Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 5
Miövikudaginn 26. febrúar 1958 D A G U R o NIRÆÐUR: Guðjón Jónsson, Finnasföðum Þann 23. þ. ni. varð Guðjón Jónsson á Finnastöðum níræður. í tilefni af því fór fréttamaður Dags á fund Guðjóns, sem þá var staddur á heimili sonar síns á Ak- ureyri. Guðjcin tekur kveðju minni, glaður og broshýr. Hann er vel hress, kvikur á fæti, teinréttur og enn liinn viirpulegasti. Sjón og heyrn eru þó nokkuð tekin að dofna. Þegar við erum setztir inn í stofu, vek ég máls á því, að mig langi til að hann segi mér eitthvað frá hans löngu ævi. Guðjón brosir góðlát- lega og heldur, að fátt sé að segja og allra sízt nokkuð það, er merki- legt þyki nú, á tímum allsnægtanna og margháttaðrar aðstoðar við þá, sem lítils eru megnugir. En þetta var nú nokkuð öðruvísi í minni æsku, sem ekki þekkist nú, sem betur fer. Hvar ert þú fceddur, GuÖjón, og hvar óls't þú upp? Ja, þá cr nú að byrja á upphaf- inu. Ég er læddur að Hringverskoti í Ólafsfirði 23. fehrúar 1868, sem Jiá bar upp á konudaginn, eins og afmælið mitt núna. Faðir minn var Jón Jónsson, bóndi ]>ar. Hann og kona hans áttu ]>á nokkur börn og voru fátæk. Móðir mín hét Þórdís Hallgrímsdóttir, Árnasonar, frá Skútum í Glæsibæjarhreppi. Hún var ]>á vinnukona hjá þeim hjón- unum. Fkki halði faðir minn tök á því að hafa okkur mæðgin bæði á heimilinu, en rnóðir mín vildi ekki skilja mig eftir í Hringverskoti. Það varð því úr, að hún tók sig upp með mig, þegar ég var 13 vikna, og íluttist inn í Glæsibæjarhrepp til skyldfólks míns þar. Ég var alltaf á vegum móður minnar, sem ól önn lyrir mér til 12 ára aldurs. Hún var vinnukona á ýmsum bæjum og mjög eftirsótt, því að hún var hraust og afburða- dugleg og verklagin. Naut ég þess oft á tíðum. Hún var mér ástrík móðir, og vildi ég lielzt hvergi vera nema hjá henni. Eftir að ég stálp- aðist, kom hún mér fyrir tíma og tíma á öðrum bæjum til sumar- dvalar. En mér leiddist oft. Þcgar ég var 10 ára, kom lnin mér fyrir til sumardvalar í Kollu- gerði í Kræklingahlíð. Þar varð ég brátt haldinn miklu óyndi og þráði mömmu afskaplega mikið. Líklega hefur þessum raunum mínum ekki verið niætt með nægilegum skiln- ingi og umburðarlyndi. Þó varð íérstakt atvik, sem ég greini ekki tnánar frá, til ]>ess að ég tók ]>á á- frvörðun að strjúka til mömmu sminnar, sem þá var á Engimýri í Öxnadal. Svo lagði ég af stað einn daginn og hljóp út Hlíðarljall, langt fyrir ofan alla bæi, því að ég vildi forðast að verða á vegi nokk- urs. Þó fór svo, að innan við Mold- haugaháls mætti ég manni, sem ég ekki þekkti og hann ekki mig hcld- ur. Hann spurði mig, hvað ég héti og hvert ég væri að fara. Þá flaug mér skyndilega í hug að nota úr- ræði margra flóttamanna: að villa á sér heimildir. Ég svaraði því hik- laust: Ég heiti Sigurjón og ætla að skreppa hérna vestur fyrir hálsinn. Með ]>að kvaddi ég í skyndi og hljóp mína leið. Ég kærði mig ekki um lrekari yfirheyrslu, eins og á stóð. En þegar ég ætlaði lram hjá Rauðálæk á Þelamörk, vildi svo til, að bóndinn var staddur úti. Hann þekkti mig og tók mig tali. Varð ég nú að segja allt hið sanna um ferð- ii mínar. Hann leiddi mig svo heim með sér. Og þar með var stroku- ævintýrinu lokið. Hann sendi svo strax lil mömmu og lét liana vita um lerð mína. — Ekki vildi hún þvinga mig til að fara að Kollu- gerði ai'tur, heldur kom mér fyrir á öðrum bæ. Leið mér þar miklu skár, en feginn varð ég um haust- ið, þegar ég komst aítur til mömmu minnar. Hafðir þú ekkert af föður þinum að segja um þessar mundirf Ekki vil ég kasta nokkurri rýrð á liann. Vafalaust hefur liann liaft vilja til að sjá um mig, ef geta og kringumstæður hefðu leyft. Um veturinn, þegar ég var 12 ára, lögðum við mamma upp gang- andi vestur í Olafsfjörð. Fórum við Grímubrekkur til að stytta okkur leið, en það er allerfiður fjallvegur rnilli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar. Léttum við ekki ferð okkar, fyrr en við komum að Hringverskoti. Var það tilætlun mömmu, að faðir minn tæki við mér og sæi um mig fram yfir fcrminguna. En ekki gat faðir minn tekið mig á heimili sitt sakir þrengsla í kotinu og barna- fjölda, sem hann }>á átti orðið. Hann átti alls 18 börn fyrir utan mig. Hann kom mér svo fyrir á bæ skammt frá. Atti svo að lieita, að ég væri matvinnungur. Settist ég svo þar að, en mannna sneri altur við inn í Eyjafjörð. Skildi þar með samvistir okkar að sinni. Hvernig likaði þér svo á þesswn bee? Nauztu þar einlwerrar upp- frœðslu? Lítið fór nú fyrir þvi, en eitthvað var mér leiðbeint í kristnum l’ræð- um, að minnsta kosti var ég lermd- ur 14 ára, eins og til sté>ð. Kostnað við ferminguna greiddi laðir minn. Á þessum sama bæ var ég svo næstu tvö ár, eða þar til ég var 16 ára. Þarna var allmikil vinnuharka, en viðurværi ekki nægilega gott uppvaxandi unglingi. Mig langaði til að læra eitt og annað, en átti þess lítinn kost. Mig langaði mjög til að læra á skíðum, eins og margir aðrir unglingar. En ekki hafði ég nokkur tök á að eignast skíði, og þau, sem til voru á bænum, var mér bannað að nota. Þó mun ég stundum liafa stolizt til að grípa skíði bóndasonar, þegar færi gafst. Líka langaði mig til að læra að slá, en það fékk ég ekki. Var ég heldur notaður við rakstur, smölun og alls konar snúninga frá morgni til kvölds. Ég gat lítið lesið mér til (Framlrald á 7. síðu.) sis er Geysir minnist 35 ára afmælis síns um þcssar mundir. Hélt hann af því tilefni tvær söngskemmtanir í vikunni sem leið í Nýja-Bíó við húsfylli og luifningu áheyrenda. Söngstjórar voru þeir feðgarnir, Árni Ingimundarson og Ingimundur Árnason, einsöngvari var Kristinn Þorsteinsson og undirleik- ari Guðrún Kristinsdóttir. Söngskráin vra vönduð og söngur- inn þróttmikill og fagur og kórnum til sóma og viðstöddum til óblandinnar ánægju. Karlakórinn Geysir hefur sung- ið opinberlega á Akureyri á hverju einasta ári í hálfan fjórða áratug og er í sjálfu sér ekkert fréttnæmara en áður, þótt hann fylli Nýja- Bíó eitt eða tvö kvöld nú eins og endranær. En það þarf nokkuð til frá kórsins hendi, að halda merki söngsins svo hátt á loft, að Geysissöngur þyki allt- af jafn mikill viðburður. En það hefur þessu söngfélagi tekizt frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. Geysir var stofnaður upp úr tveim söngfélögum í bænum, Prentsmiðjukvartettinum og Tafl félagskvartettinum, sem höfðu sungið sameiginlega undir söng- stjórn Magnúsar Einarssonar. — Meðal stofnenda voru: Sigurður O. Björnsson, Þorsteinn Thorla- cius, Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Árnason, Jón Steingríms- sín, Jón Þór, Gunnar Magnússin, Pétur Þorvaldsson, Bjarni Hós- esson, Óskar Guðnason, Steinþór Guðmundsson, Axel Friðriksson, Aage Schiöth, Páll Jónsson og Páll Ásgrímsson. Jafn snemma var það ákveðið, að hinn nýi karlakór skyldi stofnaður og hitt, að fá til hans Ingimund Árnason, Grenivík, sem söngstjóra ef mögulegt væri. Kórinn hlaut nafnið Geysir. Stofndagur var 22. október 1922 og réttri viku síðar flutti Ingi- mundur búslóð sína til bæjarins. Síðan hafa nöfn Geysis og Ingi- mundar orðið mjög þekkt og nafn annars tæplega nefnt, án þess að hitt sé haft í huga sam- tímis. Frá 1952 hefur Árni Ingi- mundarson haft söngstjórnina á hendi. hans um skeið, svo sem eðlilegt var. „Sem betur fór varð ekkert af því,“ hefur Ingimundur sagt. Ingimundur hafði, áður en hann fluttist til Akureyrar, sýnt, að hann var gæddur fágætum hæfileikum til söngstjórnar. — Strax 1917 hafði hann stofnað blandaðan kór í heimasveit sinni og vakti söngurinn og söngstjór- inn mikla athygli. Stjórnandinn var þó ekki langskólagenginn í söngfræðum, hafði numið hljóð- færaleik í hálfan mánuð og sung- ið í kvartett í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri með þeim Pálma Hannessyni, Jóhanni Kröyer og Steini Emilssyni á skólaskemmt- un. En söngur og hvers kyns fögur hljómlist átti hljómgrunn í hug og hjarta Ingimundar Árnasonar frá barnæsku. Fjör og skaphiti var honum í blóð borið, og siðast en ekki sízt, hafði hann afburða mikla og fagra söngrödd. Hún hefði eflaust nægt honum til mikils frama á heimsmælikvarða og mun söngnám hafa freistað Ingiinundur Árnason. Að vissu leyti munu margir vilja taka undir J>au orð, svo eigin- gjarnir erum við og svo ánægðir með Ingimund, eins og hann er og þakklátir fyrir störf háns'her' á Akureyri í þágu söng’sins, því að söngstjórnina hefur hann rækt með slíkri prýði og árangri, sem frægt er. Til er saga, er greinir frá því, að einn af þekktustu óper.u- söngvurum þjóðarinnar, heim- sótti Ingimund fyrir nokki-um árum og var þá að sjálfsögðu tekið lagið. Söngvaranum brá svo við, er hann heyrði rödd söngstjóra Geysis, að hann henti af sér jakkanum út í horn, faðm- aði Ingimund innilega og fullyrti að hann gæti orðið heimsfrægur söngvari áður en hálfur mánuður væri liðinn. Sagan mun í aðal- atriðum vera sönn og gefur vís- bendingu um, að ekki sé ofsagt um söngrödd Ingimundar. Reykjavík á móti Sambands ísl. karlakóra og auk þess hefur hann öðru hvoru haldið samsöng víða um land. Til Noregs fór svo Geysir 1952 og var Jiað óslitin frægðarför. Til gamans skulu rifjuð upp ummæli norskra blaða um sönginn. — Adresseavisen í Trondhjem sagði meðal annars svo, „Hljómleikarnir í gærkveldi. reyndust sannarlegur viðburðurr Geysir er mjög vel skipaður og hin afburða mikla hljómfyll- ing í upphafi í „Ja vi elsker“ spáði góðu. . . . Samhljómur kórs ins er fyllingarríkur og hlýr og þrungin lyfting sérstæðra, sér- kennilegra radda. Og eggjandi stjórn söngstjórans getur blátt áfram skapað hrein og sterk söngvagos.“ Siðan er getið ein- stakra laga og einsöngvarans Kristins Þorsteinssonar og allt á einn veg. Um söngstjórann segir blaðið m. a.: „Ingimundur Árna- son er sérstökum og sérkennileg- um hæfileikum gæddur söng- stjóri. Hann hefur einbeittan vilja og getur líka beitt honum, svo að kór hans nær fram til ótrúlegra afreka. Hvenær hefur til dæmis tíltölulega jafn lítill kór náð annarri eins kraftfyli- ingu og glæsimennsku í Frimur- •erlogen. Hann hefur líka öruggan smekk og þroskaðan skilning á söngrænum fyrirbrigðum.“ „Eg hef aldrei heyrt jafn hljóm- þrunginn karlakór,‘í segir annað norskt blað. „Vér Þrændir erum venjulega fremur seinteknir og ‘erum tregir til að láta í ljósi hrifningu vora og tilfinningar. ’En í gær var öllu slíku rutt úr vegi og allar hömlur rofnar. Ein- tóm, hömlulaus hrifni.“ Þegar Fóstbræður fóru til Hafnar, árið 1931, var Ingimund- ur Árnason meðal söngmanna og 1946 var hann annar stjórnandi, Fóstbræðra, ásamt hinum kunnaí söngstjóra Jóni Halldórssyni, í för um Norðurlöndin öll. í þeirri ferð voru 11 söngmenn úr Geysi. Árið 1923, þegar Geysir hafði æft aðeins einn vetur, fór hann sína fyrstu söngför, til Húsavíkur og Siglufjarðar. Fékk hann þá þegar fágætlega góðar viðtökur, er síðan hafa aldrei brugðizt, innanlands eða utan. Kórinn fór aðra söngferð með Lúðrasveit Akureyrar árið 1929, til ágóða fyrir Kristneshæli. Aðsókn var geysilega mikil og kom þar hvort tveggja til, að Geysir var þá orðinn þekktur, og einnig hitt, að málefnið, sem unnið var fyrir, átti hug allra Norðlendinga. Á Alþingishátíðinni 1930 söng Geysir á Þingvöllum og var greinilega langbezt tekið allra karlakóra og í þeirri söngför lét hann til sín heyra í Reykjavík við mikla hrifningu viðstaddra. Árin 1934 og 1950 söng Geysir í Nokkrir menn hafa kennt söng og þjálfað Geysi, auk Ingimund- ar. Fyrstur þeirra var Benedikt Elfar, þá Sigurður Birkis, Þórður Kristleifsson, Gösta Myrgart og síðast Ingibjöi-g Steingrímsdóttir. Allir þessir söngkennarar hafa verið á vegum Sambands ís- lenzkra karlakóra, að Ben. Elfar undanskildum. Einsöngvarar kórsins eru orðn- ir nokkuð margir. Meðal þeirra eru: Gunnar Magnússon, Sigurð- ur O. Björnsson, Hreinn Pálsson, Sig. E. Hlíðar, Bjarni Bjarnason, læknir, Gunnar Pálsson, Guð- mundur Gunnarsson, Kristján Kristjánsson, Hermann Stefáns- son, Kristinn Þorsteinsson, Jó- hann Ögmundsson, Henning Kondrup, Jóhann Guðmundsson, Ragnar Stefánsson og Brynjólfur Ingólfsson. Undirleikarar Guð- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.