Dagur - 14.04.1955, Qupperneq 6
6
DAGUR
Fimmtudaginn 14. apríl 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Fjármunir til pólitískrar
ÞJÓÐFF/LAGIÐ horíir þegjandi
og a'ðgerðarlaust upp á þennan
ljáraustur. Einhverjum óþekktum
aðilum virðist þykja gott að ávaxta
fé sitt með því að halda uppi harð-
snúnúm llokki manna til þess að
grafa undan þjóðskipulaginu og
hrekja þjóðina út af þeirri braut,
sem hún hefur markað sér með
aldalangri sjálfstæðisbaráttu. En
menn láta hér sem þeim komi slíkt
lítið við. Þiign ríkir í heimi borg-
aranna um þessa kynlegu fjármála-
starfsemi alla. En er ékki kominn
tími til að rjúfa þögnina og kanna
þessi mál nánar? Er ekki kominn
tínii til að skoða nánar þá aðila,
sem hafa efni á því að gefa milljón
krónur á fjórum vikum til póli-
tískrar leynistarfsemi? Er ekki kom-
inn tími til þess fyrir hið borgara-
lega þjóðfélag að kanna, hverjir það
eru, sem vilja fúsir greiða stórfé á
ári til að grafa undan máttarviðum
þess?
Vissulega er bæði réttmætt og
skylt að rannsaka óhóflegan fjár-
austur til pólitískrar starfsemi. í
sumum lýðræðislöndum er flokkum
skylt að gera grein fyrir fjárreiðum
sínum og því eru takmörk sett, hve
miklu fé má verja til pólitískrar
áróðursstarfsemi. Fjáraustur komm-
únista og flottheit þeirra í öll-
um athöfnum er þegar ærin
ástæða til þess að hefja slíkt eftirlit
hér á landi.
áróðursstarfsemi
RÉTT FYRIR PÁSKANA skýrði útvarpið lands-
lýðnum frá því, að sá væri þá orðinn árangur alls-
herjar fjársöfnunar til styrktar verkfallsmönnum, að
í sjóðnum væru um 265 þúsund krónur. Kunnugt cr,
að í þessari upphæð eru talin framlög fjölmennra
stéttarfélaga. Loftleiðamúturnar munu einnig hafa
verið komnar í pottinn þegar þessi talning fór frarn.
Þessi fjársöfnun nær til stærstu stéttarfélaga landsins.
í þeim eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Mikill
áróður cr hafður í frammi til þess að safna fé enda
mikið í húfi. Samt er árangurinn ekki meiri en þetta
þegar svo margir leggjast á eitt.
ÞESSI SAGA ER EKKI rifjuð hér upp til þess að
telja eftir Jretta fé, né heldur til Jress að gera þessa
söfnun tortryggilega. Þegar út í verkfallsbaráttu er
komið, hljóta verkfallsmenn að grípa til slíkra ráða.
Má og ætla, að Jreir vinni að söfnuninni af beztu
getu. ’tn Jtessi saga nú gefur tilefni til að rifjuð sé
upp önnur fjársöfnunarsaga, er gerðist fyrir rösku
ári. Kommúnistaflokkurinn sagðist ætla að safna
milljón krónum til þess að kaupa stórhýsi á dýrri lóð
í Reykjavík. Eftir nokkurn undirbúning í Þjóðviíj-
anum hófst sjálf söfnunin að því er sagt var. Og
síðan mátti á degi hverjum sjá það í blaðinu, hversu
stórvel fjáðir og fádæma gjafmildir kommúnistar eru.
Súla sú, sem blaðið sagði tákna sþfnunarþottinn, fór
hækkandi dag frá degi, stikaði livert eitt hundrað
þúsund krónu markið af öðru, og milljóninni var
náð á fáunl vikum, eða eitthvað svipuðum tíma og
það hefur tekið allsherjarsamtök verkafólks á íslandi
nú að safna 265 Jtúsund kr. — Hafa þau þó átt að-
gang að ýmsum íélagssjóðum til búdrýginda.
MENN GETA NÚ hugleitt þessi tíðindi og gert
þennan samanburð og spurt sjálfa sig: Er líklegt að
meðlimir kommúnistaflokksins, ekki íleiri en þeir
eru, liafi á einum mánuði lagt fram eina milljón
króna til þess að kaupa hús fyrir flokksstarfsemina?
Flestir munu sjá Jrað betur nú, eftir að fjársöfnun
verkalýðssamtakanna hefur staðið um hríð, hversu
bíræfnir kommúnistar eru orðnir, er þeir birta slík-
ar furðufregnir af samskotum almennings. En enginn
cfi er á því að peningarnir komu í sjóðinn, enda var
húsið keypt. En það ætti að vera öllum landslýð ljóst,
að þeir geta ekki hafa komið frá almenningi á ís-
landi nema að mjög litlu leyti. Til stórræða hafa
kommúnistar og jafnan Jrurft að leita út fyrir lands-
steinana.
EN KOMMÚNISTAR stunda fleira en kaupa hús
og lóðir fyrir stórfé. Þeir stunda alls konar útgáfu-
starfsemi af meiri flottheitum en nokkur annar stjórn-
málaflokkur. Sjálfur ílokkur burgeisanna stenzt }>ar
engan samjöínuð. Engum getum jrarf að því að leiða,
hvernig fjárhagsútkoman muni vera á allri Jressari
Jjölbreytilegu og dýru útgáfustarfsemi. Mun ekki
veita af Jrví Jrar, að hafa að bakhjarli pott, sem ekki
gefur af sér minna árlega en potturinn, sem keypti
dýra húsið á dýru lóðinni. En í kommúnistaflokkn-
um virðist enginn hörgull á þéssum töfrapottum.
Þeir cru tiltækir, hvenær sem líklegt er að áróðurs-
starf eða flokksstarfsemi geti komið sér betur fyrir
en ella með nýrri skrifstofu eða nýju myndablaði.
Sögutjáning örnefna.
NYLEGA hefur verið birt ávarp
til Eyfirðinga um örnefnasöfnun
og örnefnaskráningu í héraðinu.
Er það Kaupfélag Eyfirðinga,
sem ætlar að hafa forustu um
það menningarmál. Ætti þar með
að vera séð fyrir því, að þetta
verk, sem lengi hefur verið á
dagskrá, komist nú loksins í
framkvæmd. En þótt gott sé að
eiga skrá um örnefnin í bók, er
ekki síður mikils um vert, að
fólkið noti örnefnin en taki ekki
upp á því að búa til einhver ný
nöfn á ýmsum hlutum landsins.
En slíks eru dæmi. Oftast mun
sh'kt stafa af því, að fólk þekkir
ekki hin gömlu nöfn. Fáir munu
þeir, sem vilja stuðla að því að
þau glatist með öllu. — Mörg ör-
nefni segja sögu. Þau eru ýmist
tengd sögu landsins, merkurn at-
burðum fyrri tíma, eða þau
geyma hnitmiðaða land- eða
staðarháttalýsingu og votta mál-
smekk og fúndvísi forfeðranna.
Hér í okkar byggð úir og grúir af
slíkum örnefnum. Mörg eru
falleg, en það mun sannast mála,
að við förum allt of oft svo um
héraðið, að við reynum ekki að
rifja upp örnefni og sögu. En þá
förum við mikils á mis.
írar og íslendingar.
MÉR HEFUR alltaf fundist
mikil rómantík tengd skiptum ís-
lendinga og írskra og suður-
eyskra manna á fyrri tíð. Margt
göfugra manna kom hingað frá
þeim slóðum á landnámsöld, auk
þess sem Papar sátu hér fyrir, er
landnemana bar að garði. Á því
mun enginn vafi leika, að í reðum
nútíma íslendinga rennur drjúg-
ur skammtur af keltnesku blóði.
Margt er líkt með írum og ís-
lendingum. íslendingur, sem
kemur til Dublin, er alltaf að
rekast á íslenzka baksvipi þar á
götunum.
Rómantísk örnefni.
í ÖRNEFNUM okkar geymist
saga úm skipti írskra manna og
íslenzkra á fyrri tíð. Þau örnefni
eru rómantísk og þau á að varð-
veita. Meðal þeirra er hið ágæta
örnefni Galmaströnd. Nú heyrist
það að kalla má aldrei í daglegu
tali og er það skaði. í Land-
námu segir að Galmr hafi numið
ströndina í milli Reistarár og
Þorvaldsár, en á seinni tímum
var Galmaströnd talin ná í milli
Hörgárdals og Hillna. Nú er þetta
svæði helzt nefnt Möðruvalla-
sókn. Það er gott nafn á sína vísu,
en kemst ekki í hálfkvisti við
Galmaströnd. Það hljómar vel, er
auk þess tengt landnámsmann-
inum. En það er skoðun Her-
manns Pálssonar mag., sem
manna mest hefur kannað menn-
ingartengsl íra og íslendinga til
forna, að Galmr hafi verið írskur
maður og sé nafnið samstofna við
írska heitið Colman, en það nafn
þekkist í augljósari mynd á ör-
nefnunum Kalmansá og Kal-
manstunga.
Vel væri, að hið forna og ágæta
heita Galmaströnd, yrði endur-
vakið í daglegu tali. Ströndin er
fögur og frjósöm og á skilið íall-
egt og hljómmikið nafn. „. . mjúk
er sem móðurskaut, moldin á
Galmarströnd", kveður Davíð —
Fleiri keltnesk mannanöfn eru
geymd í örnefnum hér í okkar
nágrenni, að því Hermann Páls-
son upplýsir í grein í Skírni 1952.
í Fjörðum eru Kaðalsstaðir, Þeir
eru vissulega ekki kenndir við
kaðal, sem nú heitir svo, heldur
við írska manninn Kaðal, sem um
getur í Víga-Glúmssögu. En það
er á írskunni Cathal. Víða um
land eru írsk nöfn. Til dremis
þessi: Bekanstaðir, dregið af
Bekan eða Beccan, Bresagerði,
dregið af Brésa eða Bress,
Brjánslækur, af Brjánn eða Bri-
an, Dufansdalur, af Dufan eða
Duban, D.ufþakr, af Dubthach,
Gillastaðir, að Gilli eða Giolla,
Kjallaksstaðir, af Kjallakr eða
Cellach, Kjarvalsstaðir, af Kjar-
valr eða Cerball, Kolka, af Colca
o. s. frv. Oll þessi nofn eiga sögu,
oft rómantíska og dularfulla
sögu. A. m. k. getur ímyndunar-
aflið spunnið langan þráð um ör-
lög þessa fólks, er dæmt var til
að ala aldur sinn hér með afkom-
endum víkinganna. Þessi nöfn
eru því einn þáttur íslenzkrar
sögu og menningar. Þau á að
varðveita og halda í heiðri. Þau
segja í einni svipan, að rætur ís-
lenzka þjóðarstofnsins liggja víð-
ar en á Norðurlöndum, og ef
menn muna það, skýrist um leið
ýmislegt í fari íselndinga fyrr og
nú.
Keltneskt yfirbragð?
STUNDUM virðast útlending-
ar taka betur eftir keltneskum
einkennum fslendinga en við
sjálfir gerum. Hér kom í fyrra
danskur ferðabókahöfundur, fór
víða og sá margt. Rifjaði einkum
upp sögu á sögustöðum og var vel
að sér (Martin A Hansen „Rejse
paa Island“). Honum verður
hugsað til þess, er hann fer um
heimabyggð Hallfreðar vand-
ræðaskálds, að oft er hægt að sjá
það í íslendingasögum, að skáld-
in hafa verið dökk á brún og brá
og lítið norræn yfirlitum. Hvern-
ig líta skáldin út í dag? Eru þau
Ijóshærð og bláeyg, eða eiga þau
meira af hinu keltneska yfir-
bragði? Við teljum okkur mikla
(Framhald á 11. síðu).
Um kurteisi og sitt hvað fleira
KURTF.ISIN hjá mörgum karlmönnum er ein-
kennilegt fyrirbæri. Kona hittir herramann í boði
einhvers staðar. Hann er ákaflega stimamjúkur, kát-
ur, skemmtilegur, sí-
fellt kurteis. Daginn
eftir liringir sami
maður lieim til henn-
ar til að tala við
bóndann eða soninn
— eða einhvern ann-
an. Konan þekkir
hann á röddinni, en
hann kynnir sig ekki,
segir ekki til nafns síns, heilsar ekki, kveður varla. Er
Jietta sami maðurinn? Það er varla að maður trúi því.
Það er landlægur ásiður hér í okkar landi, að nrenn
segja ekki til nafns síns Jrá Jieim er svarað í síma.
Þetta er í rauninni megnasta ókurteisi, og auk Jress
oft á tíðum éiþægilegt, að vita ekki, hver spvr og hver
hringir.
Þá er í meira lagi undarlegt, hve oft [jað kemur fyr-
ir, að rnaður, sem fyrir klaufaskap liringir í vitlaust
númer, er hinn önugasti, Jregar hann uppgötvar mis-
tök sín. Hann á það til að rymja einhver óskiljanleg
orð I símann og fleygja síðan tólinu á tækið, í stað
Jiess að biðjast afsökunar á því, að hafa ónáðað sak-
laust fólk að óþörfu.
Já. Það mætti sannarlega vanda meira símakurteis-
ina hjá sumu fólki.
Oftast er kurteislega svarað, þá maður hringir í verzl-
un að spyrja um eitthvað, en þó ekki áévinlega. Stund-
um leggur skapvonzkuna í gegnuni alla símaþræði
inn í eyrað á manni. Svoleiðis afgreiðsluíólk á.bágt,
en þessi bágindi Jress verða til þess; að rnaður hringir
ógjarnan aftur í viðkomandi fyrirtæki." Vérzlúnarfólk
er ekki eina stéttin sem á þetta skapvönda ;fqlk íúnan
sinna vébanda. A ýmsum opinberum stöðum finnst
það einnig. En sem betur fer er þaþ fólk, sem er
kurteist og alúðlegt Jregar kurteislega er að því: yikið,
í stórum meirihluta. xtóglud
Oó'
. .... .- ---i. -r
1 kjötbúðum hér fæst efni, sem kallað hefur
verið KJÖTMEYRIR og á hð geía'jáfnvel séigt
kjöt meyrt. Húsmæður, sem hafa þettá efni
(fæst í glerkrukkum og er ekki dýrt) við hend-
ina og grípa til þess er þeim sýnist steikin kom-
in af æskuárunum, láta vel af því. Hér er annað
ráð til að betrumbæta svoleiðis steik, úr dönsku
blaði, og hér ekki selt dýrara en það var keypt:
Takið tvo hvítlauka og merjið þá unz þeir eru
orðnir mauk, bætið í 1 tesk. karry, ofurlitlu
engifer og 1 tesk. sítrónusafa. Blandið öllu vel
saman og makið á steikina. — Og danskurinn
fullyrðir, að enginn sé svikinn á þessu húsráði!
----o------
APPELSÍNUR fást hér nú árið um kring að kalla.
Hér niun fólk almennt horða þær ferskar eins og þær
koma úr búðinni og sjálfsagt er Jrað líka bczt. Ýmsir
nota }>ær og niðurskornar í eftir-
rétt, með Jreyttum rjóma, og
smakkast þær líka vel Jiannig
matreiddar. En víða erlendis eru
gerðir ýmsir réttir með appel-
sínum, eða Jrær eru meðhöndlað-
ar allt öðru vísi en liér. Hér er
t. d. uppskrift af }>ví hvernig Indverjar fara með appel-
sínur. Appelsína er skorin í Jmnnar sneiðar. Sneið-
arnar látnar í skál, helzt ásamt olívuberjum (sem liér
fást stundum í glösum). Nokkrar þunnar lauksneiðar
eru settar með í skálina, síðan er hgllt á edik-marínaði
vökva. Þetta Jjykir fleirum en lndverjum lostæti. Gæti
verið fróðlegt að rcyna, livernig }>etta smakkast hér ú
landi.
Ástæðulaust er að láta það á sig fá — segir
í dönsku kvennablaði — þótt kaka í ofni brenni
ofurlítið. Ráðið er þá „að vera kaldur“, láta
kökuna kólna, og rífa síðan það brunna af með
rasp-járni. — En fara þarf varlega að því. —