Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kcmur næst út miðviku- dagimt 15. maí. XXXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. maí 1957 21. tbl. Ilríniíaxi sjicrtir Akurcyrarflugvöll í fyrsta sinn. — (Ljósm.: E. D.). ínnlendur flugílofi er mikilvægur þáftur þjóðarbuskaparins Hinar nýju vélar F. í., Hrímfaxi og Gullfaxi Síðastliðinn fimmtudag lögðu tvær nýjar flugvélar af Vis- countgei'ð upp frá Glasgow undir íslenzkum fánalitum. Það voru hinar nýju flugvélar Flugfélags íslands, er voru á leið til Rvíkur í fyrsta skipti. í Reykjavík var mikill viðbúnaður til að fagna komu hinna nýju farartækja. — Vélar þessar taka 48 farþega, vega fullhlaðnar 28,5 smálest og með 4, 1780 hestafla hreyfla. Meðal flughraði er 525 km. á klukkustund. Flugtími milli Glasgow og Reykjavíkur er um 3 klst. Flugtími til Kaupmanna- hafnar 4,5 klst. og 4 klst. til Lon- don Flugþolið er 3400 km., en þó er hægt að auka það með vara- eldsneyti að mun. Sézt af þessu að flughraðinn er miklu meiri en Skymastervél- anna. Þá er og sérstakur loft- þlýstiútbúnaður í vélum þessum, sem gerir kleyft að fljúga mjög hátt. Eykur það öryggi flugsins og veldur farþegum ekki óþæg- indum. Titringur og vélagnýr er einnig minni í þessum nýju vél- um, þar sem hreyflarnir eru af sérstakri gerð með tilliti til þessa. í athyglisverðri ræðu, sem flugmálaráðherra, Eysteinn Jóns son, flutti við þetta tækifæri, benti hann meðal annars á fram- tak og dugnað hinna íslenzku flugfélaga, sem svo heppilega vildi til að urðu tvö. Það ótrúlega hefði skeð að fyrir tilstilli þess- ara flugfélaga, hefði þróast bæði íþróttaþing ÍSÍ íþróttaþing ÍSÍ verður hald- ið hér á Akureyri 26.—28. júlí í suniar. Verða sennilega fast að 40—50 fulltrúar auk stjórn- ar og gcsta. — íþróttaþingin eru haklin annað hvort ár. Var síðast haldið að Hlégarði í Mosfellssvcit 1955. — Þótt það eé skki auglýst, þarf ekki að efa, að á þessu þingi verða framtíðarmál og starf- senii íþróttanna rædd og skipulögð, svo sem venja er til. innanlandsflug og einnig til út- landa, án þess að þessi atvinnu- grein væri styrkt af ríkinu. Flug- mannastéttin væri og starfi sínu vaxin, samkvæmt fenginni reynslu. Síðan sagði hann orð- rétt: „Það þarf meira til. Það þaif fjármagn. Það er óhugsandi að fá allt það fé að láni erlendis, sem festa verður í nýjum, öflugum og dýrum flugvélum. Hafa má það t. d. um fjármagnið, sem þarf að leggja í flugið, ef vel á að fara, að þær 4 flugvélar, sem íslenzku flugfélögin hafa nú fest kaup á, kosta til samans nærfellt 125 millj. kr. Að vísu fæst talsverður hluti af andvii'ði þessara véla að láni erlendis með ríkisábyrgð og eg er fyrir mitt leyti, eins og allt er í pottinn búið, ekkert hræddur um að ríkið verði fyrir tapi af þeim ábyrgðum. En verulegt fjármagn verða félögin að leggja nýju tæki nema af því að flugfé- fjórmagn á undanförnum árum. Kemur þar til greina myndar- legur rekstur og svo hitt, að lög- gjafinn hefur heimilað ríflegar afskriftir af flugvélum. í skjóli (Framhald á 7. síðu.) Aðalfundir Kaupfélags Þingeyinga og Kaupfélags Svalbarðseyrar voru haldnir Sakaruppgjöf 20 manna Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra hafði borið fram tillögu um algera sakaruppgjöf þeirra 20 manna, sem dæmdir voru eftir óeirð- irnar við Alþingishúsið 30. marz 1949. Var tillagan stað- fest af handhöfum forseta- valdsins síðasta dag aprílmán- aðar sl. Svo sem menn muna var safnað undirskriftum, þar sem farið var fram á náðun. Ilefur mál þctta nú endanlcga vcrið afgreitt og var tíini til kominn. Bragi Sigurjónsson tekur sæti á Alþingi mánudaginn tók nýr þingmað- ur sa’ti á Alþingi. Er ]tað ltragi Sigurjónsson frá Akureyri, er kem- ur á þing sem varamaður fyrir I’ct- ur l’ctursson, er verður ljarverandi um skeið. lintgi Sigurjónsson var, eins og kunnugt er, í kjöri fyrir Alþ’ýðu- flokkinn í Austur-Húnavatnssýslu og naut stuðnings Framsóknar- manna. um síöðstliona rse Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga, hinn 7(i. í röðinni, var haldinn dagana 6. og 7. þessa mánaðar í húsakynnum félags- ins. Mættir voru 94 fulltrúar frá hinum ýmsu íélagsdeildum í hélaðinu, auk stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra, éndur- skoðenda og maigra gesta. Vöruvelta félagsins varð 7,51 bóndi á Bjargi gengu úr félags- millj. króna meiri en árið 1955 og nam rúmlega 45 milljónum kr. Innstæður félagsmanna í inn* lánsdeild voru rúmlega 5 millj. í órslok og höfðu aukizt um nálega 1 milljón. Innstæður í viðskipta- mannareikningum voru um 6 milljónir og höfðu aukizt um 2 milljónir króna. Sameignarsjóðir félagsins eru 2,8 millj. og höfðu aukizt um tæplega 300 þús. kr. Endurgi'eitt var til félags- manna 7,5% af ágóðaskyldri vöru, rúmar 400 þús. kr. Skiptist sú upphæð þannig, að 3,5% renna i stofnsjóð félagsmanna, en afgangurinn í viðskiptareikning- ana. Félagið hefur greitt 5,5 millj. kr. á árinu í vinnulaun. Þeir Ulfur Indriðason bóndi á Héðinshöfða og Illugi Jónsson Samvinnuskólinn úlskrifaði 30 nema 1. maí - hina fyrsfu i Bifröst stjórn, en voru báðir endurkosn- ir. Aðrir í stjórn Kaupfélags Þingeyinga eru Karl Kristjóns- son alþingismaður, formaður, Baldur Baldvinsson bóndi á Ofeigsstöðum og Bjartmar Guð- mundsson bóndi á Sandi. Fram- kvæmdastjóri K. Þ. er Finnur Kristjánsson. Mörg mál voru tekin til með- ferðar og samþykktir gerðar. — Fundarmönnum öllum var boðið að sjá sjónleikinn Kjarnorka og kvenhylli. Sá háttur cr enn hafð- ur á, að láta fjúka í kviðlingum, og hafa fleira um hönd tii skemmtunar í kaffihlóum. Smjörlíkisverksmiðjan Gylti baugurinn var stofnsett á árinu og fatahreinsun. Verið er að byggja stóra vöruskemmu, 1200 m- að flatarmáli. Ný kjörbúð var opnuð á mánudaginn hjá útibúi K. Þ., Hornbúð. Var þar mjög gestkvæmt og mikil verzlun. — Deildarstjóri er Benedikt Helga- son. Fyrstu nemendurnir, sem Sam- vinnuskólinn útskrifar frá Bif- röst, fengu prófskírteini sín 1. maí, er skólanum var slitið. Skól- inn hefur nú stai'fað að Bifröst í tvo vetur og luku burtfararprófi 30 nemendur, en í 1. bekk skól- ans voru 33 nemendur. Lögfesf á Mþingi sð hafa gú björgunarbáfa Nýlega var lögfest ó Alþingi, að gúmmíbjörgunai'bátar skuli vera auk annarra öryggistækja um borð í öllum íslenzkum skip- um. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um eftirlit með skipum var samþykkt endanlega á Alþingi í gær við þriðju um- ræðu á fundi efri deildar. En í þessari breytingu eru hin nýju ákvæði um gúmmíbjörgunarbóta. Segir svo orðrétt í hinum nýju lögum: „Á hverju þilfarsskipi skal þó, auk annarra björgunartækja, sem ákveðin eru í lögum eða reglugerðum á hverjum tíma, vera gúmbjörgunaibátur, einn eðö fleiri, og sé stærð peirra miðuð við, að þeir rúmi minnst þá, sem á skiþi eru. Ráðherra setur í reglugerð fyrirmæli um gerð þeirra og búnað. Skipaskoð- unarstjóri veitir þeim, sem hafa ekki þegar aflað sér gúmbáta í skip sín, hæfilegan frest til öfl- unar þeirra. Með reglugerð um notkun björgunartækja, er ráðu- neytið setur, skal eftir föngum tryggja það, að sjómönnum verði kennd meðferð gúmbjörgunar- báta.“ Flutningsmenn voru Friðjón Skarphéðinsson o. fl. Skólaslitin fóru fram með virðulegri athöfn í hótíðasal skól ans og voru margir gestir við- staddir. Þar á meðal var hópur nemenda, sem útskrifaðist úr skólanum 1931. Harry Frederik- sen, framkvæmdastjóri, hafði orð fyrir þeim og færði skólanum að gjöf lágmynd af þáverandi skóla- stjóra Samvinnuskólans, Þorkatli Jóhannessyni, rektor Háskólanss. Kirkjukór Borgarness söng nokkur lög undir stjórn Halldórs Sigurðssonar og sömuleiðis karlakór úr Samvinnuskólanum. Skólastjórinn, sr. Guðmundur Sveinsson, hélt ræðu og afhenti nemendum prófskírteini og verð- laun fyrir námsafrek. Af nem- endum, sem brautskráðust, hlaut hæsta einkunn Marías Þórðarson frá Súgandafii'ði, 9,03. Magnea K. Sigurðardóttir frá Reykjavík hlaut 9,00, og þriðji varð Haukur Logason frá Húsavík með 8,67. Við skólaslit flutti Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, ávarp. Ennfremur Þorkell Jóhannesson rektor Háskólans, Snon'i Þor- steinsson, kennai'i, Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjói'i, Skúli Guðmundsson alþingismaður og tveir nemendur fluttu ávörp. Aðalfundur Kaupfélags Sval- bai'ðscyrar var haldinn á Greni- vík á sunnudaginn var. Heildar- sala fél. varð rúml. 8 milljón- ir króna og hafði vaxið um rúm 17% frá fyrra ári. Sjóðir félags- ins uxu um 118 þús. kr. og eru rúml. 1 milljón. Tckjuafgangur varð 42 þús. kr. og og var sam- þykkt að láta hann renna í stofn- sjóð félagsmanna. Félagið hefur sótt um fjárfest- ingarleyfi fyrir byggingu slátur- húss og munu framkvæmdir hefjast þegar leyfið er fengið. Kaupfélagsstjóri er Skúli Jón- asson. Áfengisútsala verður opnuð á ísafirði Fyrra sunnudag fór fram at- kvæðagreiðsla um það, hvoi't opna ætti útsölu Áfengisverzlun- ar ríkisins á ísafirði eða ekki. — Á kjörskrá voru 1517, en at- kvæði greiddu 838. Samþykkt var með 606 atkvæðum gegn 214 að opna útsöluna aftur. 18 seðlar voru ógildir og einn auðui'. Árið 1953 var samþykkt með 562 atkvæðum gegn 357 að loka útsölunni Þá gi'eiddu atkvæði 938.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.