Dagur - 26.06.1959, Síða 2
2
D A G U R
Föstudaginn 26. júní 1959
- Úfvarpsræða Hermanns Jónassonar
Konráð Vilhjálmsson:
Ofsfækið, sem vill neyta aflsmunar
Framhald af 1. siðu.
Að jafna melin fyrir þéttbýlið.
Að leggja niður héraðakjör-
dœmin utan Reykjavíkur.
Að lögleiða hlutfallskosningar
i stóru kjördeemunum almennt.
Fyrsta þátt þessa máls þurfum
við ekki að ræða. Við Framsóknar-
menn buðum Alþýðuflokknum og
Alþýðubandalaginu að jafna metin
fyrir þétlbýlið rneð fjölgun þing-
manna þar. Við gerðum þetta síð-
astliðið haust, áður cn þeir byrjuðu
samningamakk opinberlega við
Sjálfstæðisflokkinn. Við buðum
Alþýðubandalaginu þetta í löngum
viðræðum, eftir að Alþýðuflokkur-
inn hljóp frá samningsviðræðum
við okkur Framsóknarmenn, og
samþykktu að leggja niður héraða-
kjördæmin og taka upp almennar
hlutfallskosningar. Við buðum
þetta sama í báðum deildum Al-
þingis.
Samþykktir flokksþingsins.
Flokksþing Framsóknarflokksins
lýsti yfir sem meginslefnu, að lög-
leiða bæri einmenningskjördæmi og
meiri filuta kosningar, sem reinsla
margra þjóða sýnir, að cr heilbrigð-
ast fyrir þingræðið.
En flokksþingið lagði áherzlu
á, að þingflokkur Framsóknar-
flokksins byði fram það sátta-
og miðlunartilboð að jafna met-
in fyrir þéttbýlið gegn þvi,
að héraðakjördeernunum yrði
þyrmt og ekki lögleiddar hlut-
fallskosningar, frekar en nú er.
Allt tal andsteeðinganna um mis-
rélti milli kjósenda þéttbýlis og
strjálbýlis er því út i hött talað,
þvi að boðist var til að leið-
rétla það. Sþurningin, sem fyrir
liggur, er þvi F.KKl um það,
sem andsteeðingarnir kalla rélt-
leetismál, heldur um hitt, hvort
leggja á kjördeemin utan Reykja-
vikur niður og koma á hlutfalls-
kosningum i þeirra slað.
Hlutfallskosningar
reynast illa.
Við Framsóknarmenn höfum
margt bent á, að almennar hlut-
fallskosningar hafa reynzt mörgum
þjóðum hættulegar. Andstæðing-
arnir benda á Norðurlönd. Fyrir-
komulagið þar er svipað, en ekki
eins og það nýja fyrirkomulag á
að vera hér. En við bentum á,
hvernig hlutfallskosningarnar eru
að fara með þingræðið í Finnlandi
og Hollandi, þar sem ekki hefur
verið hægt að mynda stjórn livað
eftir annað upp á síðkastið um
langan tíma. Við bendum á Frakk-
land og Þýzkaland fyrir og eftir
styrjöldina. Við bendum á írland,
þar sem einn þekktur stjórnmála-
foringi reynir að koma á einmenn-
ingskjördæmum og meiri hluta
kosningum í landinu, til þess að
styrkja þingræðið, sem hann telur
í hættu vegna smáílokka. Tilraunin
þar sýnir, hve erfitt er að breyta til.
Hann komst nærri því að sigra, en
einn stór flokkur og smáflókkarnir
allir til hópa snerust gegn honum.
Það sýnir sig, að erfitt er að afnema
hlutfallskosningar, fyrr en komið
er svipað ástand og í Þýzkalandi
eða Frakklandi, því að smáflokk-
arnir sameinast í því að vernda h'f
sitt. Við bendum á, að flest eða öll
lönd, sem hafa breytt kosninga-
fyrirkomulagi sínu eflir styrjöldina,
hafa tekið upp einmcnningskjör-
dæmi og meiri hluta kosningar.
Að veikja þjóðskipulagið.
Flvers vegna eigum við að
taka uþþ i okkar stjórnarskrá
nú, einir þjóða, kosningafyrir-
homulag, scm hefur reynzt jlest-
um þjóðum illa, kollvarþað lýð-
reeði, sumra að hálfu annarra
að öllu og eru á undanhaldi
alls staðar meðal þjóðanna? Er
það mesta nauðsynjamál þjóðar-
innar nú að kasta henni út i
langa og harðvituga kosninga-
baráttu, til þess að ganga út í
það svo að segja með oþnum
augutn að veikja þjóðskiþulag
okkar? Er festan of mikil í ís-
lenzkum stjórnmálum?
Þetia er sú hlið, sem snýr að
þjóðinni i heild, snýr að okkur
ölium, hvar i flokki, sem við
stöndum, og hvar sem við erutn
búsettir.
Næst skulum við athuga þá hlið,
sem snýr að héraðakjördæmunum,
sem nú á að feggja niður. — Hvers
vegna vildu þríflokkarnir ckki sætt-
ast á að taka því boði, sem Fram-
sóknarflokkurinn bauð? Kommún-
istar vilja alls staðar hlutfallskoSn-
ingu; því meiri glúndroði, því
betra. Alþýðuflokkurinn hugsar að-
eiris um eigið líf — við það miðar
hann allt.
Aðeins 300 atkvæði.
KjördæmaskipuUinni frá 1942, er
nú gildir, var eins.og nú flaustrað
af þá af þríflokkunum. Sjálfstæðis-
flokkurinn -hefur hvað cftir annað
síðan 1942 lýst yfir í kosningabar-
áttunni, að sig vantaði rúm 300 at-
kvæði á réttum stöðum, til að fá
hreinan meiri hluta á þingi. Fram-
sóknarflokkurinn hefur hrint þess-
um áhlaupum öllum svo rækilega,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gef-
izt upp i baráttunni um kjörfylgið
í hinum sjálfstæðu kjördæmum
úti um landið. Fólkið í kjördæm-
unum er of kröfuhart um franrfarir
og bætt lífskjör, er sagt bak við
tjöldin og gloprað út úr sér opin-
berlega.
Sjálfsteeðu kjordeemin hafa of
mikið vald, og eru þvi of dýr i
rekstri að áliti andstecðinga. Þess
vegna er nú fram á það farið
með fagurgala við kjósendur í
þessutn kjördeemum, að þeir
noti kosningarétt sinn til þess
að leggja kjördeemiti niður, sem
sjálfsteeð kjördeemi. Svo er þvi
bectt við, að þelta sé aðeins
áfangi. Og þetta er gerl ofan í
endurtekna svardaga margra
forystumanna 1942 — um, að
þessa fórn yrðu kjördeemin
aldrei látin feera.
Spurningin í þessum kosningum,
sem svara verður óafturkallanlega,
er, hvort þeir kjósendur eru nægj-
lega margir, sem játast undir þessa
ósk, eða hvort hinir eru nægilega
margir, sem neita að leggja kjör-
dæmið sitt niður.
Afsal réttinda.
Fléstum ætti að vera Ijóst, að
það að leggja kjÖrdæmið sitt niður,
er að afsala sér valdi og rétti.
Það eru hnitmiðuð sannindi, sem
hinn rnerki bóndi, Páll Þorsteins-
son á Steindórsstöðúm segir í kjör-
dæmablaðinu um leið og hann
segist oft og lengi hafa kosið Pétur
Ottesen:
„F.ins og landhelgistneilið er
sjálfsteeðisrnál þjóðarinnar, er
kjördeemamálið sjálfsleeðismál
héraðanna og rétlindi, setn þau
afsala sér, og verða ekki heimt
aftur.“
Ég veit, að þúsundir kjósenda
utan Framsóknarílokksins finna
sannindi þessara orða. — Finna til,
eins og liinn aldni bóndi, en
sþurningin er aðeins um það, hve
tnargir cða fáir hafa siðferðislegt
þrek til að fylgja sannfecringu sinni
og samvizku, — eða láta flokks-
hyggjuna sveefa hvorl tveggja.
Fyrir okkur þéttbýlismenn er
þessi kjördæmabreytin mjög var-
hugaverð. Það er erlitt fyrir okkur
að lialda því fram, að við þéttbýlis-
menn búum við skarðan hlut í lífs-
kjörum samanborið við íbúana víðs
vegar um.landið. — íslendingar eru
setn belur fer það uþþlýst þjóð, að
þeir þekkja lifskjörin um latul allt-.
Ef nú á að draga úr baráttunni fyr-
ir beettuin og jöfnum lifskjörum
fyrir alla ibúa þessa lands, tnun
magnast og margfaldast flóttinn til
þéltbýlisins, valda þar atvinnu-
leysi, vandreeðum og versnandi lifs-
kjörum. Hraður flótti veit enginn
livar endar. Þetta er hið hagsmuna-
lega sjónarmið.
En þeir eru og margir, þéttbýlis-
niennirnir, sem nú finna tif með
íólkinu úti um landið, eins og Þórir
Baldvinsson húsameistari. Hann
segir í kjiirdæmablaðinu:
Vonarepli flokksstjóma.
„Ég þekki þetta fólk og á þar
gamlar rætur. Ég veit, að það vill
vcra eitt um heimili sitt og sveit,
sýslu sína og kjördæmi. Það býr
ekki í skjóli þéttbýlisjns við lífs-
þægindi og sparlegan vinnumáta
okkar / höfuðborginni, en það unir
við sitt. Það situr illa á okkur,
göngumönnum asfaltsins, að skerða
virðingu þess og stolt með því að
brjóta á því garnlar og hefðbundnar
venjtir og rýra rétt þess. Það er
hægt að halda því fram, að kosn-
ingafrumvarpið sé ekki borið fram
í þessum tilgangi, en fólkið í strjál-
býlinu veit betur. Það veit, að ef
frumvarpið verður endanlega sam-
jrykkt, stendur sveit Jress og sýsla
neðar í þjóðfélagsstiganum, áhrifa-
lausari og umkomdlátiátfii’éir SðöK'
Það veit, að frumvarpið er vatn á
myllu hóphugsunar og hóp-
mennsku, og einmitt þess vegna er
það vonarepli flokksstjórna, sem
skoða kji'tsendurna eins og tíundar-
fé og flokksþjónkunina hina sjálf-
siigðu skyldu. 1 þetta sinti verðum
við að greiða atkveeði gegn þeim
mönnutn, sem styðja þelta frutn-
varþ.“
Nú eru aðeins fáir dagar til
kosninga örlagadags héraðakjör-
dæmanna. — Herðum nú enn
sóknina og fellum kjördæmabylt-
inguna, hvar í flokki, sem við
annars stöndum.
(Allar fyrirsagnir gerðar af
blaðinu.)
Símanúmer kosninga-
skrifstofu Framsóknar-
flokksins eru
OG
2406
Með flestum menningarþjóðum
mun því svo háttað, að þeim er
annt um stjórnarlög sín eða
stjórnarskrár, — eru tregar til
umbyltinga á þeim og ástunda að
hafa þau í heiðri. Hefur slíkrar
tilfinningar einnig gætt hjá oss
íslendingum og enda kennt á
stundum hrifningar fyrir stjórn-
arskránni í hjörtum vorra beztu
manna, — eins og vel gætir í
einu af þjóðháííðar-kvæðum
ff'T ■. .' ;.r ' • • ...:... v
'0
Konráð Vilhjálmsson.
séra Mathíasar, er hann tekur
svo til orða við þáverandi kon-
ung vorn:
„Með frelsskrá í föður hendi
þig, fyrstan konung, Guð oss
sendi.“
Þetta er líka eðlileg skoðun og
æskileg tilfinning. Stjórnarskrár
þjóðanna eru oftast árangur af
strangri og stefnufastri baráttu
hinna beztu manna, er lagt liafa
sig mjög fram við svo þýðingar-
mikla smíð fyrir þjóð sína og
munað vel hið marg-viður-
kennda spakmæli, að „það skal
vel vanda, sem lengi á að
standa.“
Nú hefur, því miður, kennt á
síðasta Alþingi voru all-'líti]lar
,;' • >,]
virðingar fyrir hinni islerizku
stjórnarskrá. Eins og rnargir vita,
er því svo háttað, að. engin ný
stjórnarskrá var sett og lögtekin,
er vér hófum lýðveldi vort 1944.
Þágildandi stjórnarskrá var látin
standa í bráð, en gert ráð fyrir
nýrri endurskoðun hennar innan
skamms tíma. Sú framkvæmd
dróst þó enn nokkur ár. En 1947
var stjórnarskrár-nefnd kjörin á
Alþingi. Skyldi hún semja frum-
varp til nýrra stjórnarlaga fyrir
lýðveldi vort innan nálægs
tíma. En enn hefur hún þó ekki
lokið störfum sínum né lagt nýtt
stjórnlagafrumvarp fyrir Al-
þingi.
En á síðasta þingi gerðust þau
tíðindi, að þrír þingflokkanna
(hinir svokölluðu þríflokkar),
voru orðnir svo óstilltir og lang-
þreyttir af biðinni eftir frum-
varpi stjórnarskrárnefndarinn-
ar (!) að þeir gengu fram hjá
nefndinni, réðust í að rífa upp
gömlu stjórnarskrána og lögðu
fyrir Alþingi alveg nýja gjör-
breytingu á einum þætti hennar,
— þættinum um kosningar til
Alþingis. — Þetta virðast þrí-
flokkarnir hafa sameinað sig um
í þeim tilgangi að eiga hægra
með að ríða niður fjórða þing-
flokkinn, Framsóknarflokkinn.
En hann hefur lengi verið þyrnir
í augum þeirra — ásamt skjól-
stæðingi hans, Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga.
Hér verður nú Framsóknar-
fl. að veita viðnám í næstu
kosningum, — þótt ekki blasi við
algjör sigur — vegna of mikils
liðsmunar. — Góð öfl fylgja þó
alltaf góðum málstað. En e£
Framsóknarflokkui'inn hjálpar
sér riú ekki sjálfur í þeirri hörðu
hríð, sem fyrir höndum er, — þá
gera ekki aðrir það. — Væri þó
alls ekki vonlaust, að einhvei jir
hinna beztu manna úr andstöðu-
flokkunum legðu þau lóð í okkar
vogarskál, sem um munaði, þeg-
ar úrslitastundin kemur, —
vegna íslenzkrar framtíðarvonar
og framtíðarheilla.
Þríflokkarnir þykjast nú
hafa of fá þingsæti eft-
ir núgildandi stjórnarskrá, í
samanburði við Framsóknar-
flokkinn. Þeir virðast leggja
harla mikið upp úr höfðatölunni,
og er það að vísu skiljanlegt —
um þau höfuð, sem eitthvert
gagn er að. En það er aðgætandi:
að kjósendurnír erú all-misjafnir
í hinum ýmsu kjördæmum.
Mér er það' rninnisstætt' frá
fyrri árum mínum, að margt var
skrifað í blöðin um kjördæma-
mál. Þá lagði Guðmundur á
Sandi meðal annax-s til málanna í
mjög umtalaðri þlaðagrein: „Það
er ekki höfðátakxn-, •sem - á að
koma til greina, heldur höfða-
gæðin.“ Ymsum þóttu þessi orð
öfgar, sem ekki væru takandi til
greina, því að í Teyndinni mundi
erfitt að korna við réttu mati á
höfðagæðunum. En ef við gætum
nú betur að, munu þessi orð
Gtuðmundar ekki svo fjarri sanni.1
— Berum ’ saman þá íslenzku1
boi-garmenningu, sem vér eigum
nú, við það, sem enn er til af
þjóðmenningu í einhvex-ju nú-
verandi sveitakjördæmi. — Allir
íslendingar vita, að í því litla
samfélagi, sem sveitakjöi-dæmið
er, eru al-flestir þegnai-nir skyn-
samt og þjóðnýtt fólk, sem á
skilið að eiga kosningai'étt. En þó
að ýmsir íbúar höfuðborgar
vorrar séu ágætt fólk og þjóð
sinni til sóma, þá er þar í höfuð-
staðnum, því miður, allt of margt
af ónýtu fólki, — óþörfum kjós-
endum fyrir alla þjóðai-heill —
eða verri en óþörfum. Eg á hér
við það auma fólk, sem blasir við
í frásögnum Utvarps og blaða, og
munu þar þó alls ekki öll kurl
koma til grafar. — Eg á við of-
drykkjumennina, „svindlarana“,
okrarana og „svartamarkaðs-
braskarana“, — að ógleymdum
öllum þjófunum.
Engin von er til, að lands-
mönnum þyki þetta uppbyggileg-
ur lýður. Og mér virðist, sem
Reykvíkingar ættu ekki að vera
allt of kröfuharðir um rýmkun
kosningaréttar til Alþingis fyrix
þetta raunalega „inventarium“
sitt. — (Framhald á 7. síðu.)