Dagur - 13.05.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. maí 1959 D A G U R 5 Brynjólíur Sveinsson, Efstalandskoti: „Hér höfum vér mikinn garp að vefii iagt" Jónas Jónsson frá Brekknakoti: Ritstjóra, jsiendings" svaraS Þessi ummæli Þoi'bjarnar Öng- uls komu mér í hug, er eg hlust- aði á útvarpsumræður um kjör- dæmabreytinguna, og flutnings- menn frumvarpsins lýstu yfir, að málinu væri tryggt þingfylgi með stuðningi Alþýðubandalagsins. Þorbiörn Öngull þurfti aðstoð seiðkonunnar fóstru sinnar til að sigra Gretti, að því er sagan hermir. Stjórnarflokkarnirþurftu aðstoð kommúnista til að bera fram frumvarp um, að leggja niður öll núverandi -kjördæmi nema Reykjavík, færa þau saman í stærri heildir, blanda saman stórum kaupstöðum og sveitum með • hlutfallskosningum og tryggja með því réttlæti og sam- stöðu meðal kjósenda. Engin andstaða hefur komið fram gegn því, að auka áhrif þéttbýlisins á skipan Alþingis, aðeins greint á um leiðir. Fram- sóknarflokkurinn hefur lagt til, að fjölga þingmönnum í þéttbýl- inu, án breytinga á núverandi kjördæmaskipan. Er það ekki umræðugrundvöllur? Frumvarp- ið gerir ráð fyrir fjölgun kjör- dæmakosinna þingmanna úr 41 í 49, með 11 uppbótarsætum, sem að mestu munu koma þéttbýlinu til góða. Með þeim breytingum, og þeim einum, mundi réttur þéttbýlisins til áhrifa á þjóðmál- in tryggður gagnvart dreifbýlinu. En þetta er ekki nóg. Eftir er að gera upp reikninginn við svarta sauðinn í stjórnmálalífi þjóðar- innar: Framsóknarflokkinn. Til þess að það sé hægt, verður að leggja niður öll núverandi kjör- dæmi út um land og blanda saman í stór kjördæmi, kaupstöð- um og sveitum með ólík sjónar- mið, til atvinnuhátta og fram- leiðslu. Þetta telja flutningsmenn frumvarpsins sterkasta vopnið til - Athugasemdir ... Framhald af 8. siðu. mönnuni, scm hafa borið fram sára kvörtun yfir einhliða bóknámi, of miklu skotsilfri og deyfandi penpíu- aðbúð. Ég vona, að æskumenn, hvar sem er á landinu, senr lesa þessar línur, muni ekki telja eftir sér þær stundir, er þeir lcunna að nota til að brjóta þetta mál til mergjar. Fórn eldri kvnslóðarinnar er mik- il, Æskan finnur tómleika í cftir- lætinu. Æskumenn landsins. ættu að fagna liamingju í sjálfboðavinnu við líkamleg störf í öllum skólum landsins, sanrhliða bóknáminu. Nú er fjórði lrver íslendingur í skóla við misjafnlega skenrmtilegt bók- nám. Víða vantar hraustar hendur við framleiðsluna, bæði á heimilun- um og utair heimilis. En þetta fólk, sem fram að þessu lrefur búið við léttar byrðar og gjað- ar stundir, getur nú fengið aðstöðu til sannra uppeldisbóta. Hér er tæpt á einhverju þýðing- armésta stórmáli samtíðarinnar. Það nær til barna, unglinga, kennara, foreldra, skattgrciðenda, löggjafa og kjósenda. Bending mín mun mörg- um þykja fávísleg, en önn liins dag- lega lífs getur gefið henni vængi. að efla samstöðu kjósenda í hin- um dreifðu byggðum. Það á að vera grundvöllur að réttri mynd, af skipan Alþingis og byggingu nýs friðarríkis á íslandi. Bændaraddir Sjálfstæðisflokks- ins í útvarpsumræðunum létu í það skína, að bændum mundi hollara að vera ekki á móti mál- iriu, meðal annars vegna þess, að þeir teldu ekki nema um 20.000 hræður á móti 150.000 manna her þéttbýlisins. Er þetta yfirlýsing um frið og samstöðu á hinum nýja grundvelli kjördæmabreyt- ingarinnar? Eg held ekki, það er miklu fremur stríðsyfirlýsing á hendur dreifbýlinu í sveitum og þorpum. Það er tilraun til að skera niður áhrif dreifbýlisins á þjóðmálin, það er andstaða gegn félagssam- tökum bænda og öðrum hags- munamálum þeirra. Það er and- staða gegn áhrifavaldi þess stjórn málaflokks, Framsóknarflokks- ins, sem bezt hefur barizt fyrir og haldið vörð um málefni bænda og annarra dreifbýlismanna, enda margyfirlýst, að því áhrifavaldi verði að sníða þrengri stakk, en verið hefur. Það eiga stóru kjör- dæmin og hlutfallskosningarnar að annast, en stjórnarskrá lýð- veldisins í heild má ekki endur- skoða fyrr en Alþingi hefur sett upp hið rétta andlit þjóðarviljans. Þá, og þá fyi'st, hyllir undir frið- arríki á íslandi. - Mjólkursamlag K.E.A. Framhald af 1. siðu. nefndar um eins konar jöfnun á flutningskostnaði mjólkur til mjólkurstöðvar. — Ekki þykir ástæða til að birta tillögurnar hér, enda voru þær sendar öllum mjólkurframleiðendum á sam- lagssvæðinu. Mjög greindi á um tillögur þessar. Tillögur komu um, að vísa jDeim aítur heim í deildirnar, en voru felldar, svo og tillögur 14 manna nefndarinnar með eins at- kvæðis mun. Aðrar tillögur. Þá samþykkti fundurinn tillögu um að lýsa ánægju sinni yfir stofnun Osta- og smjörsölunnar s.f., og að eðlilegast væri, að einn af 6 stjórnarnefndarmönnum fyr- irtækisins væri frá eyfirzkum mjólkurframleiðendum. Og sam- þykkt var ennfremur að skora á Framleiðsluráð, að draga úr heimsendingum á mjólkurafurð- um, þar sem hluti þeirra yrði engum að gagni, og væri því veruleg kjaraskerðing mjólkur- framleiðenda. Jónasi Kristjánssyni voru þökkuð ágæt störf. Fulltrúar snæddu hádegisverð í boði samlagsins að Hótel KEA og drukku þar kaffi í fundarlok. Útilaugin er opin, heit og hrein. Njótið sólbaðs, iðkið sund. Ferming á MöðruvöIIum í Hörgárdal á livítasunnudag, 17. maí 1959, kl. 2 e. h. (Möðruvallaklausturs- og Glæsi- bæjarsóknir.) S t ú 1 k u r : Guðríður J. Þorsteinsdóttir, Brakaoda. Guðrún Ilr. ólafsdóttir, Garðshorni. Lovísa S. Snorradóttir, Skipalóni. María E. Unndall-Behrend, LHvammi. Solveig S. Eggertsdóttir, Möðruvölluni. D r e n g i r : ■Arni Örn Guðmttndsson, Arnarnesi. Gestur Björnsson, Björgum. Gttðm. l’. Steindórsson, Þríhyrningi. Guðm. S. Guðmundsson, Arnarnesi. Gunnlaugur B. óíafsson, Gilsbakka. Leifur Eyfjörð, Ægisson, Hjalteyri. I’ctur Hans Baldvinsson, Hjalteyri. Þorsteinn Friðriksson, Bragholti. Ferming að Bægisá á annan í hvítasunnu, 18. maí 1959, kl. 2 e. h. (Bægisárprestakall forna.) S t ú 1 k u r : Helga E. Halldórsdóttir, Steinsstöðum. Signý Björk Rósantsdóttir, Ási. Svanhildur Gunnarsdóttir, Búðarnesi. D r e n g i r : Gunnar Frímannsson, Garðshorni. Jóhs. R. E. Jóhannesson. N.-Vindh. Sverrir Brynjar Sverrisson. Skógum. Þór. D. Hermannsson, Hallfr.staðakoti. Fenningarbörn í Laugalandsprestakalli á hvíta- sunnudag. M u n k a þ v e r á : Þorkelína S. Gísladóttir, Brúnalaug. Þuríður Baldursdóttir, Syðra-Hóli. Halldór V. Pétursson, öngulsstöðum. Kristján Baldursson, Ytri-Tjörnum: G r u n d : Heiðbjört Eiríksdóttir, Arnarfelli. Margrét A. Helgadóttir, Hólshúsum. Ólíná A. Helgadóttir, Hranastöðum. Sigfríður L. Angantýsdóttir, Sólgarði. Sigrún A. Ingólfsdóttir, Miðhúsum. Sóley Kristjánsdóttir, Stóradal. Þorbjörg Snorradóttir, Kristneshæli. Atiðun Sm. Steingrímsson, Æsustöðum. Einar Benediktsson, Eyrarlandi. Gunnbjörn Jensson, Litla-Hóli. Gylfi Ketilsson, Finnastöðum. Hörður Gunnarsson, Tjörnum. Jóhann H. Jónssoti, Möðruvöllum. Kjartan R. ólafsson, Litla-Garði. Magnús Kristinsson, Miklagarði. Ormar Snæbjarnarson, Grund. Pálmi Sigurðsson, Gröf. Sigurður ólafsson, Árbakka. Sturlá Snæbjarnarson, Grund. Tryggvi Harðarson. Sjötug Frú Ingibjörg Jónsdóttir, Eiðs- vallagötu 1, Akureyri, varð sjötug á sunnudaginn var, 10. þ. m. Hún er kona Steingríms Jó- hannessonar (frá Yztu-Vík), sem lengi hefur unnið að blaðaaf- greiðslu hjá Degi og Tímanum og margir kannast við. — Blaðið sendir Ingibjörgu beztu afmælis- óskir. Atvinna! Stúlka getur fengið atviiinu hálfan eða allan daginn í Gitfuprcssunni, Skipag. 12. TIL SÖLU kápur og kjólar á 12—13 ára telpu. — Upplýsingar í NORÐURGÖTU 2. f síðasta tölubl. „Islendings“ bendir ritstj. mér á, að ekki sé „alltaf nóg að drekka í sig blekk- ingar Tímans“, og spyr hvenær Ol. Thors hafi mælt „þessi orð“ um sjálfa okkur, flokkinn, þjóð- ina, sem eg vitnaði til í lokurn greinar minnar í „Degi“, 6. maí síðastl. Hér skal þessu lítillega svarað: AÐALMÁLGAGN kommúnista, samherja Sjállstæðismanna við kjör dæmabyltinguna, segir svo 24. apríl 1956: „Ihaldsflokkurinn liefur að und- anförnu ltaldið landsfund sinn... Og þessi fundur, þar sem fulltrú- arnir eru valdir af forustunni, á svo að kjósa flokknum forustu! Sýna jessi vinnubrögð glöggt afstöðu Sjálfstæðisflokksins til lýðræðisins, og er það ekki að ófyrirsýnju, að honum er líkt við bófaflokka Suður Ameríku: einmitt þannig eru sam- komur þeirra til komnar. En yfir hinum útnefndu fulltrú- um hafa íhaldsbroddarnir haldið ræður; langar ræður og þær hafa verið flenntar yfir síður Morgun- biaðsins. Hver sá, sem leggur á sig að lesa þessar ræður, finnur glöggt, að þær eiga allar eitt sameiginlegt: liðsoddar Sjálfstæðisflokksins eru gagnteknir sárum geig.“ Gæti nú ritstj. „íslendings" þess, að þetta eru ekki ummæli Framsókn armálgagna og fráleitt, að ég sé að tilfæra þetta sem óyggjandi sann- leika. En blöð Sjálfstæðismanna gera nú fréttir og frásagnir Þjóð- viljans gjarnan að sínum, svo að þeir taka þetta ef til vili gott og gilt. Og víst er um það, að 12. þing Sjálfstæðismanna er sett 19. apríl 1956, og ber 1. síða Morgunblaðsins 21. apríl sama ár glæsilegan vott - Kjördæmamálið Framhald af 2. siðu. leggja til þjóðarbúsins ótrúlega stóran skerf. Það er því engin goðgá og engin sveitarómantík, þótt menn vilji halda fast við ævafornan rétt héraða til sjálf- stæðis gagnvart ríkisheildinni, og þó að menn andæfi þeirri skoð- un, sem nú er uppi og hæst lætur í, að það eitt sé lýðræði að svipta héruðin rétti sínum til þess að senda fulltrúa á þjóðþingið til þess að tala þar máli héraðsins og vera jafnframt fyrirgreiðslu- maður að öðru leyti um þau mál, sem sækja þarf til höfuðmið- stöðva ríkisvaldsins. Fulltrúar flokksatkvæða, kosnir í stórum kjördæmum margra héraða, geta aldrei orðið að því liði, sem hér- aðskjörinn þingmaður er. (Framhald.) Jóhann Jónsson, Sandvík, Hauganesi, varð sextugur á sunnudaginn var, 10. þ. m. ÉG HEFI því miður ckki fleiri SVEFNSÓFA til sölu, en ein- hver, sem er mjög fljótur að hugsa, getur fengið fínustu borðstofulmsgögn fyrir gjafverð. Nánar tiltekið eru þetta BORÐSTOFUBORÐ, SEX STÓLAR OG STÓR SKÁPUR, sem Ólafur Ágústsson smiðaði fyrir mig hérna um árið, úr val- inni eik, og á ekki að kosta nema kr. 6.800.00 Þetta er ótrúlegt, en satt. — Til sýnis í kjallaranum heiina hjá mér.. — Sjón er sögu ríkari! GEIR S. BJÖRNSSON, Goðabyggð 4. þess með myndum og stærsta letri £ fyrirsögnum. — Neðst er svo þessi klausa: „Úr því að friðar var ekki völ, þá er að berjast, sagði Olafur Thors. Úr þessu mun ekki standa á okkur Sjálfstæðismönnum. Ræðu forsætis- ráðherra (Ol. Thors) var tekið með langvarandi lófaklappi, og var auð- sætt að mikill einhugur ríkti meðal landslundarfulltrúa." Og svo kemur ræðan í heild, 71/2 siða þéttletruð í Morgunblaðinul Kennir þar margra grasa um mein- hornið hana Framsókn, glæsileg af- rek Sjálfstæðisflokksins, fláttskap kommúnista og Alþýðuflokksins. Og undir lokin keniur svo þetta, „orðrétt, með leyfi hæstvirts for- seta“, eins og þeir komast svo fall- ega (!!) að orði í þingsölunum: „Mcð þvi að auka vald okkar og með þvi einu móli afstýrum við ofurveldi hafta og banna og marg- vislegu böli, sern afturhaldið i land- inu, sem kaliar sig „vinstri öfl", vill leiðn yfir þjóðina að nýju, og með þvi einu móti hindrum við þœr á- rásir, sem andstœðingar okkar hafa i hyggju að hefja,á atvinnu- og áf- komu allra þeirra, sem fylgt hafa Sjálfstœðisflokknum að málum. Við berjumst þvi fyrir hagsmun- ttm okkar sjálfra, flokks okkar og þjóð'arinnar." Já, þannig sagðist lionum ])á, foringjanum. Hann bendir greini- lega á aðsteðjandi hættu. Hagsmun- ir allra stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins, auðvitað fvrst og fremst kraftakarlanna, stórlaxanna í Rvík, eru í alvarlegri hættu. Það er eggj- un, sem hrifur og hitar uþþ til orr- ustunnar. Lófatakað er öflugt og langvarandi! Ekki veit ég, hvort ritstjóri „ísl.“ hefur verið með í fögnuði þessunt. En hvort tveggja er til, að nokkuð langt er umliðið og margs að minn- ast, og eins liitt, að eðlilegt má telj- ast. að einn og einn fundarmanna hafi verið orðinn verulega dasaður í svo langrar ræðu lok og hrokkið upp allhastarlega við lófatakið! En lokamálsgrein þessara framan- greindu ummæla var svo oft og víða tilfærð síðan, að ritstjóri „ísl.“, eða Jón í Grófinni, tók hana til alvar- legrar athugunar hálfu öðru ári sið- ar („ísl.“, 18. okt. 1957), og það hefði hann þó átt að muna, svo að ekki þyrfti að spyrja mig. En hon- um líkar bara ekki, hvernig sumir vilja skilja þessi orð, talar um stíg- anda í ræðu: við, flokkurinn, þjóð- in, — það bezta síðast! En máls- greinin í heild sýnir, hvað er aðal- atriðið. Það er skírskotað til óttans um eigin hagsmuni. Og ritstjórinn bendir á líkinguna, stígandann, í ræðu Einars Þverærings, er hann mælti gegn því, að Noregskonungi yrði gefin Grímsey. Það skal viðurkennt, að ég þekki báða lítið, Einar Þveræing og Ólaf Thors, og svo nnin um flesta íslend- inga, og þó lielzt í gegnum ræður þeirra. En allir munu finna, að þar á er reginmunur; annar hógveer, fá- orður og gagnorður, hinn hávcer, stórorður og mnrgmálugur svo að af ber. Mttn ekki reginmunur á mönnunum sjálfunt? Hvað segir Ólafur Thors, foringi stærsta stjórn- málaflokksins, sem borinn er uppi af auðmönnum Reykjavíkur, þegar Reykjavíkurvaldið biður að gefa sér Grimsey — dreifbýliskjördæmin — til umráða? Jú, sjálfsagt, vinir, ég bara gleymi Jjví, sem ég hef áður sagt ÍTnálinu — fæ kommúnista til að hjálpa okkur, og þá erum við tryggir, við ráðum jiessu alveg hér. Hvað myndi Einar Þveræringur segja við þessu? Hvað myndi hann gera 28. júní í sumar? Hugleiðið það vel, góðir Íslend- ingar!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.