Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 30. janúar 1957 - Útgerðaríélag (Framhald. af 1. bls.). óx hún ár frá ári og verð sl. ár 4.700 tonn. 1953 hófst svo skreið- arverkun í allstórum stíl. Framan af voru markaðsmöguleikar sæmilegir og stundum góðir, en hafa síöan farið heldur versn- andi, vegna allmikils framboðs bæði frá íslandi og Noregi. Hvernig var aðstaðan í landi? ' Strax og útgerð hófst, þótti sýnt, að óhjákvæmilegt væri að koma upp aðstöðu í landi til salt- fiskverkunar. Fljótlega var því hafinn undirbúningur að bygg- ingu fiskverkunarstöðvarinnar. Fenginn var fagmaður til þess að teikna byggingarnar og ákveðið að gera ráð fyrir stórri stöð, sem byggja mætti í áföngum. Fisk- verkunarstöðin var svo teiknuð þannig, að aðal verkunarhúsið, sem nú er byggt að hálfu, skyldi snúa göflum í norður og suður og fiskgeymsluhúsin þvert á það að vestan, fimm talsins. Stærð ca. 75x50 metrar að grunnfleti. — Bygging verkunarstöðvarinnar var svo hafin árið 1950, þegar brezki markaðurinn lokaðist. Var forráðamönnum félagsins ljóst, að hraða varð, svo sem verða mátti, byggingu stöðvarinnar, var því ákveðið að leyta eftir lánsfé til verksins og skyldu öll fisk- geymsluhúsin vera búin kæli- tækjum. Lánsfjárútvegun gekk mjög erfiðlega. Engir bankar vildu lána til framhalds verksins. Annað fiskgeymsluhúsið var byggt árið 1955 og kostaði það um 500 þúsund krónur. Lán til þessa verks fékk félagið 150 þús. kr. úr Fiskimálasjóði og 350 þús. króna stutt lán hjá S. í. F. Breyffar fiskverkunarað- ferðir knýja á dyr? Þegar skreiðarvinnsla hófst hér á landi, svo að nokkru næmi, á árinu 1953, sáu forráðamenn fé- lagsins að grundvöllur hafði skapast fyrir rekstri hráðfrysti- hússins hér á Akureyri. Slíkt frystihús yrði að byggja afkomu sína eingöngu á tcgarafiski, en eins og menn vita, er hann í mörgum tilfellum orðinn það gamall, þegar honum er landað, að ekki er talið mögulegt að full- nýta hann til frystingar. Einasta leiðin til þess að nýta þann fisk, er upphenging í skreið. Byggingu frystihússiris er nú það langt komið, að að búið er að útibyrgja húsið, setja upp ýmsar vélar, einangra nokkuð af geymslunum og framleiðsla á ís hafin fyrir ca. 4 mánuðum. Tvær ísvélar eru í gangi og framleiða þær báðar um 36 tonn af ágætum ís á sólarhring. Reikna mætti með, ef hægt verður að halda áfram með frystihússbygginguna, að húsið geti tekið til starfa eftir ca. 3 mánuði frá því að vinna hefst að nýju og engin stöðvun verður. Ákureyringa og wmœz?. Viliu segja í síórum dráií- um sögu hraðfrysiihússins? Um undirbúning hraðfrystihúss- ins er óþarfi að ræða mikið. Þeg- ar hinn. .tæknilegi undirbúningur hafði verið geröur, svo sem teikn ingar og áætlanir, var þegar farið að leyta eftir lánsfé. Var þá ákveðið að auka hlutafé félagsins um eina og hálfa milljón krónur. Þátttaka í hlutafjáraukningunni var nokkuð almenn, og sýndu bæjarbúar lofsverðan áhuga á málinu. Bærinn lagði fram helm- ing jrpphæðarinnar, en ennþá hefur hlutafjáraukningin ekki tekizt að fullu. Útht var fyrir, að fást mundi þýzkt lán til byggingarinnar og stóð félagsstjórnin alliengi í samn ingum um það í samráði við Framkvæmdabankann. —- Hafði bankinn gefið ádrátt um að taka að sér aíborgunargreiðslur þýzka lánsins, sem áætlað var að taka til skamms tíma. í samabandi við þýzka lánið var ætlunin að þýzk- ir verktakar byggðu frystihúsið með innlendum vinnukrafti. Hefði verið gaman að kynnast þar af eigin sjón tækni Þjóðverja í byggingu frystihúsa. Á síðustu stundu breyttist þetta svo, að Landsbarikinn tók að sér að lána 3V2 miiljón krónur gegn því, að Framkvæmdabank- inn tæki að sér afborganir á sama hátt og ætlunin var með þýzka lánið, og þar með voru Þjóðverjar útilokaðir. Hvað um kostnaðar- áæílanir? Áætlanir um byggingarkostnað voru gerðar tvær. í fyrstu var gert ráð fyrir að það kostaði 6 milljónir króna. Eftir að sú áætl- úpt jí?er^, ,var ákveðið að stækka húsið um 15 lengdar- metra og hafa þar skreiðar- vtnnslú ög skrifstofur á efri hæð. Hækkun hefur orðið allmikil, bæði' á ;efíú og vinnu, síðan áætl- unin var gerð, og er nú gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði ekki mfkið undir 8>A milljón króna auk flökunarvéla. Stærð hússins, eins og það hef- ur’ vérið byggt, er 85 m. á lengd cg 21 m. á breidd, eða 1785 fer- metrar að ílatarmáii. Fjármái írystlhússins nú? Lánsfjáröflunin til frystihúss- iris ster.dur þannig nú, að Lands- bankinn hefur lánað 3,5 millj., eins og áður er sagt, og greiðir Framkvæmdabankinn það lán á árunum 1957, — ’58 — ’59. Auk þess lofaði Framkvæmdabankinn á sl. vori að lána til viðbótar 1 millj., sem er þannig til komin, 400.00Q kr. eru þegar afgreiddar, en kr. 600.000 standa eftir, er það lán í svissr.eskum frönkum, sem ekki hefur enn verið hægt að selja. Og eru þeir peningar (þ. e. a. s. seg'ja svissnesku frankarnir) ætlaðir til greiðslu á þeim kr. hraðfrystihúsið 500.000 víxli er Útvegsbanki fsl. h.f. í Reykja lánaði á sl. sumi'i með bakábyrgð Akureyrarbæjar, og nú hefur ríkisstjórnin lofað að lána eina milljón úr Atvinnu- aukningarsjóði og ábyrgjast allt að eina milljón ,sem vonast er til að bankarnir láni hér. í okt. sl. var allt fé, sem fengið er, þrotið og stöðvaðist þá vinna við bygg- inguna ,en gert er ráð fyrir að vinna hefjist aftur strax og féð er fengið, sem getið var um hér að framan. Þar sem ennþá vantar loforð fyrir nokkru fé, halda til- raunir til lánsfjárútvegunar áfram með fullum krafti, svo að vonast er eftir að ekki þurfi að koma til frekari stöðvunar. Hvernig er reksfraraf- koman? Eins og öllum er kunnugt af almennum fréttum, blaðaskrifum og fleiru, hefur rekstur togara gengið mjög illa hér á landi nú í að minnsta kosti tvö sl. ár. — Reyndar má segja, að byrjað hafi að halla undan fæti hjá útgerðar- fyrirtækjum yfirleitt, þegar brezki markaðurinn lokaðist. — Vafalaust má að einhverju leyti kenna því um, að við vorum lítt búnir til svo róttækra breytinga í einni svipan. Sérstaklega vorum við illa undir það búnir hér á Akureyri. Við þurftum að byggja allt upp frá grunni og vörðum öllum okkar arði fyrstu árin til fjárfestingar jafnóðum. Við höfð- um því ekkert „kapital“ til þess að grípa til þegar hin stóra breyting skall á, og þurftum því algjörlega að vera komnir upp á lánsfé, en það lá ekki laust fyrir, eins og áður er sagt. Það má því segja, að aðstaða okkar til þess að taka á móti eins miklu magni af fiski til verkunar eins og raun varð á, hafi verið slæm. Þetta ’Hefur fs£^ri|t * gerigið' stórslysaljtið og hefúr’mj’óg lítið’af fisíci eyði- lagst á verkunarstöðinni. Allmikið af hjöllum voru keýptir árið 1953, eða fyrir yfir 3000 tonn af blautfiski. Voru þeir reistir á eyrunum beggja megin Glerár ,eins og kunnugt er. Jafn- framt því að fiska í salt og til skreiðarverkunar, hafa togarar okkar orðið að selja mikið magn af fiski til frystihúsa víðs vegar um landið, aðallega á Vestur- og Norðurlandi. Viðskipti þessi gengu sæmilega á árunum 1953 og 1954. Þau ár voru hagstæð fyrir hraðfrystihúsin og var mikil eftirspurn eftir togarafiski, bæði þorski og karfa. Karfaveiðin gekk þá einnig betur en síðar varð. Eftir stóra verkfallið í apríl 1955, versnaði afkoma frystihús- anna eins og allra framleiðslufyr- irtækja og urðu þessi viðskipti þá óhagstæðari. Við þetta bættist, að launagreiðslur til skipverja hækkuðu mjög mikiö og útgerð- arkostnaður að öðru leyti hækk- aði mjög. Ríkisvaldið reyndi að bæta togurunum upp þessa mjög svo versnandi afkomu með bein- um styrk, en það hefur engan veginn nægt til þess að jafna Togarabryggjan nýja við hraðfrystihúsið á Oddeyri. metin. Rekstrarafkoma félagsins hefur því verið slæm tvö síðast- liðin ár. Háð hefur mjög rekstri félagsins, einkum við löndun í frystihúsin norðan- og vestan- lands, að mjög lítil ísframleiðsla er á þessu svæði, svo að oft hefur þurft að sækja ísinn til Reykja- víkur, og þá stundum að bíða þar eftir að fá afgreiðslu. Á meðan siglt var á erlenda markaði, framleiddi KEA ís fyrir félagið, og var sá ís alltaf notað- ur fyrstu daga veiðiferðanna, vegna þess að ís kaupfélagsins reyndist svo góður. Einnig fram- leiddi KEA ís til skreiðarfram- leiðslunnar að verulegu leyti, og var þetta mikil og góð aðstoð. Markaðir? Markaður fyrir skreið var góð- ur fyrstu tvö árin, 1953 og 1954, en hefur farið versnandi síðan. Eigum við þar í harðri samkeppni við Norðmenn, eins og gefur að skilja, þegar litið er á þá stað- reynd, að þeir voru komnir á undan okkur inn á markaðina, og telja því að við séum að taka markaði frá þeim. Mest af skreið inni hefur farið til Afríku, en lít- ils háttar til ítalíu og fleiri Ev- rópulanda. Verkun á skreið fýriir Evi'ópumarkað er mjög tvísýn hér norðanlands, sökum þess að frosta gætir svo lengi fram eftir vorum og hitar byrja stundum strax og frost linna, en skreið fyrir Evrópumarkaðinn má ekki frjósa, og ekki heldur hitna, því að þá súrnar fiskurinn. Sölur á saltfiski hafa gengið sæmilega, en það hefur valdið miklum erfiðleikum, hversu litlu hefur verið afskipað að vorinu til. Eins og kunnugt er, fer saltfisk- framleiðslan fram aðallega yfir vetrar- og vorvertíð og hefur því þurft að geyma allmikið magn af fiski yfir allt sumarið, því að yfirleitt hefur ekki lánast að flytja út óverkaðan saltfisk yf- ir heitasta tíma ársins. Það er nú öllum ljóst, að saltfiskur verður ekki geymdur yfir sumarmánuð- ina, svo að vel sé, nema í kældum húsum, enda hafa Norðmenn nú þegar byggt kæligeymslur fyrir allan sinn saltfisk, sem geyma þarf. Eins og drepið er á hér að framan, gerði stjórn Ú. A. sér ljóst, þegar í upphafi, að kælingin væri eina lausn málsins, en láns- fjármarkaðurinn hefur verið þorrinn til hins ítrásta í ýmsar fjárfestingar, sem þjóðin taldi nauðsynlegar, og hefur því þessi framkvæmd orðið útundan, þrátt fyrir nauðsyn hennar. Hvað er íramundan? Því miður er ekki hægt að segja annað en að heldur horfi þunglega fyrir togaraútgerðinni í næstu framtíð, en við verðum að vera bjartsýnir og gera-okkar bezta. Togaraútgenðin er orðin það stór liður í þjóðarbúskapn- um, að hreinn voði virðist vera fyrir dyrum, ef hún stöðvast, en hitt verður ekki séð, hvað þjóðin hefur lengi efni á því að reka togarana með táþi. Það ér því víst, að leita verður úrræða þangað til þau finnast. Hin nýju úrræði ríkisstjórnarinnar eru, eins og stendur, til bóta, þótt segja verði að aflabrögð og veð- urfar verður að vera mjög hag- stætt til þess að endar náist sam- an. Það er þó höfuðnauðsyn að verðlag og kaupgjald hækki ekki úr því sem nú er. Ef sú skrúfa byi’jar á ný,- verða ráðstafanir þessar einskis virði áður en varir. Einn ljós blettur virðist þó vera framundan nú, sem ekki hefur verið síðustu árin. Er það opnun bt'ezka markaðsins. Eins og allir vita, hefur hann reynzt hagstæður það sem af er vetri og væri ekki úr vegi að gera ráð fyrir að opnun brezka markaðs- ins hafi einnig góð áhrif á öryggi þýzka markaðsins, þar sem gera má ráð fyrir að hann yfirfyllist síður en ella. Undanfarin haust höfum við orðið að selja allmikið magn í Þýzkalandi og hefur sá markaður verið jafnari nú í haust en áður. Aðalframtíðarvonir okkar eru samt tengdar hinu nýja hrað- frystihúsi. Við tilkomu þess breytist öll aðstaða til nýtingar aflans og öflun íssins. Um afkomu frystihússins verður en'gu spáð, og verður fx-amtíðin að leiða það í ljós, segir Guðmundur Guð- mundsson að lokum. Og um leið og eg þakka og kveð forstjórann, segir hann, og leggur áherzlu á það, að hann sé ávallt reiðubúinn að veita allar þær upplýsingar, sem óskað sé eftir og hann geti veitt, í sambandi við fyrirtækið. Birtir blaðið viðtalið í von um að, lesendur verði nokkru nær um hag og rekstur þessa mikiV" - verða fyrirtækis á Akureyri. E. D,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.