Dagur - 02.04.1958, Side 5

Dagur - 02.04.1958, Side 5
Miðvikudaginn 2. apríl 1958 DAGDR 5 í ummælum mínum í „Degi“, 14 .og 18. sept. sl., um „Askov- bókina“, var skýrt nokkuð frá hinu mikla starfi Bjarna M. Gíslasonar rithöf. á dönskum vettvangi undanfarna áratugi, og m. a. drepið á samstarf þeirra Bjarna og íslandsvinarins danska, Jörgens Bukdahls, rit- höfundar. Verður hér ekki end- urtekið neitt af því. Aðeins vil eg þó bæta við fáeinum ummælum Bukdahls í bréfi nýskeð, því að hann er manna bezt kunnugur starfi B. M .G. á dönskum vett- vangi frá upphafi: — Síðan Jón Sigurðsson leið, hefur enginn íslendingur á er- lendum vettvangi barizt jafn djarft og drengilega fyrir rétti og heiðri fósturlands síns og Bjarni M. Gíslason! — Bjarni M. Gíslason er Vestfirð- ingur að uppruna, fæddur 4. apr- ÍI 1908, og á því fimmtugsafmæli föstudaginn 4. þ. m. Hann var sjómaður í æsku og fram á full- irðinsár, skáldmæltur vel og hneigður til mennta. Árið 1933 gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, „Eg ýti úr vör“. Og árið eftir Bjarni M. Gíslason fimmtugur sigldi hann út á hafið og lagði' leið sína austur um Atlantsála til Danmrekur. Hefur hann dvalið þar lengst af síðan. Mun hann í fyrstu hafa stundað nám á Askov háskóla, og hefur hann síðan haft náin kynni af hinum dönsku lýð- háskólum og danskri lýðháskóla- æsku yfirleitt. Hefur hann m. a. árum saman haldið fyrirlestra á þeim vettvangi, um ísland og ís- lenzk málefni, svo að hundruðum skiptir, og mun vera meðal kunnustu og vinsælustu fyrirles- ara á þeim slóðum. í tilefni af bókaútgáfu hans á aönsku er allfróðlegt fyrir landa hans að kynnast því, sem um hann er sagt á danska tungu. Fer hér á eftir ýmislegt smávegis, sem tínt hefur verið saman af því tagi. — í ummælum þessum felst eigi lítil viðurkenning á starfi B. M. G. og áhrifum þess og árangri í Danmörku, og óefað einnig víðs vegar á Norðurlöndum: „. . . Fyrsta bók hans á dönsku UM DRAUGANA. Menn deila um það, hvort draugatrú dafni eða sé að þverra, hafi orkað til einhvers góðs, ellegar til hins verra, hvort á þær sagnir um anda og vom sé einhvem trúnað að leggja, eða að standi eintómt skrök og ofsjón að hvoru tveggja. Þjóðsögur okkar um þau mál í alls konar myndum fjalla: Sendingar, vofur, svipi, Glám, sjódrauga, fylgjur, Lalla. En tryggðin sumra við sveit og ætt var sérlegur ræktarvottur, og af því Iíkar mér einkar vel við alla Móra og Skottur. Þau fóru einatt með ærsl og glens og ertingar fram úr máta, og uppsigað frekast var þeim við valdsmenn og steigurláta, en kynntu sig annars ýmsum vel og áttu sér góðar taugar, — voru, í einu orði sagt, einstakir sæmdar-draugar. En draugurimi er, sem eg og þú, umbylting tímans háður, margt er nú sagt uin hegðun hans, sem hvergi er gctið áður, fcrðalög hans í flugu og bíl og fikt við útvarp og síma, og sitt hvað fleira, er svipmót ber, hinna síðustu og verstu tíma. Vísast hefir þig, vinur minn, veröldin Iítils metið, og vandséð að þinnar veru hér verði að neinu getið. Þótt vitni ckki um þig verkleg dáð, varði, kross eða haugur, þá kanntu að fá á þig frægðarorð scm framúrskarandi draugur. DVERGUR. var „Glimt fra Nord“ — 1937, fróðleg lýsing á þjóðlífi íslands, sögu, tungu og bókmenntum. Síðan hefur B. M. G. ritað marg- ar bækur á dönsku og fjölda fræðigreina um ísl. málefni í dönsk blöð víðs vegar í Dan- mörku og á Norðurlöndum, og haldið fyrirlestra svo að hundr- uðum skiptir í skólum og félög- um til að kynna Norðurlandabú- um ísland, málefni þess og menningu. Kunnustu bækur hans eru „trilógían" (3ggja binda) „Dc gyldne tavl“, sem út kom 1944/45, og bókmenntasaga hans, „Islands Iitteratur efter sagatiden“, sem kom út 1949. Skáldsagan er nú þýdd á margar tungur, og lýsir hún m. a. þróun söguþjóðarinnar fram til voi-ra daga. Og í bók- menntasögunni sýnir höf, fram á með rökum — og með menning- arstrauma Norðurlanda í baksýn, — að í andlegum skilningi hafi aldrei runnið neinar lífvana aldir á íslandi, heldur hafi þar stöðugt verið lífvænlega starfrænt sam- hengi í ísl. menningarlífi frá söguöld og til vorra daga. — (Aðrar bækur Bjarna eru m. a. „Rejse blandt Frænder“, nor- diske Essays (,,greinir“), og „Stene pá Stranden“, íslands- Ijóð, sem mjög vel hefur verið látið af í Danmörku. Bjarni M. Gíslason dvaldi í Danmörku um þær mundir, sem hið gamla ríkjasamband var rof- ið, og hefur hann því á vegum lands síns orðið að taka þátt í hinum opinberu umræðum, sem spunnizt hafa á þeim vettvangi um dönsk-íslenzk málefni. Ár- angur þess er fjöldi ritgerða í blöðum, en einnig bækurnar „Island og Unionssagen“, 1946, og „De islandske hándskrifter“, 1954. í fyrrn. bók hrekur hann hinar dönsku staðhæfingar, að árið 1944, er ísland var yfirlýst lýðveldi, hafi íslendingar notað sér tækifærið, meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. — B. M. G. skýrir þar frá því, að ís- Leiðrétting f greininni „Eyfirðingar hafa tekið forystuna í nautgriparækt- inni“ ruglaðist í prentun síðari málsgrein smákafli með yfir- skriftinni „Búfjárræktarstöð". — Hún á að vera á þessa leið: Yrigstu kvígurnar (38) eru að Grísabóli. Þær eru ekki undan völdum mæðrum. Feður þeirra eru íri frá Þórsmörk og Týr frá Knararbergi. Kvígurnar eru mjög frískar og í góðri framför. Þær eru vel hirtar. Kvígurnar frá í fyrrahaust (36) eru á Rang- árvöllum. Þær eru einnig undan tveim nautum, Þela frá N.-Dálks stöðum og Fylki, af sunnlenzkum uppruna. Síðastliðið haust voru enn valin tvö naut, sem kvígur eiga að fást undan næsta haust. Þau heita Galti, frá Galtalæk, undan hinni frægu Gráskinnu og Mýri, af mýrdælskri ætt. lendingar hafi þegar 1939 lýst því yfir opinberlega, að sambands- sáttmálinn frá 1918 yrði ekki endurnýjaður, heldur tekinn til endurskoðunar 1941, en um þær mundir voru úrslit styrjaldarinn- ar mjög tvíræð, og 1944 var samningstíminn útrunninn að fullu, og með algera óvissu fram- undan fyrir augum um rás mál- efnanna að stríðinu loknu vildu íslendingar ekki endurnýja sátt- málann. Bók Bjarna M. Gíslasonar um bandritin íslenzku í Kaupmanna- höfn kom út á ný 1955 í aukinni útgáfu. Er bók þessi hið fyrsta íslenzka svar, vísindalega rök- stutt, við yfirlýsingu hinna dönsku sérfræðinga 1951. Fyllir bókin því mjög áberandi skarð á þessum vettvangi, þareð umræð- urnar um handritin hafa sjaldn- ast birzt sem rökræður, þar sem rödd íslands hefur algerlega vantað í þann kór. Og þótt B. M. G. tali ekki fyrir hönd ríkis- stjórnar sinnar né neinnar nefndar, þá mun skoðun manns með glöggskyggni hans og þekk- ingu á sögu þjóðar sinnar óefað fara harla nærri almennri skoðun og afstöðu þjóðar hans á þessum vettvangi. Einnig vekur það traust á rök- studdum staðhæfingum, bókar- innar, að hún er rituð af still- ingu og laus við þjóðernisáróður. Raunverulega birtir bók þessi fyrstu sögu handritanna í sam- hengi og skýrir greinilega eigi aðeins frá sögulegri eignarað- stöðu þeirra og tengslum við ís- lenzku þjóðina, heldur einnig frá hinu ævintýralega starfi að þess- um dýrgripum á 18. og 19. öld. Og þrátt fyrir það hverja afstöðu menn kunna að taka til handrita- málsins, dylst það engum, að hér talar sá maður, sem kynnt hefur sér málið rækilega frá öllum. . .“ Dagur telur óefað, að allir þjóðhollir íselndingar muni senda Bjarna M. Gíslasyni beztu þökk sína og heillaóskir á þess- um merku tímamótum ævi hans. Helgi Valtýsson. Farfuglarnir koma LOAN Snemma lóan litla í lofti bláu „dirrindí“ Það lifnar yfir fólki þegar vetrarfarginu léttir af og lóan sezt í túnfótinn og syngur með sínu hljómþýða og angurblíða kvaki. — Flestum kemur lóan í hug þegar hugsað er til farfugl- anna, sem eru að koma sunnan yfir höfin, til þess að vitja varp- landanna að liðnum vetri. Enginn trúir nú lengur gömlu sögunni um að lóan fari ekki af landi burt, heldur liggi í dvala á veturna, með laufblað í nefinu, í hellisskúta eða öðrum fylgsnum og vakni svo af dvalanum á vorin. Úr miðjum apríl megum við eiga von á að lóurnar fari að koma, og má þá búast við að sjá nokkrar lóur á einhverju túninu í sveitinni, helzt við sjóinn. Smátt og smátt bætast fleiri við og inn- an skamms eru komnir stórir lóuhópar, sem fljúga urn milli þeirra auðu bletta, sem komnir eru undan snjó. Oft verða lóurnar hart úti á vorin, þegar hret koma, og leita þær þá (hér á Akureyri) í stór- um hópum í kartöflugarðana, heim að húsum, í fjörurnar og á Leirurnar. í görðunum ná þær í ánamaðka, og er gaman að sjá þegar þær eru að stimpast við að draga þá upp úr jörðinni. Þær standa grafkyrrar, þar til þær reka nefið með eldsnöggri hreyf- ingu niður í smá holu og grípa í endann á maðki og draga hann upp. í fjörunum ná þær í mar- flær og önnur smá dýr, sem lifa í flæðarmálinu. Þegar snjóa tekur upp, fara lóuhóparnir að tvístrast og dreifa sér út um átthagana: móa, mýr- ar og heiðar. Fuglarnir fara að hugsa til hjúskapar, og karlfugl- inn lætur sitt angurblíða kvak, dí, dí, dirrindí, hljóma þegar gott er veður og hjónin eru komin á varpstöðvarnar. Hreiðrinu er venjulega valinn staður á þúfu eða innan um gras. Ofurlítill bolli með þéttu undirlagi af grasi og laufi. Um mánaðamótin maí og júní verpa lóurnar. Eggin eru oftast 4, og stendur klaktíminn yfir í um það bil 20 daga. Strax og ung- arnir koma úr eggjunum fara þeir á kreik og læra fljótt að bjarga sér. Foreldrarnir annast báðir uppeldi unganna, en eink- um fellur það í hlut karlfuglsins að draga athygli óvina að sér og narra þá sem lengst frá ungun- um. Oft látast lóurnar þá vera helsærðar eða vængbrotnar og veltast þannig áfram til þess að leiða þannig sem mest athyglina að sér. Hálfsmánaðar eru ungarnir farnir að flögra og mánaðar gamlir eru þeir fullfleygir. Þegar fer að líða á sumarið, fara lóurn- ar að safnast í flokka og ungarnir að æfa sig í fluginu undir ferða- lagið yfir hafið. Undir haustið eru allar lóurn- ar búnar að skipta um fiður og komnar í vetrarbúning, allar eins á litinn. Seinni hluta september fara þær fyrstu að hverfa og í október eru þær ílestar farnar. En þegar góð tíð er, þá er oft dálítill slæð- ingur af lóum, stundum langt fram á vetur. Kr. Geirmundsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.