Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerizt . hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 29; júní. XXXVm. árg. Akureyri, miðvikudagnn 22. júní 1955 34. tbL 75 ára afmælis Möðruvallaskóla Gott veður og gott skap á Ak. 17. júní verður minnzt hér i haust 44 stúdentar útskrifaðir frá M. A. - Skólanum slitið við hátiðlega athöfn á þjóðhátiðardaginn Föstud. 17. júní var Mennta- skólanum á Akureyri slitið við hátíðlega athöfn í hátíðasal skól- ans að viðstöddu fjölmenni, svo sem húsrúm írekast leyfði 11 25 ára stúdentar og 26 10 ára stúdentar voru viðstaddir skóla slit að þessu sinni. 75 ára afmæli Möðruvallaskóla — eftirspurn að heimavist. Skólameistari, Þórarinn Björns- son, gat þess í upphafi máls síns, að í ár væru liðin 75 ára frá stofn- un skólans á Möðruvöllum og myndi þess verða minnzt á hinum eiginlega afmælisdegi skólastofn- unarinnar, sem er 1. okt. Þá flutti skólameistari skýrslu um skóla- starfið á liðnu skólaári. — Alls stunduðu 269 nemendur nám í skólanum á árinu, þar af 70 í mið- skóladeild og 199 í menntadeild. í heimavist bjuggu 153 í ár, þar af 119 í nýja heimavistarhúsinu, en það er ófullgert enn, en er ætlað að rúmi 175 nemendur alls, full- búið. Lét skólameistari þess getið, að svo gæti farið, að þetta nýja hús reyndist of lítið, því að eftirspurn eftir heimavistinni væri svo áköf og reyndar væri þegar sýnt, að kvennavistin væri of lítil, enda færi aðsókn stúlkna að skólanum sívaxandi. Ekki mun bætast neitt við húsrými heimavistarinnar í sumar, þar eð öll fjárveiting til hússins á þessu ári mun ganga í það að fullgera húsið utan. Undir landspróf miðskóla t engu 19 nemendur og hlutu 11 fram- haldseinkunn, en einn á ólokið prófi vegna veikinda. Hæsta eink- unn við landspróf hlaut Stella B. Steinþórsdóttir, 8,44. Hæsta eink- unn í skólanum hlaut Jóhann Páll Árnason frá Dalvík, ágætiseinkunn 9,11, ög næsthæst varð Margrét Eggertsdóttir, úr Reykjavík, 9,08, bæði úr I. bekk lærdómsdeildar. (Framhald á 2. síðu). Brezkur vísinda- maður flytur fyrirlestur um lunguakrabba Hingað er kominn frægur brezkur visindamaður, dr. Ric- hard Doll frá London, og flytur hann fyrirlestur hér, fyrir al- menning annað kvöld klukk- an 9 í Samkomuhúsi hæjarins. Ræðir hann um orsakir krabba- meins í lungum, einkum, í sam- bandi við vindlingareykinijar. — Dr. Doll kom hingað til lands á vegum Krabbameinsíélatj s Is- lands, og hingað norður á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar. I iör með honum verður prófessor Níels Dungal, og flytur hann stuttan útdrátt úr fyrirlestrinum á ísletizku. Dr. Dcll hefur flutt fyrirlestur fyrir lækna og lækna- nema í Reykjavík, en þetta verður eini fyrirlesturinn, sem hann flytur fyrir almenning hér á landi. Dr. Doll er einn kunn- asti krabbameinssérfræðingur Breta og hefur rannsakað sam- band krabbameins og reykinga mjög ýtarlega. Fólk er hvatt til að hlýða á mál hans, einkum ungt fólk, sem enn er ekki orðið háð tóbaksnautn að neinn ráði. GÍSLI SVEINSSON flutti lýðveldisræðu. Akureyringar héldu upp á þjóðhátíðardaginn með myndar- brag að þessu sinni. Veður var eins og bezt varð á kosið allan daginn, hlýviðri með sólfari, og almenningur í sólskinsskapi. Þátttaka í hátíðahöldunum var mjög almenn, þótt enn megi þar bæta um. Skrúðgangan var fjöl- menn og virðuleg, og mikill fjöldi FRÚ ANNA TRYGGVA ílutti ávarp fjallkonunnar. fólks hlýddi á ræðui og skemmti- atriði, er útifundurinn hófst á íþróttasvæðinu. Aðalræðu dagsins flutti Gísli Sveinsson fyrrum sendi- herra, en ræðu fyrii minni Jóns Sigurðssonar flutti Heimir Hann- esson, einn hinna nýju stúdenta, er útskrifuðust þennan dag. Lúðra- sveitin lék, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, bæði fyrir skrúð- HEIMIR HANNESSON ilutti minni Jóns forseta. göngunni og á hátíðasvæðinu, karlakórar bæjarins sungu, frú Anna Tryggva kom fram í gervi fjallkonunnar og flutti ávarp í ljóð- um, er ort hafði Jón Sigurðsson frá Dagverðareyri. Jón Norðfjörð leik- ari, form. þjóðhátíðarnefndar bæj- arins, stjórnaði þessari samkomu. Síðan hófst 17.-júní íþróttamót, og (Framhald á 2. síðu). Fimm lil sjö þús. manns geslkomandi á Akureyri, er landsmót Ungmennasam- Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri sumarið 1955 bandsins verður háS Þcfta eru nýstúdentarnir er útskrifuðust frá M. A. á þjóðhátíðardaginn. Nöfn og einkunnir eru birt annars staðar í þcssu blaði. Edvard Sigurgeirsson tók þessa mynd í Lystigarði bæjarins 17. júní — Keppendur frá tólf héraðssambönd- um ungmennafélaganna taka þátt í _r íþróttamótinu - sambandsþing UMFI haldið á Akureyri um mánaðamótin Sambandsþing og landsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri dagana 30. júní og 1. júlí næstk í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri. f heiinavist skólans fá þingfulltrúar gistingu og fæði. Sambandsþing er haldið þriðja hvert ár og samsvarar venjulegum aðalfundum félaga. Þar eru rædd málefni ungmennafélaganna og kosin sambandsstjórn. — Þingið sækja kjörnir fulltrúar héraðssam- bandanna, eiga þau iétt á að senda einn fulltrúa fyrir hverja 120 fé- lagsmenn. En milli þinga starfar sambandsráð, sem kemur saman a. m. k. einu sinni á ári. Er það skip- að formönnum héraðssamband- anna og stjórn UMFÍ fþróttamótið. í framhaldi af sambandsþingun- um hafa verið haldin íþróttamót, (Framhald á 2. síðu). Héraðshátíð Fram- sóknarmanna að Hrafnagili 17. júlí Héraðshát ð Framsóknar- manna á Akureyri og Eyiafirði verður væntanlega haldin að Hrafnagili sunnudaginn 17. júlí næstk. Verður dagskrá auglýst síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.