Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 1
DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 7. marz. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. febrúar 1956. 12. tbl. 35. héraðsþing Ungmennasamb. Eyjafjarðar var haldið í heima- vistarskólanum að Kúsabakka i Svarfaðardal laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. febrúar sl. Fcrmaður sambandsins, Valdi- mar Óskarsson, Ásgarði, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna til þings. Þingforsetar voru kjörnir Helgi Símonarson, Jón Stefánsson og 'Hjalti Karaldsson, og þingskrifar- ar þeir Sveinn Jóhannsson, Jó- hanr.es Kristjánsson og Halldór Jónsson. Þingið sóttu 38 fulltrúar frá 11 sambandsfélögum, en það telur samtals 18 ungmenna-, íþrótta- og bindindisfélög innan sinna vé- banda með 655 skattskylda félaga. Þá barst þinginu úrsögn frá U. M. F. Skiða í Skíðadal. Á þinginu kom fram ánægja yfir því hve vel hafi til tekizt með undirbúning og framkvæmd lands- mótsins, svo og þann árangur sem fengizt hefur út úr happdrætti sambandsins, þar sem allverulegur fjárhagslegur hagnaður hefur feng- izt af því. Ýmsar samþykktir voru gerðar á þinginu og kom fram eindreginn vilji þingfulltrúa fyrir því að sá aðstöðumunur, sem skapazt hefur með auknu fjármagni, yrði notað- ur til eflingar starfsemi sambands- félaganna og UMSE., og var í því, sambandi kjörna 5 manna milli- þinganefnd til að gera tillögur um framtíðarstarfið og skyldi hún leita samstarfs íþróttamála í land- inu um skipulagningu þessa. Þá voru gerðar samþykktir um mörg mót innan sambandsins á komandi sumri, svo og að ráða íþróttakennara til starfa hjá sam- bandsfélögunum. Samþykkt var að óska eftir sam- vinnu um gróðursetningarferð við Skógræktarfélag Eyf. eins og verið hefur undanfarin ár. Þá var og óskað eftir því að leitað yrði eftir því að fá leiðbeinanda við leik- starfsemi og tillögur gerðar i bind- indismálum. Á sunnudaginn hlýddu þingfull- trúar messugjörð í Tjarnarkirkju og prédikaði sóknarpresturinn, sr. Stefán V. Snævarr á Völlum. — Gengu þingfulltrúar fylktu liði frá skólahúsinu undir fána UMSE, íslenzka fánanum og hvítabláa fán- anum til kirkju. Var þetta mjög ánægjuleg stund. (Framhald á 8. síðuj. Sigurvegarar í síðari spilakeppninni með verðlaun sín. Konur hrepptu flest verðlaimin Lán úr Framkvæmda- • ' SjOOl Á síðasta bæjarstjórnarfundi, í fyrri viku, lágu fyrir erindi frá Ut- gerðarfelagi Akureýringa h.f. og Guðmundi Jörundssyni, útgerðar- manni, þar sem þessir aðilar ósk- uðu eftir meðmælum bæjarstjórn- arinnar með því, að þeir fengju lán úr Framkvæmdasjóði ríkisins, Ú. A. IV2 millj. kr. lán til hrað- frystihússbyggingarinnar, en Guðm. Jörundsson Vz millj. kr. lán til útgerðarstöðvar sinnar á Odd- eyrartanga. Bæjarstjórnin samþykkti að mæla með báðum þessum láns- beiðnum. Fjölsótfur fundur framsóknarféL Á sunnudaginn héldu Fram- sóknarfélögin í Eyjafirði og á Ak- sóknarflokksins, mætti á fundinum og flutti greinargott erindi um stjórnmálaviðhorfið. Að framsögu- erindi loknu, hófust umræður og tóku margir til máls. Fundurinn var ágætlega sóttur, bæði úr hér- aði og bænum. Fundur í Framsóknar- Akur ö eyr ar Ólafur Jóhannesson prófessor. ureyri fund í Landsbankahúsinu á Akureyri. Olafur Jóhannesson pró- fessor og skipulagsstjóri Fram- Almennur félagsfunclur í Frámsóknarfélaginu á Ak- ureyri verður haldinn að Hótel KEA fimmtudaginn 1. febrúar lcl. 8.30. Kosnii verða fullirúar á ílokksþing Framsóknarmanna, sem hefst í Reykjavík 8. marí; n. k. I>eir félagar, sem eiga liægt með að mæta á þing- inu, eru beðnir að láta vita um það á skrifstoíu félag- anna, síma 1443. Frú Helga Jónsdóttir. fllhveli á Akureyrar- polli Háhyrningar eru sjald- séðir hér um þetta leyti árs, en eru annars algengir á síldarmiðum fyrir Norður- landi á sumrum og illræmd- ir sunnanlands og hafa valdið milljónatjóni með skennndum á síldarnetum og veiði, svo sem alkunnugt er. En fyrir nokkriun dög- um varð vart við tvo hvali þessarar tegundar skammt úti á firðinum, og mun þar hafa verið skotið á annan þeirra með haglabvssu. Síðan komu háhyrning- arnir inn á Akureyrarpoll og svömluðu fram og aftur. Páll A. Pálsson hvalaskytta brá sér á flot en komst ekki í færi. Nú eru liðin rúm ár siðan Vigfús Guðmundsson gestgjafi tók að kenna Reykvíkingum framsókn- arvist. En þetta skemmtilega spil hafði hann lært í Englandi. Framsóknarvistin hefur síðan út- breiðzt um allt land og náð vin- sældum. Framsóknarfélagið á Ak- ®ureyri efndi til spilakvölda fyrri partinn í vetur. Var fyrsta fram- sóknarvistin spiluð fjórða nóvem- ber. Sú nýbreytni var við höfð, að auk þess að keppa um einhver smáverðlaun eins og txðkast hefur, var ákveðið að þeir, sem fengju hæstan slagafjölda samanlagt, eft- ir 4 spilakvöld, yr.nu til verð- mætra og dýrra hluta. Frú Helga Jónsdóttir stjórnaði spilunum og fórst það skörulega. Þó skyldi ekki í þvi sambandi gleyma Þorleifi Þorleifssyni, sem jafnan var til aðstoðar og hvar- vetna nálægur, þar sem greiða þurfti úr vandamálum. Komust menn brátt á lagið með að komast af með lítið pláss, þvi að á hverju kveldi var troðfullt. Hinir rúm- góðu salir Hótel KEA voru þétt- skipaðir, svo sem sjá má á því að 250 manns spiluðu i einu. Svo var dansað á eftir í 2 klukkutíma öll kvöldin, með að- stoð hljómsveitar. Voru þessi spilakvöld svo vinsæl, að í eitt skipti þurfti að vísa á þriðja gengu betur, þar eð fólk var orðið æfðara en fyrst og dansinn var fjörugri. En honum stjórnaði Guð- mundur Blöndal. Venjulega var byrjað að spila kl. 9 og lokið kl. 11. Spiluð voru 24 spil, og sést á því hve vel og árekstralaust hefur gengið. Að þessu sinni voru 5 verðlaun veitt. Allt eigulegir og vandaðir munir. Fyrstu verðlaun, útvarps- tæki, hlaut Ragnheiður Karlsdótt- ir, önnur verðlaun, ry-ksugu, hlaut Steingerður Páimadóttir, þriðju verðlaun, föt, saumuð eftir máli, hlaut Einar Gunnarsson, fjórðu verðlaun, flugfar Reykjavík Akur- eyri, hlaut Guðbjörg Jóhannesdótt- ir og fimmtu verðlaun, 12 manna kaffistell, hlut Ingibjörg Jóhanns- dóttir. Verður ekki annað sagt, en að konurnar hafi farið með sigur af hólmi í þessum spilakeppnum. Bannað er að skjóta úr byssn á Akureyrarpolli og i hundrað manns frá hefði Pál). því líklega þurft að stugga illhvelunum út fyrir íriðunartakmörkin, áður en hann hleypti af! tefldi samtímaskák við 10 beztu skákmenn bæjarins í fyrrakvöld. Mátaöi hanri 7 en gerð i3 jafnteíli. I gærkveldi tefidi hann við nem- endur Menntaskólans og var ætl- unin að tefla á 30—40 borðum. — Um úrslit þar var ekki kunnugt er blaðið fór i pressuna. Skákmeist- arinn ætlaði heimleiðis í dag. Að fjórum kvöldum liðnum, fór fram verðlaunaafhending. Fyrstu verðlaun, þvottavél, hlaut Anna Tryggvádóttir, önnur verðlaun, hrærivél, hlaut Soffía Guðmunds- dóttir og Dóróthea Finnbogadóft- ir hlaut Hekluúlpu í þriðju verð- laun. Lauk þannig spilakvöldum Framsóknarfélagsins fyrir jói, eða nánar tiltekio 16. desember. Onnur umferð, með sama sniði, hófst svo 15. janúar og er nýlokið. Aðsókn var engu minni, svo að margir urðu frá að hveifa. Sá einn var munurinn að spilin Togararnir Kaldbakur landaði á Akureyri 117% tonni af saltfiski og 19 tn. af nýjum fiski þann 24. þ. m. — Harðbakur landaði 20. þ. m. 117 tonnum af saltfiski og 15 af nýj- um fiski. — Sléttbakur kom á mánudag með 141 tonn af saltfiski og Svalbakur landaði í gær. Oll hafa skipin landað einhverju magni af nýjum fiski á höfnum vestan- og sunnanlands. Eldur í íbúðarhúsi Á mánudagsnóttina kviknaði í húsi Hjartar Gislasonar, Þórunnar- stræti 122 á Akureyri. Eldsupptök voru i tróði upp undir þaki á íbúð- arhæð. Slökkviliöið kom á vett- vang cg slökkti þegar eldinn. Urðu litlar skemmdir af eldinum, en nokkrar af vatni. Gat var rofið á þak hússins, til að fjarlægja ein- angrun, sem kviknaði hafði í og lccmast örugglega fyrir eldinn. Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. Sími 1166.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.