Dagur - 15.01.1958, Síða 5

Dagur - 15.01.1958, Síða 5
Miðvikudaginn 15. janúar 1958 D A G U R 5 Ur skýrslu rannsóknarnefndðr U. (Framhald af 1. síðu.) Verðlagning landbúnaðarvara (Framhaíd.) Kostnaðarliðir. Samkvæmt samanburðarskýrslu nefndarinnar um ýmsa kostnað- arliði kernur þetta í ljós varðandi árið 1955: Ak.skip: Sam.b.skip: (meðaltal í þús. k.r) Kaup skipv. 2501 2471 Fæðiskostnaður 341 334 Viðhald 719 608 Tryggingar 290 334 Veiðarfæri 506 720 Olíur 949 902 Kostn. í höfn 489 496 ís og salt 342 277 Kostn. erlendis, vextir o. fl. 757 539 Meðalkostn. samt. 6893 6378 Árið 1956 (eins talið): Kaup skipverja 3050 2836 F æðiskostnaður 505 387 Viðhald 604 632 Tryggingar 314 360 Olíur 1512 1245 ís og salt 449 369 Vinnulaun í landi 486 468 Veiðarfæri 755 741 Meðalkostn. samt. 7675 7039 Eins og sjá má af þessu yfirliti er meðalkostnaður við úthald togaranna hér um % millj. króna hærri 1955 og 600 þús. kr. hærri 1956 en samanburðafskipanna. — Flesta liðina, sem hærri eru hjá Akureyrarskipunum telur nefnd- in eðlilega. Þó telur hún fæðis- kostnað hærri hér en fullskýrt megi telja, en bendir á, að Reykjavíkurskipin .. njóti mjög hagkvæmra innkaupakjara. Og verður þá spurningin: Hví skyldu Akureyrarskipin ekki geta aflað sér- slíkra eða öllu heldur útgerðin fyrir þau? Viðhald, sem er allmiklu hærra 1955 hjá togurunum hér en sam- anburðarskipunum, stafar frá flokkunarviðgerð eins þeirra, og snýzt þetta svo við 1956. Olíui' eru hér di'júgum hærri kostnaður, en það skýrir nfendin með aðstöðuleysi hér fram á árið 1956 að taka hér ódýrari gerð brennsluolíu. ís og salt er hér hærri liður sökum meiri söltunar hér á afla, en salt dýrara en ís. Einnig er bent á, að um skeið bjuggu Ak- ureyrartogararnir við það mikla óhagræði að verða að sækja ís í staði utanbæjar, stundum til Reykjavíkur. Skreiðarverkunin 1955—56. Nefndin hefur gert yiirlit um verkun skreiðar og útkomu liennar hjá Utgerðarfélagi Akureyringa h.f. árin 1955—1956, byggða á töldum skreiðarbirgðum íélagsins 1. jan. 1955 sem upphaístölum. Samt vilj- um við benda á liclztu niðurstöður hennar: Eins og fram kemur á'-nieðlylgj- andi fylgiskjali, gengur Ú. A. út frá að innvegið fiskmagn upp úr skipi skili 17% af skreið til útflutnings. Verður það að teljast mjög varlega áætlað, miðað við ]>að, sem almennt er gengið út frá, og að engin sér- stök óliöpp komi fyrir í verkuninni. Eins og fylgiskjalið ber með sér, eru bæði árin tekin saman í eitt samfellt tímabil. Ástæðan til þessa er sú, að ekki verður greint aí fylgi- skjölum t. d., að eðlilegur útflutn- ingur eigi sér stað vegna birgða pr. 1. jan. 1955. Hins vegar sést Ijós- lega, að útflutningur af talinni 1955 framleiðslu er rúm 59 tonn umfram það, sem verkunin það ár ætti að geta gefið tilefni til. Af þessu sést, að framleiðsla milli ára hlýtur að blandast sámáii í út- flutningi, og varð því óhjákvæmi- lega að taka bæði árin saman í einu lagi. Hvað þetta tveggja ára tímabil áhrærir, kemur í ljós, að meðalverð alls skreiðarútflutnings á þessum tveim árum verður kr. 8.50 pr. kg. Hins vegar er birgðaverð í reikn- ingum félagsins 1. janúar 1955 kr. 10.00 pr. kg, en það svo lækkað i lok ársins í kr. 9.00, og nemur sú lækk- un á birgðunum kr. 625.000.00, sem bókfært tap á því ári. Heildarút- flutn. bæði þessi ár varð 640.630 kg, og er því mismunurinn milli birgðaverðs og útflutningsverðs á þessu magni kr. 320.315.00. Verður þetta að teljast bein verðmætisrýrn- un og þáttur í reksturstapi á skreið- arverkuninni. Magnrýrnun á sér einnig stað á þessu tímabili, sem er mismunur milli taldra birgða Ú. A. í reikn- ingum 31. jan. 1956 og þess skrcið- armagns, sem nefndin telur að ætti að vera lil á þessum tíma. Nemur sú rýrnun samtals 46.374 kg, en það verður í verðmæti á meðalútflutn- ingsverðmætinu kr. 394.179.00. Samanlögð verðmœlis- og magns- rýrnnn verður þvi kr. 1339.-t9-t.00 bccði árin. A það skal aftur bent, að allar ofangreindar niðurstöður eru bvggð ar á birgðaskráningu Ú. A. sjálfs í upphafi tímabilsins, og einnig end- anlega i lok þess, þ. e. pr. 31. des. 1956. Skreiðarverkunin 1957. Við athugun skreiðarverkunar- innar áfram til síðustu áramóta, eins og nel’ndin hefur gert eijir upplýsingum frá lyrirtækinu og viðkomandi útflutningsaðilja, um innvegið fiskmagn til herzlu 1957 annars vegar en útflutnings hins ■\egar, kemur í ljós, að skreiðar- birgðirnár pr. 31. des. 1957 ættu að vera 420.405 kg. Þær reyndust hins vcgar vera 120.740 kg. Mis- munurinn, það er endanleg magns- rýrnun er 299.665 kg. Hin mikla rýrnun í skreiðarbirgð- um félagsins pr. 31. des. 1957, sem er uin 299 tonn, gæti að nokkru lcyti stafað frá tímabilinu fyrir 1. jan. 1955, par sem sýnilegt er, m. a. af sölureikningum og upplýsingum frá starfsmönnum félagsins, að framleiðslan blandast mcira og minna saman milli ára. Þar sem svo litlar birgðir eru nú fyrir hendi, afskrifast þessi rýrnun að sjálfsögðu við reikningslok lé- lagsins fyrir árið 1957. Vcrkunarkostnaður. Nefndin gerði eftir föngum sam- anburð á beinum skrciðarverkunar- kostnaði á Akureyri við aðra staði, sem sambærileg gögn lágu fyrir um. Samkvæmt þeim samanburði reynd- ist vinnslukostnaður á Akureyri ti! muna lægri en á samanburðarstöð- 'unum. Þá athugaði nefndin einnig heildarkostnað við skreiðarverkun stöðvanna auk vinnulauna, en það eru vextir, sameiginlegur kostnaður, umbúðir o. il., og reyndist einnig á þeim liðum heldur lægri tilkostn- aður við skreiðarverkunina á Akur- eyri. Eru að þessu leyti bæði árin 1955 og 1956 mjög áþekk í þeim samanburði, enda þótt vaxtakostn- aður Akureyrarstöðvarinnar sé sér- lega hár. SALTFISKVERKUNIN. Nefndin hefur lagt mikla áherzlu á að kynna sér sem bezt rekstur salt- fiskverkunarstöðvarinnar frá árs- byrjun 1955 til ársloka 1956. Er upphaflega byggt á töldum saltfisk- birgðum félagsins, bæði varðandi verkaðan og óverkaðan lisk 1. jan. 1955. Fylgir hér með yfirlit, sem sýnir innvegið íiskmagn hvert ár fyrir sig, og á sama liátt útflutt eða selt saltfisksmagn á þessu tímabili. Enn fremur má sjá at sama ylirliti fisk- birgðir í árslok 1956, eins og þær ættu að vera samkvæmt heimildum nefndarinnar. Samkvæmt ósk stjórnar Ú. A. var athugunum um saltfiskinn lialdið áfram til ársloka 1957, á sanra hátt og með skreiðina. Er þessi athugun nánar leidd í ljós með eftirfarandi yfirliti yfir allt tímabilið. Saltfiskur 1957. Birgðir og innveginn fiskur nam samtals 3.455.552 kg. Útflutt voru 2.182.683 kg. Skv. athugun nefndarinnar ættu birgðir að vera 31. des. 1957 alls 1.272.869 kg. Ncfndin athugaði birgðirnar miðað við 31. des. 1957, og reyndust þær vera 56.523 kg verkaður fiskur eða 102.872 kg. Rýrnun á saltfisksbirgðum nemur því 1.169.997 kg. Eins og sjá má af framanrituðu yfirliti, verður heildarrýrnun allt þetta tímabil 1.169.997 kg. Þegar talað er um innveginn fisk hér í skýrslunni, er átt við fiskinn veginn upp úr skipi. Á árinu 1955 er fiskurinn uppvigtaður rýrður um 20%, eins og verijulegt er, eh á ár- unum 1956 og 1957 er hann rýrður aðeins um 15%. Eins og áður er sagt, er það algeng venja að rýra saltfisk upp úr skipi um 20% til að mæta því, sem eðlilegt er talið, að fiskurinn léttist við geymslu undir venjulegum kringumstæðum, frá því að fiskurinn er veginn á stöðina og þar til hann er fluttur út. Sá hluti fisksins, sem tekinn er til fullverkunar, er auk þess rýrður um 43 1/q%, sem gert er ráð fyrir að hann léttist við verkunina, og einnig er samkvæmt viðtekinni venju. Nefndin telur, að fyrrnefnd 15% rýrnunartala árin 1956 og 1957 sé undir flestum kringumstæðum of lág, cinkum og sér í lagi við það ástand, sem á Akureyri var, sérstak- lega árið 1956, þar sem meginhluti af ársframleiðslunni varð að liggja í húsi og þó að mestu utanliúss allt sumarið í liitatíð, og stór hluti fisks- ins fram á miðjan vetur. Undir slíkum kringumstæðum hefði ckki verið óeðlilegt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 20% rýrnun, eins og árið áður, en á ársframleiðslunni myndi sá mismunur hafa numið um 235 tonnum umfram það, sem rýrt var. Hins vegar gegnir öðru máli um framlciðslu ársins 1957, þegar fiskurinn þurfti ekki að liggja ó- eðlilega lengi, þar sem sala og af- II. LOG um Franileiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu landbúnaðarafurða o. fl. Þegar rætt er um málefni er skipun gekk fremur greiðlega það ár í ]>essu sambandi vill nelndin enti fremur benda á, að lnin telur ekki ólíklegt, að einhver hluti þess- arar miklu rýrnunar sé frá fyrri ár- um, enda þótt það verði ekki séð af reikningshaldi Ú. A., þar sem fiskframleiðslu hvers árs er ekki haldið aðgreindri, og gerur iþ^r af leiðandi blandast milli ára. Rekstur togaranna. Þegar Akureyrarskipin eru borin saman við aðra togara, eins og hér hefur verið gert, er nauðsynlegt að hafa í huga, að Akureyrarskipiti hafa þá sérstöðu, að á útgerðarstað Jieirra er ekkert frystihús eða ís- framleiðsla, en greiður aðgangur íyrir togara, til þess að leggja afla sinn í frystihús var einmitt þessi ár mjög þýðingarmikill til þess að geta hagað rekstri þeirra eftir því sem bezt hentaði með hliðsjón af afla- brögðum og afkomuskilyrðum. Á útgerðarstöðum allra skipanna, sem tekin voru til samjafnaðar, eru frystihús, og var aðstaða þeirra því til muna betri að þessu leyti. Þetta á við um bæði árin. Rekstri Akureyrarskipanna var því af þessum sökum hagað nokkuð á annan veg en hinna skipanna, og haldið meira út til saltfiskvciða. En nú er almennt viðurkennt, að einna erfiðast sé að fá saltfiskveiðar til að bera sig, nema helzt stuttan tíma, þegar um stórfisk er að ræða. Útgerðin 1956. Á þessu ári starfa öll Akureyrar- skipin tafarlítið allt árið. Eru þau þá verulega aflahærri að meðaltali, miðað við þau átta skip, sem tekin voru til samjafnaðar, því meðal úthaldstími beggja skipaffokkanna er nánast hinn sami. Reksturskostnaðurinn í heild 1956, er um 750 þús. kr. hærri að meðal- tali hjá Akureyrarskipunum. Hef- ur sá mismunur verið að nokkru skýrður í einstökum liðum hér að framan í skýrslunni. En þegar á allt er litið, er þetta of mikill munur, til þess að hægt sé að skýra liann til fulls, ekki sízt, þar sem tvö sam- anburðarskipanna voru þetta ár í flokkunarviðgerð. Reksturstapið á Akureyrartogur- unum 1956 er þó, að miklu leyti tilkomið af ófullnægjandi rekstrar- grundvelli togaranna almennt á árinu, því afli má teljast hafa verið í góðu meðallagi. Bæði árin höfðu Akureyrarskipin miklar tafir frá veiðum vegna ferðalaga milli staða í sambandi við að losna við aflann, sækja ís, og vegna ferða til Reykja- víkur til upptöku í dráttarbraut við hreinsun og viðgerðir. Allt hefir þetta haft mikil álirif í þá átt að fækka veiðidögum skipanna. Skreiðin. Eins og greint er í skýrslunni, er gcrt ráð fyrir, að innveginn fiskur upp úr skipi eigi að skila um 17% af útflutningsframleiðslu. Er al- mennt talið, að þetta eigi að standast. Ekki cr af starfsmönnum (Framhald á 7. síðu.) varða Sölufélag garðyrkjumanna, eða Samband eggjaframleiðenda, ber að gefa þeim aðilum kost á að senda einn fulltrúa frá hvor- um á fund Framleiðsluráðs með málfrelsis- og tillögurétt. Eigi má ákveða inn- eða út- flutning landbúnaðarvara nema áður hafi verið leitað álits og til- lagna Framleiðsluráðs. Eigi má flytja inn landbúnað- arvörur nema því aðeins að inn- lend framleiðsla fullnægi ekki neyzluþörfinni, og ekki flytja út sömu vörur nema að nægilegt sé eftir til innanlandsþarfa. Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Við útreikning framleiðslu- kostnaðar og verðlagningu land- búnaðarvara á innlendum mark- aði skal byggt á verðgrundvelli sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem til- nefndir eru af stjórn Stéttarsam- bands bænda og þriggja fulltrúa fi'á þessum félagssamtökum neytenda: Alþýðusambandi ís- lands, Landssambandi iðnaðar- manna og Sjómannafélagi Reykja víkur -6 mannanefndin). Nefnd- inni til aðstoðar eru Hagstofu- stjóri og formaður Búreikninga- skrifstofu ríkisins. Verði samkomulag með öllum nefndarmönnum, er það bind- andi, en náist ekki samkcmulag um einhver atriði varðandi fram- leiðslukostnað eða verðlagningu skal vísa ágreiningsatriðum til sérstakrar yfirnefndar, sem skip- uð er þrem mönnum: einum til- nefndum af fulltrúum Stéttar- sambandsins, öðrum af fulltrúum neytenda og Hagstofustjóra sem oddamanni. Yfirnefndin fellir fullnaðarúr- skurð um ágreiningsatriðin. Ákvæðin um yfirnefnd gilda á meðan verð landbúnaðarvara er greitt niður með ríkisfé eða greiddar útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur. Verðlagsgrundvöllur þessi gild- ir árlangt og á að miðast við 1. ágúst, en hefur í framkvæmd frestast um mánuð, eða rúmlega það. Fulltrúar framleiðenda og neyt- enda geta hvorir um sig sagt verðlagsgrundvellinum upp fyrir 1. febrúar ár hvert, en stundum hefur orðið samkomulag um frestun á uppsagnartíma. Hagstofa íslands reiknar árlega framleiðslukostnað landbúnaðar- vara eða vísitölu hans á grund- velli áðurgreinds samkomulags eða úrskurðar yfirnefndar og skal Framleiðslui'áð miða verð- lagningu landbúnaðarvara við þann útreikning. Ennfremur afl- ar Hagstofan gagna um tekjur annarra vinnandi stétta á sama tíma. Enginn má kaupa eða selja veröskráðar Iandbúnaðarvörur fyrir annað verð cn skráð er á hverjum tíma. — G. H. — (Frh.).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.