Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 6

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 6
6 D A G UR Miðvikudaginn 30. janúar 1957 D AGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheirnta: Þorkell Björnsson. Skrifstota í Hafnarstræti 90. — Sínii 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudöguip.. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Einkaliagsmimir íhaldsins Um rnörg undanfarin áramót hefur þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að forða útgerðinni frá algjörri stöðvun. Oftast hefur þó ckki betur tek- izt til en svo, að útgerðin hefur þurft að stöðvast einhvern tíma, vegna þess að ekki helur verið luigs- að um það í tíma að gcTa ráðstafanir henni til hjálp- ar. Þannig stöðvaðist bátaflotinn um næst síðustu áramót, og ekki var ýtt á flot, fyrr en langt var liðið á janúarmánuð. Um síðustu áramót varð enn að grípa til sérstakra ráðstafana til styrktar útgerðinni. Þær ráðstafanir voru framkvæmdar á þann hátt, að komizt var hjá allri stöðvun, og bátarnir gátu lialdið úr höfn strax úr áramótum. Þjóðarbúinu var þannig forðað frá milljóna tjóni, sem af því hefði leitt, að hafa allan bátaflota landsmanna bundinn við bryggju. En þetta kallar Olafur Thors að rétta lands- mönnum steina lyrir brauð! íhaldinu svíður að vonum að það skuli nú sann- ast, að þeirri ríkisstjórn vegni bezt, sem þeir eiga ekki aðild að. Um 17 ára skeið hefur Sjálfstæðis- flokkurinn átt fulltrúa í ríkisstjórn. Allan þann tíma ltafa þeir lialt tækifæri til að hafa úrslitaáhrif á gang og afgreiðslu mála. Þeir tóku m. a. þátt í að skattleggja þjóðina í fyrra, þegar þörf var auk- ins rekstursstyrkjar til útgerðarinnar. Og þeir myndu hafa tekið þátt í því nú við þessi áramót, ef for- sjónin helði ekki hagað því þannig, að nú eru þeir áhrifalausir. Það má því öllurn vera ljóst, að það er hvorki af brjóstgæðum né af umhyggju fyrir hag hins óbreytta borgara, sem kaupmannastéttin og Sjálfstæðisflokkurinn blása því nú út á meðal fólks- ins, að vöruverð hækki svo geigvænlega, að aldrei liafi annað eins þckkz.t. Tilga’ngurinn er sá, að skapa kaupaæði hjá fólkinu og nota tækifærið til þcss að losna á fljótan ög; þægilegan liátt Við gíimlait og ilfseljatllegan vörulager. Siigusagnirnar eiga þannig að þjóna tvenns konar lilutverki: Braskararnir eiga að græða, en vöruhamstrið á að skapa upþlausn á vöru- og peningamarkaði landsins og þjóna þannig hagsmunum Sjálfstæðisflokksins, setn einskis lætur ófreistað að gera ríkisstjórninni erfitt um vik. Til þessa hafa verðhækkunarsögurnar ekki borið tilætl- aðan árangur, enda er fólkið farið að sjá í gegnunt vinnuaðferðir íhaldsins. En í augum Sjálfstæðis- manna var þetta þó sannarlega hvalreki, og líklegt að í einni og sömu andrá væri unnt að þjóna bæði hagsmunum braskaranna og flokksins. Þjóðarhags- munir skiptu þá ekki máli, enda í samræmi við yfir- lýsingarnar frá síðasta landsfundi. Merkilegt mál á Alþingi Hin síðari ár höfum við íslendingar orðið sjónar- vottar að Jiví, að æ helur sigið meir á ógæíuhliðina fyrir útgerðinni. Bæði bátaútgerð og togafaútgerð hefur verið rekin með vaxandi tapi. Til stórfelldra ráðstafana hefur Jiurft að grípa af hálfú hins ópin- bera, til þess að forða stöðvun. Jafnan liefur ljár til styrktar útgerðinni vcrið aflað að einhverju leýti með auknunt álögum á almenning. Hcfur fólk jafnan tekið slíkum ráðstöfunum mcð skilningi, jiar cð allir hafa séð, að aðalúfflutningsatvinnuvegur landsmanna manna hefur ckki mátt stiiðvast. Aðalvandinn hefur legið í Jiví, að útgerðin hefur ekki fengið það verð fyrir afurðirnar, sem [)að hefur kostað að afla ])eirra. Þeir, sem útgerðarfyrirtækin hafa rekið, hafa tapað. Sumir liafa haldið því fram, að þeir, sem önnuðust sölu og dreifingu sjávarafurðanna erlendis, græddu, þrátt fyrir það, að útvegsmenn tapi. Það er þess vegna fagnaðarefni og tímabært mál, að ríkisstjórnin skuli hafa lagt fyrir Al- þingi frumvarp um endurskipulagn ingu á sölu sjávarafurða. Hvort sem sú tortryggni, sem var.t hefur orðið í garð þeirra, er afurðasöluna hafa annazt, er réttmæt eða ckki, ])á fer ekki hjá því, að aukin samkcppni á ])essu sviði ásamt opinberu eftir- liti að einhverju leyti, er vel til þess fallið að eyða tortryggni og skapa heilbrigðari verzlunarháttu. Einkaleyfisaðstaða er jafnan skað- leg til lengdar. Þess vegna fagnar almenningur því, að gengið skuli úr skugga um það, að einstakir að- ilar græði ekki stórfé á sölu sjávar- afurða, meðan útgerðin að öðru leyti er rekin með stórtapi, sent tckið er úr vasa hins almenna borg- ara. Enginn ætti því að fagna þessu lrumvarpi meira en Sjálfstæðimenn, bæði vegna þess, að þeir hafa jafn- án talið sig forsvarsmenn frjálsrar samkeppni og eins vegna hins, hve mjög þeir virðast hafa borið hag almennins fyrir brjósti nú upp á síðkastið, síðan þeir Olafur og lijarni yfirgáfu ráðherrastólana. Áfengið og samkomurnar. HIN SÍÐARI ÁR hefur farið orð af því, að skemmtisamkomur séu allslarkkenndar hér á landi, einkum í sveitum í nágrenni við kaupstaðina og stærstu þorpin. Nú er tæplega hægt að skemmta sér opinberlega, ef dans er um hönd hafður, án þess að Bakkus hressi upp á „mannskapinn“. Og þeir eru að verða ískyggilega margir, sem fylgja Bakkusi að málum og nota hann sem skálka- skjól til að fela minnimáttar- kennd sína í þeirri trú að þeim verði allt fyrirgefið, ef vínið hýrgar taugar þeirra. Almenn- ingsálitið virðist heldur ekki hart í dómum sínum gagnvart þessum vandræðamönnum á samkomum. Ef þeir greiða sinn inngangseyri, þá er allt í lagi. Þeim er líka oft laus krónan ef eitthvað er selt í sambandi við samkomurnar til tekjuöflunar. Þá lætur það ekki illa í eyrum sumra, að áfengis- neytendur séu nauðsynlegir fyrir þjóðfélagið til að halda uppi menningu þess. Já, lengi má með fölskum fjöðrum skreyta ónýtan hatt, svo að nothæfur þyki. Flestar skemmtisamkomur, í sumum sveitum að minnsta kosti, hafa upp á lítið annað að bjóða en dansinn. Aðkeyptir skemmti- kraftar eru þá svo dýrir, að tekj- urnar verða litlar eða engar. En markmið flestra, sem samkomur halda, er að afla peninga, sem varið er til áhugamála skemmti- hafa. Ymis félög vinna að þjóð- þrifamálum, svo sem slysavörn- um, líknarstörfum, íþróttamál- um, skógrækt o. fl. o. fl. Þetta er í sjálfu sér allt gott og blessað. En væri ekki stundum betra að hafa tekjurnar minni og sinna meira um heiðarleikann? Nú þykir varla fært að hafa svo samkomu, að ekki sé hún auglýst í útvarpi og blöðum, og getur þá drifið að alls konar óþjóðarlýð úr öllum áttum, einkum úr kaup- stöðum og þorpum. Fólki þaðan finnst sumu, að þegar út í sveit- irnar er komið, þá megi það um frjálst höfuð strjúka, enda er eft- irlitið sums staðar lítið og oft engin lögregla. Þetta getur að vísu orðið tekjulind fyrir at- vinnubílstjórana, en böggull fylgir skammrifi, ef þeir hafa stundum drykkjarföng til sölu meðferðis. Þessi auglýsingastarf- semi er því oft hæpin, þó að tekjurnar kunni eitthvað að vaxa. En það er eins og sumum finnist, að peningarnir séu aðalatriði og fyrir þá megi öllu fórna, æru og heiðri. Sumir reyna að fegra málstað sinn eða félags síns með því að telja sér og öðrum trú um, að vandræðalýðurinn fari eitthvað annað, ef hann sé útilokaður á einum stað, og þá sé engu bjarg- að en nokkru tapað. Eg held að hver staður megi þó hi'ósa happi, sem er laus við áfengisdýrkend- ur og leiðindin, sem af þeim hljótast. Með þessu er ekki sagt, að ekki kunna eitthvað að finnast af slíku fólki innan sveitanna, því miður. En það bætir þá ekki málstað neins að láta sér á sama standa, þó að fjölgi í þeirra hópi, sem viðhafa drykkjulæti og óspektir á samkomum. Mér finnst að það ættu að vera samtök innan félaga í sveitunum um það, að auglýsa hvorki í út- varpi eða blöðum danssamkomur. Hafa þær eingöngu innansveitar. Hins vegar er eðlilegt, að skemmtiatriði, sem vandað er til, séu auglýst. Það verður að hugsa meira um það, að skemmtanirnar fari vel fram, en að afla mikilla tekna, þó að í góðum tilgangi sé til þeirra stofnað. Eg tel að ung- mennafélög ættu; að fara þarna á undan, enda munu flestar skemmtanir vera á þeirra vegum árlega og stundum, að því er virðist, óþarflega margar. Fjár- græðgi ýmissa félaga skapa hjá unga fólkinu skemmtanafýsn og nautnaþrá, en það leiðir af sér eirðarleysi og heimtufrekju. Og ef félögin, hvað sem þau kunna að heita, gæta ekki sóma síns og fyllstu ábyrgðar í sambandi við skemmtanalíf sitt, glata þau virðingu sinni og tiltrú. Sveitamaður. Vel hugsað um skauta- menn Skautafélagið á Akureyri var í gær að sprauta svellin á Brunn- árflæðum og hyggst að hafa þar gott skautasvell, ef nokkur kost- ur er. Ferðaskrifstofan tekur nú upp áætlunarferðir þangað fram eftir kl. 4, 6, 8 og 10. — Er fólki vinsamlega bent á þessar góðu og hentugu ferðir. — Svellið mun verða upplýst, eftir því sem föng eru til. Skautamót íslands er á næstu grösum og verður háð á þessum stað. Framsóknarvistin í Sólgarði Framsóknarvistin var spiluð í Sólgarði sl. miðvikudag á 24 borðum. Búizt var við að nokkru fleira fólk spilaði, en inflúenzu- faraldur hefur gengið í Saurbæj- arhreppi fyrirfarandi og það mun hafa hamlað aðsókn. Verðlaun voru veitt þeim herra og dömu, sem hæstan höfðu slagafjölda, en þau Magnús Hólm, Krónustöðum, og Hólmfríður Sigfúsdóttir í Villingadal urðu hæst. — Önnur umferð er spiluð í Sólgarði ann- að kvöld kl. 9. ORÐADÁLKUR —----— KONRÁÐ VILIIJÁLMSSON _________________ Sá, seni orðadálk þennan rilar, les ekki dagblaðið Vísi með jafnaði. En al tilviljun varð honum nýlega litið í Vísis-blað frá 8. janúar ]). á. uppi á Amtsbóka- safni, og brá honum nokkuð í brún við lestur tveggja sniágreina, er forsfða blaðsins hefst á. — Fyrri greinin er um brezkan niann nokkurn, George Datvson að nafni. Grein þcssi er ekki lieill dálkur að lengd. En í henni komast þó fyrir fimm meinlegar málvillur eða orðavillur: Fyrst kemur fyrir talshátturinn: „livergi smeykur hjörs í þrá“. Talsháttur þessi er rangt með farinn. Hef ég aldrei heyrt hann öðruvísi en stuðlaðan, og liljóð- ar liánn ])á svo: hvergi hreeddur hjtirs í þrá. ðfun liann vcra tekinn úr rímum (mig minnir Andrarímum) og híjóðar þannig erindið, sem hann er úr: Sóma gæddur svaraði þá, sárum mæddur pinum: Ei er ég hræddur hjörs í þrá, hlíluni klæddur mínum. Önnur villan er í orðunum, sem höfð eru eftir lrú Dawson: „og ég hefi aldrei þurft að biðja hann um aur tvisvar.“ — Hér á að sjálfsögðu ekki að standa aur, heldur eyri, og réttlætist þessi leiða málvilla ekki af öðru en því, að hún mun orðin nokkuð algeng í götumáli barna í Reykjavík og jafnvel á Akureyri. Þriðja villan er í orðunum: „Dawson keypti Garden Court frá öðrum „selfmade" milljónaeiganda." En í islenzku er ekki sagt: að kaupa frá honum, lieldur: að kaupa af lionum eða að lionum. Fjórða ávirðingin er þannig: „Auk aðalhússins, en framhlið þess er 45 metrar, er sérstakt hús fyrir lnis- vörðinn og þjónustufólk." Ilér segir aðeins, að frarn- hliðin sé 45 metrar. En enginn getur vitað af frásögn þessari, hvort hér er átt við hæð eða lengd framhlið- arinnar. Fimmta málvillan eða hugsunarvillan er í því tólg- in, að talað cr um „raförkuknúnar, enskar og banda- riskar járnbrautir — lianda börnunum til áð léiká' sér að.“ Ilér mun átt við járnbrduiarlcstir, éiiiskonar barnaleikfang. En allir skynbærir menn aottu að vita, að það er sitt hvað: járnbraut og járnbrautarlest. Eða mundi nokkrum Islendingi detta í liug að kalla liest- inn reiðgötu, þó að liann renni reiðgötuna! Hin sinágreinin er með fyrirsögninni: Svanir Brela- drottningar skotnir, og verður að tilfæra liana orð- rétta til þess að sýna byggingu liennar: „Meira en 100 af svönum Brctadrottriíhgttf' á Tetnps- á voru skotnir um áramótin. Ástæðan var sú, að lítið olíuskip hafði sokkið undan Battersea, og með næsta flóði barst óliuna úr fiðrinu, cn 100 svanir lentu í olíunni, og’var hægt að ná 200 þeirra og hreinsa olíuna úr fiðriimm, .en 100 . höfðu gleýpt svo mikla olíu, að ekki var -um. annað að ræða en að lóga þcim.“ Þannig hljóða hin ámáttlegu orð, og skiiji nú hver, sem getur. Ekki skil ég. Hér er fyrst ritað, að „olínna barstjir fiðrinu" og þyf næst, að.o,lQ9,,svapir,,Ieutu í oIíiinni,,.og var hægt að ná 200 þeirra og hrein^a olíuna úr íiðrinpm. ,(Sein- asta orðið stendur svo skýrum stöfum). Setjum nú svo, að sá blaðamaður Vísis, sem þetta hefur framleitt, væri ekki „forstokkaðri" en svo, að hann liti á þessa aðfinnslu sem athugunar verða. Hann mtindi þá að líkindum afsaka sig nteð því, að hér hefði orðið sti vangá í prentuninni, að eina lfnu vantaði í frásögnina, en önnur lína hefði tvíprentazt. — Vera má, að svo illa liali til tekizt. En væri það nú gild af- .sökun? Svo væri ekki. Blaðamenn hljóta að vita það eins vel og ég, að prófarkir að blaðagreinum verður að lesa með fullri gát rétt eins og annað ])rentað mál. I þeim mega ekki koma fyrir slíkar orðmyndir sem „fiðrinum", — og ekki heldur sú stærðfræðilega niðúr- slaða, að af tölunni 100 verði teknir 200, og \ crði þó eftir 100! Þessi og þvílfkur frágangur í íslenzkri blaðamennsku er því miður ekki einsdæmi. Og blöðin hafa því miður mikil áhrif á mállar og málkennd þjóðarinnar. Það mun aðeins vera minni liluti þjóðarinnar, sem veit, hve íslenzkri blaðamennsku er á síðari tímum orðið tilfinnanlega áfátt. Já, ungir og gamlir, karlar og konur! Varið ykkur á fordæmi blaðanna og lítið ekki á þau sem kennara ykkar í íslenzkri tungu. Hár af íslenzkum konum Hinn 25. nóvember 1871 var svohljóðandi auglýs- ing í Þjóðólfi: „Hér til lanu;íns eru komnir tveir rússneskir kaup- menn, þeir Jóhánnesberg og Valensky, og vilja kaupa höfuðhár af konum og borga vel. Þar sem ég er að- stoðarmaður þeirra, bið ég alla gióða landa mína að styðja lyrirtæki þetta, þar sem mörgum fátækling gefst ]>ar með færi á að fá góða borgun í peningum í aðr* liöncl. Brynjúlfur Gunnlögsen."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.