Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 24. sept. 1958 DAGUR NY BO-K Frá því að sögur hófust hafa verið til menn,- gæddir óvenjulegum skynjanagátum. Flest trúarbrögð eiga rætur sínar að rekja til slíkra dulvísra manna. Þar koma spámenn og sjáendur mjög við sögu, en auk þess hafa á öllum öldum verið svo að scgja í hverju byggð- arlagi ófreskir menn, sem séð hafa það, sem <)ðrum var hulið. Þeir hafa átt sér víðar veraldir, byggðar álfum og öndum eða cnglum. Ganga um þetta ótölulegar sagnir. Flestir verða einhvern tíma varir skynjana, sem þeir geta ekki samræmt hversdagsreynslu sinni. Er þvi sennilegt, að allir hafi vísi að þeim skilningarvitum, sem dulvísum mönnum eru gefin í ríkara mæli cn öðruin. Til þess benda draumar, sem náskyldir eru annarri dulrænni reynshi. MIÐILLINN, SEM BOK ÞESSI ER RITUÐ EFTIR, HEITIR GUDRÚN SIGURÐARDÓTTIR Hún er fædd að Torfufelli í Eyjafirði og komin af góðu og ráð- vöndu fólki í báðar ættir. Guðrún telur, að fyrsthafi farið að bera á verulegum miðils- hæfileikum hjá sér árið 1952, en síðan hefu'r hún hafl rcglulega fundi að minnsta kosti einu sinni í mánuðí með litlum hópi sam- starfsmanna. Þessir fundir standa stundum .yfir á þriðju klukku- stund, og er miðillinn i transi allan tímann. Það lesmál, sem bók þessi flytur, hefur verið hljóðritað á segulband á árunum 1954—57. Lýsingamar eru teknar af scgulbandimi óbrevttar með öllu, eins og þær komu af vörum miðilsins. Enda þótt.hér sé að mestu leyti um skyggnilýsingar að ræða, er miðillinn þó í svo djúpum transi mcðan hún lýsir því, er fyrir hana ber, að ekki man hún neitt af því, þegar hún vaknar. Það cr ósk útgefanda til handa lescndum þessarar bókar, að þeim vcrði auðgengnari lciðin til þroskans eftir lesturinn cn áður. Þá er tilganginum með útgáfunni náð. í bók þessari eru meðal annars eftirfarandi lvsingar: Maður deyr Endurfceðingarlaug i ööritm heitni Konan og bjarli maðurinn Umhyggja kœrleikans Hvila liúsið Ljósin tólf Takmörkin milli lifs og dauða Hringmyndaði salurinn Blákked.au tnennimir þrír Ókennileg áhöld Skeyli, er fara milli manna Sveit manna send efiir deyjandi barni Eariö í geitnfari Sjúkraviljun i stórborg Silfursfrengurinn slitnar Dörur úr rósutn Hvitklcrddi maðurinn og fneðsía' hans Hérna mcgin við brúna Farið til jarðarinnar Maður við útfpr sjálfs sin Leiðin Hil þroskans Aðahimboð: BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Akureyri - Eflum Friðrikssjóð (Framh. af 4. síðu). meistarann af öðrum, þar til Al- þjoðaskáksambandið sá loks sóma sinn' í að veita honum stórmeistara- titil. Hafa fáir unnið til hans á ótvj- ræðari hátt. En slíka titla er vissu- lega bctra að íá of seint en of snemma. Skákin er tímafrek og um leið kostnaðarsöm íþrótt, og er það hennar „ókostur". Þátttaka í stór- um skákmótum og keppnisferðir til útlanda eru geysidýrar. Eftir sigur Friðriks í Hastings 1955—1956 hrundu nokkrir góðir, menn þeirri hugmynd í framkvæmd að stofna sjóð til að standa straum af kostnaði við utanfarir og kepph- ir hans, og gefa Iionum þannig kost á að njóta þeirrar þjálfunar, sem hann átti skilið. Nutu þeir til þess stuðnings ýmissa stofnana óg félaga og síðast en ekki sízt sýndi almenn- ingur mikinn ahuga á málinu. En allt eyðist, sem af er tekið, og þarfn- ast sjóðurinn auðvitað stöðugs fram- lags. Efling þessa sjóðs þýðir það, að Friðrik íær fleiri tækifæri til að tefla á erlendum vettvangi og auka hróður sinn og þjóðarinnar. Aukn- ing sjóðsins hefur um leið í för með sér efiingu innlends skáklífs í mynd aukins skákáhuga. En almennur á- hugi fyrir öllu slíku er einmitt sá jarðvegur, sem miklir skákmeistarar vaxa upp úr. Þá er og skylt að geta þess, að ágæt bók hefur verið gefin út á vegum sjóðsins, mjög í sam- ræmi við tilgang hans. Heitir hún: ,,C5 skákir yngri skákmanna", og hefur m. a. að geyma 15 úrvals- sákir Friðriks, með greinargóðum skýringum.Var.mikill fengur að bók þessari fyrir íslenzka skákunnendur. Fjárskortur hefur löngum staðið öllu innlendu skáklífi íyrir þrifum, og hefur varla verið gefið út hér skákblað né starfað svo skákfélag, að það væri ekki á hausnum f]ár- hagslega. Hefur þetta gleggst komið 'fra.m í luisnæöisvandræðum skák- móta og rnörgu fleiru. En hvað sem því líður má fjárskortur alls ekki verða hinum glæsilega stórmeistaia okkar fjötur um fót. Skákfélag Akureyrar viil þvi skora á bæjarbúa og alla þá, sem vilja veita þessu máli stuðning. að brcgð- ast vel við og leggja eitthvað af miirkum. Margar hendur vinna lctt verk. Eins og áður er sagt, er framlög- um veitt móttaka á afgreiðslum blaðanna og af stjórn Skákfclagsins. "/'íyí Skríkféiaginu. I. O. O. F. — 1409268V2 I. O. O.-F. Rb2 1089248V2 — O Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar 571— 580 — 104 — 417 — 581. K.R. Aðalfundur Kennarafél. Eyja- fjarðar verður haldinn í Barna- skóla Akureyrar laugardaginn 27. sept. næstkomandi og hefst kl. 10 árdegis. Eyrnalokkur tapaðist Stór, gulur eyrnalokkur tapaðist. Finnandi geri vin- samle°a aðvart í síma 2340. Frá TÍAFNARBUDÍNNI Rúgmjöl (30 k?. á 160.00 sekkurinn Strásykiir 4.60 ko'. á 200.00 sekk- o urinn. Hveiti 50 kg. á 180.00 sekkurinn Gráfíkjiir ný uppskera. HAFNARBÚDIN :H.F. SKIPAGÖTU. GÆSA-DUNN (1. flokks yfirsængurdúnn) FIÐUR FIDURHFLT LFREFT DAMASK Verzl. Eyjafjörður h.f. HÖFUM FENGID ÓDÝRA SENDINGU AF: Nylon iindirkjólum Verð frá kr. 93.95. Mittispilsum Verð frá kr. 60.30. Náttkjólum Verð frá kr. 38.25 og kr. 92.30. NÝ SENDING: DOLY-COL0R SANS-ÉGAL CALYPSO-varalitur Nvkominn. Fíladelfía. Lundargötu 12. Fimmtudag kl. 8,30 e. h. almenn samkoma Sunnudaginn 28. sept. kl. 8,30 s. d. verður kveðjusam- koma fyrir Jónas Jakobsson og fjölskyldu. Verið velkomin. Hjúskapur. 16. sept s. 1. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Ingibjörg Steingrímsdóttir og Páll Árnason sjómaður. tleimili þeirra verður að strandgötu 35 Akureyri. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Helga Ólafsdóttir Drápuhlíð 24, Reykjavík og Stefán Karlsson Oddeyrargötu 30, Akureyri. Spilakvöld Léttis hefjast að að nýju 3. október n. k. Sjá aug- lýsingu í blaðinu í dag. Orðsending frá Iðju. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks Ak- ureyri, hefur ákveðið að halda hlutaveltu til ágóða fyrir sjúkra- sjóð félagsins, hlutaveltan verð- ur 5. október í Alþýðuhúsinu. Það eru vinsamleg tilmæli til allra Iðjufélaga að þeir bregðist vel við þessu, og gefi 3—5 muni hver á hlutaveltuna. Það ætti að vera metnaðarmál allra í okkar hópi, að gera þessa hlutaveltu bæði stóra og myndarlega, svo árangurinn verði sem beztur. Trúnaðarmenn Iðju, á vinnustað veita munum móttöku, svo og aðrir sem framtak hafa hjá sér til að leggja þessu máli lið, enn- fremur tekur skrifstofa verk- lýðsfélaganna á móti munum. Félagar, munið það, ef allir leggj ast á eitt er málinu tryggður góður sigur, verum öll samtaka. Hlutaveltunefndin. Notaður Idæðaskápur óskast keyptur. Afgr. vísar á. Togarasjómaiin vantar herbergi, helzt Eyrinni. — Sími 2062. Skólinn verður settur miðvikudaginn 1. október n. k. kl. 5 síðdegis. Akureyri, 23. sept. 1958. JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri. Nemendur þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í íjórða bekk skólans næsta vetur, mæti til viðtals og skráningar í skólahúsinu (Húsmæðraskólanum) fimmtu- daginn 2. október kl. 5 síðd. (III. b. jan.—marz 1959). Nánari upplýsingar um skólann veitir skólastjórinn Jón Sigurgeirssoji, Klap'parstíg 1, sími 1274. Skólanefndin. Getum enn bætt við nokkrmn stúlkum bæði á dagvakt og kvöldívakt. SKÓGERD IÐUNNAR - Sími 1938.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.