Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 1. júni 1955 Borgirnar við Kalifomíuflóann eru tengdar saman með tröllauknum brúm svo sem myndir þessarsýna. Kalifornía er dásamlegt land Ameríknbréf frá Snorra Sigfússyni fyrrv. námsstjóra KALIFORNIA er mikið Gósen- ; and. Gróðurinn þar og veðráttan ineillar hvern sem þangað kemur. !En hér er þó tilfinnanlegur skort- jr á nægu og góðu vatni, og veldur oað á'nyggjum. Það er því um þetta and, sem önnur, að alls staðat er eitthvað að. — Menn segja hér að íðarfarið hafi verið óvenju kalt )g vætusamt í vor. En mér hefur :undizt það þægilegt, vei svalt :<völds og morgna, og aldrei mjög reitt. Meðalhiti mun hér vera um L5°, eða litlu minni, en hér er líka Lcomið á breiddarstig Norður-Af- íku, og sólin því nær beint yfir nanni. -— Þeir Islandingar. sem eg ref hitt, una vel hag sínum, þótt jllt sé ekki eins og þeir hefðu helzt cosið. Hér er t. d. meiri vinnu- barka en heima og færri frídagar, jg yfirleitt' mun hér vera krafizt strangrar reglusemi og að hver /erði skilyrðislaust að vera á sín- ím stað og sinna störfum af alúð. — Það kemur lika Islendingnum jndarlega á óvart, að sjá inenn /erzla hér í búðum kl. 11 á kvöld- n og í sumum einnig alla helgi- iaga. Þessu virðast hér engin tak- nörk sett. — í þessu sambandi ikal eg geta þess, svona til hálf- gerðs gamans, að tengdasonur ninn, sem er dr. í efnafræði. var jm daginn sendur á einhvern sér- ræðingafund sunnarlega í Kali- Ltorníu. Hann var nokkra daga á :fundi, flutti þar tvö erindi, sem aann varð að búa sig undir með í trítimum á lcvöldin, og aðra leiðina 'tór hann auk þess á sunnudegi. Úr þessari ferð kom hann heim seint jm kvöld, þreyttur að mér sýndist, svo að mér varð á að ympra á því, rvort hann þyrfti ekki og mætti .jkki hvíla sig daginn eftir. En hann :eit á mig alveg undrandi og sagði: .,Nei, það má eg ekki. Eg á að uinna mínu verki á morgun, úr því •að eg kom í kvöld.“ Og kl. 8 næsta norgun var hann horfinn til starfs :síns. — Mér varð hugsað hehn. BRÝRNAR TENGJA SAMAN BORGIR. Segja má, að hér við Kalifoiníu- :lóann sé ein samfelld borgar- breiða, austan flóans Oakland og öerkeley, með öllum sínum út- borgum, og San Francisco að vest- an. Þess utan eru hér borgir, eða þorp, langt í suður og norður und- ir botn flóans. Og öll þessi þétta byggð, um 5 millj. manna, er sam- antengt með tveimur brúarbákn- um fag fleiri hrúm sunnarf. Onn- ur tengir saman Oakland og Breke- ley við San Francisco, hin er yfir sjálft sundið, þar sem úthafið streymir inn og er hið eina sam- band, sem flóinn hefur við Kyrra- hafið. Þessi brúarbákn eru ekkert smá- smiði, og eitt báknið svipað að stærð, er nú byggt í óða önn hér norðan við. Brúin, sem tengir Oak- land og Berkeley við San Francis- co, er talin vera um 10 km. á lengd með öllu og öllu. Helmingur hennar, eða vel það, er stólpábrú, hitt hengibrú. Umferðin um þessa brú er ótrúlega mikil, og eru það engar smátekjur, sem hún hefur á dag, þvi að hver bíll, sem um hana fer, þarf að greiða 25 cent (ca. 5 ísl. krónur) í brúartoll. Mér var forvitni á að vita, hve margir bílar færu um þessa brú á dag og spuiði tollvörðinn um það. „Svona um 100 þúsund daglega," sagði hann. Er þá tollurinn á dag ekkert smá- ræði, enda hvað hún vera búin að borga sig fyrir nokkru. Og nú er safnað til brúarinnar norður frá. Svona fara þeir að því að láta þá, sem mest nota hlutina, borga brús- ann. — En ennþá þykir mér þó brúin yfir sundið (Golden gate), sem eg vildi kalla „Gullna hliðið“, stórfelldari, að því leyti, að hún er hengibrú og miklu hærri yfir sjó, svo að öll skip, sem um sundið fara, geta undir hana siglt. Þetta heljarbákn hangir á stálvírum. sem eru um 1 metri í þvermál. Lengdin 'milli hengistólpannn mun vera um 1400 metrar, en alls er brúin um 1 km. löng, en hæðin undir hana ekki minni en 60—70 metrar. Mér er sagt, að þetta sé mesta hengibrú í heimi, og get eg vel trúað þvi, og varla ímyndað' mér aðra stórfelld- 260 FETA RISATRÉN I RAUÐVIÐARSKÓGI. A skólaárum' mínum las muður um risatrén í Kaliforníu og gerði D A G U R Ritstjóri: IIAUKUK SNORRASON. Afgi-eiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skriístofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 60.00. — Gjalddagi er 1. júlí. sér þá litla grein fyrir stærð þeirra. Og eitthvað var maður að basla við að segja börnunum frá þeim í landafræðitimunum vetur eftir vetur, og vera kann að þau hafi stundum fengið að sjá myndir af þeim. En hér varð sannarlega sjón- in sögunni rikari. A sunnudaginn var leit eg svo þessi undur sköpun- arverksins. Fóru hjónin þá með mig upp á fjall, eða háa hæff, hér vestan flóans, 2600 fet að hæð. Er þaðan dásamlegt og ógleymaulegt útsýni yfir flóann og alla borga- breiðuna og langt út á Kyrrahaf. — Raunar er hér aldrei verulega gott skyggni, eða sjaldan. Veldur þvi móska i loftinu og hitamóða, sem oft sér illa í gegnum. Vantar því mikið á að maður fái notið út- Synisins eíns og heima, þar sem loftið er tært og hreint.-Og svo var farið að skoða þessi risatré, rauðviðarskóginn, sem svo er hér nefndur. Úr rauðaviði hafa menn jafnan byggt hér hús sxn í stórum stíl og höggvið þessa skóga niisk- unnarlaust, en nú er farið að þyrma þeim og þarna hafði ein- hver góður náungi gefið ríkinu stórt skógarsvæði, sem vernda skyl'di, og er það nú nefndur þjóð- garður og hafður til sýnis. Þennan dag voru hundruð manna reikandi um þjóðgarðinn, bæði Kaliforníumenn og menn frá ýmsum löndum, svo sem Frakk- landi, Þýzkalandi, Spáni, ítaliu o. fl. Virtist manni allur þessi uxmull undrandi yfir þessum undrum óspilltrar náttúru. Þarna voru tré 260 feta há, og munu þó vera til hærri annars staðar, að mér er sagt, og það ætla eg að 8 -10 menn muni þurfa til að faðmn þar suma stofnana. Er mér sagt, sem ig get vel trúað, að ekki þurfi nema eitt slíkt tré til að reisa af allstórt hús- Telja menn að þessi skógur sé að mestu um 4000 ára gamall. Hafa þá sum þeirra trjáa verið orðin allstór og rismikil á dögum Leifs heppna, eða jafnvel á dögum Alexanders mikla eða Fara- óanna, sem reistu pýramidana frægu! Þetta eru þvi engin börn að aldri til, heldur virðulegir öldung- ar ,sem hafa séð veröldina með öll- um sínum rassaköstum um þúsund- ir ára og láta hvergi á sjá enn í dag.; — Eg hef oft dáðst að eikar- og beykiskógum Norðurlandanna, en nú þðtti mér sem þar væru renglur einar á ferð. Allur trjágróður, sem eg hef augum litið, bliknar við þennan samanburð. Svo stórkost- leg eru þessi tré, sem munu verða ógleymanleg hverjum, sem lítur þau augum, þar sem laufskrúðið himinhátt myndar grænt hvolfþak yfir þessum risaverkum náttúrunn- „STORU SKOLARNIR HÆTTULEGAR UPPELÐ- ISSTOFNANIR." Eg hef séð marga skóla hér i Kaliforniu, allt frá Alb. Richmond hér norður frá suður f Long Bcach, sem er aðeins um 100 km. frá landamærum Mexikó. Skólar eru að vísu víðast svipaðir á ýmsan hátt, forstofur, gangar, skólastofur, fimleikahús, o. s. frv. En þó er þetta harla misjafnt hér og þar, sem eðlilegt er Það ,sem vekur eft- irtekt mina hér, m. a. í sambandi við sjálfa skólana, er það, að þeir byggja nú alls ekki stærri skóla en fyrir svo sem 500 börn og helzt á einni hæð. Hin stóru bákn, „verksmiðjurnar“, dettur þeim ekki lengur í hug að byggja. Mun þetta raunar vera svo um allar jai-ðir. „Stóru skólarnir eru haíttu- legar uppeldisstofnanir," sagði hér einn skólamaður við mig, og tók eg undir það af mikilli sannfær- ingu og langri athugun. — En svo eru það skólastofurnar, sem sjáan- lega er lögð mikil alúð við að gera sem vistlegastar. Þar eru ekki ber- ir veggirnir, sém anda köldu tóm- inu framan í þá, sem þar eign að una sér. Þar er reynt að gera allt sem heimilislegast. Borð erú að sjálfsögðu á gólfinu, en út við vegg- ina koma þeir víða fyrir alls konar borðum, púltum, krókum og kim- um, sem einn og einn nemandi get- ur átt friðland við og unnið, svona til hvíldar frá skólaborðinu, þyí að nám allt er starfrænt og lexíuþvæl- an fyrir löngu úr sögunni. Og svo eru veggir skreyttir með myndum, kortum, línuritum o. fl. til að gera allt sem viðfelldnast. Sumar þess- ar skólastofur líta út eins og smá- mynd af eins konar „listasafni", sem hefur róandi óhrif. — Þá eru það bókasöfnin hér við alla skóla, sem vekja fnunu eftirtekt allra, sem hingað koma. Islenzkur nem- andi hér við háskóla sagði mér það fyrir nokkrum árum, að varla hefði sér orðið neitt örðugra hér en það, að koma úr skóla að heim- an, þar sem varla var nefnt bóka- safn á nafn og þó enn siður notað, og þurfa svo hér að vinna mest á bókasafni með margs konar leit og athuganir. Þetta heyri eg enn. Eg kom hér um daginn inn á bókasafn og starfsstofur háskólans. Þar var allt fullt af nemendum við lestur og leit. Og sama var, svo að segja, hér við gagnfræða- eða unglinga- skóla, sem eg sá í Los Angeles. Eg held að hér sé sjálfsnám af bókum, með leiðbeiningum kennara að sjálfsögðu, talið jafn sjálfsagt eins og yfirheyrzlan á lexiunni heima. Þó vita allir, að lexian gleymist en bókin „blivur", og því er meira virði að kenna mönnum á imga aldri að nota hana. (Hvenær skyldu skólarnir okkar komast á þetta stig?) Þá eru það leiksvæðin. frímin- útnavellirnir, sem vekja athygli þess, sem lengi hefur séð þessa spriklandi, heilbrigðu ijöi'kálfa koma út um skóladyrnar eftir 40 — 50 mínútna kyrrsetu, og séð þá þvrsta í að reyna kraftana, ta!:a á, veita útrás heilbrigðu fjöri og vax- andi þrótti í hverjum limm. — Eg man eina sögu, sem Jón sál. Þórar- insson fræðslumálastjóri sagði mér einu sinni frá Danmörk, til sannindamerkis um það, hve mik- ilsvert væri að kennari væri starfi sínu vaxinn. Þar var í einni ckóla- stofunni mikill órabelgur, sem stundum gat ómögulega setið á strák sinum og höfðu a. m. k. 2 kennarar gefist upp við að fást við hann. Svo kemur hann til kennara, sem lizt vel á þennan fjörkálf, en sér strax að hann muni ætla að gera sér lífið súrt. Hann kallar því stráksa fyrir sig í einrúm og fer að tala um þetta við hann. Hann yrði að reyna til að sitja kyrr i tímun- um, annað kæmi ekki til mála. Jú, hann vissi það svo sem, það vant- aði ekki, en það kæmi stundum yf- ir sig svo mikil þörf á að hoppa og hamast, taka á og berjast, að hann gæti ómögulega við sig ráðið. Heima færi hann æfinlega, þegar þetta kæmi yfir sig, út í eldiviðar- skúr og hamaðist stundarkorn við að höggva við. Þá batnaði sér. — Nú jæja, sagði kennarinn. Þegar þér finnst þessi fjörólga koma yfir þig í kennslústund, skaltu rétta upp hendina svo að eg sjái. Eg mun kinka kolli og þú skalt hlaupa í grænum spretti út að trénu (sem hann tiltók), taka útan um það og hamast á því stundarkorn, og koma svo í sprettinum til baka. En þetta má aldrei endurtaka sig í sömu kennslustund, og þetta skal bara vera okkar á milli. Og þetta hreif. Dag eftir dag tók strákur sprettinn ög hamamðist á trénu, stundum 3 —4 sinnum á dag. En ærsl hans í skólastofunni voru þar með úr sög- unni. — Það var skilningur kenn- arans á þessari ærslaþörf, sem lík- ltga hefur gert drengnum xneira gagn en fræðslan, sem hann hefur e. t. v. stappað i hans litla koll. — Frímínútnasvæðin hér við skólana sýna það, að menn skilja þetta. Þar eru grindur og slár, sem f jöldi barna getur samstundis hent sér í og á, og þar eru kaðlar og hringir til að þreyta vaxandi- og þrótti- þrungna handleggsvöðva. Þau þurfa því ekki að reyna kraftana hvort á öðru með hrundingum og barsmíðum, sem eg hef svo oft séð heima, þar sem ekkert annað var fyrir hendi en náunginn, til að svala athafnaþránni á. — Einn gamall nemandi minn og vinur úr Flateyrarskólanum sagði einu sinni við mig á fullorðinsaldri, að fáu myndi hann eftir jafnágætu úr sinni skólatíð eins og því, að fá að stökkva upp í kaðlana, eftir inni- setuna, sem hengu þar niður úr loftinu. Eg e'r fyrir löngu sann- færður um það, sem nú varð mér ljóslifandi á ný, að frímínútna'vell- irnir við skólana heima, bæði yngri og eldri, eru stórum vanræktir. Þar þarf að verða á mikil breyting til bóta. Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.