Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 8
8
D A G U R
Miðvikudaginn 30. janúar 1957
Þessi mynd er frá heimsókn íslenzku vélanámsmannanna er heim-
sóttu Sigurð Helgason tónskáld. (Sjá viðtal við Tryggva Jónsson í
síðasta blaði.) — í nýju bréfi að vestan segir Sigurður m. a.: „Allir
}»essir ferðamenn voru hin mestu prúðmenni hvar sem þeir fóru.
Mérhlýnaði um hjartarætumar þegar eg heyrði kunnáttumenn hæla
þeim.“ — Tónskáldið lengst til vinstri.
- Þeir standa í skjóli við samvinmimerm
(Framhald á 7. síðu.)
i
arra enn aumari talsmanna Sjálf— (
stæðisflokksins, samvinnumenn
aldrei til neinna örþrifaráða í
viðskiptum. Þjóðinni er það fyrir
beztu að eiga um það að velja
að skipta við samvinnumenn,
þeir sem það vilja og hins vegar
við keppinauta samvinnumanna,
þeir er þess óska. Það er mjög
íráleitt að eigendur Hamrafells
fallist nokkru sinni á að láta
ábyrgðarlitla skriffinna Morgun-
blaðsins hafa áhrif á farmgjöld
Hamrafells. Þar hljóta samvinnu-
menn að vega og meta sjálfir.
Enn ólíklegra er að þeir afhendi
góðfúslega öðrum aðilum hagn-
aðinn af rekstri skipsins, hvort
sem sá hagnaður kemur fram í
lækkuðu verði eða sem arður af
viðskiptunum.
Öfund og ofsjónir
Þeim, sem sjá mestar ofsjónir
yfir vfelgerígni SÍS og Olíufélags-
iAs ög horfa öfundaraugum á
Hamrafell, er hollt að minnast
Franz rotta í Borgarbíó
í þessari viku sýnir Borgárbíó
2 kvikmyndir, gerðar eftir vin-
sælum sögum, sem mörgum eru
að góðu kunnar. Franz rotta er
þýzk-hollenzk verðlaunamynd,
eftir metsölubók Piet Bakkers,
sem komið hefur út í íslenzkri
þýðingu Vilhjálms S. Vilhjálms-
sonar.
Franz rotta er nútímabarn, sem
veit ekkert hvað það er að eiga
gott heimili. En eftir unnin
óhappavei’k og með aðstoð hins
veglynda kennara síns, sem laðar
fram hið bezta í skapgerð drengs-
ins, kemur í ljós að þarna er gott
mannsefni, sem lent hefði á sorp-
haug lífsins, ef baráttan á milli
hinna góðu og illu afla hefði ekki,
fyrir skilning og áhuga góðra
kennara og fóstru, hjálpað hinu
góða til sigurs. Myndin er spenn-
andi og mjög lærdómsrík og ættu
kennarar cg uppalendur ekki að
láta hjá líða að sjá hana, auk þess
sem unga fólkið myndi mikið
geta af henni lært.
þess að hið nýja skip, sem ráðið
er að flytji fjóra farma af olí-
um frá höfnum við Svartahaf,
sparar neytendum á þessum ferð-
um aðeins, hvorki meira né
minna en 8.3 milljónir króna og
kemur það öllum landslýð til
góða.
Vígorð og vopnabrak
Vígorð og vopnabrak íhaldsirfs
í sambandi við „farmgjaldaokr-
ið“, er eins konar berserksgang-
ur, þar sem bæði er grenjað hátt
og bitið í skjaldarrendur. Há-
reysti þessi hefur sannarlega
vakið athygli á hinu góða skipi
Hamrafelli og á hinu unga Olíu-
félagi, sem nú selur nálega helm-
ing allrar olíu, sem flutt er til
landsins og hefur endurgreitt
viðskiptavinum sínum 20 milljón-
ir króna. Hinn mikilsverði áfangi,
sem náðist með kaupum á
Hamrafelli og nú er öllum Ijós,
gefúr fulla ástæðu til að vona
að enn hafi mörg 'sjóndöpur augu
lokizt upp fyrir yfirburðum sam-
vinnustefnunnar. Jafnvel áður en
æðjð rennur af stríðshetjum
íhaldsins.
Gott boð
Erkel heitir ungversk tónlistar-
mynd, sem sýnd var tvisvar í
Borgarbíó í síðustu viku, við
mjög litla aðsókn. Þetta er óperu
kvikmynd, flutt af tónlistar-
mönnum og ballett ungversku
óperunnar, en jafnframt liggur
annar söguþráður í gegnum
myndina, og er hún mjög tákn-
ræn fyrir það ástand, sem nú rík-
ir þar í landi, og má segja, að oft
er það að sagan endurtekur sig.
Með því að sjá þessa mynd öðl-
ast menn líka dýpri innsýn í hið
ungverska þjóðlíf, auk þess sem
efnið er í aðgengilegu formi og
ekki einhliða óperusýningar, sem
virðast fæla marga frá að sjá
slíkar myndir, sérstaklega þó
hina yngri. Margar góðar raddir
er líka þarna að heyra, sem tón-
listarunnendur bæjarins ættu
ekki að forsmá.
Borgarbíó vill gefa bæjarbúum
enn eitt tækifæri til að sjá þessa
mynd og verður hún sýnd
ÓKEYPIS næstkomandi laugar-
dag klukkan 3 síðdegis. Verður
þetta sennilega upphaf að fleiri
slíkum sýningum, og þá með
stuttu fræðsluerindi um leið.
Skytturnar er ævintýramynd,
og söguna hafa sjálfsagt margir
lesið, og myndin, sem er frönsk-
ítölsk í litum, er ný, og mjög
spennandi og skemmtileg, eins og
sagan géfur tilefni til. Er ekki að
efa að unga fólkið mun kunna að
méta hana, og einnig þeir eldri,
sem lesið hafa hina skemmtilegu
sögu Alexanders Dumas.
Afmælisfundur
Góðtemplarastúkurnar á Akur-
cyri minntust afmælis Reglunnar
þann 10. jarí. síðastliðinn með há-
tíðafundi í Skjaldborg. Þar flutti
Hannes f. Magnússon, skólastjóri,
ræðu, Einar Kristjánsson las frum-
samda sögu og einnig fór fram
mælskulistarkeppni miUi 6 reglu-
félaga. Að lokum var dansað. Um
j ÍSÖ reglufélagar sóttu fundinn, og
| 17 nýliðar geiigu í stúkurnar á
fundinum. Bendir fundurinn til,
að fjör og áhugi ætli að verða í
starfi stúknanna á þessu nýbyrjaða
Úr gantanleiknuiu Kjarnorka og kvenhylli
„Vilranir frá æðra heimi
rr
Út er komin lítil bók, sem nefn-
ist: Vitranir frd ccdra heimi. Og til
nánari skýringar hefur bókin cinn-
ig að yfirskrift: Stutt lýsing af líf-
inu eftir dauðann, ólíku ásigkomu-
igi þess og áfdrifum illra og góðra
manna, samkvæmt vitrunum eða
sýnutn höfundarins.
Og höfundurinn er hvorki meira
né minna en hinn hcimsfrægi trú-
maður Sadhu Sundar Singh.
Sundar Singh fæddist 3. septemb.
1889 á Norður-lndlandi. Ævi hans
líkist að miklu leyti ævi l’áls post-
ula. Fyrst var liann andstæðingur
kristinna manna, en eilt siil.il var
hann staddur í herbergi sfnu. Sá
hann þá sýn. Mikið Ijós fyllti her-
bergið. Kristur birtist honum og
mælti til hans: „Hve lengi ætlar þú
að ofsækja mig?“
Höfundur segir frá því að þær
sýnir, sem hann birtir í bökinni,
hafi sér opinberazt, er hairín var á
bæn. Og honum fannst þá,'sent
hann væri dáinn, komirtn inn í
æðri véröld á himni. — Sýnirnar
standa yfir eina til tvær stundir í
hvert skipti.
Biskup á Indlandi og mikill vin-
ur Sundar Singh skrifaði að lokn-
um lestri bókarinnar: „Eg fann,
að tjaldið, sem sífellt dylur okkur
útsýn til hinnar söimu tilveru, var
dregið um stund til hliðar, og mér
hafði leyf/t gegnum þennan trygga
þjón Krists að sjá hlutina á bak við
það, eins og þeir eru.“
Þetta er önnúr útgáfa bókarinnar
á íslenzku, og séra Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup annast þýðinguría.
Séra Sigurbjörn A. Gíslason gaf
bókina út í fyrra skiptið, en nú
kemur hún út á vegum Þrastarút-
gáfunnar í Reykjavík.
í öllu því bókaflóði, sem yfir
dynur á hverjum tíma, skín þessi -
Iitla bók cins og fögur pérla. Hún
er þýdd á fagurt mál og mjög að-
gengileg til lestrar. Hún á erindi
til hvcrs einasta manns, því að öll
eigum vér að mæta þeirri veröld,
sem er aðaléfni bókarinnar. Og saga
hins mikla manns, Sundar Singh,
er þannig, að vér hljótum að taka
inikið tillit til þess, sent haiiu segir.
Hann ræðir mikið um, hvernig vér
eigum að búa oss undir komu dauð-
ans, til þcss að umbreytingin verði
oss gleðileg og kærkomin.
Að lokum vil ég tilfæra nokkur
orð úr kafla, sem heitir: Viðskiln-
aður barns:
„Lítið barn hafði dáið úr lungna-
bólgu, og englar komu til þess að
leiðbeina sálinni til anda-heimsins.
Ég vildi óska, að rnóðir barnsins
hefði séð þá yndislegu sjón, þá er
ég viss úm, að í staðinn fyrir að
gráta, liéfðí hún sungið af gleði,
því að englarnir meðhiindla barns-
sálirnar með svo mikilli umhyggju
og kærleika, að engin móðir gæti
gjört eins.“ (bls. 23).
Þér ættuð að lesa þessa bók.
P. S.
Signiundur bóndi og frúrnar í „Kjarnorka og kvenhylli“. — Leik-
íélag Akureyrar hefur nú sýnt þennan vinsæla gamanleik 8 sinn-
um fyrir fullu húsi og óvenju góðar viðtökur. Uppselt er á fimmtu-
dagssýn. — Næstu sýningar Iaugard. og sunnud. Aðg.m.sími 1639.
Frá Bændafélögunum
Um nokkurt árabil hefur verið
starfandi bændafélag í S.-Þing-
eyjarsýslu, Bændafélag Þingey-
inga. Hefur það látið til sín taka
fjölmörg hagsmunamál bænda-
stéttarinnar, ásamt ýmsum menn
ingarmálum innan héraðs og ut-
an.
Fyrir tveim árum var stofnað í
Eyjafirði Bændafélag Eyfirðinga,
sem á ýmsan hátt hefur unnið að
málefnum bændastéttarinnar.
Samstarf milli þessara félaga
hefur til þessa verið ekkert, þar
til 12. nóvember sl. að stjórnir
þeirra héldu sameiginlegan fund
að Fosshóli í S.-Þingeyjarsýslu.
Á þessum fundi voru rædd ýmis
hagsmunamál bænda og sam-
þykktar í þeim ólyktanir.
Rædd var nauðsyn þess, að
bændur víðs vegar um land stofn
uðu óháð bændafélög, sem hefðu
það markmið að vinna að stéttar-
legum hagsmunum bænda. Sam-
þykkt var áskorun á bændur
landsins að hefjast handa um
stofnun slíkra bændafélaga og
ákváðu stjórnirnar að veita alla
pá aðstoð, sem tiltæk væri.
Á fundinum var ákveðið að
bændafélögin í Þingeyjarsýslu og
Eyjafirði hefðu með sér nána
samvinnu í framtíðinni og kapp-
kosta að fá til’ samstarfs þau
bændafélög, sem kynnu að verða
stofnuð í öðrum héruðum.
Voru allir fundarmenn sam-
mála um brýna nauðsyn bænda-
félagsskapar, sem ynni á stéttar-
legum grundvelli og léti til sín
taka bæði hagsmuna- og menn-
ingarmál bændastéttarinnar,
(Aðsent.)
Nokkrir Húsvíkingar
færa Grímseyjar-
kirkju gjöf.
Eiríkur Friðbjarnárson, Ketil-
braut 7, Húsavík, hefur afhent
mér gjöf til Grímseyjarkirkju frá
nokkrum vinum hennar á Húsa-
vík, gömlum Grímseyingum, sem
hugsa hlýtt til kirkjunnar yzt á
Ránarslóðum.
Er gjöfin peningaupphæð, kr.
2130.00, sem Eirikur hefur safnað
á Húsavík meðal Grímseyjarvina
og auk þess lagt þar sjálfur fram
sinn skerf.
Eg vil fyrir hönd Miðgarða-
kirkju þakka Eiríki og öðrum
gefendum þessa fögru gjöf. Hún
sýnir vel Jjá miklu ræktarsemi og
fórnfýsi, sem hjá þeim býr til
eyjarinnar og helgidómsins. :
Guð launi ykkur gjöfina og alla
hugulsemi ykkar í garð Gríms-
eyinga. — P. S.
Útbæingar umiu í
ísknattleik
Síðastliðinn sunnudag fór fram
ísknattleikskeppni á vegum
Skautafélags Akureyrar. Var hún
haldin á skautasvæði félagsins á
Krókeyri. Þar kepptu tvö lið, lið
Útbæinga og Innbæinga. Veður
var kyrrt, en talsvert mikið frost
og áhorfendur fremur fáir vegna
kuldans. Leikurinn var fjörugur
og harður, en nokkuð þótti skorta
á gott samspil. Þó áttu Útbæing-
ar nokkuð góðan leik á köflum,
sem vafalaust hefur átt sinn þátt
í úrslitunum, en þau urðu þannig
að Útbæingar unnu leikinn með
11 mörkum gegn 8.
í leikhléinu fór fram keppni
milli drengja úr Skautafélaginu
og lauk henni með 2 mörkum
gegn 1. — Dómari var Ágúst Ás-
grímsson.
Gert er ráð fyrir að Skautamót
Akureyrar fari fram dagana 2. og
3. febrúar, ef veður leyfir.