Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 1. júní 1955 Lizzie áttræð Jarðræktarlög og húsagerðarsam- þykktir 10 ára Hinn 8. maí s.l. átti frú I/izzie Þórarinsson, húsfreyja á Hall- dórsstöðum í Laxárdal, áttræðis- afmæli. Jafnframt því, sem hún er ein hin ágætasta kona sinnar samtíðar, er hún söguhetja í einu því undursamlegasta ævintýri, sem samtíðarmenn hennar bekkja. Frú Lizzie er fædd í Fifeshire í Skotlanudi. Faðir hennar, Willi- am Grand var veiðivörður. Fluttist hann seinna til Leith og var þar skólaumsjónarmaður um skeið — Móðir hennar, frú Grand, var mik- il skapfestu- og dugnaðarkona. Var æskuheimili Lizziear mótað af trúrækni og sterkum heimilis- háttum. Forfeður hennar höfðu verið bændur í hálöndum Skot- lands. Tveir voru bræður frú Lizziear. Voru þeir í brezka hemum; tók annar þátt í Búastríð- inu, hinn í heimsstyrjöldinni 1914 —18. Barðist hann á vesturvíg- stöðvunum og lenti þá í þeirri raun að standa einn eftir, er her- deild hans hafði verið Stráfelld að síðasta manni. A bamsaldri kynntist Lizzie bóndasyni frá Islandi, sem leitaði sér frama og þekkingar í Skotlundi. Hann hét Páll Þórarinsson frá Halldkórsstöðum í Laxárdal Af tilviljun bar fundum þeirra saman. Páll var að eðlisfari hlédrægur, dulur og mun hafa fundið allsárt til einstæðingsskapar að mestu mállaus í erlendri r.tórborg. Varð hið undurfagra, sjö ára gamla mey- barn athvarf hans og stoð og kenndi honum tungu þjóðar sinn- ar. Leiddu kynni þeirra til margra ára bréfaskipta og síðar til þess að með þeim tókust heitar ástir. Gift- ust þau hinn 3. júní 1894 cg fór brúðkaupið fram i Edinborg. Var brúðurin 19 ára, en brúðguminn 37. • ■ Með manni sínum fluttist Lizzie til Islands þegar eftir brúðkaupið og gerðist húsfreyja á Halldórs- stöðum, og er hún það enn. Ekki þarf getum að þvi að leiða, hvílík viðbrigði voru fyrir hana að koma til Islands frá Edínborg, einni feg- urstu borg Evrópu. Hún var mál- laus á íslenzka tungu og þekkti engan utan mann sinn. Hún var að eðlisfari glaðlynd og gefin fyrir margmenni, en settist nú að í af- skekktri sveit í einu snjóþyngsta héraði Islands. Mun hún hin fyrstu árin hér hafa átt margar erfiðar stundir. Hins vegar vakti koma hennar ekki litla athygli. Hún var §a?dd ágætum gáíum, glaðvær og átsúðleg í vðmóti, bjó yfir græzkulausri, ósvikinni liímni- gáfu, barnelsk og brjóstgóð. Hún hafði tiginmannlegan yndisþokka og var ein fegursta kona, er menn höfðu augum litið. Þá hafði hún söngrödd svo fagra, að fáar hafa heyrzt fegri hérlendis. Hún hlaut því virðingu og aðdáun allra, sem sáu hana og kynntust henni. Og þegar ís hinna fyrstu ára var brot- inn, samlagaðist hún svo umhverfi sínu og samtíð, án þess þó að glata nokkru af hinum skozka persónu- leika sínum, að á betra varð ekki kosið. í rúmlega 60 ár er hún búin að skipa sæti hinnar þingeysku húsmóður, svo sem fegurst og bezt verður á kosið. Tvo syni eignuðust Lizzie og Páll, William Francis og Þór. Þeir eru ágætum hæfileikum búnir og búa á Halldórsstöðum. Fóstur- dóttir þeirra er Alfheiður Guð- laugsdóttir. Mann sinn missti Lizzie í há- aldraðan fyrir fáum árum. Ekki er að efa, að frú Lizzie hefð verið mikill vegur vís hefði hún kosið sönghallir og söngleikja- svið að vettvangi. Svo kostamikil vat söngrödd hennar og hæfileikar ótVíræðir. Hversu ólík 'hefðu þá ekki kjör hennar orðið. I stað þess hljómaði söngur hennar í baðstofu- húsum og stofum, í þröngum sam- komuhúsum og köldum kirkjum Þingeyjarsýslu. Þegar er menn vissu hvilík söngkona hún var leit- uðu menn fulltingis hennar og fyr- irgreiðslu. Og fórnfýsi og stuðning- ur við hvert það mál, er til mann- bóta og mannheilla var hugsað, var í hlutfalli við aðra sðliskosti hennar. Margir urðu til þess að veita henni uppörfun á hinni grýttu listabraut. Snemma á árum kynnt- ist frú Lizzie séra Matthíasi Joch- umssyni og heimili hans á Akur- eyri. Var það henni mikill styrkur. Hið mikla skáld og börn hans skyldu að þar fór listakona af guðs náð. Kom og séra Matthías í heim- sókn til hennar að Halldórsstöð- um. Fjölmargir aðrir ágætir menn og konur studdu hana af alhug með skilningi sinum og hrifnæmi. Enginn veit nú hversu oft og mörgum sinnum hún skemmti með söng sínum á smærri og stærri mannamótum, einkum innan hér- aðs, en einnig utan, og hversu oft hún sýndi samúð sína á sorgar- stundum í heimahúsum og kirkjum með hinni undurfögru söngrödd. Einnig tók hún þátt i söngkórum í sýslunni. Veiður aldrei að verð- leikum metið hve hún lyfti söng- menningu samtíðar sinnar með tig- inmannlegu fordæmi hins óþreyt- andi liðsmanns. Söngdísin var frú Lizzie náðug. Lengi hélt hún yndisleik raddar sinnar. Og enn, nú á áttræðisaf- mæli hennar, þegar hún reis úr sæti til þess að þakka viunm sín- um ástúðleg orð þeirra og kvöld- bjarminn sló birtu á andlit hennar, gaf þar að líta yndisþokka, sem ekki stóð í hlutfalli við árafjölda lífsreyndrar, aldurhniginnar konu. Sveitungar hennar og vinir söfn- uðust saman á heimili hennar af- mælisdaginn til þess að votta henni virðingu sína og ást, og þakka langa samfylgd. Þágu þeir rausnarlegar veitingar. Margar ræðpr voru fluttai og Áskell Snorrason, tónskáld á Akureyri, stjórnaði söng. Ein vinkona Lizz- iear, sem þekkir hana vel, lýsti á fagran hátt hvernig hún hefði ver- ið „tveggja heima barn“, átt tvö þjóðerni og reynzt báðum trú og tvenns konar skyldur, skvldurnar við listeðlið og þroska þess og skyldurnar við húsmóðurstörfin. Hin gáfaða og drenglynda sambýl- iskona hennar, í 61 ár, Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja á Hall- dórsstöðum, sagði frá því, er hún daginn áður var að undirbúa mót- töku gestanna með frú Lizzie og varð þá að orði: „Nú vantar ekkert nema brezka fánann.“ Lizzie svar- aðii: „Það gerir ekkert, eg er orðin íslenzk." Onnur sambýliskona frá Lizziear, Kilfonna Magnúsdóttir, átti einnig afmæli þennan dag. Var þess minnst og henni þökkuð sú aðstoð, er hún hefur veitt hinni ástsælu listakonu með því að aðstoða hana við fjölmörg tækifæri, en hún leik- ur á orgel. „Eg er orðin íslenzk,“ sagði frú Lizzie. Öll íslenzka þjóðin stendur í þakkarskuld við hana fyrir þá stóru fórn, er hún færði, er hún gaf henni sjálfa sig. Enginn getur gefið meira. Og fáar konur hafa borið betur hinn fagra, íslenzka þjóðbún- ing en hún. En þegar eg nú skrifa þessar línur og renni huganum yfir fjöl- margar minningar um kynni mín við frú Lizzie, ber tvennt hæst: Það er þegar eg unglingur að aldri og barn að þroska, heyrði hana í fyrsta sinn hefja söng sinn með hinni fögru hendingu og tignu lag- linu; „Friðarins guð, hin hæsta hugsjón mín....“.~Þá snerti hún hjarta mitt svo að aldrei hefur gleymzt. En einkum þó er mér hún minnisstæð, er eg fyrr og seinna heyrði hana syngja: Home sweet home, sweet home. There’s no place like home, oh, there is no place like home“. Páll H. Jónsson. Gúmmílím og bæfur Véla- og búsáhaldadeild. Fundur verður haldinn að Sólgarði sunnudaginn 5 júní n.k. kl. 2 e.h. Áríðandi mál til um- ræðu. Greiddur verður jarð- ræktarstyrkur. BúnaðarjélagSaurbæjarhr. Frá garðyrkjunni í Laugarbrekku Plöntusala við Eiðsvöll á morgun eftir kl. 9. Aðallega nýjar tegundir. Raflagnateikningar RAl'ORKA II. F. Brekkug.JJ — Sími 2257 Húsmæður athugið! Hverskonar viðgerðir á heimilistækjum fljótt og vel af hendi leystar. Sækj- um heim og sendurn. RAFORKA H.F. Brekkug. 13 — Sími 2257 JEPPI lítið keyrður, til sölu. — Hagstætt verð. " Afgr. vísar á. Agætur jeppi er til sölu og sýnis við Þór- unnarstræti 97 Ak. Svanberg Sigurgeirsson Laxveiðimenn og bifreiðastjórar! PÓLAROID-gleraugun em nú loksins komin aftur! Þeir, sem átt hafa Pólaroid gleraugu kaupa aldrei aðrar gerðir. Takmarkaðar birgðir. Sendum gegn póstkröfu. BRYNJ. SVEINSSON H.F. Barnakerra óskast til kaups ,m\-í55 Afgr. vísar á. Nú er liðinn áratugur síðan samþykkt voru jarðræktar- og húsagerðarlög. Þau mörkuðu tíma- mót í sögu landbúnaðarins og miðuðu að því að enginn bóndi á Islandi þyrfti að taka hey af óræktuðu og óvéltæku landi. Jarðræktarsambönd og jarð- ræktarfélög hafa unnið að aukinni jarðrækt og lyft Grettistaki á því sviði. Það var eins og nýjum lífs- anda hefði verið blásið í landbún- aðinn, svo stórstígar hafa fram- kvæmdirnar verið. Segja má að fólkið væri farið að þyrpast burtu úr sveitunum, í leit þeirra lífskjara, er sveitirnar höfðu ekki. Um það má deila, hvort skrefið með þessum lögum, hafi verið stigið af stutt, þrátt fyrir allt. Hitt verður ekki um deilt, að nýtt landnám hófst með þeirri vél- væðingu, er í kjölfar fylgdi. Þá varð svo mikil eftirspurn eftir dráttarvélum, að ekki var hægt að fullnægja henni. Þess vegna voru fluttar inn fleiri og ef til vill óheppilegri vélategundir en ann- ars hefði verið gert. „Veldur hver á heldur“. Nú eru nær 70 búnaðarsam- bönd í landinu. Félagatala er mjög mismunandi, allt frá 10 bændum úþp í 400. Störfin eru líka rpis- munandi og aðstaða öll. En „veld- ur hver á heldur“, segir málætkið. Sannast það áþreifanlega, þegar dýrar vélar og verkfæri eru tekin í þjónustu framleiðslunnar. Það er ekki sérlega eftirsótt staða að vinna með jarðýtu eða skurðgröfu. Búnaðarsamböndin eru í sífelldu mannahraki. Jarðýta með verkfærum kostar á fjórða hundrað þús. kr. Alvarlegar bilan- ir geta kostað tugi þúsunda króna í viðgerð. Sést af þessu, að það ef ekki sama hvernig þessum verk- færum er stjórnað. Er það sannast mála, að jarðýtustjórar þurfa að vera starfi sínu vaxnir, bæði harðduglegir og „vélamenn“ að auki. Sífelld mannskipti eru sam- böndunum dýr. Og því miður hefur það oft komið fyrir, að lítilsháttar kaupmunur ræður úrslitum um það, hvort jarðýtustjórinn er ráð- inn áfram eða ekki. Nýjir menn gleyma stundum hinum sjálfsögð- ustu þörfum vélarinnar og verða á skyssur í vandasömu starfi. Eng- inn ýtustjóri ætti að taka við stjórn jarðýtu að fullu, fyrr en hann hefur unnið um tíma með þeim, sem er að láta af störfum. Ætti sú æfing helzt að fara fram að, haustinu. Þá er einna erfiðast að vinna og tíðastar bilanir vélar- innar á þeim tím. En á þeim læra menn mest. Ennfremur þarf ýtu- stjórinn að vinna á viðgerðarverk- stæðunum, þegar vélarnar eru teknar upp á veturnar. Flestir telja nauðsynlegt að hafa ætíð 2 menn með þessi mikilvirku tæki og ekki er sæmilega að vérið nema 1500 vinnustundir fáist með vélinni yfir sumarið. Frá hestinum til dráttarvél- arinnar. Plæging og herfing með hestum, var erfitt og vandasamt verk. Bráðum man það enginn. Svo ein- ráðar eru vélarnar að verða. Síðan fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins fyrir rúmum 35 árum, hefur innflutningur þeirra aukizt svo, að nú á nærri annar hvor bóndi heimiilsdráttarvél og framundan er stórfelldur innflutn- ingur. Nokkuð hefur borið á vönt- un á vélakunnáttu, svo sem við var að búast. Stórfelld mistök eiga sér enn stað í meðferð vélanna, svo að skiptir þúsunda króna tjóni á sumum heimilum á ári. Geta menn því farið nærri um þau stór- kostlegu verðmæti, sem vélabil- anir og viðhald hinna stærri véla, svo sem jarðýta og skurðgrafa, hafa í för með sér. í fyrstu höfðu ræktunarsamböndin litlar vélar. Þetla er orðið nokkuð breytt. — Stærri og afkastameiri jarð- yrkjuverkfæri er kjörorðið. Sú tíð er liðin þegar jarðabótamennirnir fóru bæ frá bæ með undirristu- spaðann í helidirini og herfið á klakk. . Eitt stórvirkasta jarðyrkjuverk- færið, sem hirigáð hefur flutzt, er Skærpeplógurinn. Hann plægir auðveldlega hvern hektara lands á 4 klukkustundum á góðu landi. Heimilisdráttarvélar þarf að nota ineira. Sá vélakostur bændanna, sem nefndur er heimilisdráttarvélar, er orðinn svo mikill og góður, að með honum ætti að mega létta nokkuð af þeim störfum jarðvinnslunnar er nú eru unnin með verkfærum ræktunarsambandanna. Heimilis- dráttarválarnar eiga að geta unnið öll hin léttari jarðræktarstörfin. Mundi með því sparfast stórfé í útlögðum peningum og ennfremur mundu þá hinar stóru vélar rækt- unarsambandanna komast betur yfir þau óleystu verkefni, sem hvarvetna bíða þeirra. En það vinnst líka annað og meira með þessari tilhögun. Bænd- urnir komast sjálfir í nánara sam- band við jörðina sína og nýju slétturnar og öll ræktun verður þeim kærari en ella. Með þessu viðhorfi, sem þyrfti að skapast sem allra fyrst, notast heimilisdráttarvélarnar betur en áður og víðast hvar hafa þær of lítið að starfa á heimilunum. Verkefnin sem framundan eru og bíða bændaanna, eru óþrjót- andi og ótakmörkuð víðast hvar. Þess er að vænta, að í jarðrækt næstu árin komi heimilisdráttar- vélarnar meira við sögu en nú er. Orgel Óska eftir að kaupa stofu- orgel, en aðeins vöncfuð teg- und kemur til greina. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.