Dagur - 13.05.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 13.05.1959, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 13. maí 1959 JONAS JONSSON FRA HRIFLU: Athugasemdir um vandamá! æskunnar Fyrir sköramu voru í útvarpinu umræður um það, sem kiilluð eru vandamál æskunnar. Gætti þar mik- illar gagnrýni af hálfu sumra svo- kallaðra fulltrúa æskunnar um við- horf og framgöngu aldamótakyn- slóðarinnar gagnvart því fólki, sem er að erfa landið, eins og að orði er komizt um það mál. Mikið af þess- ari gagnrýni æskufulltrúanna var mjög ósanngjarnt og jafnvel iifga- íullt, en aðrir stilltu meira í hóf. Síðar hafa verið umræður bæði í blöðum og inanna milli um þessi málefni og má segja, að þar gæti tveggja andstæðra sjónarmiða. Ann- ars vegar mæla fulltrúar eldri kyn- slöðarinnar á þá lund, að engin æska á Islandi hafi nokkru sinni verið svo mjög borin á höndum hinna eldri manna til fjiilbreyttra og glæstra lífshátta eins og nú. Þeir vitna þar til þess, að fjöldi ungra manna er nokkrum cenlímetrum hærri heldur en feður þeirra og mæður. Dregur enginn í efa, að sú hækkun kynstofnsins stafar af bætt- um lífskjörum, bættu húsnæði, fæði, læknishjálp og íþróttum. Þá mæla fulltrúar hinna eklri manna á þá leið, að æska nútímans búi við mjög glæsilega og fjiilbreytta skóla og að þjóðfélagið ver meiri fjármunum til námskostnaðar utan lands og innan handa körlum og konum heldur en nokkurn tíma hefur þekkzt áður á íslandi. Ef borið er saman heimilis- bókasafn í myndarlegri sveit nú á dögum við þann bókaforða, sem sr. Arni Þórarinsson lýsir i endurminn- ingum sínum, þá verður munur- inn ærið mikill og mjög líklegur til tryggingar andlegri ræktun ung- menna í landinu. Fleira mætti telja af sama tagi um hin góðu þroska- skilyrði unga fólksins í landinu í samanburði við aðstöðu aldamóta- kynslóðarinnar, en til þess er ekki rúm að sinni. Þess vegna skal í fáum orðum vikið að því, sem fulltrúar æskunn- ar bera fram í útvarpi, blöðum og persónulegum samræðum varðandi vandamál ungmennanna á yfir- standandi tímum. Þeir segja, að mannfélagið hafi á vegum eldra fólksins vínbúðir, drykkjukrár og ótal tegundir skemmti- og lausung- arstaða, sem séu mjög freistandi fyrir æskufólk. Þeir segja, og því verður heldur ekki mótmælt með rökum, að eldra fólkið hafi víða um hönd drykkjuveitingar í stóruni stíl, og að veizluhöld forráðamanna þjóðfélagsins séu hættuleg og öglæsi leg fyrirmynd. En það athugunar- efni, sem mér þykir helzt ástæða til að fjölyrða um og greindir ungir menn bera fram, er, að þeirra kyn- slóð hafi að vísu fengið margs kon- ar eftirlæti á vegum vandamanna sinna, en að í uppeldið hafi vantað kjarna og festu. Þeir benda á van- mátt kirkjunnar og vanmátt skól- anna. Þar sé langmest stund lögð á próflestur, en lítið sinnt um sálar- lega þörf unglinga á mótunaraldr- inum. Þá er bent á marga foreldra, er láti börn og unglinga þrásinnis leika sér með miklar fjárhæðir. Börn séu oft send nteð 500 kréma seðla í búðir til lítilla innkaupa. Þá sé freistingaleiðin opin að kaupa í leyni sælgæti og ýmislegt, sem verra er. Stundum eru hin fáguðu heim- ili foreldranna talin of góð fyrir börnin og unglingana. Þau séu ætl- uð fyrir prúðbúna fólkið við spil á veizlukvöldum. Þegar börn og ung- lingar finna, að þau eiga ekki griða- stað heima, verða gatan og kráin næstu vigstöðvarnar. Af þessum mörgu ásökunarefnum er hér ekki tími eða tækifæri til að minnast á nema fá ein. Því verður ekki neitað, að það er hættulegt fyrir þjóð, að hafa með nokkru gáleysi notfært sér fórnir annarra jrjóða til að bæta lífskjör sín. — Þessi áfellisdómur fellur að sjálfsögðu á þjóðina alla.Fé.lkinu, sem byggir þetta land, hefur vita- skuld verið það mikið fagnaðarefni að bæta lífskjörin fyrir alla, en þó mest fyrir þá, sem erfa landið. ÞjÓðin hefur unnið marga sigra, eins og sjá má, et horft er yfir byggðir og bæi landsins. En fyrir börn og ungmenni, sem erfa sigur- launin án baráttu og njóta á ótal vegu umhyggju og fyrirgreiðslu frá eldra fólkinu, verður aðstaðari allt önnur. Þeir, sem hafa fengið mikið án eigin fórnarstarfs, kunnu hvergi nærri ætíð að fara með jrau gæði. Þrotlaust drykkjuslark á gleðisam- komum á dansstöðum víða urn land bregður sorglegri birtu yfir þessa hlið málsins. Verulegur þáttur í réttmætum á- sökunum æskunnar á henclur feðr- unt og mæðrum, ömmum og öfum er, að hið vel vaxna æskuférik sé alít of kenjótt og duttlungafullt fyrir of mikið dekur. Það er óhjá- kvæmilegt fyrir eldra fólkið í land- inu að athuga þessa ásökun og vera viðbúið því að taka upp fullkomn- ari uppeldishætti. Ég álít, að það vanti líkamlega vinnu í flesta skóla landsins. Helzta undantekningin í þessu efni er skóli adventista í Ölfusi, húsmæðra- skólarnir og héraðsskólarnir. Var þeim þó stórlega spillt i þessurn og fleiri efnum með löggjöfinni 1946. Ég álít, að nú sé tímabært fyrir eldri kynslóðina að snúa sér til skólaæskunnar og segja: „Viljið þið, æskufólk í héraðs- og gagnfræða- skólum, kvennaskólum, búnaðar- skólum, menntaskólum og háskóla, leggja á ykkur tveggja tíma sjálf- boðavinnu í hverri viku, til upp- eldisbóta og framdráttar mann- dómsþróunar í skólum ykkar?“ Vitaskuld verður hér ekki um kaupgreiðslu að ræða fyrir nemend- ur. Þetta vinnuskipulag verður að ná jafnt til pilta og stidkna, þó að vinnubrögðin verði ekki ætíð liin sömu. í Gyðingalandi, þar sem heit frelsisalda gegnsýrir alla þjóðina, vinna konur og karlar saman að margháttuðum, líkamlegum störf- um. Konurnar eru hermenn við sömu kjör og aðstöðu eins og pilt arnir. Það er enginn vafi á því, að ef æskan þjáist af of miklu eftirlæti og penpíulífi, eins og fulltrúar æsku-. manna játa stundum, þá er þeim bent hér á eftirtektarverða leið. Ég álít, að ef slík sjálfboðavinna hefjist hér á landi, þá muni henta bezt að byrja á að steypa steina. Skólinn leggur til vinnuaðstöðu, húsakynni, vinnuföt og efni og áhölcl. Þá verð- ur nemöndum kennd steinsteypa af vel verkhæfum mönnum, að blanda mótunarefni og þurrka stéinana. A þann hátt myndi í hverjum skóla hlaðast fyrir á einum vetri.forði af steyptum steinum. Að vorlagi og fram eftir hausti ætti að hlaða einn- ar hæðar hús úr þessum steinum undir eftirliti kennarans. Brátt yrðu húsin fokheld. Þá væri við þau inni- vinna næsta vetur, svo sem að húða innveggi, hlaða skilrúm úr vikur- steinum, jnála, veggfé>ðra og ganga frá leiðslum af mörgu tagi. Þessari grein er ætlað að birtast á Akureyri. Ég vík þess vegna að norðlenzkum þörfum. Menntaskól- ann á Akureyri vantar íþróttahús, náttúrugripasafn og sal fyrir lista- verk, er skólinn á, og að öííúm lík- indum bókasafnshús og félagsheim- ili, þegar tímar líða. Gagnfræða- skólinn á Akureyri býr við margar prýðilegar kennslustofur, bjartar og sólríkar. Þar gæti verið í nokkrum sölum útibú frá listasafni ríkisins sumarlangt, til að láta bæjarbúa og ferðamenn njóta yfirsýnar um listir þjóðarinnar. Snúum nú aftur að þörfum gagn- fræðaskólans. Þar fá 400 nemendur að vísu prýðilega verklega kennslu, en í mjög smáum stíl. Var svo undir stjórn Þorsteins M. Jónssonar og einnig undir stjórn Jóhanns Frí- manns. En í svo stórum skóla þarf miklu meiri húsakynni til að geta á æskilegan hátt bætt úr vinnuþörf 400 æskumanna, sem ekki fá við bóknámið eitt nægilega t'itrás fyrir starfsorku og vaxandi vinnulöngun. Það myndi taka mörg ár fyrir þessa tvo skóla á Akureyri að undir- búa verkstæði og starfssali til að baíta til fulls úr eðlilegri þörf æsku- manna þessara skóla. Skólinn á Laugum í Reykjadal er gamall og góður, en þar eru lítt viðunandi þrengsli í borðstofu. Þar verður að tvísetja við hverja máltíð. Þetta er stórkostleg vöntun í mynd- arlegri uppeldisstofnun. Að Laug- um vantar nýja byggingu einnar hæðar, glæsilegan borðsal, eldhús og geymslur. Eldri kynslóðin hefur sem skatt- greiðendur lagt fram mikið fé til að starfrækja og stofnsetja hin stór- myndarlegu skólaheimili landsins. Og nú spyr ég: „Hvers vegna eiga sjómenn, verkamenn, einyrkj- ar í sveitum, konur, sem helzt mega aldrei \4kja sér frá daglegum störf- um við framleiðsluna, að bera ein allar byrðar fyrir skóla æskunnar? Hefur þetta ekki gengið fulllangt? Ég er mjög þakklátur þeim ungu Framhald á 5. siðu. Ávarp frá Skógrækfarfélagi Ák. Þar sem vér teljum þjóðþrifa- mál, eins og skógræktarmálin, engum góðum borgara, eða góð- um félagsskap óviðkomandi, mælumst vér til þess, að þér, fé- lag yðar eða starfsmannahópur sá, er þér teljist til, leggi skóg- ræktarmálinu lið, með því að mæta a. m. k. einu sinni til gróð- ursetnigarstarfs á þessu vori. í því trausti, að þátttaka verði almenn höfum vér raðað niður vinnuferðum, sem hér segir: Fimtmudaginn 14. maí. Skátar og starfsmenn Akur- eyrarbæjar. Verkamaður spyr Blaðinu barst eftirfarandi um Almannatryggingar hér í bæ, sem hér með er komið á fram- færi: „Miðvikudaginn 8. apríl sl. var birtur í „Degi“ reikningur frá umboði Almannatrygginga hér í bæ og sýslu. Þótti mér þetta dá- lítið spánskt, að birta ekki bæði tekjur og gjöld, ef þessi birting á að vera til fróðleiks. Má almenningur ekki sjá tekjuhliðina? Einnig óskast birtur reikningur yfir tekjur og gjöld Atvinnubóta- sjóðsins. Verkamaður. Þriðjudaginn 19. maí. Kennarar og starfsmenn SÍS. Fimmtudaginn 21. maí. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju og íþróttafélög bæjarins. Þriðjudaginn 26. maí. Zontaklúbburinn, bankamenn, starfsfólk við póst og síma og starfsfólk KEA. Finnntudaginn 28. maí. Skógræktarfélag Tjarnargerð- is, iðnaðarmenn, templarar og Félag verzlunar- og skrifstofu- fólks. Að Miðhálsstöðum verður far- ið sem hér segir: Laugardaginn 23. maí. — Laug- ardaginn 30. maí (Þorsteinsdag- ur). — Laugardaginn 6. júní. Þessa daga verður farið frá Hótel KEA kl. 3 e. h. Mjög gott væri að fá upplýs- ingar um þátttöku hverju sinni daginn áður en farið verður. Þurfa þær að berast til Ármanns Dalmannssonar, sími 1464, eða til undirritaðs. Með þökk fyrir góða aðstoð við skógræktina á undanförnum ár- um og fyrirfram þökk fyrir að- stoð á þessu vori. Virðingarfyllst. F. h. Skógræktarfél. Akureyrar. Tryggvi Þorsteinsson, sími 1281. Frá Dýraverndunarfél. á Ákureyri DYRAVERNDUNARFELAGINU I á Akureyri helur borizt bréf frá I Kristjáni Geirmundssyni taxider- mist á Akureyri, þar sem hann vek:! ur athygli á hinu mikla ungadrápi smáfugla af völdum katta. Leggur hann til, að kattaeigend- ur verði skyldaSir til að loka ketti sína inni frá,15. maí—30. júlí ár hver.t eða yfir þann tíma, sem ung- arnir eru í mestri hættu. Stjórn Dýraverndunarfélagsins lýsir sig fylgjandi þessari tillögu og hefur sent bæjarstjórn bréf Krist- jáns með tilmælum um, að hún af- greiði málið eftir tillögum hans. Þá vill Dýraverndarfélagið benda á, að yfir varptímann eru allir fugl- ar og egg þeirra lriðaðir, að svart- bak, hrafni og kjóa úndanskildum. Ennfremur vekur félagið athygli á því, að það er mjög ómannúðlegt að brenna sinu, þegar varptími fer í hönd, en nú eru fuglar íarnir að búa sér hreiður. Húsmæðrafundir voru nýlega haldnir í Eyjafirði og á Akureyri. Húsnæði var gott í hinum rúmgóðu fé lagsheiniilum og að Hótel KEA á Akureyri. Kennarar voru ungfrú Olga Ágústsdóttir og Ingibjörg Þórarinsdóttir. — Myndin er tekin að Hótel KEA af G. K. Þetta segi eg nu: MORGUNBLAÐIÐ hefur stundum skipt íslendingum í tvo hópa, Reykvíkinga og ut- anbæjarmenn. EINS og horfur eru nú í þjóðmálum, er ekki óeðlilegt, að til þess komi, að aðeins verði tveir stjórnmálaflokkar í landinu, Reykjavíkurflokk- urinn og Dreifbýlisflokkurinn. VERÐA „utanbæjannenn“ ætíð léttrækir í dilka stjórn- málaforingja, sem allt miða við Reykjavík á borði, þótt þeir í orði kveðnu látist vera vinir dreifbýlisins? VALD Reykjavíkur er þeg- ar of mikið. Eða er vald höf- uðborgarinnar of lítið, íslend- ingsritstjóri? — X. Afli og inflúenza Draupnir og Níels á Haugancsi ferigu 8—9 skippund í róðri í gær og fyrradag, en trillurnar afla treglega. Ný loðna er notuð til beitu og veiðist svolítið af henni öðru hvoru hér á Pollinum. Inflúenzan er komin á Ár- skógsströnd, en er ekki mjög út- breidd ennþá, svo sem til dæmis á Dalvík og Húsavík, þar sem fólk hefur legið í hrönnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.