Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1957, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 8. maí 1957 jj DAGUR 1 i|í Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON | Afgreiðsla, auglýsingar, innHéimtsú-'" ii; Þorkell Björnsson, ^ * :| ;i; Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. il Árgangurinn kostar kr. 75.00. » : ? Blaðið kemur út á miðvikudögum. :| Galddagi er 1. júlí. !:< Prenlverk Odcls Björnssonnr h.f. :;2 Skattur á milljónamæringa UM LEIÐ OG RÍKISSTJÖRNIN lagði fram á Alþingi frumvarp um húsnæðismálin, lagði hún fram frumvarp um stóreignaskatt. Er gert ráð fyrir að sá skattur nemi 80 milljónum króna. Skal honum skipt þannig, að Byggingarsjóður ríkisins fær 2/3 en Veðdeild Búnaðarbankans 1/3 hluta. Er vissulega ánægjulegt að tekjur hins nýja skatts skuli renna til nauðsynlegrar uppbyggingar heim- ila í landinu. Stóreignaskatturinn reiknast þannig út, að af 1 millj. króna hreinni eign reiknast enginn skattur. Af 1—1,5 millj kr. eign greiðist 15% af því sem er fra myfir milljón og 20% af afgangi. Af IV2—3 millj. kr. eign greiðist 75 þús. kr. af 1,5 millj. og 20% af afgangi. Af 3 millj. kr. eign og þar yfir greiðist 375 þús. kr. af 3 millj. og 25% af afgangi. Með frumvarpi þessu er undirstrikuð sú stefna, að þeim beri að taka á sig nokkrar byrðar, sem breiðust hafa bökin. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn mátti hann ekki heyra slíkt nefnt. Enda hefur sá flokkur auðvitað snúist gegn þessu máli á Alþingi nú. Auðmenn landsins eru með þessu frumvarpi látnir skila aftur hluta af auðfengnum gróða verðbólguáranna og er sú ráðstöfun bæði réttmaet og sjálfsögð, af því að hún gengur ekki lengra en svo, að efnamennirnir hafa eftir sem áður rúmar hendur til hvers kyns umsvifa. Stóreignaskattur- irn er enn ein sönnun þess, að hægt er á ótal- mörgum sviðum að framkvæma nýja stjórnar- háttu, þegar íhaldsandstæðingar taka höndum saman. I 1. MAÍ HÁTÍÐAHÖLDIN í tilefni þessa dags voim venju fremur dauf hér. Kann þar einhverju um að valda misklíð sú er vai-ð út af 1. maí-ávarp- inu í Reykjavík. Virtist svo að menn gætu í hvorugan fótinn stigið og ekki ráðið það við sig hvort réttara væri að taka þátt í hátíðahöldun- um eða sitja heima. Ætti það að vera langt fyrir neðan virðingu alþýðunnar í þessum bæ og í þessu landi að láta orðaskak undirbúningsnefnd- ar í höfuðstaðnum hafa slík truflandi áhrif. DAGURINN FYRSTI MAf er viðurkenndur hátíðisdagur verkalýðsins og ber að halda hann samkvæmt því. íslenzk alþýða getur vissulega horft til balca með nokkru stolti yfir unnum sigrum, því óvíða munu lífskjör alþýðunnar betri eða jafnari en einmitt hér á landi og baráttan heldur áfram jafnlengi og lýðfrelsi ríkir í þessu landi. íslenzk alþýðusamtök eru sterk og þau hafa stundum þótt óvægin á liðnum árum. Nú hafa orðið þáttaskil í þessu efni. Eftir 15 ára valdaferil íhaldsins komst svo- kölluð vinstri stjórn á laggirnar. Ríkisstjórnín sjálf er ekki lengur ófriðarástæða í verkalýðsmál- um eins og verið hafði. Traustur meiri hluti þjóðarinnar stendur að baki ríkisstjórnarinnar og hann væntir sér bættra stjórnarhátta. Hann veit að úrslit glímunnar við erfiðleika efnahagslífsins eru háð samvinnu al- þýðustéttanna. Þar er vinnufriðurinn fjöregg- ið. Stjórnarandstaðan bregður sér í allra kvikinda líki í viðleitni sinni til að spilla fyrir nauðsyn- legum árangri. Hún lætur einskis ófreistað til að rjúfa þá samstöðu, sem nú er ríkjandi í stjórn lands- ins og sækir fast á. En almenn- ingur sér með degi hverjum bet- ur og betur að þátttaka íhaldsins í stjórn landsins er ekki einasta ónauðsynleg, heldur líka óæski- leg. Félagslieimilið „Freyvangur“ „Ráðskona Bakkabræðra” Síðastl. laugardag frumsýndi leikflokkur í Öngulsstaðahreppi sjónleikinn „Ráðskona Bakka- bræðra“, í hinu nýja og vistlega félagsheimili hreppsins „Frey- vangi“. Var sýningin fjölsótt mjög og leikstjóra og leikendum fagnað innilega. Að leiksýningu þessari standa flest félagssamtök í hreppnum og er hún hugsuð sem eins konar opnunarsýning þessa glæsilega samkomustaðar. Leikrit þetta, sem er eftir norska rithöfundinn Oskar Bráten, en fært til ís- lenzkra staðhátta, mun fyrst hafa verið kynnt íslendingum í út- varpi fyrir röskum 20 árum. — Hlaut það þá þegar hinar beztu viðtökur og var á næstu árum sýnt víðs vegar um landið, þótt hljóðara hafi verið um það nú á síðari árum. Er slíkt sízt að undra, því að leikritið er, á yfirborðinu, léttur gamanleikur, en undir niðri þó nokkur alvara, sé betur að gáð. Leikendur í sýningu þessari hafa notið leiðbeininga Þóris Guðjónssonar, sem þó mun ekki hafa getað sinnt þeim eins og skyldi, vegna þátttöku sinnar í „Gullna hliðinu“, hjá Leikfélagi Akureyrar. Ber og sýningin þess nokkur merki, sem stöðugri og sterkari leikstjórn mundi hafa afmáð. Stærsta og veigamesta hlut- verk leiksins, ráðskonuna, leikur Anna Helgadóttir af mestu prýði. Er framkomu hennar öll með ágætum, ákveðin, án þess þó að beita ofstopa eða gauragangi. — Hins vegar ber framsögn hennar, á stundum, fullmikil merki leik- sviðsins, sem hún að öðru leyti ekki virðist vita af. En „sem sagt: gott“. Bræðurna: Gísla, Eirík og Helga, leika þeir Garðar Sigur- geirsson, Kristinn Jónsson og Guðmundur Sigurgeirsson. Eru þeir frá höfundarins hendi ein órofa heild, með Gísla í farar- broddi. Mörgum leikurum mun reynast það freistandi um of, að gera þessa bræður að fullgildum hálfvitum og höfða til hláturs- hneigðar áhorfena með skringi- tilburðum og fíflalátum, en þá freistingu standast þessir félagar að mestu. Varðar Garðar (Gísli) þar veginn og Kristinn (Eiríkur) fetar trúlega í fótspor hans. Guðmundi (Helga) verður helzt fótaskortm’, þó að ekki verði sagt að hann falli. Hreppstjórann, grunn- og fljót- færan hrokagikk, leikur Garðar Vilhjálmsson, og tekst vel að draga þessa eiginleika fram. Hjónin, Jón, bróður hrepp- stjórans,, og Elínu, systur þeirra bræðra, leika þau Baldur Krist- jánsson og Kristbjörg Kristjáns- dóttir. Finnst mér þau bæði sýna full sterkar pei’sónur, að svrai til þess volæðis og nirfilsháttar, sem þau eru klædd af höfundinum. Hildi, dóttur þeirra, leikur Dóra Tryggvadóttir. Er þetta lít- ið hlutverk og gefur ekki tilefni til neins nema þægilegrar fram- komu. En það tilefni er líka vel nýtt. Axel, sjómann, unnusta Hildar og son hreppstjórans, leikur Stefán Árnason. Virðist hann vera sér þess full meðvitandi, að hann stendur fyrir augum áhorf- enda. En slíkt þarf hann ekki að óttast, því að hann er myndar- legur piltur og vinnur hylli þeirra. Móður Axels, táldregna af hreppstjóranum, leikur Helga Kristinsdóttir. Tekst henni að ná samúð áhorfenda, en annað verð- ur naumast af henni heimtað. Þá er minnsta hlutverk leiks- ins, útgergðarmaður, leikinn af Óttari Björnssyni. Mætti hann gjarnan fylgja ennþá betur eftir því yfirlæti, sem höfundurinn hefur búið hlutverkið svo ríku- lega af. Leiksviðið er að mestu gert af Óttari Björnssyni og er hið bezta. Þó að hér hafi ekki öll þessi sýning verið lofsungin, heldur frekar týnt til það er miður fer, er það af þeirri ástæðu, að eg tel hana hafna yfir allar afsakanir um annir og erfiða afstöðu leik- enda, sem vissulega eru þó fyrir hendi, og ræð eindregið sem flestum til að eyða einni kvöld- stund hjá bræðrunum á Bakka og fólki þeirra. P. H. Bandaríski flugherinn hefur látið koma fyrir stærsta rafheila í heimi í radarmiðstöð sinni í Topsham í ríkinu Maine. Þessi rafheili notar eins mikinn straum eins og bær með 11 þús. íbúum, og hann á að samhæfa upplýs- ingar frá veðurathugunarstöðv- um og radarstöðvum á austur- strönd Bandaríkjanna. Formaður fjárhagsnefndar í indverska ríkinu Punjab hefur nýlega skrifað embættismönnum í ríkinu og beðið þá að segja ekki í ræðum sínum og samtölum, að nú sé svo komið, að ekki sé fleira til, sem hægt sé að skattleggja. Þetta sé ekki rétt, og það muni aldrei fara svo hörmulega, að ekki verði eitthvað eftir. Vinabæjaferð til Danmerkur Norræna félagið gengst fyrir hópferð fyrir fólk á aldrinum 17—20 ára til Danmerkur í sumar. Farið verður út með m/s Heklu 22. júní til Kaupmannahafnar með viðkomu í Þórshöfp í Færeyjum og í Bergen og komið til Kaupmanna- hafnar 27. júní. Heim verður farið með „Dronning Alexandrine" 27. júlí og komið til Reykjavíkur 2. ágúst. Dvalið verður í Danmörku mánaðartíma. Þátt- takendur dvelja fyrst 3 daga í Kaupmannahöfn, gista á farfuglaheimili, skoða m. a. Glypotekið, Rosenborg Slot, National Museum, eyða einu kvöldi á Cirkus Schumann og öðru í Tívolí. Sunnudaginn 30. júlí verður svo farið til Hindsgavl-hallarinnar á Fjóni, en það er félags- heimili Norræna félagsins í Danmörku. Dagana‘30. júní til 7. júlí er þar norrænt æskulýðsmót með þátttakendum frá öllum Norðurlöndum. Eftir vikudvöl á Fjóni verður svo farið til Sjá- lands og dvalið um það bil 2 vikur á Köbmands- hvile-lýðháskólanum við Rungsted skammt fyrir norðan Kaupmannahöfn. Frá skólanum eru aðeins Öresund. * Að lokinni dvöl á Köbmanshvile Höjskole dreif- ist svo hópurinn til danskra borga og bæja, sem eru í vinabæjatengslum við íslenzka bæi og munu þátt- takendur dvelja þar á einkaheimilum um vikutíma. Að lokum verður svo dvalið 1—2 sólarhringa í Kaupmannahöfn áður en haldið verður heimleiðis. Tuttugu piltum og stúlkum á aldrinum 17—20' ára er boðin þátttaka og hverri félagsdeild Norr- æna félagsins er gefinn kostur á að velja einn þátt- takanda, sem þannig verður gestur um vikutíma £ dönskum vinabæ þess bæjar eða byggðarlags, sem hann er fulltrúi fyrir. — Sex til átta Reykvíkingum er boðin þátttaka og skulu umsóknir ásamt með- mælum og upplýsingum um kunnáttu í Norður- landamálum hafa borizt Norræna féláginu (Box: 912) fyrir 20. maí næstk. Kostnaður mun verða alls um 3.700.00 kr. fyrir hvern þátttakenda, þar með talin öll ferðalög og mánaðardvöl í Danmörku. Steindór Steindórsson, Munkaþverárstræti 40, gefur nánanri upplýsingar. Örínur blöð vinsamlega beðin að/birta þfetta. Frá Iðnskólanum á Ákureyri Iðnskólanum á Akureyri var slitið sl. þriðjudag, 30 .apríl. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirsson, flutti skólaslitaræðu, lýsti prófum og afhenti brautskráð- um iðnnemum prófskírteini. Skólinn starfaði frá 1. okt., og voru nemendur alls 82. Brautskráðir voru 17 iðnnemar. Fjölmenn- ustu iðngreinar voru: Húsasmiðir 12, rafvirkjar 12, bifvélavirkjar 8 og húsgagnasmiðir 7. Er skólastjóri hafði afhent prófskírteini, flutti hann iðnnemunum ávarp, þar sem hann ræddi ým- is vandamál samtímans. Loks kvaddi sér hljóðs Guðmundur Magnússon Úr hópi hinna brautskráðu nemenda og flutti skól- anum þakkir og kveðjur bekkjarfélaga sinna, beindi hann orðum sínum sérstaklega til Jóns Sig- urgeissonar, skólastjóra, þakkaði honum öll kynni þeirra félaga, góða og réttláta skólastjórn og marga drengilega hjálp og skilning. Afhenti Guðmundur skólastjóra málverk að gjöf frá nemendur 4. bekkj- ar. Jón Sigurgeirsson þakkaði gjöfina og hlýjar kveðjur og góðar óskir og sagði síðan skólanum slitið. Brautskráðir iðnnemar 1957: 1. Árni Þ. Sigurðsson, húsgagnasm., I. eink. 8,31 2. Bjarni Gestsson, vélvirki, II. eink. 7,10. 3. Bjarni Gíslason, rafvirki, I. eink. 7,78. 4. Davíð Zóphoníasson, rafvirki, II. eink. 7,18.. 5. Guðm. Magnússon, bifr.sm., I. ág. eink., 9,10. 6. Hallgr. Baldvinss., ketil og pl.sm., II. eink., 6,55. 7. Hallgrímur Skaftason, skipasm., I. eink., 7,50. 8. Ingvi Árnason, ketil og plötusm., II. einlt., 7,05. 9. Jóhann Smái’i Hermanns., rafv., I. eink., 8,29. 10. Jón Gíslason, skipasm., II. eink., 6,02. 11. Kristinn J. Steinsson, húsasm., I. eink., 8,01. 12. Niels Hansen, húsgagnasm., I .eink., 7,84. 13. Óskar Ingimarsson, bifvélavirki, III. eink., 5,85. 14. Reynir Jónsson, rakari, I. eink., 8,56. 15. Sigurjón Bragas., ketil og pl.sm., I. eink., 8,08. 16. Tryggvi Pálsson, rafvirki, II. eink., 6,28. 17. Þórður Pálsson, husasm., I. eink., 8,84. Óreglulegir nem., sem hlotið höfðu burtfararpróf áður í annarri iðn, hlutu þessar eink. í iðnteikn.: Krfistinn Árnason, ketil og plötusm., 8,50. Reynir Kristjánsson, húsasmíði, 9,00. ; J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.