Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 26. febrúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSÖN Afgreiðsla, auglýsingar og innhehnta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstrxti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlf Prcntverk Odds Björnssonar h.f. Goshverinn og Óþerrisliolan ALLIR KANNAST VIÐ hverasvæðin og gos- hverina. Sumir hverir gjósa vatninu upp í loftið og gleypa spýju sína aftur, aðrir krauma ólund- arlega og láta ekki að sér kveða fyrr en þeir eru ertir. Þannig er um Geysi. Skammt frá honum er Óþerrisholan. Frá henni leggja gufur og þótti mega í þeim sjá þegar óþverraveður var í aðsigi. Samgangur mun þar á milli, neðanjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn gýs með stuttu millibili, síðan hann komst í stjórnarandstöðu. Ekki þarf hann sápu, eins og hinn duttlungarfulli Geysir, heldur örvun af öðru tagi. Hann gýs ævinlega þegar ríkisstjórninni tekst vel og einnig þegar honum er rétt lýst af andstæðingunum. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjórar Morg- unblaðsins leggja saman í gos fylgir því mikill gauragangur, en svo fellur froðan aftur í sína hefðbundnu, sömu leið til baka. Sjálfstæðisflokkurinn gaus þegar ríkis- stjórnin var mynduð, hann hefur gosið hverju sinni er tekizt hefur að útvega hag- stætt lán erlendis til framkvæmda innan- lands, hann gýs þegar viðnám er veitt gegn verðbólgunni, hann gaus ákaflega þegar auk- inn var styrkur til jarðræktar og landnáms og þegar bættur var hagur sjómanna. Þegar álagning var lækkuð hjá verzlunarstéttinni í smásölu og heildsölu gaus hann. Tignarlegt gos varð, þegar stórcignaskatturinn var lagð- ur á milljónera og bankavaldinu var drcift á fleiri hendur. Einnig þcgar ríkisstjórnin ákvað að kaupa nýja togara, koma á skyldu- sparnaði ungmenna, svo að fátt eitt sé nefnt. Og ckki má glcyma gosunum vegna þess að framlengdur var varnarsamningurinn. Sjálf- , stæðisflokknum fannst hann mega til með að gjósa þá líka, þótt hann bcrjist sjálfur fyrir viðvarandi hcrsetu. Samvinna ríkisvalds og vinnustétta í landinu veldur auðvitað viðvarandi ókyrrð hjá íhaldinu. Morgunblaðið er eins konar veðurviti á hinum pólitíska vettvangi. Stóryrði þess og skammir færast í aukana þegar vel tekst um stjórn lands- ins. En Morgunblaðsmenn bera ekki gæfu til að bera fram eina einustu tillögu í nokkru þýðingar- miklu máli og eru því hin dauða hönd í íslenzkum stjórnmálum. BLAÐIÐ DAGUR hefur sýnilega átt ofurlítinn þátt í nokkurri ókyrrð í iðrum íhaldsins að und- anförnu, svo sem blöð þeirra bera með sér. Leið- arar blaða þess og forsíðugreinar hafa um sinn vegið að Degi með fúkyrðum og hreinum mis- sögnum. Raunverulegt tilcfni þessara skrifa er sá skerfur, er Dagur hefur lagt til þjóðmálanna í heild að undanförnu, stuðningur hans við núvcrandi ríkisstjórn, barátta hans við ósvífnasta andstæðing samvinnusamtakanna og umbúðalaus lýsing hans á eðli og kjarna íhaldsins í landinu, áróðursvél þess, valda- græðgi og hömlulausri sjálfselsku annars vegar, en neikvæðri og óábyrgri afstöðu þcss til stærstu og þýðingarmcstu þjóðmálanna hins vegar. Blöð íhaldsins hrópa um efna- hagsöngþveiti landsins í hverju cinasta tölu- blaði síðau núverandi ríkis- stjórn var mynduð og hafa greitt atkvæði á móti öllum raunhæfum tillögum hennar til i'irbóta. En þótt leitað sé með Iogandi Ijósi, örlar hvcrgi á einni cinustu tillögu „stærsta stjórnmálafIokksins.“ Svo gjör samlega neikvæð er stjórnar- andstaða hans, svo dauð hönd íhaldsins. En Morgunblaðsmenn snið- ganga allt þetta, þegar þeim finnst að sér kreppt, heldur búa til þær tylliástæður, að Dagur hafi vanvirt samstarfsflokk sinn, Alþýðuflokkinn, með því að minnast á fylgistap hans í síðustu kosningum, en óskað Alþýðu- bandalaginu gæfu og gengis! Um fyrra atriðið er það að segja, að fylgistap Alþýðuflokks- ins getur víst tæplega talizt mik- ið leyndarmál, eftir að öll blöð landsins hafa frá því skýrt og formaður flokksins lýst því í út- varpi umbúðalaust. Hitt er svo annað mál, að Sjálfstæðisflokk- urinn steig mjög í vænginn við Alþýðuflokkinn og svolítill von- arneisti hafði kviknað í brjósti hans um völd á ný, eða að minnsta kosti stjórnarslit, sem Sjálfstæðisflokkurinn þráir mest af öllu. Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans gerðust auðvitað sjálf- boðaliði í því að reyna að spilla samstarfi vinstri flokkanna og vildi gera sér fótfestu í ummæl- um Dags um kosningarnar. Með því að rangfæra og slíta ummæli úr samhengi, rang- herma þau og endurprenta þau Eg mótmæli! Dr. Einar Olafur Sveinsson sagði það í útvarpinu fyrir nokkrum dögum, að nú væri fornsögulestrinum lokið af sinni hálfu á þessum vetri. Þar hvarf sá þáttur úr útvarpinnu, sem flestir hafa hlustað á. Hvernig er nú háttað þekkingu okkar íslendinga á fornbók- menntunum? Er okkur einskis vant? Aldrað fólk er flest vel að sér í fræðum þessum, miðaldra fólk kann þau miður og tekur sér sjaldan þær fornsögur í hönd, sem það las sem börn, ungt fólk er flest illa að sér í sögunum og hefur aðeins af þeim þá nasasjón, sem skólarnir veita, og börnun- um eru fornsögurnar óaðgengi- leg veröld. Það eru algjörar undantekningar, ef börn lesa fornbókmenntir okkar nú á dög- um, því miður. Þau hafa nóg annað lestrarefni. Þau lesa Tarzan, Davíð Crocket og Be- verly Gray. En allt þetta fólk, ungir sem gamlir, hefur hlustað á dr. Einar og notið þess. Hvers vegna hefur verið unun að hlusta á lestur dr. Einars? Efnið? Ekki skal eg gera of lítið úr töfrum þess og aðdráttarafli. Þetta er þó mjög ófullkomin skýring á vinsældunum. Það hefur verið hlustað svo almennt á dr. Einar Ólaf bókstaflega vegna þess, að það var hann, sem las, en ekki einhver annar. Karlmannleg rödd hans hefur þá náttúru, að allir hluta ef hann les, og ekki sízt þá er lestr- arefnið er honum sjálfum ást- fólgið. Hann einn getur lesið þannig nógu oft, átti að mcga tylla tá á nýjar vonir. Þeim fannst þetta lífsnauðsynlcgl vegna flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins, sem stóð fyrir dyrum. Sá fundur samþykkti einróma traust á stefnu ríkis- stjórnarinnar og birti hana op- inberlega. Sá, scm bjó til fót- festuna af óskhyggjunni einni saman, missti fótanna og fékk byltu. Morgunblaðið hefur nú týnt áhuga sínum fyrir flokks- stjórnar fundi Alþýðuflokksins og hcfur tæpast á hann minnst. „Þar með var draumurinn bú- inn.“ Um síðara atriðið, umsögn Dags um Alþýðubandalagið, var þess óskað þar, að það losaði sig við kommúnistakjarnann og yrði ábyrgur verkalýðsflokkur. Skulu þau ummæli fúslega end- urtekin, hvort sem þau verða til- efni að nýju gosi eða ekki. Þá er ekki úr vegi að minnast örlítið á Óþerrisholu Sjálfstæð- isflokksins hér á Akureyri. Hún samanstendur af blaði flokksins hér á staðnum og einnig frétta- ritara Morgunblaðsins, sem vegna háttsemi sinnar ætti raun- ar að vera „stikkfrí“ í sómasam- legum umræðum. Hinar fúlu gufur Óþerrishol- unnar þóttu gefa vísbendingu um veðráttuna. Því er ekki til að dreifa hjá flokksblaði íhaldsins á Akureyri. Að vísu rýkur öðru hvoru, en aldrei fyrr en nokkru eftir gos í höfuðstöðvunum. Jafnvel Óþerrisholan bregzt hlutverki sínu. fornsögurnar inn í hug okkar allra. Svona vel les enginn nema listamaður. Þetta held eg, að okkur útvarpshlustendum sé ljóst, en veit útvarpsráð þetta eða dr. Einar Ólafur sjálfur? Ef yfirstjórn menntamála þekkir sinn vitjunartíma, þá á hún að losa dr. Einar við kennsluskyldu í Háskólanum á fullum launum og fá hann til þess að lesa fornaldarbók- menntirnar fyrir alþjóð, í stað þess að kenna fáeinum læri- sveinum. Þetta yrði starf, sem sæmd væri að, það yrði vinsælt og ómetanlegt okkar þjóðlegu menningu. Benda má útvarpsráði á, að við höfum miklu fremur skyldur að í’ækja við höfunda fornbók- menntanna, flesta nafnlausa, en Bach og félaga hans, þótt nafn- kunnir séu. Eitthvað af tónlist- arþungmetinu mætti gjarnan víkja fyrir lestri fornsagna. Dr. Einar Ólafur sagðist vera hættur fornritalestri í vetúr. Eg mótmæli eindregið og þykist mæla manna heilastur. Orn Snorrason. Fyrsti farfuglinn kominn Kalt hefur verið í Danmörku undanfarið, en nú er fyrsti vor- boðinn kominn, vepjan. Stórir hópar af vepjum hafa þegar sézt á Vestur Jótlandi. Etið og þrífizt Húsmæöradeild sænska sambandsins hcfur í þjónustu sinni næringarfræðing, frk. Astrid Mo- landcr, og ræðir hún hér lítillega um matvenjur. Flest fólk etur vanalega þrjár máltíðir á dag, það er orðinn vani. Okkur finnst það ekki nema eðli- legt og hugsum ekki nánar út í það, hverju hlut- verki fæðan gegnir. Ef betur er athugað hvaða áhrif fæðan hefur á okkur, þá er það m. a. það ör- yggi, sem góð heilsa gefur. Við fáum aukna starfs- orku og eigum léttara með að leysa daglegu vanda- málin. Of lítil fæða getur gert okkur „nervösa“ og veikir mótstöðuaflið gegn sjúkdómum. Þegar við verðum þreytt, mislynd eða veik, þá hugsum við sjaldan um, að það geti verið röngu mataræði að kenna. Nauðsyn á þekkingu í næringarfræði er augljós. Við höfum tekið vélarnar í þjónustu okkar, og þær vinna erfiðustu verkin. í dag leysum við ekki af hendi jafn mikið líkamlegt erfiði og áður. Fleiri hafa efni á að kaupa bíl, og nú förum við í ökuferð í staðinn fyrir gönguferð. Þar sem við þurfum ekki eins mikinn kraft og áður, þá þurfum við heldur ekki að borða svo mikið. En það er betra að fara varlega, fátt er eins við- kvæmt umræðuefni og matvenjur. Fólk er yfirleitt ekki gefið fyrir að viðurkenna, að það sé nokkuð að athuga við matvenjur þess. „Afi át bara kjöt og kartöflur allt sitt líf! Hann var ekki veikur einn einasta dag.“ „Grænmeti — það er þó ekki matur fyrir fullorðið fólk!“ En snúum okkur að kaloríunum. Ein kaloría er sá hiti, sem fer til þess að hita upp einn líter af vatni um eina gráðu. Hve margar kaloríur við þurfum á dag, er mismunandi. Aldur, kyn, vinna og loftslag ræður því. Maður, sem er 25 ára gamall, þarf ca. 3.200 kaloríur á dag, en eftir 20 ár ca. 2.900. Mótsvarandi tölur fyrir konur er 2.300—2.100. — Heimilisfaðrinn á ekki alltaf að fá stærstu kótelett- una, sérstaklega ef hann er miðaldra maður og hef- ur ekki erfiða vinnu. Aftur á móti getur 14—19 ára drengurinn í fjölskyldunni þurft hennar með, þar sem þörf hans fyrir kaloríur er næstum því 1000 meiri á dag, heldur en föðurins. Það eru fáir, sem hugsa nokkurn skapaðan hlut um að minnka matinn við sig, eftir því sem aldur- inn færist yfir. Of mikið af kaloríum gerir það, að næringin sezt á líkamann í formi fitu. Þetta rabb um kaloríur er ekki svo vitlaust. f flestum tilfellum er gott að vita, hve mikið af þeim dagleg máltíð okkar inniheldur. Fæðunni er hægt að skipta í sex flokka, sem við getum kallað „Hið þýðingarmikla sex“: 1. Ávextir og ber. 2. Grænmeti, rótarávextir og kartöflur. 3. Mjólk, ostur og ís. 4. Kjöt, fiskur og egg. 5. Brauð, mjöl og grjón. 6. Feiti (smjör og smjörlíki). Lítið eitt af hverjum þessarra flokka þurfum við að borða daglega. A-vítamín, sem er þýðingarmik- ið í baráttunni við kvilla, fáum við í lifur, eggjum, grænkáli og persilju. Skortur á B-vítamíni getur oft komið í ljós sem taugaslappleiki. Flesk, innyfli, mjöl og brauð sér okkur fyrir þessu þýðingarmikla efni. Sítrón-ávextir og grænmeti eru auðug af C- vítimíni. Maturinn hefur áhrif á heilsu okkar, skaplyndi og útlit. Hannn er svo þýðingarmikill þáttur í til- verunni, að það væri synd, ef kæruleysið hindraði okkur frá að hugsa um kaloríu- og vítamíngildi hans. Olga Ágústsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.