Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 8. maí 1957 * _________________________________________________________________________________________________________________________ -r Garðyrkju þáttur iKSfc-t-Sí-MM-S? f f __________I a-fsx-s-a-æxúí í garðyrkjuþætti hér í blaðinu var áður lítils háttar minnst á almenna umgengni á svæðum, sem opin eru almenningi og enn- fremur hreinsun á lóðum og í húsagörðum. Flest heimili, sem hafa rækt- anlegan blett við húshliðina, kjósa að nytja hann að nokkru með ræktun grænmetis. Hver fermetri lands í þéttbýlinu er verðmikill og eigendum mjög kær á tvennan hátt. Hin gömlu sjónarmið um mikilvægi land- stærðar eru enn ríkjandi og á hinn bóginn þroskast fegurðar- skyn manna fyrir hvers konara fögrum gróðri og þekking á ræktun trjáa, runna og skraut- blóma, og ennfremur er nú tízka, sem studd er af læknum og mat- arefnafræðingum, að eta beri sem mest af grænmeti. Húsmæð- ur meta það mikils að geta skroppið út í garðinn og sótt þangað ljúffengar og ferskar fæðutegundir þegar líður á sum- ax-ið og æ fleiri telja það nauð- syn að vera sjálfum sér nógur, svo sem frekast er unnt í ræktun matjurtanna. En til þess að allt gangi sæmi- lega þai-f fyx-irhyggju. Kartöfl- ux-nar eiga að vera komnar í grunna kassa til spírunar. Von- andi hefur verið valið gott ut- sæði, svo að kartöflurnar í sumar og haust vei'ði fremur manna- matur, en skepnufóður. íslenzku afbrigðin eru bragðbezt, enn- fremur gullauga, svo að einhver séu nefnd. Þurrir garðar, helzt sandboi'nir, gefa nokkra tx-ygg- ingu fyrir góðri uppskeru, ásamt vel völdum afbrigðum. Þeir, sem ekki eru búnir að sá gulrótunum, ættu að gei'a það nú þegar. Gulrætur geta gefið ótrúlega mikla uppskeru, og þær eru ein hollasta fæða úr jurta- ríkinu sem völ er á og mjög steinefnax'ík. Gulrótum á að sá beint á vaxtai-stað. Þær eru lengi að spíra, 2— 3vikur. Flýta má spírun með því að leggja fræið í bleyti þar til það opnast. Þá þarf að þuri'ka það við daufa birtu, svo að það sé meðfæi'ilegt til sáningar. Gulrætur má rækta á margan hátt. Undir glei'i, á ökrum og í þriðja lagi í smábeðum og miðast sú i'æktun við heimilisnot. í hverju grammi af gulrótafræi eru um 800 fx-æ. Miðað við rækt- un í vermireitum eða smábeðum, þar sem engum fljótvirkum vél- um eða verkfærum er hægt að koma við, er venjan að sá fræinu í raðir með 10—15 sm. millibili og notað um 1 gr. í hvex-n fer- metra. Karmurinn afmarkar stærðina í vermireitum. Þegar sáð er í beð, ber fyi'st og fremst að hafa það í huga að þægilegt sé að hreinsa illgresi og grisja, án þess að troða yfir vaxtarbeðin. — Rásir eru gerðar með röð á fjöl, fræinu sáð sem jafnast og síðan hulið með mold. Gott er að breiða striga eða annað yfir beð- ið til að raki haldist, þar til hinar nýju plöntur eru komnar upp. Við sáningu skal hafa í huga, að vaxtarrýrni gulróta þarf að vera 3—4 sm. í i'öðunum. Sjaldan spírar fræið nerna að 3/4 hlutum og að léttara er að grisja ofurlítið en ekki hægt að bæta inn í ef eyður vex'ða. Ekki má nota nýjan húsdýra- ábui'ð, en ríkulega af steinefna- ábui'ði, fosfor og kalí fyrst af öllu, sem blandaðm' er í moldina. Köfnunai'efnisábui'ð má síðar leysa upp og vökva með honum. Nú eru síðustu forvöð að sá blómkáli inni, en fleiri munu þó leita á náðir garðyrkjustöðvanna um kálplöntukaup. — En græn- kál er svo auðræktað, að hver getur ræktað það sem vill. Því má sá beint í garðinn og hvenær sem er úr þessu. Mörg- um hættir til að hafa plönturnar of þéttar. Grænkálið þarf nokk- urt vaxtarrými, nema það sé etið jafnóðum og það vex, annars 25x40 sm. Á ökrum er talið hæfi- legt að hafa 400 plöntur á 100 m2 og nokkru meira vaxtarrými. Hreðkur eru fljótvaxnar og auðræktaðar. í hverjum garði ætti að vera svolítið beð með þeim og annað tiltækt síðar, svo að uppskerurnar nái vel saman. Þær vaxa hvar sem er og þola vel kröftugan áburð. Sumir sá hreðkum milli gulrótaraðanna. Tæplega mun það borga sig. Hverju heimili er nauðsyn að eiga nokkurn gulrótarforða í haust. En flestir sá of seint til þeirra. Grænkálið geymist fram eftir vetri í görðunum, og er þá mikilvægt að eiga það og neyta þess og getur, ásamt annri hollri, nýrri fæðu, sparað nokkuð af sprautum og pillum þeim er nú. tíðkast mjög meðal vannærðra manna og kvenna. Hann greiddi útsvarið sitt með fimmeyringum Maður nokkur á Jótlandi kom um daginn á bæjarskrifstofu til þess að greiða 145 kr., sem fyrir- framgreiðslu í útsavrinu sínu. Hann kom með greiðsluna í tösku, 2900 fimmeyringa. Hann gaf enga skýringu, en afgreiðslu- fólkið fékk nóg að gera um stund að telja. 1 stofa og eldhús til leigu. Upplýsingar í LÆKJARGÖTU 14, rnilli kl. 6 og 7. HARMONIKA, Serenelli Lady Size, til sölu. Uppl. i síma 1393. Dönsku HANNYRÐA- VÖRURNAR eru komnar. ANNA & FREYJA. TIL SOLU: Stórt ávinnsluherfi (hlekkja Iierfi) til sölu. Vélaverkstœði Magnúsar Arnasonar. ílalló! Halló! Nýtt hjálparmótorhjól (Míele) til sölu. Er til sýnis kl. 7—8 e. h., næstu daga. Afgr. vísar á. Barnavagn til sölu SÍMI 1229. KLUKKUR Heimasmíðaðar klukkur í poleruðum birki- og ma- hognykössum, með dálitl- • um, útskurði og verkum frá hinum heimsfrægu Jun- hansverksmiðjum. Verðið heldur lægra, en nú er orð- ið á útlendum. Kristján Halldórsson, úrsmiður. Stóru-Tjörnum. fáið |)ér í ÁTFNAÐARVÖRUDEILD 1 Sterkir og fallegir. Verð hr. 185.00 o<z 198.00. TILKYNNÍNG um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almannatrygginganna árið 1957. Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. sl. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðn- ar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerð- ingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1957 miðuð við tekjur ársins 1956, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný um bætur skv. heimildarákvæðum alinanna'tryggingalaganna fyrir 25. maí n. k., í Reykja- vík til aðalskrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins, en úti urn land til umboðsmanna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulíf- eyri, hækkanir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorku- styrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækkunin er þegar úrskurðuð til þess tíma. Akvæði almannatryggingalaganna urn lífeyrishækkanir breyttust frá ársbyrjun 1957. Hin nýju ákvæði felast í 23. gr. laganna og eru sem hér segir: „Greiða má uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef lífeyris- þegi á ekki lögskyldan, aflögufæran framfæranda á lífi, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1947, og sýnt þykir, að hann geti ekki komizt af án hækkunar. Uppbót þessa skal aðeins greiða þeim, sem: a. þurfa sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika, b. dvelja á elliheimili, sjúkrahúsi eða öðru slíku hress- ingar- eða dvalarheimili, c. eru einstæðingar. Uppbótin skal miðast við ástæður lífeyrisþegans, en þó adrei vera hærri en lífeyrisupphæð skv. 13. gr: Uppbót og lífeyri samkvæmt b-lið skal hvorutveggja miða við lífeyri 1. verðlagssvæðis. Uppbót þessi greiðist að % af hlutaðeigandi sveitar- sjóði og að % af Tryggingastofnun ríkisins, og skaj stofnuninni heimilt að verja upphæð, sem nemur allt að 7% af heildarupphæð elli- og örorkulífeyris síðastlið- ins árs, í þessu skyni. Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari eftir ástæðum lífeyrisþegans, að fengnum tillog- um hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Hlutur Tryggingastofnunarinnar greiðist því aðeins, að hlutur sveitarsjóðs sé jafnframt greiddur." Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsókn- irnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga, skidu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt, að þeir hali greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu cða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sent búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um féagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skil- yrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. íslendingar, sent búsettir eru í einhverju Norðurland- anna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalar- landinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja lram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tiisett- um tíma, svo að þér haldið jalnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 24. apríl 1957. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.