Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Fylgist ineð því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupi Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 6. febrúar. XXXX. árg. Akureyri, mivikudaginn 30. janúar 1957 4. tbl. Útgerðarfélag Akureyringa h.l. og nýja r Utvarpsumræður Samkvæmt ósk stjórnarand- stöðunnar munu fara fram út- varpsumræður um þingsálykt- unartillögu Sjálfstæðisflokks- ins um þingrof og nýjar kosn- ingar. Fara umræður þessar fram á mánudaginn kemur, 4. febrúar. Ur vélasal nýja hraðirystihússins. Jón Einarsson að störfum við vélgæzlu. Stórbruni á Árskógssirönd íbúðarliús og útihús brunrai - Fólk og fénað sakaði ekki Að kveldi hins 24. janúar sl. var slökkvilið frá Dalvík og Akureyri hvatt að Hellu á Árskógsströnd. Þar brann íbúðar- húsið og þök af viðbyggðu 20 kúa fjósi og hlöðu og ennfrem- ur komst eldúr í heyið. Fólkið á Hellu, Jóhannes bóndi Kristjánsson og Ingunn Krist- jánsdóttir, kona hans, voru geng- in til náða þetta kvöld ásamt börnum sínum tveim, þegar hús- freyjan heyrði snark í eldi uppi á lofti og fór til að hyggja að þessu. Var þá mikill eldur uppi og breiddist óðfluga út. Á þeirri hæð bjó Kr. E. Kristjánsson hrepp- stjóri, en var ekki heima og hafði ekki verið gengið um hæðina tvo síðustu daga. Strax var slökkviliðið á Dalvík beðið um hjálp og kom það fljótt og gekk ötullega fram. Einnig dreif að mannfjöldi úr sveitinni og slökkviliðið frá Akureyri kom nokkru síðar og var þá eldurinn slökktur til fulls af slökkviliðun- um sameiginlega. Um 100 metrar eru til vatnsins. íbúðarhúsið á Hellu var 2 hæð- ir auk kjallara. Standa nú stein- veggirnir uppi, en gólf brunnu nema á neðri hæð. Engu tókst að bjarga á efri hæð. Brunnu þar bækur og skjöl Kristjáns hreppstjóra og mun vandbætt. Á neðri hæð var húsmunum bjargað að verulegu leyti. Eldurinn komst í fjós og hlöðu og gjöreyðilögðust þökin og sennilega veggir af hitanum og hey stórskemmdist af eldi og vatni. 10 nautgripum var bjargað og einnig um 200 hænsnum. Dylst engum, að eldsvoði jjessi er þungt áfall búendum og hin- um aldna hreppstjóra, þótt hins vegar hafi svo vel tekizt, að eng- Heimilisfólkið á Hellu dvelst nú á Krossum, en mun byggja að nýju svo fljótt sem aðstæður leyfa. Skautamót íslancls báð á Akureyri 9. og 10. febrúar íþrótasamband íslands hefur ákveðið, að Skautamót íslands — meistaramót í skautahlaupi — skuli fara fram á Akureyri dag- ana 9. og 10. febrúar næstk. og falið íþróttabandalagi Akureyrar umsjón mótsins. í. B. A. hefur svo falið Skautafélagi Akureyrar að annast framkvæmd þess. Mótið fer sennilega fram á flæðunum sunnan við flugvöllinn. Þar er nú sæmilegt skautasvell og hefur verið ákveðið að reyna að halda þar við skautabraut til 1 hlaupaæfinga og jafnframt æf- ingasvæði til almenningsnota, þar til landsmótinu er lokið. Fjárhagsáæflun bæjarins rædd Framsóknarfélögin á Akureyri héldu fulltrúafund um fjárhags- áætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1957, mánudaginn 21. jan. sl. Frummælandi var Jakob Frímannsson bæjarfulltrúi. Rakti hann alla helztu liði áætlunar- innar og skýrði þá glögglega. Sérstaklega þar sem um breyt- ingar er að ræða frá fyrri fjár- hagsáætlunum. Hann gerði grein fyrir áætlaðri hækkun útsvar- anna og alveg sérstaklega fyrir 3ja milljón króna framlagi til Framkvæmdasjóðs. En af þeirri upphæð er ráðgert að lána Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. 2,5 milljónir og Slippnum % milljón. Spunnust um þetta allmiklar um- ræður að ræðu Jakobs lokinni. Frummælandi sagði frá því að leitað hefði verið til lánastofnana en án árangurs og yrði því að grípa til þessa ráðs. Bæjarmálin, sem nú eru mjög á dagskrá meðal almennings, er full ástæða til að ræða og þyrftu Framsóknarfélögin að efna til almenns fundar um þau. iraðfrystihúsið Viðtal \ið Guðm. Guðmundsson framkvæmdastj. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. og hið nýja hraðfrystihús er nú mjög á dagskrá í blöðum bæjarins og manna á milli. — Dagur sneri sér til framkvæmdastjóra Útgerðarfélagsins, Guð- mundar Guðmundssonar, lagði fyrir hann nokkrar spurning- ;;r, sem liann hefur góðfúslega svarað á eftirfarandi liátt: Hvenær og af hverjum var Utgerðarfélag Akureyr- inga h.f. stofnað? Stofnsamningur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. er undirritaður 26. maí 1945, af 54 mönnum. — Áður höfðu verið haldnir nokkrir undirbúningsfundir. Tilgangur félagsins er skv. stofnsamningnum, að reka útgerð á Akureyri. Guðniundur Guðmundsson framkvæmdastjóri. Hlutafé var ákveðið allt að kr. 800.009.00 og ekki minna en kr. 540.000.00. Voru þá þegar fengin loforð fyrir kr. 450.000.00. Hvenær kom fyrsfi togarinn? 8. júní 1946 var ákveðið á stjórnarfundi að fela þáverandi formanni, Guðmundi Guðmunds- syni, að ráða yfirmenn á Kald- ibak. Ráðnir voru eins og flestum eða öllum er kunnugt, Sæmund- ur Auðunsson, skipstjóri, og Henry Olsen, vélstjóri. Kaldbakur kom í fyrsta sinn til Akureyrar 17. maí 1947. í ár eru því rétt 10 ár síðan hann kom til bæjarins í fyrsta skipti. 1949 kom Svalbakur, í árslok 1950 Harðbakur og 1953 Slétt- bakur. Framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn skipa: Helgi Pálsson, formaður, Jakob Frí- mannsson, Steinn Steinsen, Al- bert Sölvason og Oskar Gíslason. Framkvæmdastjóri Guðmundur Guðmundsson. Skipstjórar: B.v. Kaldbakur: Sæmundur Auðunsson frá byrjun til 1950. Þá Gunnar Auðunsson fram á ár'ið 1956. Síðan Jónas Þorsteinsson. B.v. Svalbakur: Þorsteinn Auð- unsson frá byrjun fram á mitt ár 1955. Síðan Friðgeir Eyjólfsson. B.v. Harðbakur: Sæmundur Auðunsson frá hyrjun fram á mitt ár 1956. Síðan Vilhelm Þor- steinsson. B.v. Sléttbakur: Finnur Daní- elsson frá byrjun og fram á þennan dag. Verkstjórar: Frá upphafi hefur Bjarni Vil- mundarson verið verkstjóri við afgreiðslu skipanna o. fl., en Jó- hannes Jónasson við fiskverkun- arstöðina. Hvað villu segja um framleiðsluna? Frá stofnun og fram til 1950 var afli skipanna nær eingöngu seldur upp úr ís á erlendum markaði. Þau ár var afkoma fé- lagsins góð. 1950, um sumarið, þegar flestir aðrir togarar voru í vinnudeilu, voru skipin gerð út á karfaveiðar. Lagt var upp í Krossanesverksmiðjunni. Það ár var afkoma félagsins bezt. Næstu sumur á eftir var einnig gert út á karfa yfir sumarið, en afkoman ekki nálægt því eins góð. 1952 skall brezka löndunarbannið á og gerbreytti það öllum grundvelli fyrir rekstri félagsins. Var þá farið út í mikla saltfiskfram- leiðslu, miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir á þcssum árum, og in slys yrðu á fólki eða fénaði. (Framhald á 2. síðu.) Ilið nýja hraðírystihús Útgerðarfélags Akureyringa h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.