Dagur - 22.10.1958, Side 1

Dagur - 22.10.1958, Side 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 29. október. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. október 1958 51. tbl. Lionsklúbbur Akureyrar hefur látið gera líkan af Ákureyrarkirkju Mun auka hróður kirkjunnar og efla hana Lionsklúbburinn á Akureyri I boðaði fréttamenn á sinn fund sl. mánudag. Formaður hans er Ey- þór Tómasson. Klúbbur þessi hefur látið gera líkan af Akur- eyi'arkirkju og verður það til sölu sem minjagripur og til ágóða fyrir Akureyrarkirkju. Líkanið er gert í Þýzkalandi og er úr málmblcndu og hið smekkleg- asta. Hér á Akureyri fæst það í Blómabúð KEA. Á stefnuskrá Lionsklúbba, sem eru alþjóðasamtök, eru fjölmörg menningarmál, en stjórnmál og trúmál, svo og eiginhagsmunir, sniðgengin. Klúbbar þessir starfa sérstaklega að velferð bæjarfé- laga og vilja vekja og auka sið- gæði í athafnalífinu og vinna að vináttu meðal manna og frjálsri husgun. Akureyrardeildin telur ekki nema 29 félaga. Samt hefur hún unnið að eflingu ekknasjóðs og var það gott verk. Þetta viðfangsefni, að auka veg Akureyrarkirkju og tekjur henn ar, er. einkar athyglisvert og mjög vel til fundið. Hvort tyeggja er, að kirkja okkar er fögur en fjárvana. Líkan af henni sómir sér vel innanlands og utan og er hinn ágætasti minjagripur. En að hinu leytinu skortir fé til að fegra hið næsta umhverfi hennar. Hugkvæmni Lionsklúbbs Akur- eyrar er líkleg til að auka veg hinnar fögru kirkju og er það lofsvert. — Jón Sólnes hafði einkum orð fyrir Lionsklúbbn- um, auk formanns. Séra Pétur Sigurgeirsson þakkaði fyrir hönd kirkjunnar. Fær orð fyrir flýti, og Iagleg er I Þær vinna nauðsynleg störf við nýtingu aflans — fyrir góða borgun. liún líka. — (Ljósmynd: B. J.). Enn fleiri geta fengið vinnu. — (Ljósmynd: B. J.). Hraðfrystihús Ú. A. vantar konur í vinnu Mesta gufugosið Ur borholu einni við Gufudal í Hveragerði, sem var 400 metra djúp, kom það mesta gufugos, sem orðið hefur hér á landi af mannavöldum. — Samkvæmt bráðabirgðamælingum hefur það komið í fjós, að hitamagnið úr þessari einu borholu mundi nægja tú að hita upp Reykja- víkurbæ. Ráðgerðar eru fleiri boranir. Fóru áður í síld - nú í fiskverkun Um síðustu helgi unnu 100 konur í Hraðfrystihúsi Ú. A. á Akur- eyri við verkun tveggja togarafarma. Áður fóru konur í síldina, en nú til Ú. A. Hraðfrystihúsið vantar enn fleiri konur. Hús- mæður, sem ekki geta unnið nema hálfan daginn, geta fengið þarna vinnu, þegar mikið er að gera, eins og verið hefur undan- farið, og helzt á þann hátt, að tvær konur skipti með sér deg- inum eftir samkomulagi sín á Vetnissprengju-tilraunir munu valda heilsu- og gáfnatjóni tugþúsunda barna í framtíðinni framfarastefna mótar ríkisbúskapinn Ytarleg ræða Eysteins Jónssonar f jár Ameríski vísindamaðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn, dr. Linus Pauling, hélt því fram á fundi í Lundúnum fyrir skömmu, að vetnissprengjutilraunir þær, sem til þessa hafa verið framkvæmd- ar, muni valda alvarlegu heilsu- og gáfnatjóni 150.000 barna, bor- inna og óborinna, í nánustu framtíð. Afleiðing einnar há- marks vetnissprengju sprengdrar muni verða, að síðan fæðist um 15000 stórgölluð börn, andlega og líkamlega. En nú svarar ein slík sprengja til þess magns, sem ár- lega hefur verið beitt í tilaruna- skyni síðustu 10 árin. Ætti því áhrifamagn þessara tilrauna að geta valdið tjóni 150.000 barna á þessu tímabili. En með gáfnatjóni telur hann mjög áberandi gáfna- skort fávita og hálfvita. Æskulýðsheimilið fekur til starfa Leikstofur og margs konar kennsla eins og áður Æskulýðsheimili templai-a hef- ur starfsemi sína að Varðborg þriðjudaginn 21. okt. Tilhögun verður með svipuðum hætti og undanfarna vetur. Leik- og les- stofur heimilisins verða opnar fyrir börn úr 4., 5. og 6. bekkjum barnaskólanna á þriðjudögum og . föstudögum kl. 5—7 og á sömu dögum verður opið fyrir ungl- inga kl. 8—10. í leiksstofunum er knattborð, borðtennis, bobb og spil, en í lesstofunni er fjöldi ágætra bóka og blaða- I vetur eru fyrirhuguð nám- skeið í pappírsföndri, leirmót- un, hast- og tágavinnu, m'eð- ferð olíulita, myndasmíði, bók- bandi og flugmódeismíði. Auk þcssara námskeiða stendur heimilið fyrir Sagapon tungu- málanámskeiðum í ensku og þýzku, og er þeirra nánar getið á öðrum stað í blaðinu. Eins og að undanförnu sér Tryggvi Þorsteinsson um starf- semi heimilisins og gefur hann allar nánari upplýsingar um námskeiðin. Hann er til viðtals í Varðborg á þriðjudögum og föstudögum kl. 3—7 og kl. 8—10 síðdegis. málaráðherra við fyrstu umræðu f jár- laga - Stjórnarandstaðan stefnulaus Nokkrir kaflar úr framsöguræðu Eysteins Ríkisbúskapurinn 1950—1957. Eins og eðlilegt er, verður miinn- um tíðrætt um ríkisbúskapinn og áhrif lians á Jrjóðarbúskapinn í heild, og um það, hvcrnig til tekst um þennan mikilsverða þátt. I sambandi við undirbúning fjár- laga að þessu sinni gerði ég nokkra athugun á hel/tu niðurstöðum í ríkisbúskapmhh á undanförnum ár- um. Miða ég þennan samanburð við árslok 1949 að öðru leytinu og á hinn bóginn við árslok 1957, cn lengra ná ekki, eins og gefur að skilja, fullgerðir reikningar. Þykir mér rétt að greina hér frá nokkrum höfuðatriðum í þessu sambandi. Skuldir lækkað — eignir aukizt. Sk^ildir þær, sem ríkissjóði er sjálfum ætlað að standa straum af, að frádregnum sjóðum og innstæð- um, hafa lækkað um rúmlega 20 millj. á þessu tímabili, og hefur |>ó ríkissjóður tekið að sér, samkvæmt ákvörðunum Alj>ingis, ýmsar skuld- ir annarra stoliiana, og má í því sambandi nelna 83 millj. kr. vegna íf)úðalánasjé>ðs. Ncttóeign ríkisins hcfur á þess- um árum aukizt um 780 milljónir kré>na. A1 greiðsluafgangi hefur vcrið út- hlutað á þessu tímabili samkvæmt sérstökum lögum 138 millj. króna. Hefur því fé verið varið jrannig: Til Ræktunarsjóðs, Byggingar- sjé)ðs og Veðdcildar Búnaðarbank- ans 52 millj. kr. Til íbúðarlánasjóðs, smáíbúða- lána, verkamannabústaðalána, Fisk- veiðasjétðs og Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs 52 niilij. kr. Til Bjargráðasjé)ðs 10.5 millj. kr. 'J’il ýmissa annarra framkvæmda 18.7 ntillj. kr. Þessi úthlutun á greiðsluafgangi hefur átt stcirfelldán þátt í J)eim miklu framförum í sveitum og (Framhald á 5. síðu.) milli og í samráði við Karl Frið- riksson verkstjóra. Leitað var til Gagnfræðaskól- ans um vinnuafl, og varð skóla- stjórinn fús til fyrirgreiðslu og unnu stúlkur og piltar eins bekkjar skólans nokkra daga. — Kvennakaup er 17.05 á klst., og eru því góð búdrýgindi að geta stundað vinnu utan heimilis öðru hvoru og alveg nauðsynlegt fyrir útgerðarfélagið að hafa fullan vinnukraft, þegar mikill fiskur berst á land. Akureyrartogararn- iv hafa aflað sérlega vel og skila fe-ikna miklum verðmætum á land. Það væri mjög mót vonum, ef konur á Akureyri létu sitt eftir liggja. Togarann Kaldbak varð að senda til Sauðárkróks til að landa fullfermi af karfa. Þá vant- aði fólk til verka hér á Akureyri. Guðmundur B. Árnason 85 ara Síðastliðinn miðvikudag, 15. þ. m., varð Guðmundur B. Árna- son, fyrrum bæjai-póstur á Ak- ureyri, 85 ára. Hann er kunnur heiðursmaður. — Dagur þakkar honum margar góðar greinar og öll önnur kynni og óskar honum til hamingju í tilefni afmælisins. Almennur fundur í Framsóknar- félaginu á sunnudaginn Guðmundur Guðlaugsson talar um bæjarmálin Næstkomandi sunnudag, 26. október heldur Framsóknarfélag Akureyrar almennan félagsfund að Hótel KEA og hyrjar fundur- inn kl. 4 e. h. Dagskrá fundarins er eftirfar- andi: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Umræður um bæjarmál. Fram- sögumaður Guðmundur Guð- laugsson, forseti bæjarstjórnar. 3. Stjórnmálaviðhorfið. — Fram- sögumaður Ingvar Gíslason, erindreki Framsóknarflokks- ins. 4. Almennar umræður.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.