Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 1. júni 1955
DAGUR
7
- Forsetaheimsóknin
(Framhald af 8. síðu).
garpa né betur skilið gildi sögunn-
ar fyrir norræna menningu. Það
vakti líka athygli, er norski aðal-
ræðismaðurinn í Osló og aðrir
ræðismenn Islands i Noregi, færðu
forseta að gjöf fagurt víkingaskip
úr skíru silfri. Þótti það eóð gjöf
og smekklega valin.
Hinni opinberu heimsókn í Osló
er lokið og forseHahjónin farin
norður í land. Vafalaust er, að þau
mæta þar hlýju og velvild. Þau
komast þar í snertingu við almenn-
ing, hið trausta, velviljaða og
frændrækna, norska fólk. Það
verður þeim ánægjuefni, ekki
síður en öll opinberu hátíðahöldin
hér í Osló og vinsemd tignarmanna
og yfirvalda. Islendingar og Norð-
menn hljóta að gleðjast yfir þeim
anda samúðar og skilnings, sem
hvarvetna birtist hér þessa síðustu
daga. Mun þeirra og lengi minnzt.
H. Sn.
- Skuggaskurðurinn
(Framhald af 1. síðu).
að sé, hér á landi, bætist nú heim-
ilunum til yndisauka, og á Jón
Bergsson sannarlega þakkir skilið
fyrir það.
Jón Bergsson átti af tilviljun
leið á skrifstofur Dags meðan þetta
var skrifað. Var tækifærið gripið
fegins hendi og hann beðinn að
leggja eitthvað til málanna. Varð
hann fúslega við þeirri beiðni og
sagði: „Að næstum öll námskeiðin
hafa, með fáum undantekningum,
verið með fólki, sem aldrei hefur
snert áður á þessu handverki, og
því er erfitt að sjá hversu fólk yfir-
leitt mundi tileinka sér þessa iðn-
grein í framhaldi við næga æfingu.
FÍest fólk leggur lofsvert kapp á
að koma sér upp einum grip og
nær þá venjulega þeim árangri, að
það vill frekar eiga hann en eyði-
leggja, síðan leggja flestir þessi
verk á hilluna og hafast ekki frek-
ar að. Þetta fer vissulega í öfuga
átt við það, sem til var ætlast, þ. e.
að þeir, sem raunverulega hefur
verið sýnt um að tileinka sér þessa
iðn, hefðu stundað hana af meira
kappi, og þá mundu slík verk hafa
mótast svo í höndum fjöldans, að
á fáum áratugum hefði bæði form
og tækni skapað þessu nýjan og
eftirsóttari blæ. Það er næstum
fengin vissa fyrir, að einhvern tíma
verður þetta þjóðleg iðngrein, svo
vel hefur hugmyndinni verið tek-
ið.“
TIL SÖLU
5 manna fólksbifreið Dodge
model 1948. — Lítið keyrð
og vel meðfarin.
Til sýnis við Hótel KEA
kl. G—7 síðdegis fimmtu-
dag 2. júní.
Sigurður Snœbjörnsson
Grund.
Til sölu
er Mercury, model 1950,
með overdrive og á nýjum
dekkum. — Bíllinn er í
mjög góðu lagi. — Uppl.
gefur.
Hannes Aðalbjörnsson
Aðalstrœti 28
Sími 1661.
-Á Hreindýraveiðum
(Framhald af 5. síðu).
klyfjahestana. Þeir fluttu, eftir því
sem tími vannst til, veiðina á einn
stað. Nutu þeir þá Jeppa þeirra
Keldnamanna, sem komist hafði
aðra leið á öræfin og varð að góðu
gagni.
Um kl. 11 að kveldi var komið
í tjaldstað. Var mönnum þá mál
hressingar því matar höfðu þeir
ekki neytt frá því kl. 9 um morg-
uninn og lítt um mat hugsað, að
minnsta kosti skytturnar. Veðrið
hafði verið afburða gott, hlýtt og
sunnanandvari og hélst það dag-
ana alla, meðan þeir félagar voru
í óbyggðum. Grímur hafði fengið
ósk sína uppfyllta að vera í leið-
angri á hreindýraslóðum. En annar
veiðidagur fór í hönd. Var hann
líkur hinum fyrri og voru þann
dag felld 15 dýr. Og enn fór dag-
ur í hönd og var þá kjötinu komið
öllu á einn stað. Var þá eftir að
búa um það svo sem bezt mátti
verða til langs flutnings á hestum
til byggða. Kjötið var fyrst sett í
grysjur og síðan segl og striga og
það síðan búið í klyfjar að göml-
um og góðum sið.
Löng leið var fyrir höndum og
tók heimferðin einn dag í viðbót.
Þungar klyfjar voru á mörgum
hestanna og þurfti að fara hægt
yfir.
Hestarnir hræddir.
Hestarnir voru mjög hræddir
við hreindýrin, að fáum vönum
undanskildum. Fældust þeir gjör-
samlega ef hreindýr voru í nánd.
Og margir voru svo tortryggnir, að
þeir teymdust ekki að dauðum
dýrum. Hestarnir fundu lykt af
hreindýrunum, oft á löngu færi, og
fóru þá að frýsa og sýna hræðslu-
merki.
Einstigið ævaforna.
Síðasti spölinn þurfti að fara
einstigi. Var það gert af manna
höndum skáhalt niður snarbratt
,klettabelti. Var þetta undra vel
gert og að líkum æfafornt. Mun
hey hafa verið flutt á hestum þessa
leið um lanagn aldur. Þvi að góðar
engjar eru þarna ofan við á heið-
inni. Undraðist Grímur hve hest-
arnir voru fótvissir og öruggir og
gengu óhikað eftir einstiginu með
þungar byrðar á baki.
En ekki er lengur hey flutt á
hestum þessa leið. Heldur er sterk
ur vírstrengur festur á klettabrún-
inni og hinn endinn við hlöðudyrn-
ar á bænum er stendur þarna rétt
fyrir neðan. — Böggunum er svo
rennt eftir vírnum og gengur
bæði fljótt og vel.
Að kveldi 5 dags var leiðangur-
inn kominn til byggða heilu og
höldnu með allann farangurinn, og
þessari veiðiferð þar með lokijð.
Kjötið var fryst á Egilsstöðum
og síðan flutt til Reykjavíkur, þar
sem það þykir hátíðamatur.
Þyngsti tarfurinn, þ. e. kjötið
vóg 196 pund og sá næstþyngsti
186.
Skrifað — skrafað.
Miklar sögur hafa gengið manna
á milli, og í blöðum, um hreindýra
veiðarnar austurfrá í haust. Hafa
sumar lýsingar á hreindýradrápinu
verið ófagrar. Sagt hefur verið að
skotvopn sumra hefði verið ærið
bágborin og mörg dýr sloppið
særð. Grímur leggur ekki neitt til
þeirra mála en telur hinsvegar
ekki sæmandi að fara á hreindýra-
veiðar með litla riffla að vopni eða
haglabyssur. Einnig telur hann
óþarfi af góðri skyttu að láta veiði-
græðgina hlaupa með sig í gönur
og skjóta, án þess að vera sæmi-
lega viss. Ráðleggur hann, eftir
reynslunni frá í fyrra að nota ekki
minni riffla en með 6,5 mm. hlaup-
vídd. Meðal beztu riffla telur hann
Savage 300, sem mikið eru notað-
ir á veiðidýr af hjartarkyni í
Ameríku, eða Winchester model
270, sem er mjög langdrægur eða
þá tegud sem greinir frá, framar í
þessari grein og Grímur notaði
sjálfur.
Morgunsýn á Sandfclli.
Grímur telur ferð þessa þá allra
skemmtilegustu er hann hefur far-
ið. Fyrir utan vel heppnaða veiði-
ferð, var dásamlega fagurt þessa
daga í heimkynnum hreindýranna
við rætur Snæfells. Sérstaklega
minnist hann morgunstundar á
Sandfelli við sólarupprás. Svo
dýrðlegt var um að litast að seint
gleymist. Hreindýraflokkarnir virð
ast sem vaxnir inn í þetta um-
hverfi,'óg sámgfónír því. Þéir- Voru
rúmlega 30 dýrum færri eftir heim
sókn þeirra félaga. En þau voru
felld á drengilegan hátt. Grímur
sendir að síðustu kærar kveðjur til
þeirra félaga sinna, sem línur þess-
ar kynnu að lesa og þakkir fyrir
óvenjulega góða kynningu.
- Ameríkubréf
(Framhald af 4. síðu).
Einu tók eg hér eftir, sem eg veit
þó ekki um hve útbreitt er. Á götu-
homum sá eg einkennisbúna
drengi, 4—5 i hóp, standa á viss-
um tíma dagsins, þ. e. á þeim tím-
um, sem börnin fara heim úr skól-
anum. Einn þessara drengjr. var
með hljóðpípu, en hinir með eins
konar staf í hönd, sem mun eiga að
tákna vald þeirra. Utan um þessa
drengi söfnuðust svo börn, sem
þurftu yfir götuna að fara, og þeg-
ar einhver hópur var samansafnað-
ur, og þurfti ekki að vera stór,
blés foringinn í pípuna og hinir
gáfu merki og stöðvaðist þá öll
umferð á meðan þeir fylgdu barna-
hópnum yfir götuna. Eg sá þá einu
sinni stöðva 3 strætisvagna og
marga bila í einu. En allt fer svo af
stað aftur þegar foringinn blæs i
sína pípu, og drengirnir bíða eftir
nýjum hóp. Umferðalögreglan
þjálfar nokkra drengi í hverjum
skóla til þessa starfs og fær þeim
einkennisbúninga, sem jafnan eru
til taks í skólunum og þeir skrýð-
ast um leið og varðstaðan hefst
dag hvern. Mælt er að þetta hafi
aukið öryggi barnanna að mun og
slysum fækkað, og hitt þá ekki síð-
ur nokkurs virði, að mikill hópur
ungra drengja vaxa árlega að skiln-
i á umferðareglúffi og umferða-
ttum með bessu starfi. t
Snorri Sigfússon.
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju kl. 10.30 f. h. n.k. sunnu-
dag. Sjómannamessa. — P. S
Frá Leikfélagi Akure.yrar. —
Gamanleikurinn Skóli fyrir
skattgreiðendur verður sýndur
næstk. laug-irdags- og sunnu-
dagskvöld, þann 4. og 5. júní, kl.
8. Síðustu sýningar. Athygli leik-
hússgesta skal vakin á því, að að-
alleikandinn Júlíus Júlíusson frá
Siglufirði, er mjög tímabundinn,
og því sennilega útilokað að hægt
verði að hafa fleiri sýningar að
sinni. Þess er því vænst að bæj-
ar- og héraðsbúar noti þetta síð-
asta tækifæri og fjölmenni í leik-
húsið um næstu helgi til þe»s að
sjá skemmtilegan leik og hina
nýju leikara sem vakið hafa
mikla athygli. Aðgöngumiðasími
1639 milli kl. 1 og 2 daglega. Að-
göngumiðar afgreiddir í af-
greiðslu Morgunblaðsins kl. 4.30
■—6 leikdagana og við innganginn.
Gróðursett verður í Kjarna-
landi annað kvöld. Farið frá Hótel 1
KEA kl. 7.30. — Á laugardag
verður gróðursett í Vaðlareit. —
Vinna hefst kl. 4 sðd. Farið frá
Hótel KEA kl. 4.30. Gert er ráð
fyrir þátttöku frá Akureyri og úr
sveitunum sunnan við Akmeyri.
Mirtínus kemur til Akureyrar.
Danski rithöfundurinn Martínus
er væntanlegur hingað í næstu
viku. Að þessu sinni mun hann
flytja hér nokkur erindi og sýna
skuggamyndir til skýringar. Út-
dráttur úr erindunum verður
væntanlega fluttur á íslenzku
hverju sinni. Meðal erinda hans
verða: Leyndardómur bænalífs-
ins, Lífið eftir dauðann og Endur-
holdgun og örlög.
- Gagnfræðaskól- #
anum slitið
(Framhald af 1. síðu).
stjóra ávarp frá öllum nemendum
skólans á liðnum vetri og færði
honum fagran og mikinn lampa að
gjöf. Lampinn er úr íslenzku birki,
sem gróið hefur í átthögum Þor-
steins austanlands. Ríkharður
Jónsson hefur skorið lampann af
mikilli smekkvísi og miklum hag-
leik. Valdemar Óskarsson, sveitar-
stjóri í Dalvík, flutti stutta ræðu,
kveðjur frá tíu ára gagnfræðing-
um. Hann færði skólastjóra fagran
rósavönd og skólanum gjöf. Vignir
Guðmundsson, tollvörður, afhenti
með ræðu peningagjöf frá gagn-
fræðingum 1944.
Jóhann Frímann, yfirkennari,
flutti skólastjóra kveðjur og þakk-
ir samkennara. Steinn Steinsen,
bæjarstjóri, talaði síðastur gest-
anna og flutti skólastjóra þakkir
og árnaðaróskir frá bæjarstjórn og
bæjarbúum.
Þorsteinn M. Jónsson flutti svo
nokkur lokaorð, þakkaði gjafir og
góðar óskir, alla vináttu og hlýjan
hug til sín og skólans. Að lokum
sagði hann skóla slitið. Athöfninni
lauk með því, að allir viðstaddir
sungu þjóðsönginn.
Fræðslumálastjóri, sem staddur
er vestan hafs, sendi skólastjóra
skeyti og þakkaði ágætt samstarf
og heillarík störf. Aðalsteinn. Ei-
ríksson, námsstjóri, er hafði ætl-
að að vera viðstaddur skólaslitin,
en gat það ekki vegna veikinda,
sendi skeyti og þakkaði skólastjóra
gaghmerkt skólastarf, sem ein-
kéhíidtsraf shirTgúfrt ýakaridi'áhaga
og trausti til íslenzkrar æsku.
Þorlákur Hallgrímsson fyi ;um
bóndi á Syðri-Reistará varð sjöt-
ugur 27. maí sl. Þorlákur er fædd
ur að SyðriReistará og ólst þar
upp og bjó þar síðan til 1948, en
þá fluttrst hann til Akureyrar og
hefur átt þar heima síðan. Þor-
lákur er drengur hinn bezti enda
vinmargur og virtur af öllum er
þekkja.
Hjónaefni. Nýlega opinheruðu
trúlofun sína ungfrú Katrín
Björnsdóttir, Steinnesi Glerár-
þorpi ,og Þórir Lárusson, Gai'ðs-
horni, Skagaströnd
Fimnitug verður næstkomandi
sunnudag, 5. júní, frú Klara Niel-
sen, Norðurgötu 30.
Leiðrélting. í síðasta tölubl.
Dags misritaðist í trúlofunarfregn
Svava Ásgrmsdóttir átti að vera
Svana Ásgrímsdóttir og leiðrétt-
ist þetta hér með.
Sumarheimili drengja við Ás-
tjörn er ráðgert að verði rtarf-
rækt í sumar eins og að undan-
förnu ef Guð vill. Þó er í ráði að
lengja dvalartímann upp í 8 vik-
ur, ef unnt reynist þar sem fólki
hefur þótt dvalartminn 2—4 vik-
ur of stuttur. Daggjaldið, sem
haldizt hefur óbreytt undanfarin
ár, verður að hækka um 1 kr. og
verður 16 kr. á dag. Umsóknir um
dvöl sendist sem allra fyrst til
Sæmundar G. Jóhannessonar,
Sjónarhæð, (s.'mi 1050) sem gefur
nánanri upplýsiingar. Sjónar-
hæðarstarfið.
Lárus Stefánsson bóndi í Stóra-
Dunhaga, lézt í Fjórðungssiúkra-
húsinu 28. þ. m., eftir langvarandi
vanheilsu aðeins þrítugur að aldri.
Lárus var dugandj maðut og
drengur góður. Hann lætur oftir
sig konu og fjögur böm.
Sjötug varð 30. þ m. Sólveig
Sigurjónsdóttir á Möðruvöllum,
ekkja Þórhalls heit. Ásgrimssonar
á Þrastarhóli. Sólveig er Hom-
firðingur að ætt fædd á Kross-
landi í Lóni, og voru foreldrar
henna rhjónin Sigu’.’jón Péturss.
og Ingibjörg G'sladóttir, en Ingi-
björg er enn á lífi í átthögum
sínum í Hornafirði, 91 árs gömul.
Sólveig lærði mjólkuriðnað a
Hvítárvöllum í Borgarfirði og
starfaði fyrst við rjómabúið á
Búðum á Snæfellsnesi en vav síð-
an um mörg ár rjómabústýra á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún
giftist manni sínum haustið 1913
og bjuggu þau á Þrastarholi um
30 ára skeið, en Þórhallur er lát-
inn fyrir rúmu ári. Einkadóttir
þeirra hjóna er Ási ún kona Egg-
erts Davíðssonar á Möðruvöllum.
Sólveig er enn við góða heilsu,
þrátt fyrir óvenjumikið starf
langrar æfi og nýtur virðingar og
vinsælda allra, sem hana þf-kkja.
Smoking
ónotaður, til sölu með
mjög vægv verði.
F.innig SUMAR4ÖT, litið
notuð.
Upplýsingar lijá
G u n nari Kristjánssy ni,
klæðskera,
Brekkugötu 5.
Akureyringar!
Plöntusalan er hafin í port-
inu við Skipagötu 5. Seljum
sumarblóm fjölærar plöntur
ásamt trjáplöntum í pott-
um. — Komið, meðan úr-:
valið er nóg. ^
Gróðurhús K. E. A.
Brúnalaug