Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 09.02.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 9. fcbrúar 1955 Afgreiðsk fjárhagsáætlimariíinar í bæjarstjórn: Sjálfsfæðismenn gugnuðu á aS taka 500 þúsund kr. úr duldum sjóði Steinsens Tillaga þeirra um framlag til hrað- frystihúss af „tekjuafgangi fyrri ára” kom aldrei til atkvæða - Kommúnist- ar vildu „sparnað,u en þó ekki á launa- greiðslu fyrir nefndastörf! Eins og greint var frá í síðasta tbl. var fjárhagsáætlun bæjarins endanlega afgreidd á bæjar- stjórnarfundi fyrra þriðjudags- kvöíd og voru ekki gerðar veru- legar breytingar á áætluninni frá ]jví, sem bæjarráð lagði til, við 2. umræðu. Flestar tillögur einstakra bæj- arfulltrúa voru felldar, eða voru svo augsýnilega óhæfar, að þær komu aldrei til atkvæða, eins og sú tillaga Sjálfstæðismanna að taka 500 þúsund kr. til hrað- frystihúss „af tekjuafgangi fyrri . ára“. Má kalla þetta mettillögu hér í bæjarstjórninni, og hafa kommúnistar aldrei komist með tærnar þar sem Helgi Pálsson og félagar hafa hælana í ábyrgðar- lausri tillögu-útungun. Áætlunin var þannig afgreidd, að ákveðið var að taka 500 þús. .kr. lán til framkvæmda, en 750 þúsund kr. framlagið til hluta- bréfakaupa stendur, hækkað var framlag til almannatrygginga um .rösk 62 þúsund, gerð var breyt- ing á áætluðum tekjum og óviss- um útgjöldum, og alveg út í hött, hvort tveggja, en að tillögu Sjálf- stæðismanna. Urðu útsvörin eftir þessa meðferð endanlega kr. 9.989.050, eða tæplega 700 þús. kr. iægri en gert var ráð fyrir við 1. umræðu, enda var lántaka ekki xekin^upp á áætlunina við fyrstu gerð. Sjónarmið flokkanna komu fram i bæjarráði. Meðan bæjarráð vann að samn- 'ingu áætlunarinnar, höfðu flokk- arnir ærin tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og gerðu það. Eigi að síður hófst íapphlaup á bæjarstjórnarfundi um breytingartillögur, sem flest- ar voru til að sýnast eingöngu. Kepptust kommúnistar og Sjálf- stæðismenn við að flytja tillögur ,til lækkunar", og voru flestar óraunhæfar. Þjóðvarnarliðinn íom og með lækkunartillögur, anda var honum vandi á höndum. par sem flokksfélag hans hafði oeimtað 1200 þúsund kr. lækkun á gjaldaliðum áætlunarinnar án pess að skerða framlagið til hrað- x'rystihússins! En með því að flutningsmenn öllögunnar um þetta efni gerðu sér enga grein fyrir því, hvernig :ramkvæma mætti þetta, bættu peir þeim fyrirmælum við tillög- una, að Marteinn bæjarfulltrúi skyldi leggja til rökin á bæjar- stjórnarfundinum! Varð þetta allt Marteini um megn, og er rök- stuðningurinn fyrir því, hvernig lækka megi' gjaldahliðina um 1200 'þúsund krónur án þess að snerta við hraðfrystihússíram- laginu, ókominn enn. Spamaður í orði — og á borði. í Verkam. sl. föstudag er lögð áherzla á það, að kommúnistar hafi viljað lækka útgjöld bæjar- ins og koma fram nauðsynlegum „sparnaði".. Þetta er ætlað kjós- endum, en þess er ekki getið, að þegar að því kom að sýna spam- aðarviljann í verki og minnka eyðslufé, greiddu báðir full- trúar kommúnista atkvæði með því að greiða sjálfum sér laun úr bæjarsjóSi fyrir setu á bæjarstjórnarfundum og nefndum. Kommúnistar vildu miklu heldur spara með því að lækka framlag til sorphreinsunar og snjómokst- urs um 25 þús., en fella niður bæjarstjórnarlaun. Þeir vildu líka heldur lækka framlag til skipulagningar í bænum um 40 þús. en spara 70 þús. kr. á launa- greiðslum til bæjarstjómar- manna og nefnda, og þeir vildu endilega að bærinn svikist um að framkvæma fyrri samþykkt um að rífa og flytja bragga á Gler- áreyrum, því að framlag til að byggja áhaldahús fyrir bæinn, í stað bragga, vildu þeir burt. Til- lögur kommúnista um lækkun skiptu litlu máli og sýndu að það er stundum erfitt að standa við stóru orðin þegar á hólminn kemur. Tillögur Sjálfstæðismanna. Stærsta hlutverkið í þessum skrípaleik var þó í höndum Siálfstæðismanna. í blaði þeirra er fullyrf sl. miðvikudag að „bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfl. vildu lækka útsvörin um 1,5 miilj. króna.“ Og fullyrt að allir séu sammála um að ekki sé hægt að greiða Útgerðarfélaginu 750 þús. kr. á einu ári, nema helzt Framsóknarmenn! Er nú gleymd samþykktin frá því í sumar, sem Sjálfstæðismenn börðu fram, að greiða þessa upphæð skilyrðis- laust, og þá mátti ekki nefna lántöku í því sambandi. Það var ljótt athæfi vondra Framsóknar- manna, sem vildu setja fót fyrir hraðfrystihússmálið! En þegar á hólminn kemur, kikna sjálfstæðishetjurnar góðu. Þær bera ekki fram neina tillögu um að lækka framíagið til Út- gerðarfélagsins! Það stendur því óbreytt á áætluninni. Á bæjar- stjórnarfundinum tilkynnti einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, að flokkurinn mundi ekki ,eftir allt saman, flytja til- lögu um að gefa Steinsen ávísun á bæjarsjóðinn fyrir 500 þús. kr. til hraðfrystihússmálsins! Voru Sjálfstæðismenn þá búnir að fara tvisvar í kringum sjálfa sig í þessu máli og setja bæjarmet í hringlandahætti og flumbru- skap. Um aðrar tillögur þeirra, sem ísl. taldi.hið mesta þjóðráð er þetta helzt að segja: Rá'ðizt á þá fátækustu og á verklegar framkvæmdir. Tekjur af grjótmulningi vildu þein-a hækka um 50 þús. Það þýddi annað tveggja hækkaðverð á mulningi til þeirra sem byggja, eða minni atvinnubótavinnu við þessa vinnslu um háveturinn. — Þarna var því vegið að þeim fá- tækustu. Óvissar tekjur vildu þeir hækka um 100 þúsund, og var sú tillaga alveg út í bláinn og aðeins hækkaðar tekjur á papp- ímum, án vissu um að sú áætlun haldi í reynd. Fyrir reikningshald Vatnsveitunnar vildu þeir fá 15 þús. kr. meira í bæjarsjóð. Þetta er að taka úr öðrum vasanum og láta í hinn. Vatnsveitan er bæjar- fyrirtæki. Þá vildu þeir lækka framlag til vega og ræsa um 100 þús. og er það furðuleg tillaga miðað við ástand veganna hér í bænum og þá staðreynd, að um sl. áramót stækkaði umdæmi bæjarins og allir vita, að kosta þarf miklu til vega og ræsa í Glerárþorpi. Fyrirsjáanlegt er, að þessi útgjaldaliður hlýtur að hækka en ekki lækka á næstu árum. Þá vildu þeir lækka framlag til fegrunar bæjarins, garðræktar o. fl. um 50 þús., og þar með stöðva þá þróun til fegrunar, sem orðið hefur hér í bæ á liðnum árum. Þeir vildu fella niður 40 þús. kr. framlag til að greiða halla á vinnuskóla bæjarins á sl. ári og afnema 16 þús. kr. gjald til bjargráðasjóðs, sem er lögbundið. Er hvort tveggja tillagan ekkert nema sjálfsblekking. Á að hætta að styðja byggingu íbúðarhúsa? Þá vildu þeir að bærinn hætti að greiða í byggingalánasjóð sinn ,en sjóður þessi hefur orðið mjög mörgum efnalitlum bæjar- mönnum að liði við að koma upp sæmilegu húsnæði. Væri það hrein uppgjöf, að leggja árar í bát nú, því að mikil þörf er að að- stoða fólk til að koma upp íbúð- um; má minna á braggabúa, en áður var búið að samþykkja, að tillögu Framsóknarmanna, að •braggabúar hefðu forgangsrétt að þessum lánum næstu tvö ár. Þá vildu Sjálfstæðismenn lækkað framlag til óvissra útgjalda, og er það nú röskar 100 þús. kr., og lægra en nokkru sinni fyrr á seinni árum, og mun ekki stand- ast ef að líkum lætur. Þetta voru stóru bjargráðin, sem stóðu undir stóru fyrirsögn- inni í fslendingi. Tillögur þessar eru ýmist óraunhæfar eða til að sýnast, og stóra tilagan um 500 þús. kr. úr leyndarsjóðum Stein- sens, var svo fáránleg að fuiltrú- arnir þorðu aldrei að bera hana fram! . .. > Lítið svigrúm bæjarstjómar. Ef menn kynna sér fjárhags- áætlun bæjarins til hlýtar, hljóta allir sanngjarnir menn að viður- kenna, að svigrúm bæjarstjórnar til breytinga ár frá ári, er mjög lítið. Mestur hluti — og vaxandi — af útgjöldum bæjarins, er lög- bundinn eða algerlega óumflýj- anlegur. Það sem skortir hér, er fleiri tekjustofnar bæjarfélagsins en útsvör og fasteignaskattur. Er þá enn komið að skiptingu tekna milli ríkissjóðs og bæjarsjóða. — Þar er þörf endurskoðunar. Það er raunhæft mál að tala um. En tillögur um að • greiða ekki lög- boðin gjöld eða umsamdar greiðslur af lánum, eða leggja ekki fram fé til sorphreinsunar og vegabóta, eru skrum eitt. Ný smásagnakeppni „Samvinnunnar44 Tímaritið Samvinnan hcfur ákveðið að efna til smásagnasam- keppni og verða fyrstu verðlaun- in ferð til meginlandsins og 2000 krónur í vasapeningum að auki. Onnur verðlaun verða eitt þús- und krónur og hin þriðju fimm hundruð. Þurfa sögur í sem- keppni þessa að berast ritstjóra Samvinnunnar fyrir 15. apríl n.k. Þetta er annað sinn, sem Sam- vinnan efnir til slíkrar smásagna- keppni, en í fyrra sinn bárust um 200 sögur frá 170 höfundum, þar af 45 frá konum, víðs vegar af landinu. Þá hlaut Indriði Þor- steinsson fyrstu verðlaun fyrir hina umdeildu sögu sína „Blá- stör“. Allir íslenzkir borgarar mega taka þátt í keppninni, ungir og gamlir, hvort sem þeir hafa áður birt eftir sig sögur eða ekki. — Sögurnar þurfa aðeins að vera frumsamdar, 1000—4000 orð að lengd Höfundar þurfa að láta nöfn sín fylgja sögunum í lokuðu umslagi, sem sé auðkennt á sama hátt og sagan. Nánar verður greint frá tilhögun samkeppninn- ar í því hefti Samvinnunr.ar. sem út kemur seinni hluta þessa mán- aðar. Skemmtun fyrir sveitafólk að Þinghúsi Hrafnagilshrepps laugard. 12. þ. m. kl. 9,30 e. h. Til skemmtunar: Gamanvísur Leikþcettir Botnaðir vtsupartar Dans Haukur og Kalli spila. Að- göngumiðar seldir fyrirfram og fást hjá mjólkurbílstjór- unum. Umf. Framtið. Landbúnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans hefur fyrir nokkru sent frá sér 8. vis- inda- og fræðslurit sitt. Heitir það Rannsókn á hnúðormum, og er eftir þá Ingólf Davíðsson og Geir Gígju. Er í ritinu nákvæm lýsing á þessum hnúðormum, xitbreiðslu þeirra hér á landi og erlendis og leiðbeiningar um varnir og fyrir- mæli. Einnig er þar grein um tómathnúðorma í heitum görðum. Margar myndir eru í ritinu. Freyr, LI. árg., nr. 2 er nýútkominn. Flytur blaðið m. a. grein eftir Pál Agnar Páls- son um hníslasótt í sáuðfé, Sláttu- vélin 60 ára á íslandi, eftir Björn Þorláksson, Héraðssýning á sauð- fé, eftir Sigfús Þorsteinsson, Sjálfvirk hlöðuþurrkun, eftir Hróbjart Jónasson og fleira. —o— Tímaritið Morgunn, siðasta hefti fyrra árg , hefur nýlega bor- izt blaðinu. Ritstjóri er séra Jón Auðuns. Efni þessa heftis: Úr ýmsum áttum, þættir eftir ritstj., „Hverjir urðu fyrir valinu“? ræða efir próf. Harald Níelsson, flutt árið 1907, og er ræða þessi fyrsta spíritistaprédikunin, sem séra Haraldur flutti. Þá er minn- ingagrein um Einar Loftsson, kennara, en hann var kunnur spíritisti og áhugamaður um dul- vísindi, grein eftir dönsku skáld- konuna nafntoguðu Thit Jonsen, og nefnist greinin „Spíritisminn — Guðsgjöf“. Þá eru greinar um sálræna reynslu, fróðleg grein um kirkjudeiluna í Noregi, þar sem áttust við fylgismenn Halles- bys og andstæðingar út af tilvist helvítis Þá eru þýddar greinar og fróðleiksmolar af ýmsu tagi. — Morgunn hefur nú lokið 35 ár- gangi og hefur tímaritið alla tíð verið vel úr garði gert. —o— Tímariíið Ökuþór, er gefið út af Félagi ísl. bifreiðaeigenda. ÞaS ræðir áhugamál bifreiðaeigenda, umferðamál og umferðaraenn- ingu, flytur fréttir af bílamark- aðinum og af nýjungum í fram- leiðslu bílategunda og margt fleira skylt efni. Síðasta hefti blaðsins, 1.—2. tbl. 4. árg., ér vandað að frágangi og hið læsi- legasta fyrir þá mörgu, sem hafa áhuga á bílum og umferð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.