Dagur - 20.03.1957, Síða 8

Dagur - 20.03.1957, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 20. marz 1857 „Kiðrnorkð og kvenhyiSi" sýnd é Kúsavik við góða aðsókn 4SÖ marais háfá lokið Landsgöngramf Fréttaritari Dags í Húsavík' skýrði blaðinu frá því á mánu- daginn, að leikrit Agnars Þórðar- sonar, Kjarnorka og kvenhyili, hefði verið frumsýnt þar á þriðju daginn var undir leikstjórn Sig- urðar Hailmarssonar kennara. — Hefur ieikurinn verið sýndur þrisvar sinnum við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Með aðal- hlutverkin fara Páll Þór Krist- insson bæjarstjóri, ungfrú Stein- unn Valdimarsdóttir, frú Kolbrún Kristjánsdóttir, Njáll Bjarnason kennari og Bjarni Sigurjónsson. Ingvar Þorvaidsson málaði leik- tjöldin. Leikur Njáis Bjarnasonar í gerfi Sigmundar bónda vekur sérstaka athygli leikhúsgesta, einkum þeirra ,er sáu leik þenn- an í Reykjavík hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á Leikfélag Húsa- víkur þakkir skyldar fyrir góða skemmtun á viðburðasnauðasta árstímanum. Sökum ófærðar hefur leikurinn ekki verið sóttur úr sveitunum. —o— Fréttaritarinn sagði ennfremur að fannfergi væri nú mikið eystra og snjóbílar einir væru á íerð- inni, stundum 3 og væru þeir í stöðugum flutriingum dag og nótt en hefðu þó engan veginn undan. Um 480 manns hafa lokið Landsgöngunni. Elztur þeirra er gengið hafa, er Valdimar Jónsson, smiður, 81 árs. En yngstur er Sigurgeir Aðalgeirsson, 3 ára. Hrognkelsaveiði er hafin og er aflinn frystur fyrir Reykjavíkur- markað. Námskeið fyrir bifreiðarstjóra Námskeið fyrir bifreiðastjóra til undirbúnings meira prófs, stendur nú yfir á Akureyri. Hófst það í síðastliðinni viku og mun standa fram undir páska. Nemendur eru 50 og víðs vegar að af Norðurlandi. Snæbjörn Þorleifsson bifreiðaeftirlitsmaður stjórnar námskeiðinu og kenna auk hans: Gísli Ólafsson, vakt- stjóri í lögreglu Akureyrar og Vilhjálmur Jónsson, vélaeftirlits- maður. Auk þess verða fluttir fyrirlestrar og sýndar fræðslu- myndir. AUGLÝSIÐ í DEGI Samkvæmt upplýsingum Skíða- sambandsins í gær, hafa 2400 manns lokið landsgöngunni á Akureyri. Elztur göngumanna er Páll Jónatansson, Sólvöllum 8. Hann er 84 ára. Þrír þriggja ára snáðar hafa einnig lokið göngunni cg gekk þeirra fyrsur Ólafur Búi Gunnlaugsson. Elzta konan, sem enn hefur þreytt gönguna hér á Akureyri, er Jónasína Helgadótt- ir írá Hrcarsstöðum, og er hún 72 ára. Þrjár göngubrautia eru nú hér í bænum, en elzta brautin er Jang skemmtilegust og vilja flest- ir ganga hana. Skólafóikið á Akureyri er mjcg áhugasamt og hafa nokkrir ein- stakir bekkir lokið göngunni með 100% þátttöku. íslenzkur skiðamaður Valdimar Örnóifsson er nýorð- inn tvíkeppnismeistari stúdenta í Frakklandi í svigi og bruni. Segir í frönskum blöðum, að Valdimar hafi alla góða kosti skíðamanns, hörku hugrekki og öryggi. Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. (Ljósmynd: Sveinn Sæmundsson.) Prófasutr og hreppstj. hefja gönguna við Iljalteyri. (Ljósm.: T. H.). Aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins er nýlega lokið í Reykjavík. Hermann Jónasson forsætisráðherra, formaður fiokks ins, og Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra, ritari, fluttu yfir- litsræður um stjórnmálaviðhorfið. Sigurjón Guðmundsson gjaldkeri las upp og skýrði reikninga og Óiafur Jóhanness. framkvæmda- stjóri skipulagsnefndar flokksins flutíi skýrslu um störf og skipu- lag. Miklar og fróðlegar umræður urðu á fundinum og stjórnmála- yfirlýsing samþykkt. Verður hún! síðar birt í meginatriðum. Stjórn í'ramsóknarflokksins var öll end- urkjörin. En hana skipa: Her- mann Jónasson formaður, Ey- steinn Jónsson ritari og Sigurjcn Guðmundsson gjaldkeri. Varamenn í sömu ráð: Stein- grímur Steinþórsson, Guðbrand- ur Magnússon og Guðm. Kr. Guðmundsson. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Vigfús Guðmundsson og Plannes Pálsson. t blaðstjórn eru: Hermann Jón- asson, Eysteinn Jónsson, Hilmar Stefánsson, Erlendur Einarsson, Guðbrandur Magnússon, Ólafur Jóhannesson, Sigurjón Guð- mundsson, Vilhjáimur Þór og Rannveig Þorsteinsdóttir. Fjörutíu ára afmæli Tímans var minnst með veglegu hófi að Hótel Borg á mánudagskvöldið. Her- mann Jónasson forsætisráðherra stjórnaði því. Þar fluttu ræður: Ráðherrar flokksins, allir núlifandi ritstjórar blaðsins og Steingrímur Stein- þórsson. Jón Arnþórsson flutti heillaóskir ungra Framsóknar- manna. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari skemmti með söng og Hjálmar Gíslason með gamanvísum. Fjöldi heillaskeyta bárust frá einstaklingum og fé- Íagasamtökum. Hófið sátu nokk- uð á þriðja hundrað manns og var hið ánægjulegasta. Kjjörbáð KEA opin á simraidögum Sú nýbreytni er upp tekin í Kjörbúð KEA að seija mjólk, rjóma, skyr og brauð á sunnu- dögum kl. 10—12 f. h. Er þetta gert vegna þrengsla í aðalmjólk- urbúðinni. Afgreiðir fólk sig sjálft eins og aðra daga, en aðrar vörur eru að sjáifsögðu ekki seldar. Þessi aukna þjónusta er til þæginda fyrir mjög marga bæj- arbúa. Aðild verkalýðsíélagaraia til að aoðveláa framkvæmdina Um húsbyggingar Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið að beita sér fyrir þarfri fræðslu um byggingamál. Hefur útvarpið failist á fiutning fræðsluerinda um tæknileg og al- menn efni sem þátt í þessari fræðslustarfsemi. Verður þessi þáttur fiuttur hvern þriðjudag kl. 18.30 í vor og sumar. Fyrirspurnum hlustenda verð- ur svarað í fjórða hverjum tíma. Er ekki að efa að þáttum þessum verði veitt verðug athygii af hinum fjöimörgu er eiga eftir að eignast þak yfir höfuðiið eða eru þegar í þeirri eldsskírn að fcyggja. Nýlega óskaði Alþýðusamband ísiands eftir því við verkalýðsíé- lögin um land allt, að þau til- nefndu fulltrúa af sinni hálíu til að starfa að verðlagseftirliti í samvinnu við hið opinbera verð- lagseftirlit ,en í Icgum frá 22. des. sl., er svo ákveðið, að verðlags- eftrlit ríkisins leiti samvinnu við verklýðsfélög og önnur hsgs- munasamtök neytenda. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri ræddi mál þetta á fundi 6. þ. m. og samþykkti að fela starfsmanni félaganna ásamt tveimur konum, sem stjóm Full- trúaráðsins fengi til staría með honum að þessum málum, að koma fram sem íulltrúar alha verkalýðsfélagarma S bsenum á þessum vettvangi. Eftirlitsnefnd þessi, eða sam- starfsnefnd verðlagseftirlitsins, er nú fullskipuð, og eiga sæti í henni: Jón Ingimarsson, Byggðaveg 154. Sími 1544. Guðlaug Jónsdóttir, Glerárgötu 18. Sími 2077. Margrét Magnúsdóttir, Hrís- eyjargötu 8. Sími 1794. Gert er ráð íyrir, að fulltrúar þessir verði m. a. eins konar tengiliður milli meðlima verka- lýðsfélaganna cg verðlagseftir- litsins, komi umkvörtunum á framfæri og gefi upplýsingar, ef- tir því sem unnt er á hverjum tíma. (Fréttatilkynning írá Fulltrúa- ráði verkalýðsíélaganna.) íslendingar á Ferguson-namskeiði Fararstjóri er Hjörtur Eldjárn Dráttarvélar hi. gengust fyrir því að 25 bændum cg búvéla- fræðingum var gei'inn kostur á véianámskeiöi, þar sem sérstak- lega er kennd meðferð Ferguson- dráttarvéla, viðhald og viðgerðir. Námskelðið verður haldið við Coventry í Englandi á fornfræg- um. sögustað, Stonleigh Abbey. Er þetta full nauðsyn, þar sem þessi dráttarválategund er mjög útbreidd hér á landi og í miklu áliti. Hjörtur Eldjárn, bóndi að Tjörn í Svarfaðardal, er íararstjóri ís- lendinganna, en þátttakendur eru hvaðanæfa af landinu. Er þetta stærsti hópur, sem farið hefur slíkra erinda til útlanda og vænta menn mikils árangurs af för þessari.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.