Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. febrúar 1955 DAGUR 7 „Hæringur" vígSur fil mikiila afreka Ævintýrið mikla orðið að raunveruleika! Malenkoff hrökklast frá völdum - Krúsjeff sigrar í valdabaráttunni Fyrir nokkrum vikunv hófu blöð á Vesturlöndum að spá því, að til tíðinda mundi draga í æðstu stjórn Rússaveldis og að senn mundi ljúka því samstarfi, sem verið hefði um stjóm landsins síðan Stalin leið, í milli Malaen- koffs forsætisráðherra, Krúsjeffs aðalritara kommúnistaflokksins og Molotoffs utanríkisráðherra. Vestrænir áhorfendur dróu ressa ályktun af ýmsum táknum á himni stjórnmálanna. Brydda tók á Stalinsdýrkun, sem að mestu hvarf jafnskjótt og Malen- koff tók við, blöð stjórnarinnar tóku að gagnrýna þá stefnu, sem tilkynnt var eftir andlát Stalins, að aukin yrði framleiðsla á neyzluvarningi en minni áherzla lögð á þungaiðnað. Og fyrir eitt- hvað 10 dögum þótti ýmsum áhorfendum sýnt að til tíðinda mundi draga. Aðalh'amkvæmda- stjóri flokksins, maðurinn í því embætti, sem Stalin hélt til dauða dags, Nikita Krúsjeff, tók að birta stjórnartilskipanir í eigin nafni og án undirritunar þremenning- anna, sem taldar hafa verið að fara með stjórn lándsins í félági. ' Enda vár ekki langt að bíða úr- slita.-í gær, er hófst fundur í svo- riefndu Æðstaráði Sovétríkjanna, var lesið bréf frá Malenkoff, þar sem hann biðst dausnai; fí'á emb- ætti forsætisráðherra, Játar hann í bréfinu reynsluleysi, sem hafi orsakað mistök í embættinu, einkum finnur hann sök hjá sér í landbúnaðármálastefnu ríkisins. Er-' í" hréfíhu ijþst. fráhvarfi ■ frá þeírrí stefnú, að, . auka .ney.dú- vöfúfrámleiðslú óg lögð áþerzla á að haldið 'vefði' áfram að byggja uþþ þúngáiðnáðinn. Játar Malen- koff auðmjúklega, að vera sekúr um yfii-sjónir. og kveðst múndi bæta ráð sitt í hvívetna og reyn- ast trúr í pýju embætti, sem hon- um mundi verða falið. Að sjálfsögðu féllst Æðsta- ráðið á að veita Malenkoff lausn í náð, Verður fróðlegt að heyra fréttir að austan, ef það skyldi koma fyrir að Æðstaráðið sam- þykkti ekki ,eim-óma“ einhverja ákvörðun æðstu valdamanna. Bulganin marskálkur tekur við. Síðar í gær var tilkynnt, að út- nefndur hefði verið til forsætis- ráðherra í stað Malenkoffs Niko- lai Bulganin marskálkur, áður landvarnarráðherra. Um vestræn lönd er útnefning hans talin stað- festa, að Krúsjeff hafi borið sigur úr býtum í valdastreitunni við Malenkoff, og sé hann nú í raun- inni valdamesti maður landsins, þótt hann beri ekki háa ráð- herratitla. Fylgir hann í því efni fordæmi Stalins, sem löngum var aðeins talinn aðalritari kommún- istaflokksins, þótt hann væri ein- valdur. Bulganin marskálkur er 59 ára, og var einn af helztu ráða mönnum á stríðstímanum og þótti standa sig vel að byggja upp framleiðslu- og landvarnarkerfið á þeim tíma. Er hann talinn hafa meiri reynslu í efnahagsmálum en hermálum, enda þótt hann hafi marskálksnafnbót í Rauða hernum. Þótt fregnir séu enn óljósar, þykir samt flestum allt benda til þess, að hinn raunveru- legi einvaldi Rússlands sé að verða eða orðinn Nikita Krúsieff, hinn harðskeytti og harðduglegi Ukrainumaður, sem á fáum ár- um hefur hækkað að metorðum frá því að vera trúnaðarmaður flokksins í Ukrainu til valda- mestu stöðu landsins. Þá þykja þessi tíðindi boða að herinn muni nú enn eflast að pólitisk\im áhrrfum. Harðskeyttari utanrikisstefna ; ' 'W ' V ■ ' • r - ■ • N..VÍ a ny. Getum er að þyí leitt, að Molo- toff muni ekki kemba hærurnar í utanríkisráðherraembáettinu eftir þetta. Mun hin - svonefnda , milda“ stefna í utanríkismálum,- sem þótti gæta nokkuð eftir and- lát Stalins, nú þoka fyrir harð- skeyttari stefnu og öllú líkari því, sem var á Stalinstímanúm. Bend- ir aukin áherzla á vöxt þunga- iðnaðar og ekki á friðsamlegri tón né brotthvarf frá kalda stríð- inu. Og sú vonarsól, er neytend- ur hins mikla ríkis sáu um sinn á lofti, er Malenkoff hét því að bæta kjör þeirra, rennur aftur til viðar og hefur aðeins skinið skamma hríð. Virðist liklegast, að milljónimar í Rússlandi verði enn að þræla fyrir ríkið við að byggja upp hergagnaiðnað meðan skortur er á fjölmörgum vörum, sem taldar eru til nauðsynlegra lífsþæginda um vestræn lönd. „Atka“ siglir til suðurheimsskautsins Það var ekki lítið um dýiðir í Álasundi og Sunnmæri og víðar 18. f. m., þegar „Síldarolíuvcrk- smiðjan HÆRINGUR“ var kom- inn af hafi og lá albúinn í Gagn- stöðvarvík að Axlarbaki, rétt norðan við bæinn. Fékk hann enda hátíðlegar móttökur. svo að spurðist víðs vegar um Noreg. Fréttaskeytum og blaðafrcgnum rigndi um allt land með ítarleg- úm frásögnum, lýsingum og inyndúm. í Gagnstöðvarvik var sarnan- kominn fjölmennur hópur virðu- legra boðsgesta þennan dag. Voru það fyrst og fremst fulltrú- ar margvíslegra stofnana, stétta og félaga, m. a.: öll verksmiðju- stjórn, 011 stjórn síldarsamsölu Noregs, er hafði komið til hæjar- ins daginn áður, hæjarstjórn Ála- sunds og fulltrúar framkvæmda- ráðs og Verzlunarfélags bæjar- ins, Utgerðarmannafélagsins, Sjómanna- og Vélstjórafélagsins, hankastjórar bæjarins o. m. fl. Og meðan „vígsluathöfnin“ fór fram, ræður voru haldnar og hamingjuóskum rigndi yfir skip- ið og framtíð þess, sem öll var talin velta á því, að nægilegt hrá- efni bærist til verksmiðjunnar, lögðu 3 fyrstu síldveiðiskipin ó- vænt upp að „Hæringi“, og „hið síkvika silfur hafsins“ streymdi niður í geyma skipsins, og hljóm- ur þess þefir auflaust ómað í eyr- úm allra eins. og hróp Hans klaufa fprþuip,:, „Hæ, hæ. hér komum v;ið,,,þéi; komum við!“ M ■ ■ :• , :' yi't ; H'riv.* .‘Uu'.'V-f Slaðaummæli........ „. *»• Blöð í‘ Norégi höfðu um hríð verið full af fréttum af „Hær- ingi“, sem lá í Leirvík á Stoi’ð og .síðan í Björgvin til skoðunar og: Imargvísle'gra aðgerða og umbóta. jVar Iýst '‘allrækilega'f vélakosti. fians 'ölhimy'^ væútánlegum af- köstum-' óg Starfshæfni á ýmsa 'vegu. Og ~eðfiléga varð síðan ;Sunnmæringaín',á' að spyrja: - ' —- EffÚ—áý'ó að hann eigi aðeins áð vinná síldarolíu og srld- armjöl úr stórsfldinni einni, þá verðúr'hann að liggja aðgerða-' laus í Gagnstöðvarvík mestan hluta ársins? Svör við slíkum spurningum voru á reiðum höndum. Formað- ur verksmiðjustjórnar, Knut Vartdal og verksmiðjustjóri, Hilmar Onarheim, höfðu þegar hugleitt þá hlið málsins, að lok- inni vetrar- og vorsfldarveiðinni (jan.—febr.), þótt enn hafi ekki verið haft í hámæli. — Hugsast gæti, segir formað- ur, að verksmiðjan færði sig um set m. a. til íslands, ef síldin tæki t. d. að sækja á ný upp að ströndum Nor-ðurlands. En við Jan Mayen yrði ekki nægileg veiði til að vinna úr fyrir verk- smiðjuna. — Hugsast gæti einnig, áð, skipið yrði sent suður á síld- veiðasvæðið á Flatagrunni (í Kattegat, fyrir sunnan Hlésey). Þar væru líkindi til að fá nægi- legt hraefni. — Já. segir verksmiðjustjór- inn. Mér þykir raunverulega vænt um, að við skyldum fá of- viðri á leiðinni frá Björgvin og hingað. „Hæringur11 reyndist þá gott sjóskip, svo að þess vegna ætti að mega beita honum hvar sem væri! Vélar og afköst. — Dægurafköstin eru áætluð um 10.000 hektólítrar (hl.), segir verksmiðjustjórinn, en verða nokkru minni í upphafi, meðan verið er að liðka vélarnar; en síð- an verður innan skamms unnið af fullum krafti. Birgðageymar undir síld, olíu og mjöl eru ekk- ert smáræði. Verksmiðjan getur tekið við 20.000 hl. hráefnis, en hefur birgðageymslu fyrir síldar- mjöl og sfldarolíu, samsvarandi 150.000 hl. hráefnis. Vélar allar eru fullreyndar, sefir hann ennfremur, og allt til- búið að veita síldinni móttöku. Eg hef starfað við bæði „Clupea“ og „Bras“ en þetta er bezta skip- ið. Auðvitað mun verða >'art ein- hverra „barnasjúkdóma“ í fyrstu, en að þeim loknum mun það sannreynt verða, að „Hæringur" er verksmiðja, sem bærinn og fylkið geta glaðst við. — Aðvitað er einnig límvatns- tæki í verksmiðjunni, segir verk- smiðjustjórinn, og það er lóðið. Á þann hátt fæst 100 kg. síldarmjöls úr 4,5 hl., þar sem áður þurfti 5,6 hl. Og svo verður mjölið einnig verðmætala. Aflstöð verksmiðjunnar er mjög mikilsháttar, og ef á þyrfti að halda, mætti jafnvel tengja hana rafkerfi bæjarins og senda því straum. — Með tilkomu „Hærings“ í Gagnstöðvarvík er stóriðnaður hafinn í Álasundi og Sunnmæri. En eftir því hefur lengi verið beðið. „Komdu og skoðað’ í kistuna mína . . .“ , — Það er svei mér margt og mikið í kassanum. þeim arna! sagði einn boðsgeistanna, er þeim hafði verið sýnt nokkur helztu ■artriði, og höfðu þeir þó 'enn ekki* séð nema helming alls, sem inn- anhorðs er, segir blaðamaður „Sunnmærapóstsins“ (stærsta dagblað Alásunds). Þar er sem sé raunverulégá allt þaðTsem þörf getur hugsast-fyrir: vistlejgir rbúðarklefar, þjört og loftgóð borðstofa, nýthdku eldhús með kæliskáp og kqrtöfiuflysjara, bað og þvottahús, sjúkrahús með til*- heyrandi aþótéki, vélaverkstæði o. m. fl. Skipið allt er því raun- verulega dálítið þjóðfélag út af fyrir sig • og algerlega óháð „meginlandinu‘1 í skipinu er einnig efnagrein- ingarstofa (laboratoríum), þar sem efnafræðingur vinnur aðal- lega að nauðsynlegri efnagrein- ingu og eftirliti með vinnslu síldarolíu og síldarmjöls. Enda er það mi'kilvægt verk, og áríðandi að vel sé til vandað. Vélakostur skipsins er svo ríkulegur, að undrum sætir, segir blaðamaðurinn. Jáfnvel minnstu vinnslutæki hafa sjálfstæðan raf- hrey.fil við hlið sér En samt er hægt að stjórna öllu þessu sam- eiginlego úr vélamiðstöð skips- ins. En svo er líka raftengi-tablan með öllum útbúnaði og gildum rafsímum mesta furðuverk og mikilfenglegt, bætir hann við. Áætlað er að þurfa muni 300.000 hl. hráefnis til þess að út- koma verksmiðjunnar í ár verði nægilega hagkvæm. Og í Gagn- stöðvarvík mun víst enginn efast um, að því marki verði náð! Hitt og þetta. í „vígslusamsæti því, sem hald- ið var um borð í „Hæringi“ var á margt minnst og margs getið, m. a.: Árum saman höfðu for- göngumenn þessa máls barizt fyrir að fá leyfi til að byggja síld- arolíuverksmiðju í Gagnstöðvar- vík, þar sem lengi hafa verið geysimikil móttökuskilyrði, síld- arþrær, steyptir pallar og bryggjur o. fl. En stöðugar neit- anir stjórnarvalda og gjaldevris- nefnda ollu því, að lokum stakk upp kollinum hugmyndin að leita um kaup á „Hæringi“. Stóð ltngi í þjarki um þetta, og mætti málið í fyrstu mikilli mótspyrnu, ekki sízt hjá ríkisstjórn, er um ríkis- ábyrgð var að ræða. Strandaði málið lengi á ríkisábyrgðmni, lánveitingum, og loks innflutn- ingsleyfi. íslendingar hefðu fyrst krafizt 4 milljón króna fyrir skipið, en eftir langar umræður og mála- leitanir selt það fyrir helming þess verðs. Og að lokum var allt komið í kring. Bæjarstjórn Ála- sunds lét gera veg að verksmiðj- unni, leggja vatnsleiðslu og raf- leiðslu og keypti einnig hlutabréf í fyrirtækinu. Síldarsamlag Nor- egs lagði fram 40% af stofnfé, bankar í Álasundi studdu upp undir o. s. frv. Onarheim verksmiðjustjóri skýrði gestum frá öllu hinu fiöl- þætta starfi verksmiðjunnar og af mi'killi nákvæmni, — hvcrnig vélar allar störfuðu, frá því síld- inni væri rennt um borð í skipið, unz olían fyllir geymana, og síld- armjölið streymir niður í pok- ana á sjálfvirkri vog. Það eru fernar sjálfstæðar vinnslu-ein- ingar í ,.Hæringi“, og þótti eitt- hvað kynni að bregðast í einni þeirra, vinna hinar þrjár fullum fetum eftir sem áður. Þess háttar útbúnaður fyrirfinnst alls ekki í öllum síldarolíuverksmiðjum, sagði verksmiðjustjórinn að lok- um .... Þetta er sagan af ,,Hæringi“ til þessa, og mætti eflaust ýmislegt af hepni læra. Ríkisframlag til vega hér á þessu ári Á fjárlögum þessa árs, er fé ætlað til vega í Eyjafjarðarsýslu, sem hér segir: Ólafsfjarðarvegur 120 þús. kr., Hrísavegur 25 þús., Hörgárdalsvegur ytri 60 þús., Hörgárdalsvegur innri 25 þús., Vatnsendavegur 20 þús, Lauga- landsvegur 40 þús. og Eyjafjarð- arbraut 40 þús., eða samtals 330 þús. kr. — í Suður-Þingeyjar- sýslu er vegafé þetta: Svalbarðs- strandarvegur 20 þús., Fnjóska- dalsvegur í Höfðahverfi 60 þús., Kljástrandarvegur 25 þús., Fnjóskadalsvegur í Hálshreppi 100 þús., Kinnarvegur við Núp 50 þús., Bárðardalsvegur eystri 45 þús., Bárðardalsvegur vestri 35 þús., Laugaskólavegur 30 þús., Mývatnssveitarvegur 50 þús., Tjörnesvegur 50 þús.„ Þingeyinga braut milli byggða 150 þús., Mý- vatnsöræfavegur 50 þús., eða samtals til þessara vega 665 þús. kr. Þá er gert ráð fyrir brú á Fnjóská undan Þórðarstöðum og til þess ætlaðar 200 þús. kr. Metafli á Snæfells- nesi Bátar, sem róa frá Ólafsvík, fá nú mikinn afla á degi hverjum og metafla í fyrradag. Þá fékk einn bátur 25 lestir í róðri, og aðrir litlu minna. Mun tregari afli er frá verstöðvum við Faxaflóa. Wellington, Nýja-Sjálandi. — Fyrir skömmu lagði ísbrjóturinn I „Atka“ úr bandaríska flotanum af stað í þriggja mánaða rann- sóknarleiðangur til þess hluta Suðurskautslandsins, sem einna síðast var gerður uppdráttur að. Með þessari för „Atka“ er haf- in áætlun, sem m. a. miðar að því að koma upp stjörnuturni á Suð- urheimskautsbaugnum og öðrum á Marie Byrd Land. Vísindamenn um borð í „Atka“ munu frarwkvæma víðtækar vis- indarannsóknir, sem eru liður í undirbúningi að alþjóðleguum jarðeðlisrannsóknum fyrir árið 1957—58, og mun starfssvið þess- ara vísindamenna ná allt frá gufuhvolfinu að sjávarbotninum. Þessir fyrirhuguðu stjörnu- turnar Bandaríkjamanna í Suð- urheimskautinu munu hafa sam- vinnu við stjörnuturna sex ann- arra landa, sem hyggjast starf- rækja rannsóknarstöðvar á þessu landi árið 1957—58. Aðalbækistöð „Atka“ verður á austurströndinni við Weddellhaf. Slík bækistöð við þá hlið megin- lands Suðurheimskautsins, sem að Atlantshafinu snýr, gæti kom- ið að notum sem lendingarstaður flugvéla á rannsóknarflugi frá Little America eða Sultzbergar- flóa. Skipið er 80 metra langt og áhöfnin er 267 manns. Skipstjór- inn, sem einnig er foringi leið- angursins, er Glen Jacobsen, yf- irflotaforingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.