Dagur - 19.08.1959, Qupperneq 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 19. ágúst 1959
- Akureyringar vilja kaupa togara
Framhald af 1. siðu.
útgerð, þótt reksturinn sé í formi
hlutafélags.
Ástæðurnar fyrir og tilgangur-
inn með stofnun Útgerðarfélags
Akureyringa h.f., var að bæta
atvinnuástandið í bænum. Þessu
hlutverki hefur félagið gegnt allt
frá byrjun. Hjá því hafa á und-
anfömum árum unnið að stað-
aldri 150—200 manns, og eftir að
hraðfrystihús félagsins tók til
starfa, hefur starfsfólk að jafnaði
verið á 3ja hundrað. Á síðastl.
ári greiddi félagið í vinnulaun
rúmar 20 millj. króna. Á þessu
eina fyrirtæki veltur, hvort full
atvinna er í bænum eða ekki.
Togaraútgerðin á Akureyri
hefur ekki fyrst og fremst verið
rekin með hagnað eigendanna
fyrir augum, enda hefur reynslan
af henni ekki orðið sú. Stærsti
hluthafinn, Akureyrarkaupstað-
ur, hefur frá upphafi lagt félag-
inu til ca. 5 millj. króna, auk
hlutafjárframlaga.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
á nú 4 togara: Kaldbak, byggðan
1957, Svalbak, byggðan 1949,
HarÖbak, byggðan 1950, og Slétt-
bak, byggðan 1947 (eða Helga-
fell), sem keyptur var til Akur-
eyrar á árinu 1953.
Á síðastliðnu ári, og það sem
af er þessu ári, hafa allir Akur-
eyrartogararnir lagt upp afla
sinn hér til vinnslu, að undan-
skildum nokkrum förmum á sl.
ári, sem siglt var með á erlendan
markað, eða seldir voru til
vinnslu á nágrannahöfnum, þeg-
ar svo stóð á, að tveir togarar
komu samtímis af veiðum.
Langmestur hluti af afla tog-
aranna hefur farið til vinnslu í
hraðfrystihúsi Útgerðarfélagsins,
og hefur aflinn rétt nægt til að
halda frystihúsinu nokkurn veg-
inn gangandi. Hins vegar á félag-
ið fullkomna saltfiskverkunar-
stöð, sem hefur verið svo til
ónotuð síðan hraðfrystihúsið tók
til starfa vegna hráefnisskorts. —
Ekkert af afla togaranna á þessu
ári hefur verið saltað og aðeins
Jítils háttar hengt upp, enda þótt
félagið hafi mikið hjallapláss.
Af framangreindum ástæðum
má augljóst vera, að félagið
skortir meira hráefni, þ. e. fleiri
togara til að geta nýtt betur fisk-
vinnslustöð sína og veitt fleirum
atvinnu við hagnýtingu aflans,
auk þess sem hugsa þarf fyrir
endumýjun togaraflota bæjarins.
Jafnframt má geta þess, að með
tilkonni fleiri togara í bæinn,
batnar aðstaða Krossanesverk-
smiðjunnar, sem unnið hefur úr
fiskúrgangi frá hraðfrystihúsinu.
Ennfremur yrðu nágrannahafn-
imar (Ólafsfjörður, Hrísey, Dal-
vík, Sauðárkrókur og Húsavík)
eftir sem áður látnar sitja fyrir
með að fá hráefni héðan, þegar
svo mikið berst að í einu, að ekki
er hægt að veita því móttöku.
Bæjarstjórn Akureyrar væntir
þess fastlega, að ríkisstjórnin
hlutist til um, að a. m. k. einn
þeirra 8 togara, sem ákveðið hef-
ur verið að kaupa í V.-Þýzka-
landi, komi í hlut Akureyrarbæj-
ar eða Ú. A. h.f., þannig að næst-
stærsta bæjarfélag landsins verði
ekki sctt hjá „úthlutun" þessara
nýju togara.
Togarakaup eru mikið áhuga-
mál Akureyringa og almenning-
ur í bænum fylgist vel með því,
hvernig máli þessu reiðir af.“
GREINARGERÐ
frá Útgerðarfélagi Akureyringa
h.f. til bæjarstjómarinnar.
„Akureyri 28. júlí 1958.
2. júní sl. gerði bæjarstjórn
Akureyrar svohljóðandi sam-
þykkt:
„Bæjarráð leggur til að stjórn
Útgerðarfélags Akureyringa h.f.
verði falið að gera athugun á því,
hvort ekki sé unnt að hrinda í
framkvæmd fyrri samþykkt bæj-
arstjórnar um kaup á nýjum tog-
urum. Leggi stjórn Útgerðarfé-
lags Akureyringa h.f. síðán nið-
urstöður athugana sinna, m. a.
um stærð og gerð togara, sem
bezt þættu henta hér, fyrir bæj-
arstjórn."
í tilefni af ofangreindri sam-
þykkt hélt stjórn Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. fund hinn 8.
júní og ræddi málið fram og aft-
ur. Var þar meðal annars rætt
nokkuð um stærð togara, sem
heppileg þætti, og kom strax í
ljós, að sú skoðun var mjög ríkj-
andi að gjalda varhuga við því að
festa kaup á togara af þeirri
stærð, sem flestir virðast nú
mjög sækjast eftir, þ. e. 900—1000
rúmlestir. Virtist stjórnin fremur
hallast að því, að heppilegra
mundi vera að kaupa diesel-skip
af svipaðri stærð og er á togur-
um félagsins, allt að 700 smá-
lestir.
Stærðarmunurinn frá 700 til
1000 lestir kemur því aðeins að
gagni, þegar veitt er í ís, að um
mokafla sé að ræða, þar sem
veiðitími' ei" takmárkaðúr'.
Sé verðmismunur skipanna
nokkurn veginn í hlutfalli við
stærð þeirra, mætti ætla að minni
skipin yrðu ca. 30% ódýrari, eða
kringum 6—7 milljónum króna.
Er það upphæð, sem varhugavert
er að gjalda fyrir stærðaraukn-
ingu, sem mjög vafasamt er að
komi að notum nema örsjaldan.
Á fundinum var formanni fé-
lagsstjórnar, ásamt öðrum hvor-
um framkvæmdastjóra eða báð-
um, ef ástæður leyfðu, falið að
fara til Reykjavíkur til athugana
á togarakaupum og viðræðna við
ríkisstjómina um það mál. Jafn-
framt óskaði stjórnin þess, að
bæjarstjóri færi til Reykjavíkur
með áðurgreindri sendinefnd til
að vinna að togarakaupum.
Skömmu eftir að þessi sam-
þykkt var gerð, fréttist að þrír
ráðherrar úr ríkisstjórninni væru
væntanlegir til Akureyrar. Var
þá frestað Reykjavíkurför, en
hins vegar ákveðið að reyna að
ná ráðherrunum á fund hér á
Akureyri um togaramálið. Tókst
það og fóru fram viðræður við
ráðherrana Emil Jónsson, Friðjón
Skarphéðinsson og Guðmund í.
Guðmundsson, hinn 13. júni. —
Skýrðu ráðherrarnir frá því, að
fyrirhugað væri að kaupa til
landsins 4 togara á árinu 1960 og
aðra 4 á árinu 1961. Væri banka-
stjóri seðlabankans, Vilhjálmur
Þór, erlendis þeirra erinda að
afla lánsfjár til kaupanna, og fyrr
en hann væri kominn heim og
vitað væri um árangur af ferð
hans, væri ekki unnt að taka
neinar ákvarðanir af hálfu ríkis-
stjórnarinnar um úthlutun á tog-
ara til Akureyrar.
2. júlí fóru formaður Útgerð-
arfélags Akureyringa h.f., fram-
kvæmdastjórar þess og bæjar-
stjóri til Reykjavíkur til frekari
athugunar á togarakaupamálun-
um. Áttu þeir viðræður við Emil
Jónsson, forsætis- og sjávarút-
vegsmálaráðherra, sem skýrði
frá því, að þegar væri búið að
úthluta 4 fyrstu togurunum og
jafnvel að veita vilyrði fyrir
þeim fimmta. Tilgreindi hann þá
4 aðila, sem hefðu fengið loforð,
og væru það Guðmundur Jör-
undsson, Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjan h.f., Akranesi, ísfell
h.f., Flateyri, og ísbjörninn h.f.,
Reykjavík. Um úthlutun til Ak-
ureyrar væri ekki að ræða að svo
stöddu, enda mundi núverandi
ríkisstjórn ekki úthluta fleiri
leyfum. Ráðherrann skýrði enn-
fremur frá því, að þrjú frumskil-
yrði þyrfti að uppfylla til þess að
koma til greina við úthlutun:
í fyrsta lagi að geta lagt út
10% af kaupverði skipsins.
í öðru lagi að yfirlýsing lægi
fyrir frá viðskiptabanka um-
sækjanda þess efnis, að umsækj-
andi væri þess umkominn að
reka togaraútgerð, og í þriðja
lagi að skipaskoðun ríkisins sam-
þykkti uppdrátt og lýsingu
skipsins.
Unnið er nú að því að fá til-
löguuppdrætti og verðhugmyndir
um mismunandi stærðir skipa til
þess að endanlega sé hægt að
ákveða stærð og gerð.
Þess má að lokum geta, að rík-
isstjórnin hefur marg bent á það,
áð það sé síður en svo vænlegt til
árangurs að gera samninga um
skipabyggingar án hennar vit-
undar og samþykkis. Sé slíkt
miklu fremur til þess að gera
málin torleystari.
Hefur stjórn félagsins því ekki
gert neinar ráðstafanir til samn-
inga um byggingu eða kaup hjá
erlendum skipasmíðastöðvum.
Með tilvísun til fyrr umræddr-
ar tillögu bæjarstjórnar leggur
stjórn Útgerðarfélags Akureyr
inga h.f. því til, að áfram sé unn
ið að því af fullum krafti, að fá
samþykki ríkisstjórnarinnar til
kaupa á 2 nýjum togurum, og að
minnsta kosti annarr þeirra komi
hingað ekki seinna en fyrri hluta
árs 1961.
Stærð og gerð togaranna sé
endanlega ákveðin strax og fyrir
liggja upplýsingar um verð,
ásamt tillöguuppdráttum að gerð
eins og framan getur.
Virðingarfyllst.
í stjórn Útgerðarfélags
Akureyringa h.f.
Helgi Pálsson,
Eyþór H. Tómasson,
Jakob Frímannsson,
Jón M. Ámason,
Tryggvi HeIgason.“
Björgun frá drukknun
Innöndunar-aðferðin: munnur-við-munn
í sólmánuðum sumarsins og
sumarleyfum eru helztu baðvist-
ar-tímar alþjóðar, barna, ungl-
inga og fullorðinna. Og einmitt
um þær mundir gerast einnig
margar átakanlegar sorgarsögur:
Börn og ósyndir unglingar hætta
sér of langt út í sjó eða vötn og
drukkna, stundum fleiri saman.
Sumum verður stundum bjargað
með þekkingu á „hjálp í viðlög-
um“, ef til næst í tæka tíð.
Nú er ný björgunar-aðferð að
ryðja sér til rúms, og sézt hennar
víða getið í erlendum blöðum um
þessar mundir. Er það hin svo-
nefnda „innöndunaraðferð, eða
munnur-við-munn“. — Ein af
fyrstu frásögnum um aðferð
þessa er frásögn föður, sem
bjargaði tveggja ára syni sínum
frá drukknun. Er hún á þessa
leið:
„Eg hafði lært hjálp í viðlög-
um og vissi því allt, sem gera
þyrfti. En nú virtist allt í þoku
fyrir mér. Fyrir framan mig í
grasinu lá tveggja ára sonur
minn, nýdrukknaður í tjarnar-
polli. Munnur og háls drengsins
var fullur af vatni, matarleifum
og slími, og mér var ljóst, að
þetta varð að tæmast, svo að loft
kæmist að. Eg laut niður að
barninu, opnaði munninn á því
með vinstri hendi, þrýsti svo
munni mínum að munni drengs-
ins og saug upp í mig allt sullið
úr munni hans og kverkum, hvað
eftir annað og spýtti því út úr
mér.
Eg veit ekki, hvort það var
einhver rödd innra með mér, sem
hvíslaði að mér, að nú gæti eg ef
til vill þrýst lofti niður í lungu
drengsins með því að blása því
(anda sterkt) ofan í hálsinn á
honum. Eg dró andann djúpt, og
andaði síðan gætilega inn í
munninn á drengnum. Þegar eg
sá, að brjóst hans lyftist, hætti eg
önduninni í svip, og brjóst hans
seig svo aftur, er loftið streymdi
út úr lungunum, — og þetta
endurtók sig svo,“ sagði faðirinn.
Á þennan hátt bjargaði faðar-
inn lífi sonar síns, Davíðs litla
Piels, og síðan hefur þessi eðli-
lega björgunaraðferð frétzt víða
og bjargað fjölda mannslífa. —
Skyldi íslenzka orðatiltækið að
„blása e-m í brjóst" og „blása
lífi“ í e-ð eða e-n, eiga rót sína
að rekja til íslenzks raunveru-
leika?
Hér fara á eftir reglur þær,
sem nú eru víða brýndar fyrir
baðvistarfólki um þessar mundir
í sumarhitunum:
1. Hreinsaðu úr munni og kverk-
um hins drukknaða vatn, slím
og hvað eina, sem fyllir munn-
inn og kverkarnar.
2. Kerrtu höfuð hans aftur á bak,
svo að loftið nái að streyma
viðstöðulaust.
3. Taktu fast undir kjálkana og
ýttu þeim fram á við.
4. Þrýstu saman nösum hans, svo
að loftið streymi ekki út um
þær, — sé ekki aðeins úfn
smábarn að ræða.
5. Blástu nú (andaðu sterkt) inn
í munn hins drukknaða — (og
einnig nefið samtímis, sé um
smábarn að ræða), unz sézt,
að brjóstið lyftist.
6. Hlustaðu eftir, hvort hinn
drukknaði andar frá sér, með-
an þú sjálfur andar ofan í
hann.
7. Endurtaktu svo þetta alls að
12 sinnum á mínútu, sé um
fullorðna að ræða, en allt að
20 sinnum, eigi barn í hlut!
Helgi Valtýsson.
TIL
GLÐMUND KNUTSEN
liéraðsdýralæknis.
Valinkunni halur horski!
Hérað vort þig Iofa má.
Hingað komstu, Knutzen norski,
kannske þegar mest reið á.
Þú sinnir heill um hagi vildar
liölda, er tryggja niðjum arf.
Þeir eiga líka þakkir skildar,
þig sem réðu hér í starf!
Bændumir þér hrósa og hæla,
hérað þakkar fyrir sig.
Og ef dýrin mættu mæla,
þau myndu líka blessa þig!
Þú bætir meinin mörg og skilur
málleysingjans hljóðu bæn.
Lífi bjargar, líknar, ylur
læknishjálpin dáðavæn.
Ekkert nái þig að þvinga,
þarfi læknir, fyrr og nú.
Hylli allra Eyíirðinga
örugglega nýtur þú!
G. S. HAFDAL.
Úr erlendum blöðum
Át blaðagrein sína saltaða
og pipraða!
Ritstjóri íþróttablaðsins Park-
ersburg News í Bandaríkjunum
hafði heitið því að éta blaða-
dálkinn um hnefaleikakeppnina
á milli Floyd Patterson og Sví-
ans Johannsson, ef Patterson
tækist ekki að halda heimsmeist-
aratigninni. Og ritstjórinn stóð
við orð sín. Hann reif 1200 orða
dálkinn úr blaði sínu, stráði á
hann salti og pipar, vöðlaði hon-
um saman og gleypti hann síðan!
Ætli hann eigi ekki metið?
Vörn gegn árásum „Gerplu”.
í sumarhefti tímaritsins Syn og
Segn í Ósló hefur rithöfundur-
inn Olav Gullvág ritað all ræki-
lega grein til varnar gegn árás-
um H. K. Laxness í „Gerplu” á
Ólaf konung helga og menn hans.
Dg er það sízt furða, þótt fyrr
hefði verið. En af öllum nor-
rænufræðingum „söguþjóðarinn-
ar” virðist engum hafa hug-
kvæmzt sú brýna skylda að
halda skildi fyrir suma úanda
sína, sem harla ódrengilega er
vegið að í sömu bók.
Gullbrúðkaup
áttu 12. þ. m. hjónin Guðrún
Sölvadóttir og Björn Árnason,
Norðurgötu 48, Akureyri. Blað-
ið þakkar Birni löng og ágæt
kynni og flytur þeim sómahjón-
um beztu hamingjuóskir og kær-
ar kveðjur.