Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 29. febr. 1956 Bagur Eitf og anna§ írá Bónaðarþingi Siðustu daga hafa nokkur mál verið afgreidd frá þinginu, eru þessi helzt: 1. Búnaðarþing ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa 5 manna nefnd, samkvæmt tillögum undir- búningsnefndar um bygginga- rannsóknir, er landbúnaðarráðu- neytið skipaði á síðasta sumri, og veita Teiknistofu landbúnaðarins nauðsynlegt fjármagn til starf- seminnar. 2. Um lánastarfsemi landbúnað- arins. Ræktunarsjóður og Bygg- ingasjóður hafa undanfarið full- nægt eítirspurn og var því aö þessu sinni lögð áherzla á eflingu veðdeildar Búnaðarbankans, enda er starfssvið veðdeildarinnar svo víðtækt, að úr henni má lána gegn fasteignaveði til jarðakaupa, vélakaupa, bústofnskaupa o. fl. Var skorað á ríkisstjórn og Al- þingi að veita veðdeildinni fram- lag eða hagkvæmt lán, að upphæð kr. 8 miilj. á ári í næstu 10 ár. — Ennfremur að sjá um að framlag úr Mótvirðissjóði og annars staðar frá, til Byggingarstjóðs og Rækt- unarsjóðs, kæmi það snemma á ári hverju til Búnaðarbankans, að bændur geti fengið lán úr þeim sjóðum út á framkvæmdir hvers árs, fyrir áramót. 3. Um fasteignamat. Búnaðar- þing telur að ráðgerð hækkun á verði fasteigna í sveitum sé of mikil saman borið við hækkun á verði fasteigna í Reykjavík og öðrum kaupstöðum við Faxaflóa, og skoraði þvi á Landsnefnd fasteignamatsins að lækka prósenthækkunina í sveit- um, þar sem hækkunin í Reykja- vík er lögbundin hámarki 400%. Þá var skorið á Landsnefndina að lækka verð framræsluskurða enn meir. (Nefndin hefur þegar lækkað verð þeirra úr kr. 0.50 í kr. 0.25 m:!). Taki íillit til breyt- ingartillagna skattanefnda, sem miða að samræmingu innan hvers sveitarfélags og að loknum leið- réttingum verði matið sent á nýj- an leik heim í sveitirnar til athug- unar. 4. Búnaðarþing ályktar að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 94 5. júní 1947 um Framleiðsluráð landbún- aðarins, verðskráningu, verðmiðl- un og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. (Þ. e. verzlun með garðávexti.) 5. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að hlutast til um að ráðnir verði eriendir landbúnaðarverkamenn í vor og sumar til að fullnægja þörfum bænda. 6. Búnaðarsamband Austurlands vill að komið verði upp sauðfjár- kynbótabúi í Austfirðingrfjórð- ungi. Mælti Búnaðarþing með að B.s. Austuriands verði veitt aðstoð til þess samkv. 17. gr. laga um bú- fjárrækt. 26. febrúar 1956. Þær fregnir berist frá Aberdeen í Skotlandi, að uppi séu ráðagerðir miklar um útflutning á ánamöðk- um. Svo er mál með vexti, að í Skotlandi er ánamaðkakyn eitt af- bragðsgott, má segja, að það sé holdakyn af beztu tegund, en í Vesturheimi eru maðkarnir smærri og heldur óyndislegir, svo að þeir fá stundum að vera ó- snertir á önglinum daglangt. I Bandaríkjunum eru taldir vera um 5 millj. stangveiðimanna, og þótt ekki veiði þeir allir á maðk, þá þurfa þeir þó nokkuð til sín. Hefur komið bænakvak að vestan til verzlunarráðs Aberdeenborgar, og hafa tveir skozkir maðkatínslu- menn tekið að sér málið og sent nokkra maðka vestur til reynslu. Hafa þeir hug á því að selja árlega 10 millj. maðka, en þegar hefur verið beðið um 2 milljónir. Búast þeir við að hafa um 100 manns við starf á hverri nóttu, þegar veiði- legt er, og á hver maður að geta tint upp undir 1000 á nóttu, þegar bezt gengur og fá hálft annað sterlingspund fyrir erfiðið. Almælt er, að maðkar þeir, sem tindir eru hér i Lystgarðinum og á öðrum góðum stöðum, séu af skozku kyni, og hafi brezkir veiði- menn sleppt þeim hér í fyrstu. Námskeið á Árskógs- strönc! Árskógsströnd 25. febr. Unglingaskóla lauk á Arskógs- strörfH um helgina var. Kennt var í Arskógsskóla og voru nemendur 14. Handavinnunámskeiði lauk þar í gær. Kennari var Ingólfur Bene- diktsson frá Grenivik og Þórey Jónsdóttir. Nemendur voru 22 og allir úr eldri deild barnaskólans. Kvenfélagið í Hrisey sýnir sjón- leikinn Tengdamömmu, eftir Kristinu Sigfúsdóttur i Arskógi í kvöld. Hefur leikurinn verið sýnd- ur tvisvar i Hrisey og aðsókn ver- ið ágæt i bæði skiptin. Byrjað er að afla rauðmaga. Niels frá Hauganesi fór sinn fyrsta róður í fyrrinótt. Samkvæmt laus- legum fregnum, mun afli hafa ver- ið sæmilegur, en langt sóttur. Ekki hefur frétzt hér um þúsund maðka veiði á einni nóttu, en hundruðum saman hafa þeir verið togaðir upp úr holum sínum á til- tölulega skömmum tima. Hér eru þúsund maðkar 500 kr. virði, svo að þessi atvinnu er miklu arðbær- ari hér en í. Skotlandi. - Héraðsþing UMSE (Framhald af 1. síðu). A þinginu færði Jón Stefánsson á Dalvík UMSE að gjöf forkunnar fagurt taflborð, sem vera skal keppnisgripur í skákkeppnum inn- an sambandsins. Fyrrverandi stjórn lét öll af störfum og skipa nú stjórn: Jóhann Helgason, form. Hreinn Ketilsson, ritari. Hjalti Finnsson, gjaldkeri. Árni Magnússon, meðstjórn. Sveinbjörn Halldórsson, meðstj. Varastjórn: Jón Hjálmarsson, form. Ottar Karlsson og Þóroddur Jó- hannsson. Að þingstörfum loknum bauð UMF Þorst. Svörfuður þingfull- trúum til kaffisamsætis og síðan á samkomu að Grund. en þar sýndi Edvard Sigurgeirsson kvikmynd- ina frá landsmótinu á Akureyri síðastliðið sumar. Fjölmennur fundur F ramsóknarmanna Blönduósi 27. fehrúar. Á fimmtudaginn var héldu Framsóknarmenn fund á Blöndu- ósi. Var hann fjölsóttur og um- ræður miklar. Guttormur Sigur- björnsson mætti á fundinum og hafði framsögu um stjórnmálavið- horfið. Stóð fundurinn til miðnættis. 1 fundarlok voru kosnir fulltrúar á flokksþingið, sem hefst í Reykja- vik 8. marz. Nýlega hafa fundizt 5 kindur, sem ekki komu af fjalli i haust. Tvílembd ær frá Ásum i Svína- vatnshreppi kom sjálf heim og tvö lömb frá Grímstungu í Ása- hreppi. Fundust þau fram á afrétt. Voru þau vel á sig komin, en ærin var farin að leggja af, sem von var, þar sem tveir dilkar gengu undir henni. Þar sem landgott er, hafa sumir látið féð liggja úti, nú að undan- förnu. Sums staðar sést nýgræð- ingur skjóta upp kollinum og víðir er að lifna. Safnað til hljóðfæra- kaupa Saurbæ 26. fehrúar. í gærkvöldi var dansleikur að Sól garði, er til var stofnað af nokkr- um konum, sem tókust á hendur að útvega hljóðfæri í hið nýja fé- lagsheimili, og er þetta í annað skipti, sem haldin er samkoma til að afla fjár i því skyni. Hljóðfær- ið er væntanlegt í næsta mánuði og hafði verið safnað til þess 11 þús. kr. áður en þessi samkoma var haldin, og mun drjúgum hafa bætzt við þann sjóð á þessari sam- komu, en hljóðfærið mun kosta um 20 þús. kr., og væri vel þegið ef einhverjir hefðu áhuga á að leggja þessu máli lið. Eigendui fé- lagsheimilisins hafa lofað tillagi til kaupa á hljóðfærinu, og er máli þessu vel á veg komið og þar með horfur á að möguleikar verði til tónlistarstarfsemi í félagsheimil- inu framvegis. Veðurblíða er nú mikil á hv.erj- um degi, alautt á láglendi og má víða sjá nýgræðing í dældum og lautum, enda er þar klakalaus jörð. Nota menn nú tímann til að flytja mykju á tún og stinga út úr fjárhúsum. Sumir hafa tekið til við byggingar, þar sem frá var horfið í haust. 22. febrúar var í Sólgarði spiluð í annað sinn framsóknarvist. — Mættu um 130 manns og spilað var á 30 borðum af miklu fjöri. — Þorleifur Þorleifsson frá Akureyri stjórnaði. — Að vistinni lokinni voru verðlaun veitt, kaffi drukkið og dansað. — Nokkrir spiluðu bridge, enda hefur það mikið ver- ið spilað hér í vetur. Framsóknarvístiii í sýslunni Á laugardagskvöidið var fyrsta umferð spiluð að Melum í Hörg- árdal. Var aðsókn góð og tók um 100 manns þátt í spilunum. — Stjórnandi var Einar Sigfússon í Staðartungu. Á eftir var dansað fram undir morgun. Tvær umferðir eru búnar á Svalbarðseyri. Þar spila rúmlega 70 manns. Stjórnandi er Valdimar Kristjánsson, oddviti Að vistinni lokinni hefur verið dansað fram eftir nóttu. í Hrísey var spilað á sunnudag- inn við allgóða aðsókn. Stjórnandi var Sig. Brynjólfssom. Engin löndun á þessu ári Ólafsfirði 28. febrúar. Tíðin er einmunagóð og snjólít- ið í byggð. Beitarjörð er góð. í nótt gránaði i fjöll. Þrir til fjórir trillubátar hafa róið af og til en aflað fremur lítið, mest 3 þúsund pund. Enginn togari hefur landað hér á þessu ári, en von um að Norð- lendingur komi bráðlega með fisk. Atvinna er lítil. Samtímaskákir í Húsavík Húsavík 28. febrúar. Samtímaskák fór fram á föstu- daginn. Friðrik Olafsson skák- meistari tefldi á 57 borðum. Vann hann 50 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði 3. Þeir, sem skákirnar unnu voru: Njáll Friðbjarnarson, Sandi, Albert Jóhannesson, verk- stjóri, Húsavík, og Sigurður Hall- marsson, kennari, Húsavík. Taflið fór fram í samkomuhúsinu og var þar fjölmenni saman komið og ánægjulegt að vera. Á laugardaginn tefldi Friðrik við drengi á 40 borðum. Vann hann allar skákirnar, nema eina er varð jafntefli. Var það Jón Árnason, 8 ára piltur, er náði þess- um árangri. Veiðir silung í heiða- vatni Fosshóll 28. febrúar. Sigurður á Fosshóli skrapp í veiðiferð suður á heiði fyrir helg- ina. Færi var gott fyrir jeppa og tók ferðin aðeins klukkustund suð- ur að Kálfborgarárvatni, og er þó 25 km. vegalengd. Veiðin var ekki mikil, en þó veiddust 17 silungar. Fljótsheiðin er auðfarin utan vegar, svo sem sjá má af því, að Bárðdælingar fóru þvert yfir heiðina, nokkuð framarlega, er þeir brugðu sér til Mývatnssveitar á dögunum, til að sjá sjónleikinn Upp við fossa, sem leikinn var að Skjólbrekku. Ungmennafélagið Gaman og al- vara í Kinn lék á konudaginn sjónleikinn Hver er faðirinn, og þótti vel til fundið. I haust var óvenjulega vænni kind slátrað að Svartárkoti í Bárð- ardal. Var það geld ær, eign Harð- ar Tryggvasonar bónda þar. Vigtaði kroppurinn 94 pund, mörinn 23 pund og gæran 20 pund. Kjötið var reykt, .og er talið að þessi ær hafi „lagt sig“ á 1500 krónur, eða þvi sem næst. Rætt um skjólbelti Á síðasta bændaklúbbsfundi, sem haldinn var að Hótel KEA á rnánudaginn, var rætt um ræktun skjólbelta. Framsögu höfðu, Gunn- ar Kristjánsson á Dagverðareyri og Ármann Dalmannsson, Akur- eyri. Ræður fluttu, auk frummæl- enda: Olafur Jónsson, Jónas Krist- jánsson, Guðmundur Sigurgeirs- son, Kristinn Sigmundsson, Björn Jóhannsson og Stefán Stefánsson. Ur þriðja þætti Eún»ngarnir, sem voru fornir og skrautlegir, settu sérstakan svip á Menntaskólaleikinn. — G. H. Ánamaðkar verðmæt útflutnings\ ara!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.