Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8. maí 1957 D AG U R 7 Vorið kallar á vinnufúsar hendur (Framhald af 8. síðu.) Tilbúinn áburður. Nú er farið að nota mikið magn tilbúins áburðar. Ohætt er að segja, að eftir að komin eru mánaðamót apríl—maí, sé óhætt að fara að bera hann á. Komið getur fyrir að köfnunarefnis- áburður glatist að einhverju leyti ef mikill snjór og síðan ör leysing kemur, eftir að honum er dreift á túnin. En slíkt er mjög sjaldgæft. Það er algengur misskilningur að steinefnaáburðinn þurfi að bera snemma á. Sá steinefnaáburður, sem nú flytzt til landsins, er ekki svo torleýátúr,' að þess vegna þurfi nauðsynlega að bera hann á miklu fyrr en Kjarna hinn ís- lenzka. Hagkvæmt virðist vera að bera allan tilbúinn áburð á samtímis og verksparnaður að blanda honum saman. Þótt tíðarfarið ráði mestu um sprettuna, fyrst á vorin og tilbú- inn áburður komi ekki að notum á meðan vorkuldar ráða, sprettur venjulega fyrst þar, sem fyrst er borið á. Að lengja heyskapartímann. Sumir aðhyllast þá stefnu, að bera á suma hluta túnsins mjög seint til að ráða. betyr við hey- skapinn. Betra ráð mun það vera að alfriða þann hluta túnanna, sem ekki er brýn nauðsyn að beita á vorin. Þar er hægt að slá snemma, en síðan aðra hluta túnsins, sem notaðir hafa verið til beitar lambfé og síðar e. t. v. kúnum. Nauðsynlegt er að bú- fénaður hafi aðgang að óræktuðu landi með túnbeitinni, meðan gróður er kraftmestur. Kartöflurnar. Það er ekki áríðandi að setja kartöflurnar mjög snemma niðui'. En nauðsynlegt er að spírurnar séu sterkar og vel vajjcnar. Kar- töflur vaxa ekki í moldinni, fyrr en klaki er úr jörð og gróður- moldin farin að hlýna. En úr því að kominn er 20. maí ættu menn að setja niður, ef skilyrði eru til þess. Algengt er að kartöflugras- ið sé 3—4 vikur að koma upp, en getur líka koimð upp eftir fáa daga, ef hlýtt er í veðri. Það er mitt álit ,að ekki eigi að setja í hryggi, svo sem margir gera. Illgresisherfið kemur að góðum notum þegar slétt er sett og er hinn hagkvæmasti arfa- eyðir. Einnig álít eg að hafa beri kartöflugarðana sem lengst á sama stað, sé garðstæðið gott á annað borð, í stað þess að þjóta með þá í nýtt land á eins eða tveggja ára fresti. Með því að hröklast með garðana stað úr stað, eru bændur að flýja arfann. En sá flótti á ekkert skylt við sáðskiptarækt, eins og sumir vilja vera láta, og er hrein ómenning. Það kemur aldrei nein festa í ræktunina með því lagi og upp- skeran verður ekki eins árviss, þótt stundum geti vel tekizt. Um eyðingu illgresis er það að segja, að árlega koma á markað- inn mörg Iyf til að eyða með ill- gresi. En eg þekki ekkert betra en tröllamjöl. Rannsóknir á slíku liggja þó ekki ljóst fyrir, og er því ekki hægt að fullyrða um notagildi hinna nýju lyfja. En öll eiga þau það sameiginlegt að nota þarf þau áður en kartöflu- grasið kemur upp. Sinubrennsla er nauðsynleg á graslendi. Hana þarf að fram- kvæma snemma á vorin. Afrétt- arlönd geta eyðilagst ef þau bít- ast ekki á sumrin eða eru brennd á vorin. Sér þess víða dæmi og er óviðunandi. Margt fleira þarf að gera á vorin, svo sem hreinsa til um hús og ræktarlönd og eigi má gleynia að athuga framræsluna og hreinsa skurði, þar sem hrun- ið hefur í þá eða höft orðið eftir í þeim. Skurðirnir eru orðnir það miklar og dýrar framkvæmdir, að miklu máli skiptir að þeir notist til fulls. Margt er enn ósagt frá ræðu Ólafs Jónssonar, en hér verður staðar numið. Bændaklúbbsfundirnir eru góð- ur búnaðarskóli fyrir eyfirzka bændur, þá er notið geta. Mörg fróðleg erindi hafa verið flutt og jafnan miklar umræður á eftir. Uppörfun í starfi og kynning haldast þar í hendur og er þáttur í menntun stéttarinnar. KVÆÐí um Freyvang, félagsheimili Öngulsstaðahrepps. Frcyvangur er fögur höll fólkið, sem að gleður. Bak við stcndur byggðin öll bjartar vonir meður. Hér má skoða voldugt verk vegna saintakanna, orðin fyrir áhrif sterk allra svcitarmanna. Ýmsa snilli eg sé hér augum fyrir mínum, mörg, er fögur merki ber meistaranum sínum. Vandamál liér verða leyst, vegna félagamia, ckki lengur orðum treyst óstarfhæfra manna. Ein mér sýnist auðlegð hér af, sem góðs má vona. Þetta hópur allstór er ungra dætra og sona. Oska eg að yndisstund, æfinlega finni þeir, er sitja saman fund síðar héma inni. Fólkið hrífi fegurð þín, félagshyggja bætist. Eg þess bíð að óskin mín á Freyvangi rætist. ÓLAFUR PALSSON frá Sörlastöðum. Kaupakonu vantar á sveitaheimili í Keldu hveríi. Afgr. vísar á. O Kjólar drottningarinnar Nú í þessum mánuði kemur Elísabet Englandsdrottning í op- inbera heimsókn til Danmerkur — en fyrir skömmu var hún í heimsókn í Parísarborg og vakti mikla hrifningu með framkomu sinni — og klæðnaði. Dönsk kona, sem búsett er í London, skrifar nýlega blaði í Kaupmannahöfn m. a. á þessa leið: „Englendingar eru mjög stoltir yfir þeim sigrum, sem drottning þeirra vann í París og með hví- líkum yndisþokka hún kom fram fyrir land sitt. Hluta af heiðrin- um eiga tveir tízkuherrar, sem gerðu kjólana hennar. Þeir heita Hartnell og Ames. Og hér hefur það vakið undr- un, að drottningin skyldi við ýmis tækifæri vera í þröngum kjólum. Áður fyrr hefur hún ætíð klæðzt víðum kjólum, hvort sem þeir voru stuttir eða síðir. Þar hafa áður ráðið hirðsiða- prótókollarnir, en með þá í kjölt- unni sitja nokkrar rosknar her- togaynjur og segja til um klæðn- að kvennanna í konungsfjölskyld unni. Talið er, að Margrét prins- essa, systir drottningar, hafi ár- um saman barizt gegn þessari kjólavídd, en litlu fengið áorkað nema hvað hún hefur einstöku sinnum fengið að vera í þröngum kjólum í einkasamkvæmum og í utanlandsferðum. Nú hafa þær gömlu eitthvað slakað á reglun- um, fyrst drottningin fékk leyfi til þess að klæðast þröngum kjólum í París, og Englendingar vona, að hún fái líka að klæðast slíkum kjólum í heimalandi sínu. Smekkur Elísabetar drottning- ar hefur breytzt mikið á undan- förnum árum og áreiðanlega til hins betra. Það er áætlað, að kjólar hennar í París hafi kostað á þriðju milljón króna, svo að ekki er undarlegt, þó að hún hafi virzt vera vel klædd. Þetta er geysiupphæð, ekki sízt þegar tekið er 'tillit til þess, að heim- sóknin tók aðeins 3 daga, og hún var aðeins einu sinni í hverjum kjól. Þar að auki kemur það, að ekki má selja það efni framar, er drottningin hefur valið sér það í dragt eða kjól. Englendingum finnst þetta allt í lagi, ekkert sé of dýrt eða of gott handa drottn- ingunni, æðsta sendiherra þjóð- arinnar. Elísabet drottning er miklu fallegri en myndir af henni gefa til kynna, hörundið er mjög fall- egt, augun blágrá, skýr og róleg, og dökkbrúna hárið hennar lið- ast ætíð í eðlilegum bylgjum.“ Og danska blaðið segir svo að lokum, að danskar konur muni áreiðanlega gefa því auga, hvort drottningin klæðist víðum eða þröngum kjólum í heimsókn sinni til Friðriks konungs 9., en á meðan á heimsókninni stendur munu Danir ciga þess kost að sjá hina tignu gesti í sjónvarpi. 9 ára stúlka óskar eftir sumardvöl á góðu sveitaheimili, liefur * verið tvö sumur í sveit. Uppl. í síma 1948, eltir kl. 17 daglega. I. O. O. F. Rb. 2 106588Vz I. O. O. F. 1395108Ý2 — O Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnud. kemur. Minnzt bindindismálanna og aldarminn- ingu Sigurðar Eiríkssonar reglu- boða. — P. S. Hjálpræðisherinn. Miðvikudag kl. 20.30: Kvöldvaka. Veitingar — happdrætti. — Fimmtudag kl. 20.30: Kveðjusamkoma fyrir Of- ursta Sannes. — Sunnudag kl. 10.30: Samkoma. Kl. 14: Sunnu- dagaskóli. Kl. 20.30: Hjálpræðis- samkoma. — Velkomin! Náttúrulækningafélag Akureyrar Náttúrulækningafélag Akureyrar hélt aðallund sinn 2. maí síðastl. að Hótel KliA. l'ormaðúr skýrði lrá störfum lélagsins sl. starfsár. Gjald- keri las ujjp endurskoðaða reikn- inga fyrir sl. ár. Félagið gekkst fyrir kynningar- kvöldi í nóv. sl., þar sein félags- niönnuin og gestuni var veitt te og ýniiss konar kalfibrauð úr nýniöl- uðuni korntégunduin, og vakti jietta óblandna ánægju allra, seni þátt tóku í hóli þessu. Félagið hefur nú starfrækt korn- myllu í sl. 5 ár, j)ar sem malað hcf- ur verið hvcitikorn, rúgur og bvgg, og fer ney/la þessara mjöltegunda stöðugt vaxandi. — Vöruhúsið h.f. hefur séð um dreifingu á vörum fyrir lélagsmenn. Brauðgerð Krist- jáns Jónssonar fc Go. bakar nú brauð og skonrok úr mjölinu ný- möluðu, og hafa jjau líkað ljóm- andi vel og eru seld hverjum, sem liafa vill. F’élagsmenn Náttúrulækningafé- lagins eru nú 117. — Jón Kristjáns- son, Spítalaveg 17, sími 1374, ann- ast sölu á Heikuvernd, riti NLFÍ. Páll Sigurgeirsson, Vöruhúsinu h.l'., sér um siilu á skuldabréjutn íyrir Heilsuhælið í Hveragerði. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Kristjánsson, formaður, Ragnh. O. Björnsson, ritari, Páll Sigurgeirsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Margrét Antonsdóttir og Jónína Steinjjórs- dóttir. - ínnlcndur flugfloti (Framhald af 1. bls.). þess hefur byggzt upp dálítið fjármagn, sem nú kemur að liði við uppbyggingu flugflotans. Þetta sýnir, að jjannig verður að búa að þessum málum, að verulegt fjármagn geti safnast fyrir hjá þeim aðilum, sem sjá um þessa starfrækslu, og það er full ástæða til þess að segja það hér í leiðinni, að það sama verð- ur að eiga sér stað um skipin, enda gildir nú sama regla um af- skriftir af skipum og flugvélum." Hrímfaxi geystist í hlað hér norður á Akureyri sl. sunnudag. Hvergi var frá þessu sagt, en þó var fjöldi manns viðstaddur. Nær 200 bílar þöktu vegi og bílastæði, og má af þessu sjá áhuga borg- aranpa fyrir flugmálum. Yfir- menn flugmála komu með vélinni að sunnan og hefði verið vel til falljð að nota tækifærið til við- hafnar í höfuðstað Norðurlands. Varð þetta þegjandi samkoma, en faknaðarstund þó vegna hins mikla áfanga í sögu flugmálanna á íslandi. Fermingarböm í Glæsibæ sunnudaginn 12. maí kl. 2 e. h.: Guðlaug Björg Sigfúsdóttir, Ein- arsstöðum, Oddur Gunnarsson, Dagverðareyri, Sæmundur Frið- finnsson, Ytri-Brennihóli. Æskulýðssamkoma n.k. sunnu- dag kl. 8.30 að Sjónarhæð. Allt ungt fólk velkomið. — Sæmund- ur G. Jóhannesson Hjónacfni. Opinberað hafa trú- lofun sína ungfrú Alda Guð- mundsdóttir, verzlunarmær, og Sigtryggur Sigtryggsson, starfs- maður í Smjörlíkisgerð KEA. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Val- borg Svavarsdóttir, Kaupvangs- stræti 23, Akureyri, og Haukur Valtýsson, húsasmiður, Munka- þverárstræti 1, Akureyri. Hjúskapur. Þann 25. apríl voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju. brúðhjónin ungfrú Gerður Kristjánsdóttir, Fellshlíð, Eyjafirði, og Jón Sigurðsson frá Arnarvatni, Skútustaðahreppi. — Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Arnarvatni. GuIIna hliðið. Næstu sýningar á fimmtudagskvöld og um næstu helgi. — Búið er að sýna þetta leikrit 11 sinnum við húsfylli og ágætar viðtökur. Ovénjumargt aðkomufólk hefur sótt sýning- arnar. Gera má ráð fyrir að sýn- ingum fari að ljúka. — Aðgöngu- miðasími 1639. Frá Kvenfélaginu Hlíf. Ósóttir eru tveir vinningar í happdrætti félagsins, sem dregið var í á sumardaginn fyrsta, númer 353 og 124. Munanna má vitja til Matthildar Stefánsd., Brekku- götu 2, kl. 6—8 e. h. K. A.-félagar'. Frjálsíþróttaæf- ingar eru á hverju kvöldi kl. 7.39 á íjjróttavellinum. Innanfélags- mót í kvöld, miðvikud., kl. 8. — Keppt verður í 100 m. og 400 m. hlaupi og langstökki. Amlsbókasafnið. Allir, sem haldið hafa bókum lengur en til- skilinn útlánstíma (Víj mánuð), skili þeim nú þegar, ella verða þær sóttar á kostnað lántaka, bókamóttaka alla virka daga kl. 4—7 til 14. maí. Suiullaugin er opin almenningi allan daginn. Aðalfuntlur Róðrarkl. ÆFAK verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 8 í kapellunni. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjöl- menni og mæti stundvíslega. — Stjórnin. Guðspekistúkan „Systkina- bandið“. — Lokafundur verður haldinn í kvöld (miðvikud.) kl. 8.30 á venjulegum stað. Óskilamunir frá Skíðalands- mótinu eru geymdir á Lögreglu- varðstofunni. Litla stúlkan. Ur Þingvalla- stræti 44 kr. 300.00. — Kvennad. Slysavarnafél. Ak kr. 2000.00. Til Fjórðungssjúkrahússins. — Gjöf frá S. V. og I. E. kr. 200.00. — Gjöf frá N. N. kr. 200.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Gjafir til Páhnholts. Frá A. J. S. kr. 100.00. — Frá Sigríði Árnad. kr. 100.00. — Beztu þakk- ir. — Stjórnin. Barnavagn til sölu Vel með farinn bamavagn til sölu. F.innig stór dúkku- vagn í Gilsbakkavegi 15.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.