Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 29.02.1956, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 29. febr. 1956 nNSNNW DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Svo mæla börn sem vilja Tvö Reykjavíkurblaðanna, sem út komu um síð- ustu helgi, flytja lesendum sínum þær fréttir, að Framsóknarflokkurinn sé nú klofinn og að hin mesta upplausn ríki í flokknum. Ekki verður ann- að séð en bæði þessi blöð fagni af hjarta, enda eru fyrirsagnirnar stórar og greinarnar prýddar sterk- um lýsingarorðum. Mánudagsblaðið, eitt af ann- exíum Sjálfstæðisflokksins, segir að „vinstri dellan“ í sumum flokksforingjum Framsóknarflokksins sé að ríða flokknum að fullu. Á hinn bóginn kemur Frjáls þjóð með þá fullyrðingu, að þjónkun Fram- sóknarflokksins við íhaldið sé orðin svo alger, að fylgið hrynji af flokknum, og þá væntanlega til Þjóðvarnar. Það er gott að eiga samúð góðra manna þegar á móti blæs, og umhyggja þessara spekinga fyrir hag flokksins ætti ekki að vera honum ónýt. Það ætti því að verða skriffinnum þessum nokkur huggun, þegar það skal nú upplýst, að ótti þeirra er alveg ástæðulaus og fregnirnar um klofningu flokks- ins úr lausu lofti gripnar og sprottnar af óskhyggju einni saman. Það mun almennt vitað, að Framsókn- arflokkúrinn vinnur nú að því að finna grundvöll fyrir nánari samvinnu vinstri flokkanna, og skapa á þann hátt trausta fylkingu gegn einræðisbrölti Sjálfstæðisflokksins og Kommúnista. Ekki er und- arlegt, að Þjóðvarnarmenn séu hræddir við þá ein- ingu, sem með því myndi skapast, og ef þeir af þröngsýni stæðu utan við hana, myndi stoðunum algjörlega kippt undan tilverumöguleika flokksins sem þingflokks. Það litla fylgi, sem Þjóðvarnar- menn fengu við síðustu kosningar, myndi aftur skila sér til vinstri flokkanna sameinaðra, en ekki vinna gegn sínum eigin hagsmunum með því að viðhalda fylgi þess flokks, sem ekki hefir annað hlutverk en sundra og spilla fyrir eðlilegri samvinnu umbóta- aflanna í landinu. Rétt er, að illa væri nú komið fyrir Framsóknar- flokknum ef það væri rétt, að áhrifamenn hans greindi á um, hvort stefna skyldi til hægri eða vinstri. Það myndi að sjálfsögðu geta orðið flokkn- um þungt í skauti, og einungis til styrktar þeim mönnum, sem byggja allt sitt á sundrung og úlfúð annarra. En sem betur fer er svo ekki. Áhrifamenn flokksins, og þá ekki sízt þeir, sem lent hafa í því að starfa með íhaldinu í ríkisstjórn, sjá nú að við svo búið má ekki standa. Þeir sjá, að nú eru ræt- ast spár þeirra manna innan Framsóknarflokksins, sem hafa haldið því fram, að langvarandi sam- vinna við Sjálfstæðisflokkinn hlyti að taka enda. — Ánægjulegt er það, að flokkurinn all- ur, bæði forustumenn hans og allur þorri kjósenda um allt land, skuli vera einhuga og samstilltir í skoðunum og ekki greina á um hvaða leiðir skuli farnar. Dýrkeypt reynsla síðustu ára hefur fært okkur heim sanninn um, að hversu mikill og ein- lægur vilji sem fyrir því er, að reyna að ná hinu bezta út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hefir það alltaf endað á einn veg. Enda má segja að það sé ekki óeðlilegt, þar sem flokkunum ber svo mikið á milli og sjáanlegt er, að hagsmunir skjólstæðinga þeirra geta ekki farið saman. Oðrum er stjórnað af einstrengingslegum sérhagsmunamönnum, sem allt kapp leggja á að vernda og viðhalda gróðaaðstöðu sinni, en hinn er yfirlýstur samvinnuflokkur, sem afnema vill og skila fólkinu aftur öllum milliliða- gróða þeirra Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokknum er auðvitað vorkunn, þó að hann berjist af öll- um mætti gegn væntanlegri sam- vinnu Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins. Hans höfuð mark- mið hefir alltaf verið að sundra andstæðingum sínum í sem flesta flokka, en sjálfur hefir hann haft þann sérkennilega eiginleika að geta skriðið saman, hvað sem á hefir bjátað innan flokksins. Og þeim mun meiri vorkunn er flokknum nú, þar sem flestum þykir sýnt, að hann muni nú brátt glata þessum einstæða eiginleika, enda munu margir hinna yngri uppalninga í flokknum hafa auga- stað á formennskunni þegar sá gamli hættir. Og ef verulega hitn- ar í glæðunum, verður ekki séð fyrir endann á þeirri deilu. Það má því segja að sá flokkur sé ekki til stórræðanna, er hangir saman á þverrandi raddstyrk og diplómatíi foringjans einu saman. Þegar svo er komið, er flokknum óhætt að fara að athuga sinn gang, og mætti gjarnan í því efni líta til þeirra at- burða, sem nú eru að gerast austan tjalds. Þeir sýna glögglega hversu fallvölt foringja- og manndýrkunin er, en í þessu efni sem svo mörgu öðru, eru öfgaflokkarnir afar líkir. 33 keppendur á Skíðamóti Ak. Skjöldur Tóniasson varð Ak.meistari í svigi Áhorfendur voru þrír Mótið hófst sl. sunnudag við Ásgarð. Veður var ekki gott til keppni, því að dimm þoka var á, og háði hún keppendum. Iþrótta- félagið Þór sá um mótið og fórst það vel úr hendi. Mótstjóri var Hreinn Oskarsson. Brautirnar lagði hinn góðkunni skíðamaður Akureyringa Magnús Brynjólfsson og gerði það af alkunnri snilld. — Áhorfendur voru þrír. Úrslit í sviginu urðu sem hér segir: A-flokkur. Akureyrarm. Skjöldur Tómas- son, KA, 91,5 sek. — Skjöldur rann vel og örugglega og virðist vera í nokkuð góðri æfingu. — Haukur Jakobsson rann ágætlega þó að hann hafi lítið æft í vet- ur. Hann varð annar i keppninni. Hjálmar Stefánsson keppti nú fyr- ir KA, og er það mikill styrkur fyrir Akureyringa að fá svo góðan skíðamann í sinn hóp. Hjálmar náði beztum brautartima, 39,6 sek., en hann datt tvisvar í fyrri ferð. Hann varð þriðji. Valgarður Sigurðsson, Þór, var fjórði, og hef- ur honum tekizt betur upp fyrr í vetur. 5. varð Birgir Sigurðsson, Þór, er hann furðu góður. Hefur ekkert æft í mörg ár, en er nú með aftur. Og ættu fleiri skíða- menn, sem nú eru hættir, að taka hann sér til fyrirmyndar. Sigtr. Sigtryggsson, KA, gat ekki tekið þátt i mótinu, hann sneri sig illa á æfingu í síðustu viku. Brflokkur. 1. Bragi Hjartarson, Þór, 90,0 sek. Bragi er efnilegur skíðamaður og má mikils af honum vænta í framtiðinni. Kristinn Steinsson, Þór, náði beztum brautartíma, 43,4 sek., og er hann góður og traustur skiðamaður. Páll Stefánsson, Þór, varð annar, og er hann búinn að ná sér að fullu eftir fótbrotið. C-fíokkur. 1. Otto Tulinius, KA, 64,5 sek. Otto er mjög efnilegur og hefur borið af öðrum keppendum í sín- um flokki í vetur. Drengir, 13—15 ára. 1. Stefán Jónasson, KA, 39,0 sek. Stefán er glæsilegt efni og hefur unnið allar keppnir hér í vetur, í sínum flokki. Drengir, 10-—13 ára. 1. Þórarinn Jónsson, KA, 51,0 sek. 4 keppendur voru í þessum flokki og ættu fleiri drengir að vera með næst. Stúlkur. 1. Klara Árnadóttir, KA, 50,2 sek. — Klara var eini keppandinn af hálfu kvenfólksins í mótinu. — Vonandi koma fleiri stúlkur á næsta mót. Færi var slæmt, svell á köflum og vöruðu keppendur sig ekki allir á því. Allir keppendur í A- og B- flokki duttu í neðsta hliði brautar- innar, en svell var í því og runnu sumir alveg í markið, en urðu svo að ganga til baka, upp í hliðið. í hádegisútvarpinu í gær urðu þau mistök í fréttaþjónustunni, að sagt var að vegurinn upp eftir hefði verið fær í fyrsta skipti í vetur sl. sunnudag. En það er ekki rétt, því að hann hefur verið fær síðan í janúar. Knattspyrnukappleikur á Akureyri á góunni- Sá einstæði atburður gerðist hér á Akureyri sl. sunnudag að háður var knattspyrnukappleikur utanhúss. — Hér kom á laugardag brezkt herskip og bauð Akureyr- ingum í knattspyrnukappleik á sunnudag kl. 2. Leikurinn fór svo fram og sigr- uðu Bretarnir með 2 mörkum gegn 1. — En okkar menn vantaði marga af sínum beztu mönnum, þar á meðal markvörðinn, Einar Helgason. — Að vísu var völlurinn ekkert annað en svellalög og poll- ar, en það var samt gaman að leiknum. Bretarnir virtust vera í góðri þjálfun, og léku prýðilega vel, þegar því varð við komið. ORÐADÁLKUR Skakkar áherzlur í kveðskap. Eitdivcit ákveðnasta einkenni hverrar þjóðtungu er á- herzla orðanna. Hún getur skipt svo miklu máli, að talað mál skiljist ekki, ef það er flutt frarn af viðvaningi, sem ekki vcit gjörla um áherzlur í tungu þeirri, er hann reynir að tala. — Islenzka kvað vera mörgúm tungum auðveldari um áherzlureglur, og er jtað sprottið af því, að áherzla cr þar jafnan á fyrsta atkvæði orðs, hvort sem orðið er lengra eða skemmra. En í löngttm orðum gilda ákveðnar áherzlu- reglur, sem ekki verða skýrðar í þcssu stulla máli. 1 bundnu máli, [rar sem öll skipun orða verður að vcra hnitmiðuð eftir hætti þeim, sem kvcðið cr undir, er sérslök nauðsyn á að fara rctt tncð allar áherzlur málsins. En á þcirri meðfcrð hafa á öllum bókmcnntatímum okkar jtjóð- ar orðið margir misbrestir, og ntun Jrað einkum koma til að hinu crfiða stafarími og hcndingarími, scm cr sérkenni og aðalsmerki íslenzkrar ljóðagerðar. Margir eru nú sent fyrri of lítið kunnugir ljóðreglutn, bæði um rím og kveðandi. Verður hér gerð tilraun til að hjálpa ofurlítið til skilnings á íslcnzkum ljóðreglum að þvi er áhcrzlur snertir: í sérliverri íslenzkri ljóðlínu er ákveðin tala bragliða, — oftast 2—5 bragliðir eftir því scm bragarhátturinn kreftir. Bragliðir cru þrenns konar í íslenzkum ljóðum: 1. einliður (stýfður liður), myndaðtir úr einni samstöfu. 2. tvíliður (trokkæus), myndaðtir úr tveimur samstöfum. 3. þríliður (daktylus), myndaður úr þremur samstöfum. Allir hættir, sem ort er með á íslenzka tungu, eru annað- hvort tvíliðahættir eða þriliðaliættir eftir þvi, hvor liður- inn ræður meiru i ljóðlínunum. En oft er jjrílið skotið inn í línu í tviliðahætti og einnig tvílið inn í línu með þríliðahætti, og er jrað hvorugl talið lil lnaglýta. Eins og áður er drepið á, verður oft misbrcstur á réttum áherzlum í íslenzkum ljóðlínum. Þetla er varla tiltökumál, þcgar höfundarnir eru ófróðir um íslcnzkar bragreglur. En hitt er mcira tiltökumál, Jjegar lærð skáld, sem ættu að hafa lesið vel um íslenzkt ljóðform, yrkja með röngum áherzlum. Hér skal nú bent á mistök um áherzlur hjá nokkrum íslenzkum skáldum á 19. öld. Verður ekki leitað á garðinn, þar sem liann er lægstur, heldur tekin nokkur dæmi frá níu viðurkenndum þjóðskáldum. Þessi dæmi eru tekin af handahófi úr prentuðum ljóðum þeirra og sýnt mcð letur- breylingum, hvernig Jjessi skáld hafa á stundum skapað bragliði sína — og selt áherzlulausar saitisCöfur i áherzlu- sæti — eða þá öfugt: Bjami Thorarensen: Vísur um Fljótshlíð: á | sumri | fríð hús- | freyja ö; Og þessi lína önnur í sama erindi: lifs og | dauð á- J gæt í kvæðinu Sveinn l’álsson: hvar | liggur Sveinn | Pálsson. Hér eru 3 bragliðir. Miðliðurinn cr-þríliður, og'er f honum röng áherzla. Fyrsti liðurinn et áhé'rzlúlaus forlið- ur, og á svo að vera. Hjálmar í Bólu: Vertfðarlok: Vertíð er á enda cftir | full þrjá- | tíu Epitapium pastoris: Góðverk- | a varð | sjónin | sjúk Getnaðarhreppurinn: Getnað- | ar hvar | gefst mér | hreppur. Hér eru 4 bragliðir í síðustu línunni, og er röng áherzla í 2. bragliðnum. Jónas Hallgrímsson: Jónas orti skopvísu (stælingu) um rímnakveðskapinn. Eitt einkennið í vísunni er auðvitað röng álierzla, og er Jrað gert mcð ráðnum hug: Vona ég dúna dreka lín á Dáins flcyi náms um liaf við gull- | húna | hengi | sín hýru- | þvegið | náðar- | traf. En snillingurinn sjálfur er ekki saklaus af áherzluvill- um, eins og nú skal sýnt: bergkast- | ali | frjálsri þjóð vegar- | slynga titt- | linga. i | felling | á blá- | svclli. og | hryggð á þjóð- | brautum. Þó er Jónas árciðanlega varkár gegn áhcrzluvillum. Jón Thoroddsen: Guðhrædd- | ur og | vis. að | gleym Guð | lofa. gil | úr há- | hlíð. bekkur blá- | tær. Grímur á Bcssastöðum. Það er kunnugt, að þetta stór- brotna skáld er mcslur hrosshaus allra íslenzka skálda, bæði gegn réttum áherzlum og réttum stuðlunum. En á stuðl- anirnar verður hér ekki minnzt. Aherzlurnar eru til dæmis þannig: Vandað- | ur og | traustur | reiði En | Gilsfjarð- | ar úr | botni bólar frumburð- | ar var | offrið | þegið Grímseyj- | ar hinn | fyrri | prestur. Miðaldr- | a var | manna | val Sigfað- | ir mcð | reiddan | geir. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.