Dagur - 20.03.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 20.03.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 20. marz 1957 DAGUR ; Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ilvað vildi S iálfstæðisflokkurinn? <3 * ÞAÐ VÆRl SYND AÐ SEGJA að núverandi stjórnarandstaða ætti mikir.n hljómgrunn meðal alþýðu manna í landinu eða nyti vinsælda. Sjálf- stæðismenn í Reykjavík, sem halda uppi hinni neikvæðu stjórnarandstöðu, reyna að leggja dauða hönd á afgreiðslu allra þeirra mála er ríkisstjórn- in berst fyrir. Þegar þáð nægir ekki nota þeir að- stöðu sína í skjóli peningavalds og áróðurstækni til að gera framkvæmd þeirra sem erfiðasta og málin sjálf tortryggileg í augum þeirra, sem ekki sjá í gegnum baráttuaðferðir Sjálfstæðisflokksins. Hugsandi menn, í hvaða flokki sem eru, verða bó í þessu sambandi að glöggva sig á þeim leiðum, t. d. í efnahagsmálum, sem farnar eru. En sjálfstæðisflokkurinn hefur gjörsamlega | brugðist þeirri skyldu heiðarlegrar stjórnar- andstöðu að gera grein fyrir stefnu sinni. Er þeta eitt hið furðulegasta fyrirbæri í íslenzk- um stjómmálum síðari tíma. Hefur flokkurinn oft verið krafinn uni svar við þessari áleitnu spurningu: H\að vill Sjálfstæðisflokkurinn' láta gera í efnahagsmálunum? En svarið er ókomið enn. ! Á meðan stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins leyfir sér að bjóða kjósendum sínum og ; fylgismönnum slíka forystu í þjóðmálabarátt- unni, heldur hann áfram í æ ríkara niæli að tileinka sér hinar þekktu og lítt þokkuðu að- ferðir Moskvukommúnista í verkalýðsmálum. Verldöll eru liin mestu hugðarefni íhaldsins urn þessar mundir og gægjast úlfshárin út untlan sauðargræunni í MorgunMaðinu þegar slíkt ber á góma. Til þess að hressa örlítið upp á minni þeirra manna, sem enn vilja „binda trúss“ við íhaldið, en þeim fer eðlilega fækkandi, skal hér minnst á nokkur atriði um viðskilnað fyrrv. stjórnar. Þegar ríkisstjórn Ólafs Thors hrökklaðist frá völdum var framkvæmdum við hina nýju se- mentsverksmiðju haldið í fullum gangi, en ekkert séð fyrir því, á hvern hátt yrði séð fyrir að greiða innlenda kostnaðinn við hana. En þó er ætlað að hann nemi 60—70 milljónum króna. Raforkuframkvæmdir drélfbýlisins, þetta höf- uðmál byggðanna, voru þannig á vegi staddar, að það vantaði a. m. k. 0 milljónir til að hægt væri að halda þeim áfram á þessu ári. Ákveðið hafði verið að lánað yrði úr Rækktun- arssjóði og Fiskveiðasjóði út á framkvæmdir í sveitum og til bátakaupa. En ekkert fjármagn var til handa þessum sjóðum. Til Sogsvirkjunarinnar var enginn eyrir fáanlegur, þótt ríkisstjórnin hefði forgöngu um lánabeiðnir erlendis. En fyrirsjáan- leg rafmagnsvöntun er yfirvofandi ef stæklcun virkjunarinnar kemur ekki til framkvæmda í næstu framtíð. Erfiðleikarnir í þessum og öðrum stærstu fjárfestingarmálum, eiga orsök sína fyrst og fremst í hinni frjálsu fjárfestingu og frjálsu verzlun sem Sjálfstæðismenn gerðu að höfuðkröfu þegar fyrrverandi ríkisstjórn var mynduð. Til þess svo að gefa örlitla mynd af því ástandi sem núverandi ríkisstjórn fékk við að glíma og meira eru bundin einstaklingum, má minna á, að í Reykjavík einni vantar yfir 300 milljónir króna tii að fullgera það húsnæði einstaklinga, þ. é. íbúðir, sem eru í byggingu í Reykjavík og þar að auki 70 milljónir til annarra fram kvæmda, sem byrjað hefur verið á í höfuðstaðnum. Nú eru um 600 íbúðanna undir hamrinum vegna lánsfjárskorts. Svör bankanna við spurningum um þessi mál eru samhljóða og þau ein, að bank- arnir séu tæmdir. En hvernig bregst svo íhaldið við, þegar núverandi ríkisstjórn leitar út fyrir pollinn eftir er- lenduni lánum til að forða al- gerri stöðvun framkvæmda? — Það grípur til þess ráðs, sem tæplega hefði verið trúað um nokkurn íslenzkan stjórnmála- flokk, sem kennir sig við lýð- ræði, að senda lognar fréttir til stærstu fréttamiðstöðva erlend- is til að láta þær í blöð. í frétt- utn þessurn er óhróður um ís- lenzku ríkisstjórnina og til þess komið á framfæri að spilla lánstrausti þjóðarinnar út á við. Hefur þetta jafnvel gloppast upp úr fyrrverandi viðskipta- málaráðherra. HVAÐ SÖGÐU SJÁLF- STÆÐISMENN? í þessum fréttasendingum, sem allar miða að sama marki, er frá því sagt, að ríkisstjórnin væri bú- in að gera þriggja ára samning um sölu á fiski til Rússlands. — Sannleikui-inn var sá, að Ólafur Thors var sem stjórnarformaður lengi búinn að reyna að koma þessum samningum á, en tókst ekki. Þegar núverandi ríkisstjórn fékk 4 millj. dollara lán í Banda- ríkjunum var því óspart á lofti haldið, að þetta væri þóknxinin fyrir landsölu í vesturátt. — Þennan róg er aðeins hægt að skýra með því að vitað var að Sjálfstæðismenn höfðu reynt þessa lántöku í tvö ár án árang- urs. Þeir sem vilja hafa fyrir því að sannprófa hvort hér er fai'ið með rétt mál, geta fengið vissu sína með því að fletta blöðum Sjálf- stæðisflokksins undanfarnar vik- ur. Að þeim lestri loknum verða þeir enn að endurskoða afstöðu sína til íslenzkra stjórnmála- flokka. Sfórhríðarmóí Ák. 195? (svig) Keppendur voru 31 - Hjálmar Stefánsson sigr- aði í Ail. - Mörg hundruð Akureyringar voru á skíðum um helgina Mótíð hófst sl. sunnudag, með keppni í svigi í Knarrarbergsgil- inu. Veður var mjög ákjósanlegt til keppni, glaða sólskin og logn. Nokkuð margir voru þar á skíðum, og var áberandi hve margir smá- drengir voru mættir og spáir það góðu um framtíðina. Það er greinilegt að áhugi er aftur að vakna hér á Akureyri fyr- ir skíðaíþróttinni, og á Landsgang- an áreiðanlega sinn þátt í því. Ekki mun það ofmælt að mörg hundruð Akureyringat' hafi verið á skíðum um helgina, ungir og aldnir og er það glsesileg framför frá því sem verið hefur undan- farna vetur. Nú er tækifserið fyrir Skíðaráð Akureyrar, komið. — Hundruð af drengjum og stúlkum eru á skíð- um að staðaldri. Það er því verk- efni Skíðaráðsins að ná þessu unga fólki saman, hafa smá mót fyrir það, helzt um hverja helgi, bæði göngumót, svigmót og stökk- mót, og mun þá ekki líða á löngu þar til Akureyringar eiga aftur hóp af góðum skíðamönnum. — Félög- in, KA og Þór, hafa æfingar fyrir sína meðlimi, og hafa oft verið upp undir hundrað unglingar á æf- ingum hjá hvoru félaginu um sig. En það er staðreynd, að hinir ungu hafa gaman af að spreyta sig, ekki síður en þeir sem eldri eru, og þess vegna vona ég að Skiðaráðið hafi sérstök mót fyrir unglingana, það skemmir áreiðanlega ekki. Þá er bezt að snúa sér að Stór- hríðarmótinu. Eg beið með nokk- urri eftirvæntingu eftir að sjá keppni í A-flokki, ekki sízt af því, að þrír af keppendum þar hafa farið til útlanda í yetur, þeir Kjálmar og Bragi, sem dvalið hafa við æfingar erlendis, Hjálmar m. a. í Austurríki með Eysteini Þórðarsyni, en Bragi í Svíþjóð. — Sigtryggur var sá þriðji, en hann fór til Noregs og keppti á Holm- enkollenmótinu, en var ekki við æfingar þar. Sigtryggur hafði rásnúmer 1. — Hann fór vel af stað, en datt illa, í fyrri ferð, er niður í brautina kom. I síðari ferð fór liann einnig út úr brautinni og virðist mér hann ekki eins öruggur og hann befur verið undanfarna vetur, og er ekki í góðri æfingu. Halidór Olafsson fór annar af stað, og gekk allt vel hjá honum. Hann er ekki heldur í góðri æf- ingu. Síðan kom Hjálmar, og varð ég ekki fyrir vonbrigðum að sjá til hans. Hann er tvímælalaust bezti og öruggasti svigmaður sem Akur- eyringar eiga nú, og eg dreg í efa að hér hafi nokkurn tíma verið til betri svigmaður. Það var auðséð að hann hefur haft gott af dvöl sinni erlendis í vetur, og kemur það betur í ljós þegar keppt verð- ur í lengri brautum. Nr. 4 kom svo Birgir Sigurðs- son. Hvað kæmist sá maður langt ef hann æfði? Hann náði öðru sæti í A-fl., og sigraði bæði Sigtrygg og Braga. (Framhald á 2. síðu.) BRÉF TIL KENNARA (Framhald.) IS. SKRIFTARKENNSLA. Margir tala um „sjö höfuðreglur“ við skriftar- kennslu 9—13 ára barna. Eru reglurnar þessar: a) Að vanda stafagerð. b) Að tengja rétt staíina. c) Hafa jöfn millibil. d) Hafa jafnan halla á stöfunum. e) Hafa jafna stafahæð. f) Hafa jafna stafalengd niður fyrir línu. g) Að skiija vel við stafi og enduð orð. Auk þess má bénda á þetta: 1. Gott er að sýna skrift barnanna í skuggamynda- vélum. þar sem þær eru til, og benda börnunum á kosti og galla. 2. Gctt er að búa til fjölritaða forskriftarrenninga, og nota þá sem forskrift, í stað þess að skrifa forskrift í bækurnar jafnóðum. 3. Áhrifamest í kennslunni er skrift kennarans. — Vandvirkni er því sjálfsögð, bæði þegar kennar- inn skrifar á töfluna og í bækur barnanna. 4. Pappír í stílabókum barnanna þarf að vera vandaður, og hæfilega langt bil milli línanna eftir leikni nemenda. 5. Varast skal að láta börnin ski'ifa með oddmjóum pennum eða lélegum sjálfblekungum. Penol- pennar — danskir sjálfblekungar — virðast. heppilegir skólapennar. — Aðalumboð: Bókabúð Rikku,. Akureyri. 6. Á meðan barnið hefur litla æfingu í skrift, má vel láta það nota mjúkan blýant og skrlfa í tví- strikaðar bækur. 131. STAFSETNINGIN. Mikill hluti af kennslustundum í móðurmáli fer í stafsetningarkennslu. Eg vil hér nefna nokkrar aðferðir við kennslu í stafsetningu, sem margir kennarar nota að ein- hverju leyti, til að auka fjölbreytni í kennslunni. 1. Setningar eru lesnar fyrir, sem börnin skrifa jafr.óðum í stílabækurnar. Eru þær hafðar léttar eða þungar eftir leikni barnanna. — Þetta er sú aðferðir., sem kennarar nota mest. 2. Börnin eru látin ski-ifa eftir prentaðri bók. Þess skal gætt' að réttritun á bókinni'sé í samræmi við það, sem börnunum er kennt. 3. Töflustílar. Setningar með vandrituðum orðum eru skrifaðar á töfluna, og villur leiðréttar jafn- óðum Sérstaklega er gott að festa í minni reglur með þessari aðferð. 4. Gott er að skrifa á töfluna einstök orð, og láta börnin mynda setningar utan um þau, t. d. afi, amma, pabbi, mamma, skóli, borð, stóll. 5. Ritgerðir um ýmislegt efni. Gott er að láta börnin byrja sem fyrst á því. Þau eru ekki eins hlédræg, ef þau byrja snemma. 6. Endursagnir. — Þjóðsögur og aðrar léttar sögur lesnar tvisvar upphátt .fyrir börnin, en þau endursegja skriflega. Endursagnir auka orðaforða barnanna. 7. Orðalisti. — Kennarinn býr til orðalista og læt- ur bö-rnin skrifa hann upp eftir upplestri. — Eitt orð er lesið í einu og orðin skrifuð í röð niður eftir blaðsíðunni og tölusett (skrifa má tvær raðir). 8. Greinamerkjalaus grein. — Þegar kennarinn hefur æft börnin nokkuð í því að setja rétt greinarmerki, þá fjölritar hann, eða skrifar á töfluna grein, án allra greinarmerkja eða upp- hafsstafa, og lætur börnin endurrita greinina í stílabækur sínar og setja greinarmex-ki og upp- hafsstafi. — Stíla skal greinina þannig, að eng- inn vafi leiki á um setningu greinarmerkjanna, en sem flest atriði komi til greina. Þetta er sér- staklega fyrir 12 til 13 ára börn. 9. Jafnan skyldi kennarinn hafa það hugfast í staf- setningarkennslunni, að æfingarar auki orða- forða barnanna, og jafnframt að glæða smekk þeirra um vandað málfar. Gott er að bera saman setningar um sama efni — vandað mál og óvandað. (Framhaid.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.