Dagur - 20.03.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1957, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 20. marz 1957 - ÍÞRÓTTIR (Framhald af 4. síðu.) Síðan lagðí Bragi af stað og hefur hann áreiðanlega haft gott af dvöl sinni í Svíþjóð í vetur. — Hann er mjög öruggur, og vaxandi svigmaður. Fieiri voru keppendur í A-fl. ekki, og eru þeir faerri nú, en ver- ið hefur undanfarna vetur. Þess vegna verða allir svig- menn okkar að æfa vel í þennan eina mánuð, sem eftir er til ís- landsmótsins, sem fer fram hér um páskana, því ekki þýðir að senda minna en 10 menn í slika keppni, sem svigkeppni Islandsmótsins er orðin, þar sem ekkert ræður úrslit- um annað en hraðinn, og þeir standa bezt að vígi, sem flesta keppendur senda til leiks. Það er þvi slæmt að skíðamenn okkar skuli ekki hafa aðstöðu til æfinga á kvöldin, í upplýstri braut, eins og Rej'kvíkingar. Helztu úrslit mótsins urðu þessi: A flokkur: 1. Hjálmar Stefánss., KA, 95.3 sek 2. Birgir Sigurðss., Þór, 100.5 sek. 3. Bragi Hjartars., Þór, 100.6 sek. Braut A-fl. var um 300 m löng, roeð 52 hliðum. B flokkur: 1. Kiistinn Steinss., Þór, 96.5 sek. 2. Páll Stefánsson, Þór, 96.7 sek. 3. Reynir Pálmas., KA, 100.0 sek. Keppni var hörð í B-fl. og sigr- aði Kristinn á því hve öruggur hann var. Beztum brautartima náði Reynir Pálmason (45.2 sek), en hann fór út úr brautinni í fyrri ferð, og tapaði við það mörgum sek. Hann er mjög efnilegur svig- maður, en vant3r öryggi enn þá. Eg spái þvi, að hann eigi eftir að ná langt ef hann æfir vel. — Braut B-fl. var um 250 m löng með 46 hliðum. C flokkur: 1. Viðar Garðarss., KA, 77.4 sek. 2. Grétar Ingvarss., GA, 87.8 sek. 3 Hörður Sverriss., KA, 89.9 sek. Kepþendur voru 10. Viðar Garð OG ÚTILÍF arsson er efnilegur svigmaður og öruggur. Beztum brautartima í íyrri- ferð (39.S sek.) náði Grétar, og er þar nýr maður á ferðinni, sefh vantar enn öryggi. — Brautin var um 200 m löng, með 41 hliði. Drertgir (eldri flokkur) 1 ívar Sigmundss., KA, 33.5 sek. 2 Vignir Kárason, KA, 34.5 sek. 3. Guðm. Kristjánss., KA, 35.7 sek Þarna voru rnargir efnilegir drengir á ferðinni, sem þurfa að fá góða tilsögn. Ættu þeir full- crðnu að taka þá með þegar þeir æfa sig, þeir hafa gott af að reyna sig í lengri brautum, og geta þá líka lært eitthvað af þeim. Drenéir (yngri flokkur) 1 Magnús Ingólfss., KA, 39.2 sek. 2. Þórarinn Jónss., KA, 45.6 sek. 3. Jóh. Karl Sigurðss., KA, 52.3 4. Sig. Haraldsson, KA, 5S.5 sek. Fleiri kepptu ekki í þessum flokki. En áre’ðanlegt er, að marg- ir drengir sitja heima, sim vel gætu verið með. Þeir verða von- ándi með næst. Eitt vantaði í þetta mót, en það er kvenfólkið. Nú er svo komið, að engin stúlka tekur þátt í mót- um hér, og er það leiðinlegt til afspurnar. Iþróttafélagið Þór sá um mótið, og fór það vel fram. — Mótsstjóri var Ásgrímur Stefánsson, og lagði hann einnig brautirnar. ----o-—— Um næstu helgi fer fram stökk- mót í Miðhúsaklöppum, ef veður helzt, og ættu menn ekki að láta það fram hjá sér fara. Það er orð- ið nokkuð langt síðan Akureyring- ar hafa séð skíðastökk. — Einnig verður keppt í svigi, og fer sú keppni fram fyrir neðan Fálkafell. Meðal keppenda verður Eysteinn Þórðarson frá Reykjavík og senni- lega koma fleiri keppendur utan af landi. — Sjá nánar á öðrum stað í blaðinu. — S. O. Svigkeppni í brekkunum neðaii við Fáikafell Eysteinn Þórðarson, skíðakappi, meðal keppenda Um næstu helgi fer fram skíða- stökkkeppni í stökkbrautinni við Miðhúsaklappir. Kcp]>cndur verða frá Akureyri, Reykjavík og senni- lega frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Skíðastökkið hcfst á laugardag- inn kl. 3 e. h., og mun Islandsmeist- arinn í þeirri grein, Eysteinn Þórð- arson, Rvík, verða meðal keppenda. Keppt verður í eldri og yngri ílokk- um. Á sunnudag fer fram kepjroi í stiikki kl. 2 við Miðhúsaklappir, og kl. 4 verður keppt í svigi sunnan og ofan við Miðhúsaklappir, neðan við Fálkafell. Þar verður einnig Is- landsmeistarinn, Eysteinn Þórðar- son, meðal kcppcnda, en hann er nú viðurkenndur sem fyrstu deild- ar svigmaður á heimsmælikvarða. Eysteinn hefur undanfarnar vikttr ferðazt suður um Evrópu ásamt Hjálmari Stefánssyni, Akureyri, sem einnig cr meðal keppenda, og hafa þeir kep]H á mörgum stórmótum í Þýzkalandi, Sviss, Italíu og svo síð- ast á Holmenkollenmótinu í Nor- egi. Á þessu móti mætast einhverjir beztu svigmenn landsins. Ferðir verða írá Ferðaskrifstof- unni, og komast bílar mjiig nálægt stökkbrautinni með því að fara veginn norðan við Eund og suður með Lundartúninu að vestan (en þessum vcgi er haldið opnum vegna keyrslu á öskuhaugana). Fólk er hvatt til að nota tækifæri þetta til að sjá skemmtilega keppni og nota skíðasnjóinn meðan færi gefst, og í leiðinni er hægt að ganga hina tilskildu 4 km í lándsgöng- unni. Lítil íhúð til leigú í miðbænum. — Upplýsingar í síma 1423. Sauma\éi til sölu Fótstigin saumavél er til SÖlll. Afgr. vísar á. ösníæour * FLÓRU GERIÐ 11.50 kílóið Fæst í 1 kg. og \'2 kg. pokum. Sparið peuingana. Nýlenduvörudelidin o<i útibúin. Til fermingargjafa: Gjafakassar, Delavell, Krossar, gylltir og silfraðir. Armbönd íálsfestar Eyrnalokkar Hringar Töskur og veski margar gerðir og margir litir. Slæður Hanzkar Náttföt Náttkjólar Undirföt Ilmvötn Steinkvötn Vasaklutar, hvítir. r Verzlunin Ásbyrgi Skipagötu 2 — Sími 1555 r Eigum enn }iá flestar stærðir af gólfteppuni með garnla, lága verðinu. Kuldðúlpur barna, unglinga, kven- og karlmanna. Yfribyrði frá Vinnufatagerð, Skjólfatagerð og Fram. VEFNAÐARVÖRUDEILD Drengjapeysur nýjar gerðir nr. 0—16. Verzlunin DRÍFA Shni 1521. Nú fara allar dönuir í skíðagönguna. Skíðapeysur og hettupeysur í fjölbreyttu úrvali. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Norðau stu r-Crænlan d VERÐOL Nýlenduvörudelidin og útibúin IÐJU-klúbburinn verður u. k. sunnudagskvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvisl. Góð verðlaun. Dans á eftir. Ungfrú Laufey Pálmadótlir syngur með hljómsveitinni. STJÓRNIN. Bráðlega kemur út hjá sviss- nesku forlagi vönduð bók um Norðaustur-Grænland. Myndir eru teknar af Ernst Hofer, en textinn, sem verður á ensku, þýzku og frönsku, er skrifaður af dr. Lauge Koch og dr. Bútler. — Bókin á að heita: Arctic Riviera. N ýlenduvörudeildin og útibúin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.