Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. janúar 1957 D AGUR 5 Deyfilyfjasala er alþjóðlegf vandamál Framleidd úr ópíumplöntunni, steinolíu og koltjöru Skólaganga í stað refsingar Kwon Iiðþjálfi í lögrcgluliði Suður-Kórcu hafði það starf að taka hönduni ungiinga, sem betluðu eða stálu. — Hann varð fljótt sann- færður um það, að kennsla myndi vcrða unglingunum hollari og myndi bæta þá frekar en refsingar. — Nú stjórnar hann skóla sem í cru 670 unglingar, og hafa S. Þ. stutt hann mcð ráðum og dáð. — Frá síarfi fenipíara í Varðborg Hin löglega framleiðsla deyfi- lyfja, unnum úr ópíumplöntunni, hefur aukizt stöðugt síðustu árin, og sérstaklega hefur eftirspurn eftir kodein verið mikil. Hin ólöglega framleiðsla, sem erfitt er áð hafa gætur á, vitðist einnig vera mikil, þrátt fyrir alþjóðleg átök til þess að halda henni í skefjum. Að minnsta kosti má gera ráð fyrir, að framleidd séu ólögleg deyfilyf, er nægi daglegri þörf nokkurra milljóna manna. Þetta kemur fram í S. Þ.- skýrslu fyrir árið 1955 og styðst við upplýsingar frá um 80 lönd- um, er vinna saman með milli- göngu deyfilyfjanefndar S. Þ., en nefnd þessi hefur einmitt um þessar mundir starfað í 10 ár. — Nefndin stofnaði fjárhags- og fé- lagsmálastofnun S. Þ. á sínum tíma til þess að annast þau við- fangsefni á þessu sérstaka sviði, sem Þjóðabandalagið áður haft með höndum: eftirlit með fram- leiðslu og verzlun um löglegar leiðir og tilraunir til að stemma stigu við leynisölu og ólöglegri framleiðslu. Sem stendur vinna S. Þ. að því að safna saman öllum gildandi alþjóðasamningum um þessi atriði í eina sameiginlega samþykkt. Texti samþykktarinn- ar hefur þegar verið saminn að mestu leyti og verður væntan- lega lagður fyrir alþjóðafund á þessu eða næsta ári. Með milligöngu S. Þ. hefur þó þegar náðst töluverður árangur. Mörg lönd hafa þegar takmarkað eða hreint' og beint bannað að tyggja coca-lauf, og íran hefur nú nýlega sett algert bann við ópíumframleiðslu í landinu. — Hvaða þýðingu þetta hefur kem- ur í ljös, þegar tekið er til greina-j að 1,5 milljónir manna í íran erú þrælar eitursins og að 100.000 Persar deyja árlega vegna mis- notkunarinnar. Kodein færist í aukana cn heroin Iiverfur. S. Þ. skýra frá, að á árinu 1955 hafi lögleg framleiðsla og eftir- spurn ópíumlyfja aukizt sam- tímis. Þetta á aðallega við um kodein. Af þeim 88,5 smál. af ópíum, sem framleiddar voru 1955, — mesta framleiðsla sem S. Þ. hafa skrásett undanfarin 10 ár, — voru aðeins 4,5 smál. notaðar sem ópíum, en hinu var öllu var- ið til að framleiða aðrar blöndur, fyrst og fremst kodein. Heroin er alveg að hverfa úr löglegri verzl- un, af því að æ fleiri lönd hafa sett bann við þessu deyfilyfi vegna hættunnar við misnotkun. Að því er snertir framleiðslu coca-laufa, er erfitt að tilgreina nákvæmar tölur, en vitað er, að hin ólöglega framleiðsla er nærri 20 sinnum meiri en hin lögmæta. Vegna áhuga þess, sem mörg ríki hafa sýnt að hafa tangarhald á framleiðslu leyfilyfja, er nú hægt að fylgjast nákvæmlega með löglegri framleiðslu og notk- un, en hins vegar er erfitt að gera sér fyllilega " grein fyrir raunverulegu víðtæki leynisöl- uiinar. Miðstöð ólöglegrar verzl- unar eru Austurlöndin, og eftir því sem séð verður af deyfilyfja- sendingum þeim, sem lagt hefur verið löghald á síðustu árin, tek- ur leynisalan fyrst og fremst til svokallaðra náttúruafurða, þ. e. a. s. deyfilyfja, sem framleidd eru úr plöntum ,sér staklega ópíum- plöntunni. Efnafræðilega framlcidd (syntetisk) deýfilyf freista cinnig til misnotkunar. Framleiðsla efnafræðilega til- búinna deyfilyfja fer einnig í vöxt. Ástæðan til, að yfirvöldin í mörgum löndum höfðu áhuga fyrir þessari framleiðslu í fyrstu, var sú, að gert var ráð fyrir, að eftirlit yrði auðveldara. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir til framleiðslu efnafræðilegra gerðra deyfilyfja, sem hafa áttu sömu lækningaleg áhrif og hin eðlilegu, án hliðstæðrar freist- ingar til misnotkunar. Deyfi- lyfjaeftirlit S. Þ. framkvæmir víðtækar rannsóknir á rannsókna stöð sinni í Geneve. Hingað til hafa syntetisk deyfilyf reynst að vera jafn hættuleg og hin eðli- legu. Hráefni efnafræðilega gerðra eyfilyfja eru aðallega kol- tjara og steinolía. íslenzkt nafn á grammófón í síðasta útvarpsþætti: íslenzk- ar hljómplötur óskaði þulurinn Jón R. Kjartansson eftir tillögu um heiti á grammófón. Kom mér þá í hug nafn ,sem ég legg hér með til, að tekið verðið til nota á því geysilega vinsæla og almenna áhaldi. Eg legg til að „grammófónninn" hljóti heitið herniir eða hermi- tæki, grammófónplötur verði hermiplótur, grammófónþræðir hermiplötur, grammófönþræðir ar hermiborðar. Að herma er rammísl. orð, sbr. eftirherma og hermikráka. En þótt hægt sé að herma eftir af list, þá kemst þó enginn í hálf- kvisti við sjálfan herminn, því hann hermir allt sem heyrt verð- ur, — og meira en það: hærri, dýpri og daufari tóna, en eyrað fær greint. Hér er allt hermandi alheimshermir. Vil ég svo beina tillögu þessari til nýyrðanefndar útvarpsþátta um ísl. mál og allra er sinna vildu. Björn Guðmundsson frá Núpi. Akureyri Hafnarstr. 92 Björn Hermannson LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Hafnarstr. 95. — Sími 1443. Nokkru fyrir jól lauk náinskeiði í hjálp í viðlögum, er fram för í Vy rðborg. Skátar leiðbeindu á námskeiði þessu, og var kennslan bæði bókleg og verkleg. Bókin Hjálp í viðlögum' eftir Jón Oddgeir Jónsson var lesin og lærð og hcnni allri síðan skipt upp í 12 prólvérk- efni, þannig að hver sá, er prófið þreytti, levsti út tveim munnleg- um og tveim verklegum viðfangs- efnum. I’röf livers eins stóð 1—li-.j klukkustund, og allir, er próf þreyttú og nokkrir aðrir hlusiúou á (ill prófin. Þannig var í rauninni marg-farið yfir námséfnið. Alls sóttu 24 nemendur námskcið Jtetta, en 10 luku prófinu, sem er það sama og sérpróf skáta í Hálp í við- lögum. Nú er senn að verða lokið nám- skeiði í llugmódelsmíði, og til mála kemur að halda annað, éf þátttaka i fæst. Einnig er fyrirhugað að koma á námskeiði í teikningu og méð- ferð olíulita, og er það aðallega fyr- ii 14—16 ára unglinga. Þeir, sem hafa hug á slíkum námskeiðum, ættu sem fyrst að hafa tal af Tryggva Þorsteinssyni, kennara, er gefur allar upplýsingar. Kennari verður Einar I-Ielgason. Nú stcndur yfir námskeið í heimahjúkrun, og scr Ragnheiður Árnadóttir hjúkrunarkona um það. Námskeiðið er fullskipað stúlkum á áldrinum 15—20 ára. Þctta nám- skeið er í raun og veru góðu'r und- irbúningur fyrir starfsstúlkur á sjúkrahúsum, enda er kennslan ckki síður miðuð við það en heima- hjúkrun. Kennslustofan er t. d. búin flestum jicini tækjum, sem tilheyra venjulegri sjúkrastofu. Lesstofan og leikstofurnar í Varðborg eru opnar á þriðjudög- um og limmtudögum kl. 5—7 fyrir börn úr 5. og 6. bekkjum barna- skóláns og á sömu dögum kl. 8—10 fyrir ungiinga. Rock and Roll Einnig hingað til Norðurlands berast straumar hins nýja tíma. Hinn margumtalaði Rock and Roll, eða hristingur og velta, er nú ekki lengur sveipaður töfra- blóma fjarskans. Nýlega sýndi par eitt að sunn- an þennan nýja dans að Hótel KEA og gafst þá tækifæri að sjá og nerna. Líklega eru Akureyr- ingar ekki sérlega hrifnæmir, og er þó of snemmt um það að dæma. Þó virðist „hristingurinn“ ekki hafa hin margumtöluðu, æsandi áhrif og við var búizt, en. það gæti líka- átt þær orsakir, hve fáir þátttakendur eru hér ennþá, en æsingur og hin stígandi trylling nær ekki tökum á fólki, nema margt sé saman komið í dansinum. Eitthvað lítils háttar hefur verið kvartað yfir því að með meira móti væri sparkað upp um veggi í herbergjum ungs fólks síðan þetta skeði Hinir gömlu hringdansar eru löngu komnir úr tizku. „Gömlu dansarnir“ eru endingargóðir og vinsælir. Vals og tango voru nú einu sinni kenndir við vangadans og „þrýsting“ og taldir hættulegir ungu fólki. Hinn nýi dans, sem sumir nefna „hristing“, er fjör- legur, e. t. v. dálítið taumlaus. Fljótt á litið virðist þessi þróun i dansinum harla eðlileg og í réttri röð. Rósa lómasdóttir [d 1. janúar 1886, dáin 1. janíiar 1957 Horfin er sjónum vorum sæmdarkona, sjötíu og eitt ár, þreyði hér á jörð. Lífið er fyrir augum sífellt svona: sól cða myrkur, lof og þakkargjörð. Drotíni sé þökk fyrir mætan mann og konu, mannkosta fólkið, dætur bæði og sonu. Hugurinn reikar, þó er klökkur þcgar þungbærar sorgir ýfa hjartans frið. Þá sýnist líka viðhorf annars vegar er víkur frá störfum þreytt og aldrað lið. Sætið liið auða. vandfyllt oftasí verður, vonanna hugur sár og bljúgur gerður. Hugljúfrar konu sárt við megum sakna, sólskini og hlýju dreifði til vor æ. Minningarnar mildilegar vakna, minna á kynnin góðu, í svcit og bæ. Bcðið er hljótt fyrir látnum sæmdarsvanna, svo er og þökkuð ástgjöf minninganna. Hún mun og ávallt blessun öllum biðja, bróðurhug sýndi, var í sinni trygg. Starfsaniar konur eiga margt að iðja, cnda þótt löngum komi í hendur sigg, þannig liún vann af göfgri hjarta hlýju. — Himnanna sælu njót í kynni nýju. J. G. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.