Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 8
8 óáféS*, Miðvikudaginn 8. maí 1957 Bagujr Gamla sýslumannshúsið í Fjörunni Örn Snorrason, sem nú dvelur í Kaupmannahöfn og er lesend- um blaðsins kunnur af þáttun- um: Frá sólhýrum sundum, sagði frá því (í blaðinu 10. april sl.), að hann leigði nú hjá sonarsyni sýslumanns eins frá Akureyri. Var sá sýslumaður danskur mað- ur, Bertel Holm Borgen að nafni. Hér kemur mynd af húsinu hans á Akureyri, sem enn stendur og er í Innbænum eða Fjörunni. Það er byggt af hinum danska sýslu- manni um 1845, og er því með elztu húsum bæjarins. Stendur það við Aðalstræti 66 og er í eigu Magnúsar Jónssonar bif- reiðastjóra. Borgen var sýslumaður 1838— 1848. Hann seldi húsið Indriða Þorsteinssyni gullsmið. En það komst í eigu bæjarins eftir að hann fékk kaupstaðarréttindi (1862), þegar Indi'iði flutti að Víðivöllum í Fnjóskadal. Á þeim árum var hið hátimbr- aða hús, sem þá þótti svo, notað tih margra hluta. Þar var um skeið barnaskóli, er síðar var flúttur í Hafsteinshúsið (nú Hafnarstræti 105). Þar voru líka fundir og skemmtanir haldnir. Margir bjuggu í húsinu á því tímabili, sem bærinn átti það. Þát bjó Jón háleggur og Jón kol- uh, Friðfinnur Kærnested, Jón Réynholt, Björn vasi og margir fléiri. Þá voru auknefni og upp- nefhi tíð. Síðar komst sýslumannshúsið í eigu Sigurðar Sigurðssonar járn- smiða eða árið 1880. Flutti Sig- urður þessi frá Krossum á Ár- skógsströnd. Byggði hann kvist á húsið að austan og útskot. Stend- úr það enn í dag óbreytt að öðru léyti. íoriS kallar á vinnufúsar hendur íslenzkra bænda Úr ræðu Ólafs Jónssonar á síðasta bændaklúbbsf, (' ’ \ Bændaklúbburínn hefur starfað af miklu fjöri í vetur og liafa fundir verið fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Síðasti fundurinn var baldinn á mánudaginn og var þá auðséð að vorið hafði kallað menn til annarra starfa. Frummælandi á fundinum var Ólafur Jónsson og talaði um vorstörfín. Verða hér endursögð nokkur atriði úr ræðu hans, því að vissulcga á hún erindi til bænda. Syngjandi páskar á sunnudaginn í ráði er, að hingað til Akureyr- ar komi Syngjandi páskar (Fél. ísl. einsöngvara) og haldi hér söng- skammtanir á sunnudaginn kemur. Söngvarar eru: Kristinn Halls- son, Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Kristinsson, Ketill Jensson og Guðm. Guðjónsson. Hljómsveit Björns R. Einarsson- ar mun skemmta og aðstoða, og Gestur Þorgrímsson fara með gam- anmál. Allir farfuglar komnir nema óðinshaninn Samkvæmt upplýsingum Kristj. Geirmundssonar, sem manna bezt fylgist með komu farfugla, eru þeir nú allir komnir nema óðinshaninn, sem jafnan rekur lestina. Farfuglarnir vortt yfirleitt mjög snemma á ferðinni í ár, nerna krí- an, sem kom 2. maí. Fyrsti spóinn sást 20. apríl, sandlóa 21. apríl og rauðhöfðaendur sama clag, máríu- erlan 24. apríl, lóuþrællinn 25. apr. og þúfutittlingur santa dag. Kjóinn kom einnig 25. apríl. Duggendur sáust fyrst 3. maí við Leirubakkann. Handavinnusýning í Gagnfræðaskólanum Góðir félagar! Það varð að samkomulagi að eg talaði um vorstörfin í sveitum á þessum bændaklúbbsfundi. Til þess er tíminn heppilegur, þar sem vorið er þegar komið og óteljandi störf fyrir höndum á hverju býli. Ekki orkar það tvímælis, að vorið er mesti annatími ársins hjá bænd- um landsins. Áður var heyskap- artíminn það og þá lagði fólkið harðast að sér við vinnuna. Ný tækni og aukin ræktun léttir heyvinnustörfin. En tæknin og vaxandi ræktarlönd hafa auk- ið vorstörfin verulega. Ræktun- arstörfin eru framkvæmd að miklu leyti á vorin, áburðarvinn- an hefur færzt feikna mikið í vöxt. Ennfremur aukin kartöflu- og margs konar matjurtarækt. — Stundum veldur tíðarfarið hinum miklu önnum. Sérstaklega þegar seint vorar og vel vorar. Munið að sá snenuna. Það sem eg vildi þó minna enn einu sinni á, er að sá grasfræinu snemma. Bændur þurfa að und- irbúa flögin svo vel að haustinu, að lítið annað sé eftir en sáning og dreifing tilbúins áburðar. Sé eftir að herfa að einhverju leyti, og ef til vill líka að plægja hús- dýraáburð niður í flögin, ætti að vera föst regla að gera það ekki og hreifa ekki flögin fyrr en hægt er að ganga frá þeim að fullu á mjög skömmum tíma. Moldin þornar mjög ört þegar farið er að vinna í flögunum, en það er höfuðskilyrði fyrir því að frasfræið spíri vel og uppskera fáist á fyrsta sumri, að jarðrak- inn frá vetrinum sé notaður. Auk hinnar miklu, fjárhagslegu þýð- ingar þess að fá góða uppskeru af töðu á fyrsta sumri, er hið nýja tún betur undir veturinn búið og Félag íslenzkra rithöfunda Framhaldsaðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn 29. apríl sl. Formaður var kosinn Þóroddur Guðmundsson, ritari Stefán Júlíusson, féhirðir Ingólf- ur Kristjánsson og meðstjórn- endur Sigurjón Jónsson og Axel Thorsteinsson. — Aðalfundurinn samþykkti, að bæði rithöfunda- félögin í landinu stofnuðu með sér samband. Hafa bæði félögin samþykkt þessa sambandsstofn- un. Kemur hún til framkvæmda næsta haust. Tekur þá rithöfunda sambandið við aðild þeirra að Bandalagi íslenzkra listamanna, sem Rithöfundafélag íslands hef- ur haft, en hvort félagið um sig starfar sjálfstætt eftir sem áður. Skákmót U.M.S.E. Skákmóti UMSE er lokið. Sigur- vegari varð Umf. Skriðuhrepps rncð 18 vinninga. Umf. Svarfdæla og félögin í Ongulsstaðahreppi voru í öðru og jtriðja sæti nteð 1 C)i/2 vinn- ing. ÆSkan á Svalbarðsströnd hlaut ]014 vinning, Umf. Möðruvalla- sóknar 10, Dagsbrún 7 vinninga og Umí. Öxndæla 614 vinning. Ungmennaf. Skriðuhrepps hlaut því að jressu sinni liið vandaðft skákborð, er Jón Stefánsson gaf til keppninnar og er farandgripur. Skákstjóri var Haraldur Olafsson. Hraðskákmót sambandsins var háð að Hótel KFA sl. sunnudag. Keppcndur voru 36. Sigurvegarinn varð Guðmundur Eiðsson, annar Steingrímur Bernharðsson og þriðji Halldór Helgason. . Gömul vísa er til, sem sýnir hve menn voru algengt upp- nefndir á Akureyri í fyrri tíð. Er hún svona: Árni væni ýtti Grænbarðanum, með á strindi marhnúta, Mæðutind og Aumingja. Árni væni var ötull sjómaður og hét bátur hans Grænbarði. Um hann er sú saga, að er hann var að búa sig til brúðkaups síns, frétti hann um síld, og hætti hann þegar við brúðkaupið og giftist aldrei. Á sunnudaginn var lá stöðugur straumur fólks í Gagnfræðaskólann. Þar var sýning á handavinnu nem- enda. Munir skiptu þúsundum og voru nijög athyglisverðir, margir þeirra, og sýningin sem heild bæði fjölbreytt og vel sett upp. Teikn- ingar og myndir skreyttu veggi. Handavinnukennarar Gagnfræða skólans eru: Freyja Antonsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir, Guðmundur Frí- mann, Guðmundur Gunnarsson og Haralclur Sigurðsson. Prófum i 1. og 2. bekk lýkur um miðjan mánuðinn, en miðskóla- og gagnfræðaprófum um næstu mán- aðamót. Sparisjóður Svalbarðsstrandar Aðalfundur Sparisjóðs Sval- barðsstrandar var nýlega hald- inn og leitaði blaðið frétta af honum hjá Sigurjóni Yaldimars- syni stjórnarformanni sjóðsins. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1914 af ungmennafélagi Fyrsta frjálsíþrótta- mótið Fvrsta frjálsíþróttamót sumarsins vcfður haldið hér á Akureyri nk. lattgardag og sunnudag. — Keppt verður í 100 m og 800 m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Maíboðhlaupið fer fram á laug- ardaginn. Þar keppa 10 manna sveitir frá UMSE, MA, Þór og KA. sveitarinnar, Æskunni. Rak íé- lagið hann í 21 ár, en síðan hefur hann verið sjálfseignarstofnun með 12 ábyrgðarmönnum og vaxið jafnt og þétt. Nemur hann nú 2,4 millj. króna. Sparisjóður- inn hefur verið sveitinni hinn þarfasti og átt drjúgan þátt í hvers konar framförum, segir formaðurinn og nú síðast við byggingu hinnar nýju kirkju. Stjórn hans skipa, auk Sigur- jóns, Benedikt Baldvinsson og Kjartan Magnússon. Hér skal þess getið, sem vel hefur gefizt í rekstri sjóðsins og mætti vera öðrum sjóðum um- hugsunarefni. Hann gefur hverju barni í sveitinni sparisjóðsbók með 50 króna innstæðu, um leið og það er skírt. Nú hefst kapphlaupið. Snjórinn er nú að mestu horf- inn og tún farin að þorna. Og nú hefst hið venjulega kapphlaup. Annars vegar við sprettuna og hins vegar við þurrkinn. Það skiptir meginmáli að vinna hvert verk á réttum tíma, og þar sem areynslan hefur sýnt að tíminn er -oftast naumur til þeirra hluta, sem gei'a þarf, þarf að færa vor- störfin meira yfir á aðra árstíma, til dæmis ræktunarstörfin. Þau má að miklu leyti framkvæma á haustin. Áburðarstörfin má einn- ig færa yfir á þann tíma að miklu leyti. Tilraunir sýna að hér norð- anlands er haustbreiðsla búfjár- áburðar heppilegri en vor- breiðsla. Bæði notast áburðurinn betur og vinnslan er léttari. Þvag er fyllilega eins hagkvæmt að bera á, á haustin. Þannig má með ýmsu móti flýta hinum eiginlegu vorstörfum, sem svo eru kölluð. Hin óslitna keðja. Vinna bændanna er keðja af ólíkum störfum, sem grípa hvert inn í annað. En ef eg væri spurð- ur að því, hver væru vorstörf, mundi ef í sem stytztu máli svara því með tveim orðum: Sáning — áburður. Er þá búfjárræktin frá- skilin, er svarið miðað við rækt- unarstörfin. En í hvaða röð vinna þau? íslenzk vor eru svo ólík, að ekki er gerlegt að gefa neina for- skrift, því að hún gæti tæplega staðizt nema fyrir eitthvert sér- stakt árferði. hættir síður við skemmdum. — Mánaðamótin apríl—maí er góð- ur sáðtími grasfræs í sæmilcgum vorum. En það er líka önnur purt, sem þarf að sá snemma og oft hefur verið bent á, en með furðu litl— um árangri. Það er gulrófan. Menn hafa ennþá vantrú á að sá fræinu snemma og stafar það ó- efað af því að oft munu þær hafa farið í njóla. Nú er síður og raunar lítil hætta á slíku, vegna þess að betri afbrigði eru á markaðinum. Má þar nefna ís- lenzkar gulrófur og rússneskar gulrófur. Ef snemma er sáð til rófna, vinnur kálmaðkurinn þeim minna mein og uppskeran verður. meiri og betri vara.: ’tc Vert er líka að minna á, að bórvöntun er algeng í rófnaökr- um. Ber framleiðslan þess gleggst merki. 20 kg. a£ bór á hektarann kemur í veg fyrir þetta. (Framhald á 7. síðu.) Metafli hjá Siglii- fjarðarbát Afli Siglufjarðarháta er nú niikið að glæðast, og kom einn línubátOT þar að landi á mánudaginu nieð meiri aíla en þar hefur komið a£ einum línubát úr ráðri í tóli ár. Það var vélbáturinn Baldvin Þor- valdsson, 16 lesta bátur, en afli háns úr róðrinum t ar 18000 pund. Fig- andi bátsins er Þráínn Sigurðsson, en skipstjóri Jón jóhaniisson. Báturinn iékk þennan ágæta aila á Skagagrunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.