Dagur - 07.11.1956, Side 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 7. nóvember 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Galddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Níðingsverk stórþjóðamia
SÍÐUSTU VIKURNAR hafa stórviðburðir ver-
ið eð gerast úti í heimi. Við þá hefur hugurinn
verið bundinn öðru fremur að undanförnu. Fyrst
í Póllandi og síðan í Ungverjalandi. Svo virtist um
skeið sem frelsisbarátta fólksins í þessum undir-
okuðu löndtim ætlaði að bera fullan árangur. Þá
gerðust ill tíðindi fyrir botni Miðjarðarhafs, er
Bretar og Frakkar hófu vopnaða árás á Egypta-
land, undir því yfirvarpi, að þeir væru að fram-
kvæma þar nauðsynlegar lögregluaðgerðir. Og
þrátt fyrir áskoranir yfirgnæfandi meirihluta
hinna Sameinuðu þjóða, um að hætta þegar í stað
vopnaburði, héldu þessar gömlu lýðræðisþjóðir
ofbeldisverkum sínum áfram, og virtu þannig að
vettugi þau samtök, sem allur heimurinn hefur
byggt á traust sitt um friðsamlega lausn deilu-
mála. Fyrir þessar ofbeldisaðgerðir hafa Bretar
og Frakkar skapað sér verðskuldaða fyrirlitningu
um allan heim.
Svo virðist nú, sem þessum viðsjám fyrir botni
Miðjarðarhafs muni ljúka með því að Sameinuðu
þjóðirnar taki að sér gæzlu á þessum stöðum. Er
vel að svo skuli ráðast. Sýnir það raunar, að hin-
ar Sameinuðu þjóðir koma að ómetanlegu gagni
þegar mest á reynir. En gerð Breta og Frakka er
söm fyrir því. Ofbeldinu hefur veiáð beitt, og sá
blettur, sem þeir með því hafa sett á lýðræðis-
þjóðirnar í heiminum mun ekki auðþveginn af
þeim.
EN ÞEGAR ATHYGLI alls heimsins beindist
einna mest að atburðunum við Miðjarðarhaf,
gerðust nýir og uggvænlegir viðburðir í Ung-
verjalandi, er Rússar hófu að flytja ógrynni víg-
véla og mikinn herafla inn í Ungverjaland, í því
skyni að herða kverkatökin á ungversku þjóðinni
á ný. En ungversk alþýða býst til varnar, vopna-
lítil og svo til með tvær hendur tómar. Þannig
útbúin snýzt hún til varnar gegn ofureflinu, stað-
ráðin í því að berjast fyrir frelsi sínu og sjálfræði,
þó að ekkert virðist bíða nema dauðinn. Þegar svo
er komið ,má öllum vera ljóst, að til slíkra átaka
er ekki stofnað af litlu tilefni. Við, sem þekkjum
ekki ástandið í hinum kúguðu leppríkjum komm-
únista, nema af afspurn, getum varla gert okkur
ljósa grein fyrir þeim ógnarmætti, sem knýr þetta
fólk til átaka. Ungverska þjóðin vill heldur ganga
út í opinn dauðann, en að þola erlenda kúgun og
hina kommúnistísku harðstjórn.
Kommúnistar í öllum löndum hafa um áraraðir
staðhæft, að eins konar sæluríki hefði verið stofn-
sett í löndunum austan járntjalds. Hefur þeirri
sælu verið lýst með mörgum fögrum orðum. —
Margir hafa orðið til þess að trúa þessum sögnum.
Augu þeirra ljúkast nú upp, og í ljósi staðreynd-
anna má sjá grímulausa harðstjórn og kúgui> þar
sem alræði smælingjanna átti að ráða ríkjum.
f FRÉTTUM, sem borizt hafa af þessum ægilegu
átökum í austri, mátti heyra neyðaróp hinnar
ungversku þjóðar. Og hrópunum um hjálp var
beint til hinna Sameinuðu þjóða og lýðræðisríkj-
anna í vestri. Næstu dagar munu skera úr um það,
hvort Sameinuðu þjóðunum tekst að þröngva
Rússum til þess að hætta blóðsúthellingum í
Ungverjaland og tryggja ungversku þjóðinni rétt
til að fá að ráða sjálf stjórn sinni
og stjórnarháttum. Takizt Ung-
verjum að lirista hlekki ófreslis-
ins af sér nú, í eitt skipti fyrir öll,
og hrekja Rússa á brott úr land-
inu með her sinn og vígvélar, er
fórn hinnar dugmiklu þjóðar
ekki færð til einskis. Hún mun
þá vísa öðrum þjóðum, sem líkt
er ástatt fyrir, veginn til frelsis-
ins. í baráttu sinni fyrir frelsi og
bættum lífskjörum, hefur ung-
verska þjóðin hlotið falslausa
samúð frjálsborinna manna um
allan heim, en böðlar hennar og
kvalarar hafa kallað yfir sig reiði
mannkynsins.
Um veturnætur
„Eg þekki ekkert eins erfitt og
slítandi og logn og sólskin viku
eftir viku,“ sagði gamall Eyfirð-
ingur, sem lengi var búsettur
vestan hafs.
Okkar íslenzka veðrátta hlýtur
engum lögum eða reglum fremur
en fyrri daginn. Duttlungai
hennar eru óútreiknanlegir,
jafnvel fyrir okkar ágætu veður-
vísindi og veðurspámenn og enn
eru „veður lausbeizluð“, þótt er-
lendar fréttir geti um „tilbúna"
rigningu og jafnvel hagl.
Því er þó spáð, að verktækni
og vísindi geri innan langs tíma
fært að ráða regni og vindum á
stórum svæðum á jörðinni og
gerbreyta með því ræktun og
gróðri jarðar til verulegra muna.
En á meðan við erum aðeins
háð . duttlungum okkar gamla
veðurguðs, án íhlutunar manna,
glímum við við sömu gátuna, sem
allir forfeður okkar á landi voru
hafa gert: Hvernig verður veðrið
á morgun og hinn daginn. Enn er
gáð til veðurs og leitað vísbend-
inga á himni og jörð, er svarað
gætu spurningunni um veðurfar
ókominna daga. Fuglum og fer-
fætlingum er veitt nákvæm at-
hygli .Rjúpan, þrösturinn og spó-
inn gefa til kynna hvað í vænd-
um er. Ennfremur húsdýrin okk-
ar, bæði forystufé, hrossin í hag-
anum og afnvel kötturinn undir
eldavélinni. Og suma dreymir
fyrir veðri. Við allt þetta bætist
svo veðurstofan með sína spá-
dóma og henni má treysta nokk-
uð mikið, sérstaklega ef loftvogin
á stofuveggnum fæst til að sam-
þykkja þá spádóma.
En það er nú sitt hvað, að spá
veðri eða ráða því, og er líklega
bezt að halda sig við barnalær-
dóminn í því efni enn um skeið.
Og enn mun alllangt í land þar til
við verðum í vafa um, hvern við
eigum að biðja um gott veður, ef
við á annað borð viljum bæta
frómri ósk við kvöldbænina.
Þegar sumri var að Ijúka ,nán-
ar tiltekið föstudaginn 26. októ-
ber sl., gerði óvanalegt vatns-
veður, er gekk yfir landið mest
allt. Hér var slík óhemju rigning,
að með fádæmum má telja. Urðu
menn holdvotir af því að ganga
þvert yfir götu og fylgdi hvöss
sunnanátt. Á laugardagsmorgun-
inn, 1. vetrardag, voru ár og
lækir enn kolmórauðir og í for
áttu vexti og Polluiinn eins og
moldarflag á litinn langt út á
fjörð.
Sumarið kvaddi með nokkrum
ærslum, en skilaði jörð auðri og
þýðri í hendur vetrarins.
Fyrstu vetrardagarnir voru
þungbúnir og hinar opinberu
veðurspár fremur illar. Samt
rættist fljótt úr, svo að um síð-
astliðin mánaðamót var sumar-
arblíða. 31. okt. var 15 stiga hiti
á Akureyri og í Eyjafirði -og
1. nóvember var 10 stiga hiti
þegar dagur rann.
Stjúpur og anemónur blómstr-
uðu í skrúðgörðum og fíflar og
sóleyjar sáust víða. Jafnvel gras
spratt á túnum.
En sólin, sem við höfum svo
ríkulega notið þessa fyrstu vetr-
ardaga er lág á lofti og skín á
föla jörð, sem fyrir nokkru er
komin í vetrarbúning og hefur
búið sig til svefns undir hið
kalda og hvíta lín, er bráðum
leggst yfir.
Þó er sá föli búningur ekki al-
veg án tilhalds. Enn má sjá hina
dumbrauðu og mildu liti hausts-
ins á lyngi og víðivöxnu landi og
enn lýsir upp af víðirunnum á
hinum dökka grunni.
Sunnanvindurinn þýtur nú í
blaðlausum trjám og runnum
skrúðgarðanna, en leikur sér
gjarnan að þeim laufblöðum er
síðast féllu og enn hafa ekki
fundið sér varanlegan stað til að
sameinast moldinni á ný.
En þrátt fyrir veðurblíðu fyrstu
vetrardaga vitum við vel að vet-
ur konungur ei' setztur að völd-
um og ríkir um skeið í skjóli
stuttra daga og langra nátta. Við
búum okkui' undir myrkur og
kulda og höfum líklega aldrei
verið betui' búin til að mæta
þeim árstíma, er nú fer í hcnd.
Breytilegt og óstöðugt veðurfar
er líklega bezta vörnin gegn
lamandi áhrifum myi'kursins yfir
skammdegismánuðina.
Sennilega þui'fum við ekki að
kvíða staðviðrum, sem þjökuðu
eyfirzka bóndann í einni veður-
sælustu byggðinni, er margir fs-
lendingar hafa flutzt til í annarri
heimsálfu. í þess stað munum við
halda áfram að gizka á veður
morgundagsins, og þó að við ger-
um það ekki, mun vetur konung-
ur sjá okkur fyrir nægilegri til-
brytingu og hjálpa okkur með
öllum sínum duttlungum til að
komast-klakklaust yfir myrkur-
skeið og kulda vetrarmánaðanna,
þó að tæplega geri hann það svo
mildum höndum ,að við gleymum
að fagna nýju sumri.
Björn licrmamison
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Hajharstr. 95. — Sími 1-/-J3.
Að þessu sinni skal hér getið þriggja bæjarnafna í
I’ingeyjarsýslu, er ekki liafa ávallt verið töluð eða rituö
á einn veg.
Valadalur á Tjörnesi.
Svo liefur jörð þessi heitið, þegar cg finn hennar
fyrst getið í fornum heimildum, en það er í Skrá um
jarðir Hólastóls 1149. — í Sigurðarregistri (á Hólum)
1525 og síðan í tveim jarðaskrám Hólastóls, 1550 og
1552» er þessi jörð einnig ncfnd Valadalur. Og að síð-
ustu er þetta bæjarnatn ritað svo í Jarðabók A. M. og
1>. V. 1712.
Á yngri árum mínum, um og eftir 1900, lieyrði ég
bæ þennan varla nefndan annað en Valadal. En uin
þetta lcyti tóku einhverjir Tjörnesingar upp á því að
rita liæinn Voladal. Ekki vcit ég um upptök eða til-
efni þessa ritháttar, en varla munu gild rök finnast
fyrir honum. Virðist ljóst af ofangreindum dæmum, að
bærinn lieiti með réttu Valadalur, og þætti mér vel, ef
Tjörnesingar og aðrir landsmenn vildu færa Jietta bæj-
arnafn í réttar skorður bæði í ræðu og riti, — enda Jiótt
til kunni að vera einbver lítt merk þjóðsögn um Vola
landnámsmann, sem ókunnur er að öðru leyti, og cigi
aö hafa byggt þarna og numið land, — og enda |)ótt
hóll nokkur cigi að vera til í landi jarðarinnar, er lieiti
Volahaugur, og eigi Voli sá að vera Jiar heygður. —
]>ess konar Jijóðsagnir, sem myndazt hafa víða um land
bafa oftast lítið gildi, og Jiví síður á Jiessum stað, Jiar
sem engum mun kunnugt, hvort bærinn er kenndur
við mannsnafn eða fuglsheitið valur.
Klömbur i Aðaldal.
Bær þessi liefur að framan heitið svo í ræðu og riti,
og var aklrei nefndur annað í Aðaldal, er ég man fyrst
eftir. En bæjarnafnið liefur Jiótt torskilið, og ýmsir
hafa ckki vcrið ánægðir með þessa mynd nafnsins
og viljað breyta Jiví eftir sínu hyggjuviti. Má bezt sjá
Jjað af Jiví, að 1 elztu kirkjubókum Grenjaðarstaðar er
bærinn réttilega ritaður Klömbur. En er Jón prcstur
Jónsson, læknir, R. af l)br., tekur við'staðnum 1827,
máður í miklu áliti, fer liann að rita Jietta bæjarnafn
Klömbrur og liefur ætlað Jiað réttmæta leiðréttingu.
Síðan hafa Grenjaðarstaða-prestar, allt tli síðustu ára,
ritað nafnið ranglega Klömbrur, og sveitarstjórnar-
menn ranglega tekið eftir Jieim Jiann rithátt í hrepps-
bókunum. En eigi að síður licfur hin rctta mynd nafns-
ius haldizt í daglegu tali í Aðaldal allt fram á vora
daga, a. m. k. að öðrum þræði.
Skulu nú sýnd rök fyrir Jiví, að jörðin heiti Klömb-
ur, en ckki Klömbrur: — Björn Jónsson ritstjóri (síðar
ráðhcrra), hinn orðvísasti maður, sýnir orðið og bcyg-
ingu Jiess í Stafsetningarorðabók sinni (árið 1900). Sést
af Jieirri skýringu, að orðið er kvenkynsorð í cintölu
og beygist eins og kvenkynsorðið fjöður.
í eldri heimildum sé ég Jietta bæjarnafn fyrst í Aúð-
unarmáldaga (við Grenjaðarstað) 1318. Er Jiar nclnt
Kia.mbrarhmd> og sýnir sú beyging nafnsins, skýlaust,
eignarfallsmynd orðsins. — í Sigurðarregistri við 1525
er aftur nefnt Klambxfirland á einn og sama veg. — I
landamerkjaskrá Presthvamms 1530 (ísl. fornbrs.) er
jörðin nefnd Klömbur, og loks er hún eins nefnd í
Jarðabók Á. M. 1712. Allir Jicssir samhljóða staðir
ættu að sýna það ljóslega, að orðmyndin Klömbrur er
Jiarna afbökun á þessu bæjarnafni.
Orðið klömbur merkir að fornu áhald nokkurt úr
tré, cr liaft var við smíðar og var nokkurs konar töng
cða klemma, er liöfð var til að lialda Jiví löstu, sem
lialt var í smíðum. Gæti merking bæjarnafnsins byggzt
á Jiví, að Ivlambrarland er mjög mjótt og liggur eins og
í klemmu milli tveggja stærri landa að sunnan og
norðan.
Látur á Látraströnd.
Svo lieitir yzti bær á Látraströnd og er nú kominn
í eyöi íyrir allmörgum árum, Jió að ólíklegur þætti
hann til Jicss uin 1874 í tíð Jicirra Látra-feðga, Jónasar-
og Tryggva, liákarlaformanna. — Orðið lálur jiýðir
legustað, einkum á sjávarströnd, Jiar scm selur „látrar
sig“.
í Landnámu er svo að orði kveðið: „Þorgeirr hét
maðr, er nam Grcnivík ok Hvallátur." Hér er efalaust
áit við jörð Jiá, er síðar hét aöeins Látur. Er nafnið í
Jieirri mynd bæði í nefnifalli og Jiolfalli. I Jiágufalli er
Jiað Látrum, sbr.
Dauð frá l.átrum borin Björg (Bólu-Hj.)
Og í eignarfalli er Jiað Látra, sbr.
Látra- aldrei brennur -bær, (Látra-Björg).
í Jiremur heimilduin a. m. k., í ísl. fornbrél'um, 1391,
1551 og 1552, er Jiessi bær réttilega nefndur Látur.
Og í Jarðab. Á. M. er svo að orði kveðið: „Hvallálur
eða Sellátur, kallast almennilcga Lálttr."
Um liyn Jicssa bæjarnafns er Jiað að segja, að Finnur
piófessor Jónsson tclur Jiað karlkynsorð í ritgcrð siniii
Isl. bæjanöfn í Safni til sögu Islands. — Slíkt mun
mönnum að vísu Jiykja furðuleg kenning frá sjónar-
rniði alþýðumanna. Meira að segja þykir mér ekki
líklegt, að lærðir málfræðingar nú fallist á lianav Nafn-
ið virðist mér vera hvorugkyns í fleirtölu og hafa liiiii
sömu mynd l’yrir báðar tölur í nefnifalli. Og jörðim
lieitir vafalaust: Lálur, Látur, Lálrum, Látra. — K. V.