Dagur - 20.03.1957, Síða 5

Dagur - 20.03.1957, Síða 5
Miðvikudaginn 20. marz 1957 D A G U R 5 UM DAGINN OG YEGINN Fiskurinn við bæjarvegginn. Það er álit sjómanna, að fiski- göngur séu að breytast allmikið hin síðustu hér við Norðurland. Hin árvissa vorganga, sem treyst var á og sjaldan brást, virðist vera að hverfa, en í stað þess gangi fiskur upp að landinu og jafnvel inn í firði, að vetrinum fyrir áramót. í vetur gerði Krist- ján Jónsson kaupmaður tilraun með nýtt veiðitæki Fiskifélagsins, fiskinótina og varð af því tölu- verður árangur. Tilkostnaður er mjög lítill við þessa veiði þegar hún er sótt aðeiris út fyrir bæjar- vegginn. Fjörðurinn er fullur af smásíld og er það að vísu ekki ný saga. Fiskveiðitilraun Hagbarðs og fleiri báta í Húsavík tvær síð- astliðnar vetrarvertíðir, benda til þess að vert sé að athuga möguleika á hagnýtingu þess fiskjar, er virðist í vaxandi mæli ganga á mið við norðurströndina fyrri hluta vetrar. Þrjú skip frá Akureyri: Snæ- fell, Súlan og Kópur eru nýlega farin á togveiðar. Þegar lífæðar lokast. Frá því um mánaðamótin jan- úar—febrúar hefur snjóað meira og minna á Norðurlandi, að fáum dögum undanskyldum. Er snjór- inn víðast jafnfallinn og hefur hann valdið miklum erfiðleikum í flutningum og hvers konar sam- göngum í sveitum. í byggðunum við Eyjafjörð hefur allt kapp verið lagt á að brjótast með aðal- framleiðsluvöru bændanna, mjólk ina, og hefur það tekizt, með nokkrum undantekningum og ærnum kostnáði. Akureyring- ar hafa lítt orðið varir við þessar truflanir í samgöngum, því að mjólk hefur ekki skort í bænum. Á hverjum degi blasir sú stað- reynd við okkui', að ennþá eigum við engin viðunandi samgöngu- og flutningstæki, þegar veruleg- ur snjór kemui'. Það er því til- finnanlegra, að búskapai'lag er orðið þannig, að það byggist beinlínis á ótrufluðum og örum samgöngum allt árið. Mjólkur- framleiðslan heimtar daglegar ferðir um allt héraðið. Vegirnir eru lífæðar atvinnulífsins, sem verðut' að halda opnum. En það er sannast mála, að þær aðferðir, sem til þess eru notaðar nú, eru alveg ófullnægjandi og tryggja hvergi flutningana svo sem þarf að vera. Marghjóla trukkbílar, að vísu öflugir vagnar geta verið góðir á vissu stigi, þ. e. þegar þæfingsfæri er komið og ófært venjulegum bifreiðum. En þeir lúta sömu lögum og aðrir bílar, að þurfa að hafa „fast undii' fót- um“. Jarðýturnar ryðja vegina þegar allt ætlar að stöðvast og draga jafnvel stóra mjólkursleði. En þær eru seinfærar og dýrar í rekstri. Samkvæmt þeirri reynslu, sem fslendingar hafa alltaf haft. af samgöngum í snjóalögum, pg hafa enn, verðum við að komast leiðar okkar ofan á snjónum, í stað þess að grafa okkur göng um hann og binda vetrarferðirnar við sumar- vegina. Framtíðarlausnin hlýtur að byggjast á þeirri meginstefnu, fremur en þeirri, að treysta á sérstök vinnutæki til snjómokst- urs, til snjóbræðslu, samanber eldspúandi skriðdrekar, eða snjó- m SIGURRÓS - 18. apríl 1902 - 8. marz 1957. - I blindni títt vér lötrum lífsins braut 18 og lítið skynjum — grunar stundum fleira, því reynslu-vef sinn slær oft þrotlaus þraut, — á þeirri leið er margt að sjá og lieyra. En sumir bera byrðar sínar létt og brosa jafnvel móti stritsins degi, • þóít aðrir þrevtist eftir stuttan sprett \ og örmagnist á miðjuin, sléttum vegi. f tregans lundi er sigurfræi sáð, og sólin kyssir líf úr dökkri moldu, svo sorgarundrið grær af guðanáð og geymir stundum dýrstu von á foldu! 'i' ■-*?! T'' Því ævi vorrar áfangi nær skammt, og enginn veit hvar gista muni að kveldi. Um álfur geimsins áfram stefnir samt vor innsta þrá — í leit að Drottins veldi: ’ Og sá, er leitar, loksins finnur veginn að loka-takmarkinu — beggja megin. (Afmælisljóð 1952.) Nú fylgii’ hugur minn þér langar leiðir, er leggur þú úr jarðlífs köldu vör. Og lof sé Drottni’, er götur vorar greiðir. Ilann gefi byr á þinni hinztu för. (16. marz 1957.) HELGI VALTÝSSON. blástur. En ef til vill leysa vís- indi efnishyggjunnar þessa þraut í næstu framtíð. Eins og áður hefur verið drepið á hér í blaðinu, greiðir ríkið að- eins hluta af kostnaði við snjó- mokstur ,en íbúar sveitanna hinn hlutann. Gætir misræmis í þess- um málum norðanlands og sunn- an, sem nauðsynulegt er að lag- færa og norðlenzkir bændur þurfa að vinna að. Gullna hliðið. Gullna liliðið eftir Davíð Stef- ánsson skáld frá Fagraskógi, verðu.r afmælisleikrit Leikfélags Akureyrar. Ei' það æft af kappi undir stjórn Jóns Norðfjöi'ðs leikara og er þegar farið að síga á seirrsi hluta undirhúningsins. Það er vel til fundið, að velja einmitt þetta leikrit á þessum tímamótum Leikfélagsins og mun það án efa verða vel sótt. Menntskælingar hafa lokið leiksýningum á sjónleiknum En- arus Montanus eftir Ludvig Hol- berg. Var honum vel tekið í skemmtilegri meðferð hinna ungu manna, undir stjórn Bjargar Baldvinsdóttur. Margir leikunnendur hér í bæ hafa látið sig dreyma um að tak- ast mætti að setja íslandsklukku Laxness á svið hér. Að sjálfsögðu þyrfti að breyta leiknum eitt- hvað, vegna ófullnægjandi leik- sviðsbúnaðs. En slíka erfiðleika mætti án efa yfirstíga í sam- vinnu við höfundinn. Ætti Leik- félag Akureyrar að athuga þessa möguleika gaumgæfilega. Bcr liönd fyrir höfuð sér. í síðasta tölublaði Dags var vikið nokkrum orðum að stjórn,- arandstöðunni og á það þent, hvernig hún notaði málefnin til framdráttar einstökum flokks- gæðingum, og ef það væri ekki hægt, þá væri áhuginn rokinn út í veður og vind. Voru um þetta nefnd tvö nærtæk dæmi, er snerta Akureyri sérstaklega: Tunnuverksmiðjan og Húsmæðra kennaraskólian. Áhugi Sjálfstæðismanna á Ak- ureyri ef dæma má af íslendingi, beinist ákveðið að vissum mönn- um og hefur svo verið lengi. Einu sinni var hægt að skrifa fjálgleg- ar greinar um Tunnuverksmiðj- una og birta myndir af þingmanni bæjarins. Þá voru síldartunnur mikils virði. Sömu sögu er að segja af Húsmæðrakennaraskól- anum. En síðan þingmaður Sjálfsæð- isflokksins valt út úr Síldarút- vegsnefnd og út úr Alþingi hefur íhaldsblaðið á Akureyri ekki lengur áhuga fyrir þessum mál- um. Um það ber Islendingur bezta vitnið. Áhuginn var bundinn við mann en ekki málefni og er gott dæmi um þá sýndarmennsku, sem Sjálf stæðisflokkurinn er stimplaður með á bak og brjóst. Svar til Einars míns Þú hefur Einar til m'ín' talað tímanlegum hugsunum, en forvitni þinni færðu svalað ef færirðu mig úr buxunum. ÞURA. Auðvitað bregður íslendingi ónotalega við þegar þetta er rifj- að upp, saman ber síðasta tölu- blað hans. En ritstjóri blaðsins verður að sakast um það við sjálfan sig að hafa fremur fetaS í fótspor aðalblaða flokksins um baráttuaðferðir, en að leggja hagsmunamálum bæjar og héraðs það liðsinni sem hann mátti. Kiimhestur var rétt- mætt svai* Kona hefur nú rétt til að svara fyrir sig með kinnhesti, án þess að karlmaður slái hana aítur. — Þessu var slegið föstu nýlega fyrir dómstóli í New Jersey. — Dómstóllinn fjallaði nýlega um þetta mál, milli matsveins og stúlku, sem gekk um beina, og reis það út af máii um buff með lauk. Stúlkan gaf manninum kinnhest. Hann svaraði með nokkrum orðum, sem ekki standa í neinni orðabók og réðist á hana, svo að hún lenti á kæliskáp með bakið. Dómstóllinn dæmdi stúlk- unni 5.116 dollara í skaðabætur og 75 sent betur. í forsendum fyrir dómaum segir: að það tilheyri almennri þekkingu á lífinu, að vita það, að kinnhestur, sem kona gefi — sérstaklega þegar hann er gefinn til að mótmæla óviðeigandi tali og ósæmilegu, sem særir tilfinn- ingar hennar — sé ekki tilefni til andsvara eða andstöðu a£ hendi mannsins. Viðtal við lón Kjartansson bæjarstjóra á Sigluf. Blad'ið hafði tal af Jónj Kjartans- syni, bœjarsljóra d Siglufirði i gar og spurði frélta úr kaupstaðnum. Lct hann góðfúslega eftirfarandi i té: Þúsundasti fundurinn. Hinn 13. þ. m. hélt bæjarstjórn- in í Siglulirði 1000. fund sinn að Ilótel Hvanneyri. Til þessa fundar hafði öllum verið boðið, er setið hafa í bæjarstjórn kaupstaðarins eða mætt á fundum sem fulltrúar. Ennfremur voru boðnir- starfsmenn bæjarins og bæjarfyrirtækja. Fund- urinn var svo auðvitað opinn öðr- um, er lilýða vildu á. — Um 160 manns sóttu íund þennan. Forseti bæjarstjörnarinnar, Bald- ur Eiríksson, setti fundinn og minntist látinna bæjarfulltrúa. Jón Kjartansson, bæjarstjóri, flutti á- varp til fyrrverandi bæjarfulltrúa. Byggðasafn. Fundurinn samþykkti að stofna byggðasafn í Siglufirði. Verður það til húsa á efri hæð lögreglustöðvar- innar, cr bærinn keypti fyrir tveim árum. Ei' Jiað allstórt steinlnls í miðjum bænum. í stjórn byggða- safnsins voru kosnir jiessir ntenn: Jón lvjartansson, Guðbr. Magnús- son, Sigurður Gunnlaugsson, Pétur Bjarnason og Hlöðver Sigurðsson. Siglfivðingar lieiðraðir. Samþykkt var að minnast aldar- afmælis Bjarna Þorsteinssönar pró- fessors, en hann var fyrsti heiðurs- borgari kaupstaðarins. Hann) var fæddur 14. okt. 1861. Nefnd sú, er kosin var af Jressu tilefni til að arinast undirbúning, hefur J»ví 4 ár til stefnu. Hana skipa: Jón Kjartarisson, séra Ragnar Fjalar Lárusson, Ólafur Guðmundsson og Þóröddur Guðmundsson. Aðeins einn þeirnt manna er nú á lífi, er kjörnir voru í fyrstu bæjar- stjórnina árið 1919. Er Jtað Sigttrð- ur Kristjánsson, sparisjóðsforstjóri. Var hann gerður að lieiðursborgara kaupstaðarins. Tyrsta sjöfiti til Byggðasafnsins. Eftir að fundi lauk, voru fram bornar kaffiveitingar. Eundurinn hafði verið tekinn á segulband, og var samþykkt að gefa byggðasafninu spóluna, og er Jtað fyrsta gjöfin til safnsins. Frá ]>ví að fyrsti bæjarstjórnar- fundurinn var lialdinn árið 1919, hafa 110 manns mætt sem hæjar- fulltrúar. Guðmundur Hannesson var fyrsti oddviti bæjarstjórnarinnar og var hann jafnframt bxjarstjóri og gegndi Jjeim störfum til ársins 1938, að sérstakur bæjarstjóri var kosinn. Hann var [>ví í fararbroddi og frumkvöðull að hel/tu hagsmuua- málum og stórfelldustu framkvæmd- um í Siglufirði um 20 ara skeið. Bæjarstjórnin hefur samþykkt að láta skrá bæjarfulltrúatal og bæjar- stjóratal í Siglufirði og taka raddir Jressara mahna á segulband og af- henda [>að hinu nýja byggðasafni. Togara- og kátakaup. Þrír Siglfirðingar sækja um að kaupa 250 tonna fiskibáta úr stáli írá Austur-Þýzkalandi, jrcir Þráinn Sigurðsson, útgerðannaður, Jón Guðjónsson, skipstjóri, og Vigfús ’Eriðriksson, framkvæmdastjóri. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að festa kaup á einum togara til við- bé)tar, og er verið að vinna að Jieim málum. Akureyrartogari er að landa hér 230 tonnum fiskjar og heimatogarar munu koma af veiðurn í næstu viku. Verður ]>ví næg íshúsvinna næsta hálfan mánuð. Mikill snjór er í bænum, og hef- ur Jsað valdið nokkrum erfiðleikum að koma þungaflutningi á ákvörð- unarstað, svo sem kolum og olíu. SjónUikurinn ímyndunarveikin. Sjónleikurinn ímyndunarveikin (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.