Dagur - 01.06.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. júní 1955
DAGCR
5
Viðtal við eiiiM leiðaiigiirsmanniiin,
Gfím Signrðsson átvarpsvirk|á
á Akureyri
urátt. Var það allra myndarlegasta
lest; 7 menn með 26 hesta. Farið
var í gangnamannakofa norðarlega
á heiðinni. Heitir hann Ranakofi.
Þar eru ágætir hagar og girt svæði
fyrir hesta. Þar var hestunum
sleppt en síðan gengið til náða.
Hreindýrin okkar hafa háð
liarða lifs'baráttn við óbliða nátt-
úru landsins, frá því fyrsta að
þau stigu á iand liér og unnu sér
rétt í riki isfenzkrar náttúru. 1
liörðustu árunum stráféllu þau,
en fjölgaði ört þegar góðærisár
gengu yíir. Sennilega hafa þau
með árunum lagað sig eftir stað-
háttum og eru nú betur undirbú-
in að mæta hörðum árum, en á
meðan þau héldu lifnaðarháttum
heimalands síns.
HREINDÝRUNUM hefur 'fjölg-
að allmikið á síðustu tímum, eftir
því sem talið er. Hafa þau leitað
til þyggða austanlands, svo sem
kunnugt er af frásögnum að austan
og leyft var að skjóta vissa tölu
þeirra í haust, undir eftirliti Frið-
riks Jónssonar, sem verið hefur
eftirlitsmaður hreindýrastofnsins
um fjölda ára.
Grímur Sigurðsson, útvarpsvirki
á Akureyri, tók þátt í einum slík-
um leiðangri í haust, og varð hann
vel við þeim óskum biaðsins, að
segja stuítlega' frá honum, þótt
nokkuð sé frá liðið.
Veiðimaður frá blauíu
barnsbeini.
Grímur er veiðimaður frá blautu
barnsbeini, og ólst upp, ef svo
mætti að orði kveða, með riffilinn
í höndunum. Hann er þaulvön
selaskytia frá æskustöðvunum,
Málmey í Skagafirði. Hafði hann
lengi langað að taka þátt í leið-
angri í heimkynni hreindýranna,
en ekki haft tækifæri til þess fyrr
en á síðastliðnu sumri. Enda ekki
aðrir teknir í leiðangur sem þenn-
an, að minnsta kosti eklci sem skot-
menn, en þeir, sem vanir eru veið-
um.
Það varð samkomulag að Grím-
ur yrði með í veiðiferð ásamt eft-
irlitsmanninum, Friðrik Jónssyni
á Hóli í Fljótsáal, þrem mönnum
frá tilraunastöðinn á Keldum, auk
tveggja ahnarra fylgarmanna. —
Ferðin vífý farin a vegum Búfjár-
sjúkdóniá^ldarirwiar, vegna ótta
við að itíý:; aveiki' kynni að leynast
í hreindýra’stofninum. Sem betur
fór reyndist það þó ekki.
Grímur lagði af stað héðan frá
A-kureyri um 20. ágúst og mættust
leiðangursmenn á Egilsstöðum í
Fljótsdal. sem er annar bær fram-
an við Hól, þar sem eftirlitsmað-
urinn á heima. Búið var að útvega
26 hesta til fararinnar, er á skyldi
flytja hreindýrakjöt og skinn til
byggða. Nesti var útbúið til viku-
dvalar. 3 tjöld einnig tekin með og
margs kohar fleiri viðlegubúnaður,
að ógleymdum skotvopnunum.
Góðir riffiar.
Það er barriaskapur og ósæm-
andi vitiþÐrnum mönnum, að nota
litla riffla eða haglabyssur við
hreindýr^veiðar. Því að þá er hætt
við að eítir verði meira og minna
særð dýty'og áetti enginn viljandi
að búa þéim svo dapran dauðdaga.
í þetta skipti voru notaðir amerí-
kanskir >rjfflar, model Springfield
30/06, sem er sama kúlustærð og
notuð er í riffla ameriska hersins.
En kúlumunur er sá, að kúlur þess-
ara riffla hnoðast upp strax og þær
hitta markið. Auk þess voru 2
minni rifflar, ætlaðir til að aflífa
með helsSérð dýr, ef til kæmi.
Veiðisvæðið var hálendi — eins
konar háslétta, — sem liggur á
milli Jökulsár og Lagarfljts, svo
sem sjá.má á hverju landabréfi. En
aðalveiðarnar fóru fram í nánd við
Snæfell,- eða nánar til tekið hjá
tveimur fellum sem heita Sandfell
og Laugafell.
Leiðangurinn. — Gist að
Ranakofa.
Fyrsta daginn var haldið í norð-
Enginn teljandi veiðihrollur var
í ferðamönnunum og sváfu ailir
vel um nóttina. Þó var snemma
farið á fætur og lagt upp kl. 6. —
Eftir 3ja klst. klyfjagang sáust
fyrstu hreindýrin. Þau voru afar
stygg, eins og jafnan á þessum
tíma árs. Voru þau í hópum, frá
10 til 100 saman, en venjulega
voru 30—60 í hóp. Þó sáum við
einn hóp, sem í munu hafa verið
um 300 dýr. Enn voru tarfamir
ekki farnir að hópa sig, eins og þeir
gera síðar á haustin.
Veiðiaðferðin.
Aðferðin við veiðarnar var í
stórum dráttum sú að athuga hóp-
ana í sjónauka, strax og þeirra
varð vart. Síðan var farið með
hestana eins nærri og hægt var eða
tryggt þótti. En skotmennirnir,
þennan fyrsta dag, voru þeir Grím-
ur Sigurðsson og Egill Gunnarsson.
Leituðu þeir lægða og skorninga
eða þess að láta hæðir skýla sér.
Gæta varð þess einnig, að vonlaust
er að læðast að hreindýrum undan
vindi. Þau eru mjög þefnæm og
taka á sprettinn óðar og þau verða
mannsins vör. Ef heppnin var með
og skotmenn komust í allgott færi,
miðað þó við hina langdrægu
riffla, var enn horft í sjónaukann
og dýrin athuguð vandlega. Athug-
uð var stærð og kyn. Mest skyldi
skotið af vel fullorðnum törfum.
En vegna rannsóknanna voru skot-
in dýr á öllum aldri, eitt eða svo af
hvoru, og jafnvel einn kálfur. — í
litlum hóp kom það fyrir, aS þar
væru eingöngu kýr með kálfa.
Fengu þeir hópar að vera í friði,
með þessari einu undantekningu.
Væru hins vegar stórir tarfar í
hjörðinni, þurftu skytturnar að
velja úr og velja sitt skotmarkið
hvor. Það voru spennandi augna-
blik, eins og allir veiðimenn
þekkja. Þegar dýrin voru í sæmi-
legri stöðu rufu 2 skot fjallakyrrð-
ina og tveir föngulegir hreintarfar
lágu steindauðir í blóði sínu, en
hjörðin hljóp oftast saman í hnapp,
þar til hún varð mannanna vör.
Þá var ekki beðið boðanna. Hrein-
dýrin eru ótrúlega frá á fæti, svo
að engum hesti þýðir að etja kapp
við þau.
Hreindýrin undrafljót.
Grímur undraðist flýti þeirra,
en eftirlitsmaðurinn sagði honum
þá, að jafnvel nýfæddir kálfar
væru svo fljótir, ef þeir aðeins
næðu að sjúga móður sina, að erf-
itt væri að elta þá uppi á hestum.
Gat hann þess í því sambandi,
hversu erfiðlega gekk að ná hrein-
dýrskálfunum, er fluttir voru inn í
Eyjafjörð fyrir allmörgum árum og
enn munu í fersku minni. Sagðist
hann nær hafa sprengt hest í þeim
eltingarleik og myndu fáir trúa
fráleik kálfanna, er ekki þekktu til.
Gr.'mur Sigurðsson með riffilinn sinn og hornin af stærsta tarfinum.
Hreindýrin eru sem vaxin út úr umhverfinu og una vel í frelsinu.
Féllu öll við fyrsta skot.
Þennan fyrsta veiðidag voru 16
dýr lögð að velli. Tókst skyttunum
svo vel, að öll dýrin féllu dauð við
fyrsta skot, enda aldrei skotið í
óvissu. Flest dýrin var leitast við
að skjóta í hálsinn, rétt framan við
bógana, ef færið var ekki því
lengra. Vegna kjötsins er óheppi-
legt að skjóta i bóg. Sé færið hins
vegar langt, er bógurinn öruggara
mark en hálsinn.
Leikið á krunima, en hann
borgar fyrir sig.
Skotmennirnir tóku skinnið af
dyrunum og gerðu þau til, strax og
þau fellu svo kjötið gæti kólnað
fljótt. Skrokkurinn var skorinn í
tvennt þvert yfir og hlutarnir lagð-
ir á stein eða grænt grasið og húð-
in breidd yfir til að verja það
flugum. Að síðustu var tóm „pat-
róna“ látin öfaná. Varð Grímur
hissa á þessu háttalagi og skilningi
hans ofvaxið. Var honum þá sagt
að þetta væri gamall og góður
siður á þessum slóðum, annars
færi hrafninn í kjötið. Ekki skal
getum leitt að því hvort Grímur
hefur lagt trúnað á þetta. En svo
vildi til að á einum stað hafði
gleymst að leggja síðustu hönd á
verkið. Enginn hafði munað eftir
patrónunni. Um kvöldið kom í
ljós svo ekki var um vilst að
krummi hafði tekið freklegan skatt
af þessum eina skrokk en hvergi
annarsstaðar.
Veiðin færð saman.
í humátt á eftir veiðimönnunum
komu aðstoðarmennirnir með
(Framhald á 7. síðu).
Óska bá margir að beir mættu halda
austur um f jall og suður fyrir heiði
elda í rjóðri, uppi á hjalla tjalda,
útsýnis njóta, dunda að stangarveiði.
Hvenær mun snjórinn horfinn verða af Kili?
Háöldur greiðar? — Þurrt á Mývatnsfjöllum?
Akfært um grjótin inn að Kiðagili,
Árskarði, Kreppu, Stöng og Hveravöllum?
Hvað er þá fregna af f jarlægari stöðum,
framandi löndum, úthafsslóðum víðum?
T.’minn og æfin arka skrefum hröðum.
óþreyjufull við tækifæris biðum.
Stálvængur þýtur, bára um byrðing hrynur,
bifreiðin e'kur dal og heiðavegi.
Þú ert í fríi og ferðabúinn, vinur,
ferðu á skýjum, jörðu eða legi?
Raun er að dvelja kyrr þá útþrá kallar,
kyrrstaðan margan, fyrir aldur, bugar.
Hugur minn þýtur þá um jarðir allar,
— þess vegna er eg stundum annars hugar.
DVERGUR.
ORLOFSÞANKAR
Þegar, á vorin, fyrstu grösin gróa
og gola af suðri fönn af heiðum hræðir,
inn yfir þröngsvið smárra sanda og sjóa
svipur af stórri undraveröld flæðir.