Dagur - 17.08.1955, Page 5
Miðvikudaginn 17. ágúst 1955
DAGUR
5
- Þorsfeinn M. Jónsson sjötugur
Kristjan Jónsson, Lambanesi
(Framhald af 2. siðu).
bókasafnarann og bókavininn, sem
varla á sinn líka. Við lesum þar
gagnmerkan þátt uin mannasættinn
—héraðssáttasemjarann í vinnudeil-
um, sem hlotið hefur það óvenju-
lega hlutskipti, að eignast í þvf
starli traust og vináttu beggja aðila,
vinnuþega jafnt sem atvinnurek-
enda, og kveðið niður marga þá
deilu, sem að öðrunt kosti hefði
kostað báða flokkana mikið fé, cn
þó enn meiri og dýrari úlfúð, sí-
vaxandi sundrung og jafnvel full-
an og ævarandi fjandskap. Vinnu-
brögð Þorsteins í því vandasama
starfi lýsa, að minni hyggju, mann-
inum sérlega vel, lægni lians, sann-
girni, góðfýsi, dómgreind og giftu.
— Við lesum þarna ennfremur þætt-
ina um ræðuskörunginn. málsnjalla
og andríka, rithöfundinn og fræði-
manninn. — I stuttu máli sagt:
Jafnvel kapítulalieitin í þessari ævi-
skrá reynast fleiri en svo og fjöl-
þættari að þau verði nefnd, hvað þá
heklur efni kaflanna rakið til nokk-
urrar hlítar í stuttri grein í tilefni
afmælisdags.
En lyrst og fremst liggur þó ferill
kennarans, skólastjórans og upp-
eldismálafrömuðarins Þorsteins M.
Jónssonar sem rauður þráður gegn-
um alla starfssögu hans. Víst er, að
af öllum liinum fjölþættu ítörfum
hans og áhugamálum hafa engin
verið honum hugstæðari né knúið
hann lengra til markverðra og
minnisverðra afreka en barátta lians
fyrir bættum upþeldisháttum og
m e n n i ngarski+yrðrnn upp vaxandi
æskulýðs. I því niíúHibótastarfi hef-
ur hann vissulega verið heill og
allur. — Áður var hér lauslega drep-
ið á inerka' þæt'ti þingsögu hans, er
hann háði stríðið á þeirn hólmi til
þcss að trygjjja sanngjarnan rétt og
hagsmuni kennarastéttarinnar. í
þessu sambandi er og vert að geta
um þátttöku lians og forustuhlut-
verk í hópi þmgmanna í baráttunni
fyrir menntaskóla á Akureyri, með-
an sú hugmynd átti enn liarla fáa
formælendur, þótt það kæmi að
vísu í hlut anniírra inanna að leysa
það mál endanlega með fullum
sigri.
Þorsteinn M. Jónssón tók við
skólastjórn Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar árið 1935. Sú stofnun var þá
enn harla veikur og blaktandi vísir,
en nú auðnast honum eftir tveggja
áratuga skólastjórn, að skila henni
af sér — er hann verður vegna gild-
andi ákvæða um hámarksaldur emb-
ættismanna að láta af þcim störfum
— sem einum fjölmennasta og bc/.t
metna framhaldsskóla landsins, —
sterkri stofnun, er virðist eiga mikla
framtíð lyrir sér, ef auðna Þorsteins
. skólastjóra og andi mætti íylgja
henni inn í íramtíðina. En engir
vita það betur en við, samkennarar
hans, hversu stórt og vandíyllt það
skarð er, sem þarna er íyrir skildi
við brottför hans lrá skólanum, og
hversu mikils það hefur verið vert
og ómetanlegt á undanförnum ár-
um að vita ávallt hina sterku hönd
hans halda um stýrið, á hverju sem
hefur gengið, enda liafa allir, bæði
kennarar og nemendur, glöggt
fundið það og skilið, að skólastjór-
anum mátti ávallt treysta til giítu-
samlegrar leiðsagnar og úrskurðar
x hVerjum vanda — til sigurvæn-
lcgrar forustu um öll málefni skól-
ans, jafnt innan skólaveggjanna
sem utan, bæði í sókn og vörn. Og
öllum, sem be/t þekkja til, mun
vissulega koma saman um, að Þor-
steins M. Jónssonar verði jafnan
minnzt sem eins merkasta skóla-
manns landsins, sem nú er uppi. Og
Gagnfræðaskóli Akureyrar, kenn-
aralið og nemendur, munu jafnan
standa í óbættri þakkarskuld við
liann og minningu hans.
Þorsteinn M. Jónsson kvæntist
ungur óvenjulega glæsilegri og
mikilhæfri konu, Sigurjónu Jakobs-
dóttur frá Básum í Grímsey, og má
vinum lians vera fullkunnugt um,
að hann mun sjállur telja með
réttu, að hún og heimilið, sem þau
hala skapað í félagi og kunnugt er
af mikilli rausn og glæsibrag, hafi
reynzt honum sá kastali og vígi, sem
verið hafi honum ein dýrmætasta
og þýðingarmesta gjöf lífsins. Fjöl-
margir vinir, hlýir- hugir, árnaðar-
óskir og þakklæti mun streyma hvað
anæva að til húsbóndans og fjöl-
skyldu hans á hinuin merku tíma-
rnótum.
Enginn mennskur maður fær ráð-
ið rúnir framtíðarinnar til íullrar
hlítar, né spáð óyggjandi um fram-
tíð nokkurs manns, ungs né gam-
als. En þeim, sem jxekkja Þorstein
skólastjóra be/t og vita gjörla, live
ungur hann er enn í anda, lilaðinn
lífsorku, áhuga og starlsgleði,
mundi koma það mjög á óvart, ef
liin reikningsglögga gyðja á ekki
enn eftir að skrá fjölmargar gagn-
nxerkar rúnir starfs og dáða á ævi-
spjöld hins þreklundaða og þjóð-
merka drengs, áður en saga hans er
öll.
J. Fr.
Þorsteinn M. Jónsson er einn
þeirra, sem uxu upp í bjartsýni og
vorhug nýrrar aldar. Þeir fundu
þróttinn í barmi sér og voru ótrauð-
ir að leggja fram krafta sína. Og
þeir trúðu á íramtíðina. Þó að Þor-
steinn M. Jónsson sé nú senn sjö-
tugur, varðveitir liann enn hvort
tveggja, Jxróttinn og trúna. Enn
svellur honum móður í brjósti, Jxeg-
ar verkefni Jxarf að leysa eða mál að
ílytja. Og enn trúir hann á hið göða
í sálum ungra Islendinga. Megi
hann sem lengst varðveita kraft
sinn og trú, sjálíum sér og öðrum
til heilla og Jxarfa.
Um leið ög ;ég flyt Þorsteini
Jxessar árnaðaróskir á merkuin tíma-
móturn ævi hans. vil ég færa honum
[xakkir fyrir lxönd Mcnntaskólans á
Akureyri. Þorsteinn var nemandi
gamla Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri, sem Menntaskólinn er sprott-
inn af. Hann var fimmtíu ára gagn-
íræðingur síðastliðið vor. Hann er
einn Jxeirra nemenda skólans, sem
lijálpað hafa til að gera garðinn
frægan. Menntaskólinn á Akureyri
nýtur Jxess enn í dag, live margir
al gömlum gagnfræðingum skólans
hafa eflt hróður hans með dáðríku
starfi fyrir land og [xjóð. Þorsteinn
M. Jónsson er þar framarlega í
flokki. Starf og líferni Jxessara
manna hefir verið skólanum óbeinn
stuðningur í lífsins stríði. En skól-
inn á Þorsteini einnig að Jxakka
aiinan og beinni stuðning. Þegar
skólanum reið mest á, reyndist Þor-
steinn einn ötulastur hjálparmaður
hans. Hann var Jxá aljxingismaður
og gerðist flutningsmaður Jxess á
Jxingi, að skólinn öðlaðist réttindi
menntaskóla. Gekk Þorsteinn vask-
lega fram íyrir skjöldu í Jxví máli.
Fannst þá á, sem oft síðar, hvílíkur
málafylgjumaður Þorsteinn var.
Munaði minnstu, að málið næði
fram að ganga í fyrstu atrennu, og
var Jxó við ramma andstæðinga að
etja. Verður saga Menntaskólans á
Akureyri ekki skráð svo, að nafns
Þorsteins verði Jxar ekki getið.
Síðar kom Jxað í hlut Þorsteins að
ala upp annan gagnfræðaskóla hér
í bæ. Er ekki vafi á, að Þorsteinn
hefir unnið Jxar mikið og heillaríkt
starf með því að skapa stofnuninni
hollan anda bæði í sveit kennara
og nemenda. Mun vonandi lengi að
því búa. Þorsteini er sýnt um stjórn.
Hann á í senn einbeitni og lipurð,
sanngirni og festu, röggsemi og góð-
vild. Hann sameinar styrk og mýkt.
Og frjálslyndi hans forðar lionum
frá smámunasemi, sem sumum
stjórnsömum verður að fótakefli.
Hann er gæddur krafti áhuga og
bjartsýni, sem allir uppalendur ættu
helzt að hafa. Hann sér liið betra
hjá mönnum fremur en liitt. Hann
lyftir upp í stað Jxess að draga nið-
ur. Kraftur hans er jákvæður. Þor-
steinn leggur jafnan gott til mála.
Hann er sættir manna. Slíkir menn
eru hollir hverju samfélagi. Þeir eru
líísins menn. Frá Jxeim leggur heil-
brigðan kraft. Með þeim er gott að
vera.
Að endingu vil ég nota tækifærið
til að Jxakka Þorsteini M. Jónssyni
góð persónuleg kynni fyrr og siðar.
Hann er einn af Jxeim, sem mér
Jxykir vænt um að hafa kynnzt.
Þórarinn Vjörnsson
Ný bók:
Akureyri í myndum
ísafoldarprentsmiðja hefur sent
frá sér nýja bók, sem Jxessa dagaria
er að koma á markaðinn og heitir
Akureyri i myndum.
1 bók Jxessari eru 83 myndir af
Akureyri og nokkrum merkum
stöðum norðanlands, teknum af
Eðvarð Sigurgeirssyni ljósmyndara
að tveimur undanskildum, en þær
tók Hallgrínnir Einarsson Ijós-
myndari. Steindór Steindórsson
menntaskólakennari bjó hana und-
ir prentun og skrifaði ýtarlegan
formála.
Akureyri í myndum er falleg
bók og vönduð og smekkleg að lrá-
gangi og munu Akureyringar Jxakk-
látir fyrir útkomu hennar og með
Itenni ef kærkomin tækifærisgjöf
lögð í lófa okkar, sem oft erum í
vandræðum liicð val í slíkum hlut-
um. Sérstaklega skal á Jxað bent,
hve vel liún er fallin til að senda
vinum og kunningjunt erlendis, [xví
að formálinn er bæði á íslenzku og
ensku pg myndatextar á ísl., ensku
og dönsku. Að öllu samanlogðu er
bókin hin eigulegasta.
Þess er Jxó að geta að „Akureyri
i myndumer ekki að öllu leyti
„rétt mynd“ af Akureyri, eins og
liún er í dag. Til þess eru myndirn-
ar of gamlar. Til dæmis má nefna
að engin mynd er af Landsbanka-
húsinu nýja, sem Jxó er ein af
stærstu og svipmestu byggingum
bæjarins. Þar er heldur engin mynd
af hinum stóru verksmiðjubygging-
um Sambandsins, er risið hafa á
síðustu árum vegna ullariðnaðarins,
en aðeins mynd af gömlu Gefjun.
Þá kemur skipakosturinn fremur
látæklega fyrir sjónir, og bifreið-
arnar eru ekki sérlega lokkandi, og
sést engin nýlegur vagn. Mistök má
kalla Jxað, að lxirta myncl af garnla
sjúkrahusinu hér með svofelldum
texta: „Sjúkrahúsið". Sem betur
fer er sú tíð löngu liðin, en Jxó
stendur ár 1955 á bókinni. Fleira
af Jxessu tagi mætti telja. Yfirleitt
má segja, að of mikið sé af gömlum
myndum og of fátt af nýjum. —
Allt um Jxað á útgef. Jxakkir skildar
fyrir framtakið.
Bifreiðaslys í
Vaðlaheiði
Um liádegi á mánúdaginn fór
bifreiðin A-316 út af veginum í
austurbrún Vaðlaheiðar og fór a.
m.k. tvær veltur. í bílnum voru 4
útlendingar, Dani, Breti og 2 Þjóð-
verjar. Ók Daninn. Bifreiðin cr
Dogdegerð, og er leigð til einka-
aksturs á BSO. Tveir farjxeganna
meiddust, og voru Outtir í sjúkra-
húsið hér. Meiðsli Jxeirra eru ekki
talin mikil.
100
í dag, 9. ágúst, er 100 ára gamall
Kristján Jónsson í Lambanesi í
Holtshreppi.
Kristján er fæddur að Brúna-
stöðum í Holtshreppi 9. ágúst
1855. Hann er kominn af merkum
eyfirzkum ættum, sonur Jóns
Jónssonar frá Hóli í Svarfaðardal
og Gunnhildar Hallgrímsdóttur
dbrm. og bónda frá Skriðu í Hörg-
árdal. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum í Fljótum og fluttist með
þeith um fermingaraldur að Amar-
stöðum í Fellshreppi. Kristján var
einn af 9 börnum þeirrá hjóna, —
er öll voru mannvænleg og er
margt merkra manna afkomendur
þeirra.
Kristján kvæntist 1879 Sigur-
laugu fæddri 8. febr. 1860, hún
var dóttir Sæmundar Jónssonar er
þá var bóndi í Felli í Fellshreppi,
og Bjargar Jónsdóttur prests frá
Undirfelli. Sigurlaug var stórbrot-
in merkiskona, stjórnsöm og góð
húsmóðir. — í>au byrjuðu búskap
með tengdaforeldrum Kristjáns í
Felli árið 1881, en fluttust síðan
að Syðstamói í Haganeshreppi
harða vorið 1882 og bjuggu þar til
ársins 1900 að þau fluttust að
Lambanesi, og þar hefur Kristján
verið síðan, og lengst af bóndi. —
Fimmtugur:
Garðar Vilhjálmsson
bóndi á Uppsölum
Einn af góðbændum Eyjafjarðar,
Garða'r'Vilhjálmsson á Uppsölum
í Öngulsstaðahreppi, varð fimmtug-
ur 29. júlí síðastliðinn. Kirkjubæk-
ur munu Jxó telja fæðingardag hans
nokkrum dögum síðar, en Garðar
treystir betur á rninni og rétthermi
foreldra sinna og hélt afmælisdag-
inn, hátíðlegan sauikviemt Jxví. Var
fjölmennt á heiníili Jxeirra hjóna og
afmæíisbarninu ísýnd margháttuð
vinsemd og virðing, og veizla var
hverjum búin, er að garði'bar.
Garðar bóndi á Uppsölum er
enginn héraðshöfðingi og liefur sig
lítt í frammi í opinberum umsvil-
um. Þó er hann bæði hygginn mað-
ur og hollráður og búirin mörgum
Jxeim kostum öðrum, er slíkir þurfa.
En metnaður hans er á öðrum svið-
um,, og liann er sá gæfumaður að
finna yndisstundir og lífsnautn í
óteljandi störlum, er mörgum bónd-
anum eru aðeins hvimleið skylda.
Hið spaugilega ler heldur ekki frarn
hjá Garðari, hvort sem Jxað eru orð
og tiltektir samferðamanna eða við-
brögð mállausra vina.
í kunningjahópi er hann lirókur
alls fagnaðar en undir niðri alvöru-
maður með sterka ábyrgðartilfinn-
ingu. Hann er vinsæll af sveitung-
um sínum og hinn ágætasíi ná-
granni, sem hvers manns vandræði
vill leysa. Garðar er gæddur góðum
gáfum. Andlegt jafnvægi og rnikið
Jxrek eru eftirsóttir förunautar og
hafa haldið tryggð við hann frá
Jxví fyrsta og gert hann heilsteyptan
og hamingjusaman. Megi sú ham-
ingja endast lionum lengi og megi
eyfir/k bændastétt eiga marga hon-
um líka. Þá verður kjarni liennar
ósvikinn. — E. D.
ára -<ö§.-,
Þau hjónin, Sigurlaug og Kristján,
eignuðust 12 börn, af þeim lifðu
10 til fullorðinsára, og eru þau:
1. Björg, sem giftist Helga
bónda á Grímsstöðum í Mývatns-
sveit, hún er dáin.
2. Kristín giftist Fáli Jónssyni,
bónda og sundkennara á Illuga-
stöðum, dáin.
3. Sæmundur, síðast bóndi á
Laugalandi í Haganeshreppi, —
hann fórst í fiskiróðri í ágúst 1915,
kvæntur Herdísi Jónasdóttur.
4. Jón, rafstöðvarstjóri í Siglu-
firði. Fyrri kona hans var Stefanía
Stefánsdóttir, en eftir lát hennar
kvæntist hann Önnu Sigmunds-
dóttur.
5. Arni, skipstjóri og sölumaður
h.f. Shell í Siglufirði. Hann er
kvæntur Guðbjörgu Kristinsdóttur
ljósmóður.
6. Björgvin, dó ókvæntur.
7. Gunnhildur, giftist Helga
Krsitinssyni trésmið í Siglufirði,
hún er dáin.
8. Jórunn, gift Sæmundi Helga-
syni póstmanni í Reykjavík.
9. Valgarður, bóndi og smiður
í Lambanesi, ókvæntur.
10. Gunnlaugur, bóndi í Lamba-
nesi, kvæntur Önnu Guðmunds-
dóttur.
Alls munu afkomendur þeirra
Sigurlaugar og Kristjáns nú vera
um 100 í 4 ættliði. Mörg þeirra
mjög listræn, hagleiksfólk til
handa, hneigð fyrir hljómlist og
söngvin.
Sigurlaug kona Kristjáns dó í
Lambanesi 2. apríl 1928.
Með búskapnum stundaði
Kristján sjósókn framan af bú-
skaparárum sínum. Hann var
kappsamur dugnaðarmaður að
hverju, sem hann gekk, erida bún-
aðist þeim hjónum vel, þrátt fyrir
mikla ómegð.
Búskaparsaga Kristjáns- verður
ekki rakin í þessu greinarkorni, en
hann var öll sín búskaparár í röð
fremstu bænda í sinni sveit.
Lambanes er í þjóðbraut og hefur
oft verið gestkvæmt þar. Gestrisni
Var líka mikil á heimili þeirra og
þótti þar öllum gott.að vera, bæði
voru hjónin alúðleg og ræðin við
gesti sína, og fróð vel um ýmsa
hluti. Börn þeirra öll bera það
með sér að heimilisbragur í for-
eldrahúsum hefur verið með ágæt-
um, og uppeldi barnanna í sam-
ræmi við það.
Þrátt fyrir hinn fádæma háa ald-
ur er Kristján vel hress, lxefur
fótaferð og fylgist vel með ýmsu
sem gerist, nær og fjær. Les mik-
ið, og man margt frá fyrri tíð, og er
ánægjulegt að ræða við hann,
enda hefur hann frá mörgu að
segja, sem yngri kynslóðin þekkir
ekki til. Síðan Kristján fyrst hóf
búskap til þessa dags, hefur orðið
gjörbylting á flestum sviðum
þjóðlífsins, flest til bóta hvað
áhrærir atvinnulífið og lífsþæg-
indi, en margs er að sakna af
gömlum siðvenjum og heimilis-
háttum.
Mannmargt mun verða á heim-
ili afmælisbarnsins á afmælisdag-
inn, því að auk hins mikla og
myndarlega afkomendahóps Krist-
jáns, á hann fjölda vina, eldri og
yngri, og þeir, sem ekki hafa tæki-
færi til að taka í hönd hans, munu
áreiðanlega hugsa hlýtt til hans á
þessum merku tímamótum, þakka
honum ánægjulegar samveru-
-stundir og vel unnið, langt og
merkilegt lífsstarf. Og allir óska
honum góðrar heilsu, friðsældar
og ánægju ævikvöldið á enda.
9. ágúst 1955.
Hermann Jónsson, '■
Yzta-Mói. j