búnaðarnám árlangt í bændaskólanum í Geirmundar- nesi. Skólavist öll, svo sem fæði, húsnæði og kennsla, er nemend- um þessum að kostnaðarlausu, og auk þess er greiddur ferðakostn- aður-þeirra innan Noregs, bæði er þeir koma í skóla og hverfa heim aftur. Piltarnir, sem fara að Geir- mundarnesi, eru Guðmundur Arason, bónda á Grýtubakka í Höfðahverfi við Eyjafjörð, og Einar Ingvarsson frá Syðra-Lóni á Langanesi, dóttursonur Guð- mundar Vilhjálmssonar bónda þar og alinn upp hjá honum, því að föður sinn missti hann ungur. Með boðum þessum er íslenzk- um bændum og búskap sýnd mikil velvild frá hendi þeirra að- ila er fara með stjórn bændaskóla og búnaðarkennslu í Noregi. Nú nýiega reit Jón Benedik.ts- son yfirlögregluþjónn á Akur- eyri, langa grein í blaðið „Dag“ um héraðsbannið hér á Akureyri og þá reynzlu er af því hefur hlotizt í eitt ár. Bendir hann þar á, að hann sem lög- reglumaður sé manna dómbær- astur um hverja raun það hafi gefið Eg neita því ekki að aðstaða hans er sæmileg, og þess vegna vonaðist eg til þess að finna ofur- lítinn snefil af rökum og sönn- unum í grein hans. En svo var ekki í greininni er ekkert nema mikið málskrúð og órökstuddar fullyrðingar, algerlega haldlaus- ar. Greinin er aðeins umbúðir um þetta eina inntak: „Trúið mér, góðir hálsar ,eg veit hvað eg segi“. Lögreglumenn ósammála. Það er fyrst til að taka, þar sem yfirlögregluþjónninn ræðir um „— reikular skoðanir margra mætra borgara bæjarins. sem sjaldan eiga leið um miðbæinn og lítið þekkja til skemmtanalífsins og teljá síg ’ hafa' orðíð lítilla breytinga varir.“ Eg vil í þessu sambandi benda á, að eg hef aflað mér upplýsinga um að aðalstarfstími yfirlög- regluþjónsins er að deginum til, þótt hann sé stundum kallaður til endranær, þegar um sérstök vandamál er að ræða Mér er því nær að halda, að hann eigi sjald- an leið um miðbæinn, a. m. k. að nóttu til, og þekki því lítið til skemmtanalífsins, nerna af af- spurn. Vit sitt um þetta hefur hann því frá öðrum. og þá scnni- lega fyrst og fremst frá lögreglu- þjónunum, samstarfsmönnum sínum. í því sambandi vil eg benda á að eftir því, sem eg hef komizt næst, eru þeir ekki sam- mála um að ástandið í áfengis- málunum hafi batnað á síðast- liðnu ári. Aukin ásókn um borð í skip. Næst kemur yfirfögregluþjónn- inn að því að ,.— ekkert bendi til þess að smygl, leynivínsala eða önnur ólögleg meðferð áfengra drykkja hafi á liðna árinu látið meira á sér bera en áður, nema síður sé —“. Um þetta verður ekkert full- yrt. Lögreglu og tollgæzlu hefur hvorki tekizt að^sanna þetta eða afsanna. Það er álit tollvarða að ásókn manna í skip í leit að víni, hafi aldrei verið meiri en á þessu ári, og þess vegna hefur eftirlit með skipum, sem hér liggja, ver- ið hert. Lögreglan mun einnig hafa leitað ólöglegs áfengis í bif- reiðum og e. t. v. víðar. Hins má geta sér til, að þeir, sem vilja kaupa og selja áfengi á ólöglegan hátt, hafi haft við það enn meiri varúð, þegar vitað var að eftirlit með áfengi myndi aukið eftir að héraðsbannið komst á. En kunn- ingjasögur um þetta geta ekki leitt til heimildaf til neinna full- yrðinga, hvort sern þær berast Jóni Benediktssyni eða einhverj- um öðrum öndverðrar skoðunar. Ölvun á almannafæri og sektir. Þá segir yfirlögregluþjónninn í grein sinni: „— mun minna bar é ofurölvun síðastliðið ár en óður og sjaldan leiddi hún til stærri vandræða —“, og ennfremui: .,— voru innan við 50 bæjarbúar sektaðir á síðastliðnu ári fyrir ölvun á almannafæri." Þess skal hér getið að það er algerlega í hendi lögreglunnar hve margir eru sektaðir fyrir ölv un á almannafæri. Það gefur auga leift að „statistik“ og fullyrðingar eru vandmeftfarin í þessu sambandi, enda hefur bæjarfógtaembættift ekki séft sér fært að birta neinar tölur í þessu sambandi, né aðrar fullyrftingar um þetta mál. Lög- reglan hefur á að skipa 3—4 mönnum, þegar bezt lætur, til þess að senda út um það bil er skemmtistöðum er lokað. Þeir verða að halda saman að minrista kosti 2 eöa fleiri í bifreið sinni, ef til handtöku og fangaflutnings kemur. Hér hætta dansleikir oft á þrernur stöðum í einu. Og oftast nær kemur fólk meira og minna drukkið út af þeim. Það sanna fyrst og fremst tómar áfengis- flöskur, sem finnast úndir bofð- um skemmtistaðanna að loknum dansleikjunum. Margt er fólk þetta ofurölvi, þótt það ekki stofni til neinna óspekta eða ill- inda, enda hverfur það fljótt af götum bæjarins, en það er drukkið' eigi að síður. Lögreglan getur eigi haft neina yfirsýn yfir hve margir eru ofurölvi, þegar svona stendur á, enda mun hún ekki hafa nein fyrirmæli um að kast.a tölu á þá. Hún handtekur óróaseggina og þá, sem ósjálf- bjarga eru, og ýmist setur þá í fangahúsið eða flytur þá heim. Ástandið á skemmtistöftum. Eg vil hér geta þess, að ég heí: leitað mér upplýsinga um ástand- ið á einum skemmtistað hér I bænum í þessum efnum. For- stjóri þess hefir nú starfað þar um þessar mundir í tvö ár. Hann. segir, að héraðsbannsárið hafi alls ekki verift betra hvaft snertir áfengisneyzlu á dansleikjum f liúsinu. Hann bætir því við, aft eftir eina hclgi í sumar sem leift hafi yfirlögregluþjónninn talift þær tómu áfengisflöskur, sem íí húsinu fundust og hann fullyrð- ir, aft aldrci frá því að hann koiti að húsinu hafi þær verift eins margar og að þessu sinni. Tals- vert er nú þessi framburður ó- samhljóða framburði yfirlög- regluþjónsins, enda segir forstióri. þessa húss (þ. e. Alþýðuhússins að hann minnist þess ekki, að yt- irlögregluþjónninn hafi látið sjt sig þar innan veggja nema í þetti. eina skipti er hann taldi flösk- urnar. Varðandi sektir fyrir ölvui. á almannafæri má benda á, að : ekki stærri bæ en Akureyri ei. þekkir lögreglan allmarga menn sem hafa það n.ærfellt fyrir vana, að drekka sig ofurölvi af og til, Hún veit líka, að margir em (Framhald á 11. síðu). Tveir norðlenzkir bændasynir farnir til bímaðarnáms í Noregi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.