Dagur - 20.06.1959, Side 8

Dagur - 20.06.1959, Side 8
8 Laugardaginn 20. júní 1959 Bagur Sfórt ftutningaskip rak á land í ÓEafsfirði í ofviðrinu 17. júní Ofviðri og stórbrira - Gunnólfur sigldi út þótt bryti þvert yfir f jörðinn Ólafsfirði 18. júní. Hér gekk hann aftur til norð- austanáttar á þriðjudaginn. Allt varð hvítt alveg niður að sjó um kvöldið. í fyrrinótt hvessti hann og gerði aftaka brim, svoað lá við stórskemmdum á skipum og bát- um, sem lágu á höfninni. Síldarbátarnir Einar Þveræ- ingur og Þorleifur Rögnvaldsson komu heim á þriðjudagsnótt- ina vegn ógæfta og sjógangs úti fyrir. Ut af Siglufirði sökk snurpubátur Einars. En hann náði honum upp aftur við illan leik og nótinni stórskemmdri. — Voru því öll síldarskip inni, 6 að tölu, og auk þess 20 smærri bátar. Hér var statt stórt fisktöku- skip frá Spáni. Það kom hingað á mánudaginn og ætlaði að lesta hér þurrkaðan saltfisk á þriðju- dag. En ekki var það hægt vegna bleytu og illviðris. Klukkan 6 í gærmorgun slitn- aði skipið upp frá hafnargarðin- 'jim og 3 síldarbátar, sem lágu of- ar við garðinn. Hið erlenda skip rak umsvifalaust á land og án þess að nokkuð yrði við það ráð- ið. Stendur það í sandinum, svo að segja á þurru með fjöru og hallast lítið eitt. Sennilegt er, að það sé með öllu óskemmt og skipverjar hafa von um að ná því út með dráttarbáti. Stígandi var einn þeirra báta, sem slitnaði upp. Hleypti hann upp í sandinn sunnan við báta- bryggjuna og fór vel um hann þar, þangað til hann komst sjúlf- ur út á flóði í gær. Einar Þveræ- ingur þröngvaði sér inn í krik- ann norðan við bátabryggjuna, þótt þar væri þröngt fyrir. — Gunnólfur vai' einn hinna þriggja báta, sem upp slitnuðu. En hann brá á það ráð að sigla burtu. Fór hann út fjörðinn, þótt bryti yfir hann þveran, og sigldi til Hríseyjar. Ein smátrilla sökk á höfninni, en náðist aftur lítið skemmd. — Sennilega hefði ekkert orðið að, ef fyrirhuguð lenging bryggj- Karlakór Keflavíkur á söngför imi Norðurl. Karlakór Keflavíkur mun kima til Akureyrar n.k. mánu- dag og syngja í nýja-Bíó það kvöld kl. 9. Þetta er nær 40 manna kór og hefur unnið sér mikið álit undir'stjórn Herberts Hriberscheks — frá Austurríki. Undirleik annast Ragnheiður Skúladóttir og einsöngvarar eru þrír: Böðvar Pálsson, Hreinn Líndal og Sverrir Olsen. Á söngskrá kórsins eru 14 lög, þar af sjö eftir innlend tónskáld. FLOKKSSKRIFSTOFAN: Símar 1443 og 2406 unnar hefði verið komin í fram- kvæmd. Lágheiði er talin ófær og þar töluvert mikill snjór. Bændur og fjáreigendur áttu í erfiðleikum með fé sitt í þessu hreti. Snjór er nú að hverfa af götum bæjarins a KRISTINN BERGSSON. -!íí' Námsmður frá Ákureyri verð- launaður við skóla I Svíþjóð Kristinn Bergsson frá Sæborg í Glerárþarpi hefur sl. ár dvalið við nám í skóiðnaðarskóla í Sví- þjóð (Orebro Lans Landstings Yrkesskola) á vegum Skóverk- smiðjunnar Iðunnar. Við skólaslitin nú í júní af- henti rektor skólans, hr. J. Folk-. marson, Kristni fyrstu verðlaun skólans fyrir bóklegt og verklegt nám á undanförnu starfsári, en Kristinn var efstur við lokapróf skólans ásamt sænskum pilti. Hafa sænsk blöð getið um hinn unga og duglega Akureyring að verðleikum. Rðunverulegur fljúgandi diskur Hinn „fljúgandi diskur“ Breta, sem er hugsanlegt að sé undan- fari flugvélar, er verður míla á lengd og vegur 100.000 tonn, fór jómfrúarflugferð sína fyrir skömmu, að viðstöddum fjölda áhorfenda. Hann fór tvær ferðir yfir land og sjó. Þessi sporöskju- lagaða flugvél vegur fjögur tonn og sýndi fyrst í 15 mínútur hæfi- leika sinn til að liggja á loft- „svæfli“, sem vélknúin lofdæla beinir niður. Um 200 blaðamenn fylgdust með vélinni, þar sem hún lá um fet ofar jörðu og sneri sig hægt í allar áttir. Seinna flaug vélin, sem hafði tveggja manna áhöfn, út yfir sjó í fyrsta sinn. Horfðu hundruð manna á vélina liggja kyrra í nokkrar mínútur yfir úfnum sjó. Síðan flaug hún yfir vatnið með allt að 20 mílna hraða og olli miklu særoki. Áður hefur vélin flogið í fimm stundir í reynslu- skyni og mikið rannsóknarstarf er fyrir höndum enn. f vélinni er 435 hestafla Alvis Leonides vél og rekur hún loft- dælu, sem knýr loft út um op, er liggja í hring neðan á vélinni. Myndast þannig loft„svæfillinn“ milli vélarinnar og jarðar. Eyfirzku bændurnir komnir heim úr Suðurlandsferð sinni Síðasta áfangann var ekið í snjó og hríðarveðri Bændur róraa viðtökur stéttarbræðra sinna Sunnudaginn 7. júní sl. lögðu eyfirzkir bændur af stað í svo- kallaða bændaför til Suðurlands, í hinum nýja strætisvagni á Ak- ureyri. Þeir voru 42 talsins og auk þess Ragnar Ásgeirsson far- arstjóri og bifreiðastjórinn Ing- ólfur Þorsteinsson. Fyrsta daginn var ekið suður í Borgarfjörð og gist þar á ýmsum bæjum. Næsta dag var ekið um Kjalarnes og snæddur hádegis- verður að Hlégarði í boði Bún- aðarsambands Kjalarness, en síðan haldið um Þingvöll til Laugarvatns og gist þar. Þriðja dag ferðarinnar var ek- ið um Selfoss og austur að Sámsstöðum og Múlakoti, en gist í Landeyjum. Fjórða daginn var Eyjafjallasveitin skoðuð, Selja- landsfoss, Drangshlíð, Skógarfoss o. fl. staðir,_ en þaðan haldið áfram til Víkur í Mýrdal og gist á vegum Búnaðarsambands Suð- urlands. Fimmta daginn var ekið um Álftaver og Skaftártungur og að Fossi á Síðu. En snúið þar við og ekið til Víkur. Var nú haldið vestur á bóginn og þá komið að Gunnarsholti á Rangárvöllum og gist í Hrepp- um. Á sjöunda degi ferðarinnar var Geysir skoðaður og Gullfoss og haldið til Reykjavíkur, dvalið þar í einn dag, en þá lagt af stað norður. Þá var ekið til Hvann eyrar og notið boðs Búnaðarsam bands Borgarfjarðar og staður- inn skoðaður að veitingum lokn- um. Þaðan haldið sama dag vest- ■ ur Mýrar og Snæfellsnes til Vegamóta á Miklaholtshréppi og gist þar hjá stéttarbræðrum. Á 10. degi ferðarinnar var farið um Kerlingarskarð, gengið á Helgafell og þaðan farið sem leið liggur til Stykkishólms og snæddur miðdegisverður í boði Búnaðarsambands Snæfellinga. Þaðan ekið um Skógarströnd og Dali til Búðardals. En þar þágu norðanmenn veitingar hjá Bún- aðarsambandi Dalamanna.Áfram var haldið um Bröttubrekku á Norðurlandsleið og komið til Blönduóss kl. 2 um nóttina, en ekið áfram og alla leið til Akur- eyrar og þangað komið árdegis 17. júní. Seinfært var síðasta áfangann vegna snjóa og illviðris, en allt gekk slysalaust. Bændur róma mjög allar við- tökur stéttarbræðra sinna er þeir hittu á leið sinni. VíSa á Norðurlandi urðu enn fjárskaðar Enn berast. fréttir af fjársköð- um í síðara hretinu víða á Norð- urlandi. Snjókoma var mikil, svo að heiðarvegir tepptust, en hvass viðri og krapahríð gengu hart að sauðfénu, sem víðast var komið td fjalla. Þess eru og dæmi, að hross króknuðu í þessu veðri. — Þótt snjókoman virtist nokkuð mismunandi, urðu víða fjárskað- ar, og eru þó engin tök á að leita svo sem þyrfti að fénu í fönn. — Fullyrða má, þótt ekki séu öll kurl komin til grafar, að saman- lagðir fjárskaðar eftir tvö und- anfarin hret séu stórfelldir og al- veg óvenjulegir á þessum árs- tíma. í Svarfaðardal og Skíðadal var hnédjúpur snjór á túnum fremstu bæja og varð að moka ofan af fyrir fénu á túnunum. I Bárðardal var leitað upp um alla heiði, dauð lömb fundust í lækjum og allmargar lamblaus- ar ær. Ráðstefnan 1960 BRETAR hafa síðan 1. sept. síðast-1 liðið haust sýnt íslendingum þá dæmalausustu tegund ósvífni, sem ! um getur í landhelgismálum. Ekki færri en 25 aðrar þjóðir færðu sjina landhelgi út á sarna hátt og Islend- ingar gerðu nú, þeirra á meðal Rússar. Þessi mynd var tekiu í Húsavík í fyrra. Bretar gripu aldrei til örþrifa- ráða gegn neinni af þessum þjóð- um. En þegar fámennasta þjóðin, sem þar að auki er vopnlaus, lriðar hluta landgrunnsins vegna óum- dejlanlegrar nauðsynjar, þá gripu Bretar til vopna og fyrirskipuðu rán og ofbeldi á íslandsmiðum, sem enn stendur. Bretar höfðu ástæðu til að ætla, að lslendingar stæðu ekki einhuga að útfærslunni vegna óþjóðhojlrar stjórnarandstöðu, þcgar ákvörðun um hin nýju íiskveiðitakmörk voru ákveðin. Nú stendur þjóðin saman sem einn maður, og nú er sigurs að vænta. Alþjóðleg ráðstefna um réttar- regfur og fiskveiðirétt verður hald- i11 að vori. I>ar á Island fulltrúa, Og við þessa ráðstefnu eru miklar vonir bundnar. Með rétti okkar sem sjálfstæðs ríkis til fullrar jrátt- tiiku og með góðan málstað til að berjast fyrir, er ástæða til nokkurr- ar bjartsýni. í framhaldi af þéssu mætti varpa fram þeirri spurningu, hvort betur hentaði okkur íslendingum að senda sérstakan fulltrúa á ráðstefn- una, eða að ti! ráðstelnunnar væri kosið „hlútfallskosningu í stórum kjördæmunr“, þar sem íslendingum væri ætlað að kjósa sinn fulltrúa eða sína fulltrúa með hinum Norð- urliindunum. Samkvæmt rökum Framliald á 7. siðu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.