Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 9

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 30. janúar 1957 D AGUR 9 Frá sólhýrum sundum 21. janúar. Enn hefur enginn vetur komið hingað til Kaupmannahafnar, svo að heitið geti. Um daginn komu hér nokkur korn úr lofti, en þau tók jafnóðum. Stundum hefur þó verið smávegis frost að nóttu til og jafnvel 1—2 stiga fi-ost dag og dag. Hefur þá verið hálka mikil á götum og mörg umferðaslys orð- ið. Er óhugnanlegt að heyra til sjúkrabílanna, sem aka slösuðu fólki til sjúkrahúsanna; þeir hafa forgangsrétt á götum, fara hratt og þeyta hornið í sífellu. Nei veturinn er ekki kominn. Menn muna varla aðra eins tíð um þetta leyti árs. Fyrstu mánuðir ársins eru hér venjulega kaldast ir. Þá er oft erfiðleika við að stríða í samgöngum á landi. Lestum seinkar vegna snjóa eða þær sitja fastar, og bifreiðum gengur illa að komast leiðar sinnar, enda eru keðjur ekki not- aðar, a. m. k. ekki hér í Höfn. En það sem mestum erfiðleikum veldur oft á tíðum er ísinn a siglingaleiðunum. Hafa Danir nú af því langmestar áhyggjur, að olíuflutningar teppist, ef vetur setzt að með hörkufrostum, eins og alltaf má búast við um þetta leyti, en olíubirgðir eru litlar og iðnaðurinn getur ekki án olíunn- ar verið, auk þess sem mörg hinna nýrri húsa eru hituð með olíu. Er þeim Dönum, sem kynda hús sín með olíu, nú fyrirskipað að minnka eyðslu sína frá því, sem áður var, um 20%. Er þá ekki of hlýtt í stofum, því að þeir spöruðu hitann áður eins og ann- að. Annars finnst Akureyringi kalt hér, þó að ekki sé þeinlínis frost. Loftið er svo rakt. Vindurinn næðir gegnum merg og bein. Um daginn ætlaði eg varla að geta snúið lykli í skrá, eg var svo loppinn, og þó hafði eg verið með íslenzka ullarvettlinga. Nei, fóðraðir skinnhanzkar eru víst það eina, sem dugar. Mér er sagt, að þetta raka loft sé hábölvað fyi’ir heilsuna, enda sé kvefið og gigtin hér hin mesta plága. — Kunnum við Akureyr- ingar að meta að vei'ðleikum hið þui'i'a og heilnæma loftslag í bænum okkar? Við ættum að vera þakklátir forsjóninni fyrir að þurfa ekki að lifa og hrærast í hi'áslaganum eins og Kaup- mannahafnai'búar og Reykvík- ingar. Iiér sést vai'la trefillaus maður á götu. Kai'lmennii'nir vefja treflinum um hálsinn og stinga endunum inn undir fi'akkann, en kvenþjóðiri lætur annan enda trefilsins dinglumdanglast framan á sér, hinn aftur á baki. Þetta er tízka. Þegar hvasst er, sveiflast ti’efilendarnir út frá konunum eins og fána rá stöng. Þetta er þorg hinna mörgu trefla. Nú eru fei'ðamenn fáir hér í borginni. Á sumi'in eru haldnir hér margir alþjóðlegir fundir og ráðstefnur, þá kemur hingað mikill grúi ei'lendra ferðalanga, ekki sízt Bandai'íkjamanna, en skemmtiferðamenn koma ekki hingað um þetta leyti, þeir fara til sælli landa í suðri, og ráð- stefnur eru hér engar nú. Eig- endur gistihúsa og skemmtistaða kvarta sáran og segjast tapa. Mér þykir líklegt, að þeir segi satt. Möi'g hótel hafa lækkað mikið leiguna á hei'bergjunum og aug- lýsa ákaft eftir leigjendum. Skemmti- og veitingastaðir eru illa sóttir. Danir hafa ekki efni á því að fai’a út og skemmta sér, og líklega sízt í þessum mánuði. Um daginn var lokað fyrir fulit og allt einum elzta og stærsta skemmtistað borgarinnai', Nat- ion Scala, sem rekinn hafði vei'ið með tapi um margra ára skeið. Þolinmæðin brast hjá lánar- di'ottnunum. Nori'æna samvinnu- sambandið á húsið, og hafa verið uppi um það tilgátur í blöðunum, að þar verði nú sett á stofn kvik- myndahús eða leikhús — eða að húsið verði jafnvel rifið og sam- vinnumenn byggi stórhýsi á grunninum, en ekkei't mun ákveðið enn í því máli, nema hvað þar mun ekki verða veit- inga- og skemmtistaður framai'. Kaupmannahafnarbúar sakna National Scala, og fjölmenntu þeir þangað síðasta kvöldið kveðjuskyni. Hér stendur nú yfir fi-amtal til skatts, og bei'a menn sig illa, því að bæði eru skattar háir og skattayfirvöld miskunnarlaus. Undanfaxma daga hafa blöðin verið hálffull af upplýsingum og leiðbeiningum fyrir framteljend- ur. Satt að segja hef eg lesið lítið af þessu — enda enginn skemmtilestur — en hart þætti sumt það aðgöngu á íslandi, sem aumingja Danirnir verða að þola, eftir því sem eg hef komizt næst. Skattayfirvöldin hafa auga á hvex-jum fingri og horfa á ráðslag hvers manns allt árið; hver mað- ur hefur sitt spjald, og á það er ritað allt hans framferði í pen- ingamálum, hvað hann hefur keypt sér á árinu, hvað selt o. s. frv. Nei, það er víst enginn hægðarleikur að slá ryki í augu þessai'a yfirvalda, og það þykir möi'gum ósköp sárt sem von er til. Hér er því áhyggjusvipur á mörgum, en þetta lagast vafa- laust, þegar framtölum hefur verið skilað og sólin hefur hækk- að meir á lofti. Ö. S. Axel lóhannsson: Hverjir bera ábyrgðina? Heimili og skóli tímarit um uppeldismál. 6. hefti 15. árgangs hefst á jóla- hugleiðingu eftir Hannes J. Magnússon skólastjói'a á Akur- eyri, Olafur Gunnarsson sálfi'æð- ingur skrifar fi'ásögn af móti norrænna lestrai'sérfræðinga, Ái'elíus Níelsson gi-einina Piltur- inn við öskustóna, ritstjói'inn, Hannes J. Magnússon, skrifar Um aga, ennfi'emur um Júdit Jónbjöx-nssdóttur fimmtuga. Heyrzf hefir og sagt er Mér finnst, úr því að farið er að ræða opinbei'lega um meðferð á saltfiski á fiskvei'kunarstöð Út- gerðai’félags Akureyringa h.f., þá sé naúðsynlegt að hafa eitthvað ákveðið að tala um, svo að hægt sé í bili að hlífa oi'ðunum: Heyrzt hefur og sagt er. Síðastl. ár sendi Útgerðai'félag Akui'eyringa h.f. 68.828 pk. af óverkuðum saltfiski til útlanda (ýsa, ufsi, langa og keila ekki meðtalin). Af þessu var í fyi-sta flokki 32.7%, öðrum flokki 43.8% og í þi-iðja flokki 23.5%. Af þessu fiskmagni er flutt út fyrri hluta áx'sins, eða til júníloka 37.245 og þar er útkoman 45.6% í fyi-sta flokki, 37.8% í öðrum flokki og 17.6% í þi'iðja flokki. Enginn út- flutningur héðan á sér stað fi'á júnílokum til septembermán. Þá fer nokkuð af smáfiski, en stór- fiskur fer enginn héðan fyrr en í desember. Þegar í vor var farið að tala um væntanlegan útflutning héðan til ítalíu, og framkvæmdastjórar og fiskimatsmenn voru þar syðra að semja og selja fisk, en ekkert gekk og ekkert fór þangað af okkar fiski fyrr en 11. desember 1620 pakkar og 28. desember 7835 pakkar. Gert var ráð fyi'ir að þessi fiskur færi mikið fyrr en raun vai'ð á. Þeirri spui-ningu, hvernig stendur á því, að fiskurinn, sem metinn var í vetur, kemur verr út í mati en hinn, sem metinn var í vor og sumar, býzt eg við að svarað verði á fleiri en einn hátt, en eg svara henni hiklaust þann- ig, að allur sá fiskur, sem geymdur er lengi í salti, hvoi't sem hann er hi'eyfður eða ekki, blakknar og verður aldrei hjá því komist, þó að honum væi'i umstaflað einu sinni í mánuði og alltaf skipt um salt. En þess er krafizt, að fyrsta flokks fiskur sé blæhreinn og hvítur. Ennfremur það, að lifur, sem töluvert bar á, smitar alltaf meira og meira út fx'á séi', séi'staklega ef hlýtt er. Hvað matsmennii-nir segja um þetta veit eg ekki, en þetta er mín skoðun. Um saltið er það að segja, að nóg hefur vei'ið saltað, en van- söltuðum fiski úr fyrstu söltun er erfitt að bjai'ga. Við höfum notað nokkuð af salti, sem við höfum þvegið, og tel eg það vanzalaust, ennfremur salt úr fiskinum, sem tekið er upp úr skipinu jafnóðum og skipað er upp, dálítið af nýju salti, en lítið af óþvegnu salti, sem fallizt hefur til á stöðinni. Óþvegið salt höf- um við notað í ufsa, sem við vei'kum, og hefur x-eynzt vel. ■ Nú hef eg reynt að skýra þetta í fullri alvöru og algjörlega ótil- kvaddur ,en hitt tel eg mér skylt að lofa húsbændum mínum að fylgjast með, hvað eg skrifa um þetta mál, þó eg geri það á eigin ábyrgð. Akureyi'i, 23. janúar 1957. Jóhannes Jónasson. Mér hefur vei'ið sagt, af máls- metandi mönnum hér í bæ, að eg sé talinn einn af þeim, sem beri út slúðursögur um Útgei'ðarfélag Akureyringa h.f. Þessu mótmæli eg, og sendi aftur heim til föður- húsa. Sé eitthvað rétt eftir mér haft um það félag, þá er það sannleikur, sem eg mun standa við, hvar sem er. Hér á eftir mun eg segja fi'á ýmsu, sem eg hef séð og reynt, og ekki bera aðra fyrir. Dottað á verðinum. Hógværa og heiðarlega gagn- rýni tel eg nauðsynlega, en stjórn Útgerðarfélags Akureyi'inga h.f. hefur ekki verið svo lánsöm um dagana, að njóta hennar, frekar mætti segja, að hún hafi hlotið oílof, sem sjaldan skerpir at- hyglina, og mér er nær að halda að hún (stjórnin) hafi dottað á verðinum, og það þurfi átök, sem gætu kostað leiðindi, til að vekja hana. Vel og skörulega var af stað farið, með byggingu þurrks- og fiskgeymsluhúsa, en snögglega kom stöðvun í byggingarnar, en togurunum fjölgaði. Hvar átti nú að geyma fiskinn? Ráðið kom, það átti að geyma mikið af hon- um úti, og það yfir sumai'ið, við mjög vafasamar og erfiðar að- stæður. Hvað hefur reynzlan sýnt undanfarin ár? Óeðlilega rriiklar skemmdir á saltfiski hjá félag- inu, sem engum heilvita manni dettur nú í hug að efa, að rétt sé frá skýrt. En þurfi nú samt sem áður frekari sannana, þá er nær tækt að fletta upp í útflutnings- skýrslum félagsins og sjá þar svai't á hvítu flokkunina á fisk- ms erum við lausir við þann ósóma og er vel. Þá segir orðrétt: „Togaraútgerðirnar verða að eiga sjálfar allan þann fisk, sem skip- in veiða, hagnýta hann réttilega, flytja út sem góða mai'kaðsvöru. Til þess að þetta geti orðið að veruleika, þurfa útgerðirnar að hafa góðar aðstæður í landi, eiga sjálfar kældar saltfiskgeymslur, hraðfi'ystihús, skreiðarskemmur, þurrkhjalla og þurrkhús, allt miðað við það fiskmagn, sem væntanlega berst útgei'ðinni." Til að byggja upp það nauð- synlegasta, lagði eg til að ríkis- stjórn tæki og ábyi'gðist 100 millj. króna lán, hérlendis eða erlendis, eftir því sem fyrir lægi, skipti því síðan réttilega milli togaraeigenda og sæi um, að það yrði einungis notað til áðurtaldra fi'amkvæmda. Ríkisstjórn fslands, sem þá sat við völd, tók hvorki tillit til þessara eða annax'ra ágætra tillagna frá sjö manna- nefndinni, sem þá sat á rökstól- um. Heldur laumaði hún að hverjum togara, nokkur þúsimd krónum á dag í vasapeninga, sem óefað var það næst vitlausasta sem hægt var að gera til við- í-eisnar togaraútgerðinni. Akui'- eyringar góðir, hvernig haldið þið, að hér hefði verið umhoi'fs nú, ef mínar tillögur eða aði'ar sama eðlis hefðu komið til fram- kvæmda þá? Útgerðarfélag Ak- ureyringa h.f. hefði fengið um 10 millj. króna lán, vafalaust með allsæmilegum kjörum. — Hrað- fi'ystihúsið væri nú í fullum gangi og ýmislegt fleira hefði verið hægt að gera útgerðinni hér til stuðnings. Fjöregg bæjarféiagsins. Hinn 24. mai'z 1954 skrifaði eg smágrein í „Dag“, þar sem eg örfaði fiskeigendur til að byggja kælda saltfiskgeymslur, og sýndi fram á með rökum, sem standa óhi-akin, að kæld salt- fiskgeymsla, sem tæki ea. 1000 smálestir, borgaði sig á einu ái'i, með því einu, hvað fiskurinn yrði vei'ðmeiri til útflutnings. Við- víkjandi bönkunum sagði eg þetta m. a.: „Þeir lána stói'fé út á fullstaðinn saltfisk, það ætti því að vera trygging fyrir þá að lána fé til fiskihúsabygginga, þar að auki stói'eykur það gjaldeyrii'inn og er landi og þjóð mikilsvei't þjónustustarf." Þá minnist eg á hi'aðfi'ystihússmálið, tel foi'svai's- menn þess líklega til stórra átaka, og áleit þá, að þeir hefðu óskipt traust allra bæjarbúa til að koma þessu stórmáli örugglega í höfn. Útgerðarfélagið tel eg fjöi'egg bæjarfélagsins, en því miður finnst mér nú, að það hafi vei'ið kreist óþyrmilega, en vonandi brotnar það ekki. í gx'ein í „Degi“ 24. apríl 1954, ræði eg nokkuð um hina miklu þörf fyi'ir bætta að- stöðu togaraútgerðarinnar. Þar fordæmi eg, sem marglr aðrir, að taka upp til viðreisnar togaraút- gerðinni hið svokallaða báta- gjaldeyrisfyrii'komulag, nú loks- Úrræðin þola enga bið. Nú munu einhvei'jir segja, því er maðurinn að rifja þetta upp, það er komið sem komið er, og ekki fullgerum við hraðfrysti- húsið, byggjum yfir saltfisk eða borgum skuldir með tillögum einum, þó að frambærilegar séu. Rétt er það, en mér var gefið til- efni til að staldra við og líta um öxl, og stundum getur það verið nokkuð lærdómsríkt, þó að það verði kannski ekki talið það í þessu tilfelli. Ríkisstjórpir und- anfai'inna ára hafa notað styi'kja- leiðir til viðreisnar útgei'ðinni, og bætt nýjum við, þegar þær gömlu hafa bognað, því miður eru þær ennþá við líði, en nú- verandi ríkisstjóm hefur gert virðingarverða tilraun til úrbóta, og vonandi tekst henni, með stuðningi góðra manna, sem sýna vilja áræði, fórnfýsi og dreng- skap í verki, að skapa útgei'ðinni vai-anlegan, traustan reksturs- grundvöll, þá er vel. Mér þætti ekki óeðlilegt þó að stjórn Útgei'ðai'félags Akureyr- inga h.f. hefði haft allerfiða drauma nú undanfai'ið. Það er orðið opinbei't leyndarmál, að hún þai'f að ráða fram úr miklum vandamálum, sem ekki þola langa bið. (Framhald á 11. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.