Dagur - 17.08.1955, Síða 8

Dagur - 17.08.1955, Síða 8
Bagum Miðvikudaginn 17. ágúst 1955 Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Ríkissjóður sýknaður af kröfu bílstjóranna í Drífumátinu Brettingsstaðakirkja rifin og endurbyggð í Flatey Frétzt hafði að verið væri að rífa kirkjuna á Brettingsstiiðum á Flat- eyjardal. Af því tilefni sneri blaðið sér til hreppstjórans í Flatey, Jón- asar Jónassonar, og spurðist fyrir tim þetta. Sagðist honutii svo frá, að rétt væri hernu. En Brettingsstaöa- kirkja yrði endurreist úti í I'latey. Væri fyrirhugað að hefja smíði hennar á næsta vori, cða svo fljótt, sem auðið væri. Verður luin iiyggð upj> á austanverðri eynni á fögrum stað og víðsýnum. Fyrrtim var kirkj- an í Flatey öldum saman, cn var síðar flutt að Brettirigsstöðum, cr þar var fjölmennari sókn en í eynni. Nú hefur þetta snúizt við. Flatevj- ardalur er allur í eyði kominn, en fólki fækkar ekki í Flatcy. Eru þar nú búsettir um 90 manns. Viröist því eðlilegt að kirkjan verði aftur sett á sinn fyrri stað. Jónas tjáði blaðinu, að afli væri góður, og róa níu bátar til fiskjar með handfæri. Tíðin væri með slik- um ágætum í sumar, að önnur eins tíð væri ekki í manna minnum, og heilsufar gott. Eins og getið hefur verið í blöð- um sunnanlands, hefur Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna hér á landi að undanförnu haft sýningar á jiremur fræðslukvikmyndum, sem fjalla um friðsamlega notkun kjarn- orkunnar. Ffafa kvikmyndir þessar þótt hinar fróðlegustu og aðsóknin að sýningunum verið mjög góð. Nú hefur verið ákveðið að sýna Jóhann Konráðsson hafði söngskemmtanir á Austf jörðum Hinn vinsæli tenórsöngvari Jó- hann Konráðsson á Akureyri er nýkominn heim úr söngferð um Austfirði. Undirleikari var Askell Jónsson söngstjóri. Héldu þeir söngskemmtanir á Norðfirði, Seyð- isfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Var þeim hvarvetna ágætlega tek- ið. Varð söngvarinn að endurtaka mörg lög og syngja aukalög í öll- <um stöðunum. Jóhann Konráðsson er ágætur söngmaður og var því vel til fallið, að hann legði leið sína á þær slóðir, er lengi hafa verið útundan í þessu efni og ekki þótt nógu mannmargar fyrir hina „stóru" atvinnusöngvara. Söngvari og undirleikari eru mjög ánægðir yfir söngferðinni og hafa beðið blaðið að skila kærri kveðju austur og innilegu þakk- læti fyrir óvenjugóða fyrirgreiðslu. Héraðsmót Framsóknar manna í Skagafirði Sauðárkróki, 7. ágúst. Sunnudaginn 31. júlí var héraðs- hátíð Framsóknarmanna í Skaga- firði haldin í Varmahlíð. Ávörp og ræður fluttu þeir Steingrímur Stein- þórssori, landbúnaðarráðherra, pró- fessor Olafur Jóhannesson og Gísli Magnússon, form. Framsóknarfélags Skagfirðinga. Daníel Þórhallsson frá Siglufirði söng við undirleik Hauks Guðlaugs- sonar, og leikararnir Valur Gísla- son og Klemens Jónsson skemmtu með leikþáttum. Veður var mjög ákjósanlegt, sól- skin og blíða. Um kviildið var dans- að í stóru tjaldi. Samkoman var mjög fjölmenn og þótti takast ágætlega. Bændadagur Þingey- inga að Laugum Ilinn árlegi bændadagur verður haldinn að Laugum í Reykjadal á sunnudaginn kemur. Hefjast há- tíðahöldin með guðsþjónustu, og síðan verða ræður, einsöngur, kór- söngpr og að sjálfsögðu dansað. kvikmvndir þessar hér nyrðra, og verða þær sýndar í Nýja Bíó hér nú í kvöld kiukkan 7.30 e. h. Síðan fara myndirnar til Húsa- víkur, og fer þar fram sýning á þeim á fimmtudagskvöld, kl. 9 c. h. Þriðja og síðasta sýningin [er fram á Siglutirði á föstudagskviild, kl. 9 e. hád. Kvikmyndir þessar eru alls þrjár, og hugmyndin með þeim er að láta í té fræðslu um þróun þessara mála, einkum í Bandaríkjunum, og gefa almenningi í öðrum löndum kost á að kynna sér, hver þróunin liefur verið í notkun kjarnorkunnar í friðsamlcgum tilgangi. Jafnframt cr reynt að skyggnast fram í tímann, til þess að reyna að gera mönnum grein fyrir því, hvað unnt verður að gera mannkyninu til blessunar með því að beita kjarnorkunni til uppbyggingar og framfara, cn ekki eyðingar. Fyrsta kvikmyndin Iýsir eðli kjarnorkunnar, hvernig sjrrenging úraníumkjarnans fer fram, og á hvern hátt hin svonefnda keðju- vcrkun fer fram. Á annarri myndinni er skýrt frá notkun kjarnorkunnar og geisla- virkra cfna í sambandi við rann- sóknir, og hagnýta notkun á sviði landbúnaðar, iðnaðar og loks við framleiðslu raforku. Þriðja og síðasta kvikmyndin fjallar um notkun kjarnorku og geislavirkra efna á sviði læknisfræð- innar, og þá einkum við krabba- meinsransóknir og lækning krabba- meins. Þá er einnig sýnt, hvernig íæknir notar geisjavirk efni til þess að finna og nema lnirt æxli úr heila. Kvikmyndirnar eru allar með ís- lenzkum taltexta. Mikil sílarsöltun hefur verið á Húsavík í sumar Húsavik i gœr. Hér eins og annars staðar norð- austanlands heftir vcrið einmuna- góð tíð til landsins, en þó frekar stormasiim á miðum úti. Síldarstiltun er hér orðin með mesta móti, rúmar 13 þús. tunnur. Kaupfélag Þingeyinga er búið að frysta 500 tn. Iley hér cru orðin mikil og góð og verkun þeirr;t. Þó hefur sjrretta á Framengjum í Mývatnssveit al- gjörlega brugðizt, og er of miklum þurrkum kennt inn. Víða hér um sveitir gengu mis- lingar og inflúenza yfir í sláttar- byrjun og tafði það mikið fyrir fólki. Á mörgum bæjum voru að- cins einn cða tveir menn á fótum. Nýlcga er látinn í Miðhvammi í Aðaldal Kjartan Sigurjónsson bóndi þar. Hann var tæjdcga sextugur. Tvær jarðýtur vinna að vegagerð á Flateyj- ardalsheiði Tvær jarðýtur ásamt vinnuflokki eru búnar að vinna í vegagerð á Flateyjardalsheiði nær hálfan mán- uð. Ryðja þær veginn og gera ak- færan og cru komnar út fyrir Heið- arhús, eyðibýli nálægt miðri lieið- inni. Miðar verkinu vcl, og verður því hafdið áfram. Verið er að byggja upp gamla veginn frá Veisu að Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Togarafiskur frystur á Sauðárkróki Sauðárkróki. í fyrri viku landaði togarinn Norðlendingur hér á Sauðárkróki. Var hann með fullfermi af karfa af Grænlandsmiðum. Lagði togar- inn upp afla sinn hjá Hraðfrysti- stöðinni h.f. Er þar unnið í vakta- skiptum dag og nótt að nýtingu aflans, en úrgangur fluttur á bílum til Siglufjarðar. í sambandi við löndun togarans var tekin i notkun ný bílavog, sem Sauðárkróksbær hefur keypt og stað- sett rétt ofan við hafnargarðinn. Er bílavogin til mikils hagræðis bæði við löndun úr togurum og í mörg- um öðrum tilfellum. Kartöflumyglu vart norðanlands Kartöflumyglan, hinn skæði ó- vinur sunnlenzkra kartiifluræktar- manna, hefur lítið látið á sér bera hér á Norðurlandi c^g ekki valdið teljandi tjóni, sagði Ingólfur Dav- íðsson, jurtásjúkdómafræðingur, í gær við blaðið. Ingólfur og Kári Sigurbjiirnsson kartöflumatsmaður cru á leið til Austurlands til að kynna sér heil- brigði kartaflna hjá ræktunarmönn- urn víðs vegar um sveitir. Árið 1939 var mjiig hlýtt hér á Norðurlandi, eins og margir muna. Þá varð- kartiiflumyglunnar vart á nokkrum stöðum tiorðaulands. Slð- an hafa ekki kornið vcrulega hlý siimur fyrr en nú, og þá lætur kart- öflumyglan heldur ekki standa á sér. Hefttr hennar orðið vart á nokkrum stöðum, t. d. á Hólum í Hjaltadal og í Ólafsfirði. S.l. mánudag var kveðinn upp hér á Akureyri dómur í svo- nefndu Dr fumáli. Tildrög máls- ins eru þau, að liinn 1. júní 1954 tók lögreglan hér í bænum í s’na vörzlu áfengi úr vélbátnum Drífu hér í höfninni. Er báturinn eign nokkurra bil- stjóra í bænum, og höfðu þeir flutt áfengið, rúmlega 200 flöskur, 19.000 kr. virði, frá áfengisútsöl- unni í Siglufirði. Áfengið var í vörzlu lögreglunnar meðan rann- sókn fór fram, en siðan var því skilað aftur og var ekki höfðað mál gegn eigendum þess. Hins vegar höfðuðu 4 bifreiðar- stjórar mál á hendur dómsmála- ráðherra og fjármálaráðherra f. h. rikissjóðs fyrir hneisu, álitsspjöll og óþægindi að ósekju, vegna þess- ara aðgerða lögreglunnar. Voru það bifreiðarstjórarnir: Höskuld- ur Helgason, Vernharður Sigur- steinsson, Ásbjörn Magnússon og Félag jrresta í hinu forna Hóla- stifti hélt aðalfund sinn heima að Hölum dagana 13.—14. ágúst s. 1. Var fundurinn mjög vel sóttur eftir atvikum og hinn ánægjulegasti. Fundinn sátu 2/3 þeirra presta, sem þjónandi eru á félagssvæðinu, en það er hið forna Hólaslifti: Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og báðar Þingeyjarsýslurn- ar. Auk þeirra sátu fundinn boðnir leikmenn og nokkrar prestkonur. 850 ára afmæli Hólastóls. Fundurinn hófst um nónbil hinn 13. þ. m. með helgistund í dóm- kirkjunni, cr prestur staðarins, séra Björn Björnsson, annaðist. Að henni lokinni tók fundurinn til starfa í kennslustofu Bændaskól- ans. Meðal mála fundarins má nefna: 1 .Mál félagsins: Setningu laga. kosningu I stjórn o. fl. 2. Alta hundruð og fimmtiu ára minning um stofnun biskupsstóls á Hólum (1956). Fól funduririn stjórn félags- ins, ásamt svo kallaðri „Hólanefnd" að gangast fyrir og undirbúa há- tíðahöld I tilefni þessa merka af- ntælis á næsta ári. 3. Tvö hundruð ára afmceli dómkirkjunnar á Hólum Garðar Svanlaugsson. Setudómari i málinu var skipaður Ari Kristins- son sýslufulltrúi í Húsavík. Kvað hann upp dóminn á mánu- daginn. Dómsorð eru þau, að ríkissjóður er sýknaður af kröfu bílstjóranna, og er þeim gert að greiða 1600 kr. í málskostnað hverjum, en þóknun til talsmanna stefnanda greiðist úr ríkissjóði skv. lögum um gjafsókn í slíkum málum. 5300 kr. sektir fyrir ölsmygl Skipsmaður af danska skipinu Egaa, sem losaði vörur til Græn- lands fyrir skemmstu, var í rétti hér sektaður um 4500.00 kr. fyrir að selja borgara í bænum 14 fl. af öli, og kaupandinn hlaut 800 kr. sekt fyrir ölsmygl. 1963. — Engin ályktun var gjörð í málinu að þessu sinni, enda nokk- ur tími til stefnu. — 4. Fermingar- undirbúningurinn. Umræður, en engin fundarályktun gjörð. — Er- indi flultu á funclinum og í sam- (Framhald á 4. síðu). Akureyringur sigraði í ritgerðarkeppni NATO I vor efndi Atlantshafsbandalag- ið til ritgerðasamkeppni meðal þátttökuþjóðanna. Var keppnin í tveim flokkum: Unglingar, 19 ára og ungri, og ungir menn, 20—30 ára. Rætt skyldi um starfsemi bandalagsins og gildi. Úrslit eru nú kunn, og sigraði íslendingur í yngri flokknum. Hann er Heimir Hannesson, stúdent, sonur Hannes- ar J. Magnússonar skólastjóra hér í bæ. Hlýtur hann að verðlaunum ferð til Parísar og dvöl í aðalbæki- stöðvunum, væntanlega í október n. k. I eldri flokknum sigraði grísk- ur maður. Heimir Hannesson er sem stendur á ferðalagi í Banda- ríkjunum. Nýtt póst- og símahús í Húsavík Nýja póst- og símahúsið var tekið í notkun í sumar. Kvikmyndir um friðsamlega notkun kjarnorku sýndar ! á Norðurlandi Sýning hér í kvöld kl. 7.30 í Nýja-Bíó Norðlenzkir prestar ákveða há- tíðahöld á 850 ára afmæli Hóla Frá fundi presta hins forna Hólastifts í s.l. viku

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.