Dagur - 19.08.1959, Síða 4
4
D A G U K
Miðvikudaginn 19. ágúst 1959
Daguk
SkrifMotii i H:rfiiarstra-tt *(» — Simi 1-166
niTSTJORI:
E R L r N G V R I) A V 1 I) S S O N
AuglýM»ga«tj»ri:
JÓ\ S A M I' K JL -S-S O N
Árganguriiin kosiar kr. 7.r>.(M)
JilaiVið laimui nt ,á Jintiv.ikutUit'um og
laugnrftiigiiin, |>r"ar ctrii statxla tH
Tijalftdagi cr I. júlí
PRENTVrUK ODDS IIJOR\SSO\AR III
SUMARÞINGI LOKIÐ
SUMARÞINGINU LA.UK síðastliðinn laugar-
dag, 15. þ. m. Það afgreiddi aðeins fjögur mál, sem
«11 snertu kjördæmabreytinguna. I fyrsta lagi
kjördæmabrcytinguna sjálfa, í öðru lagi kosn-
ingalögin, í þriðja lagi lög um að fresta næsta
reglulegu alþingi, þó ekki lengur en til 20. nóv. í
haust, og svo í fjórða lagi samþykkti efri deild
þingsályktun um að kjósa þar stjórnarskrárnefnd
áður en að málið kom til deildarinnar og skyldi
Imn athuga kosningalagafrumvarpið með stjórn-
arskrárnefnd neðri deildar.
Fleiri mál voru borin fram, en fengust ekki af-
greidd, þeirra á meðal frumvarp um breytingu á
alþýðutryggingarlögunmn, sem Skúli Guðmunds-
son bar fram. Var það um afnám hinna óvinsælu
skerðingarákvæða er snerta ellilífeyri. Það frum-
varp gekk í gegnum neðri deild og var vísað til
nefndar í efri deild og gaf meiri hiuti nefndar
innar út álit, en málið fékkst ekki iekið fyrir í
dcildinni. Vitanlega koma þessi vinnubrögð alveg
í bága við það, sem stjórnarflokkarnir héldu fram
í kosningunum, þar sem þeir sögðu þá, að kosn-
íngarnar snerust um margt fleira, og jafnvel um
allt amiað fremur en stjórnarskrárbreytinguna, en
fengust svo ekki til þess á þinginu að ræða önnur
mál en þau, sem snerust beint um stjórnarskrár-
breytinguna.
Það, sein einkenndi þetta sumarþing, var alger
samstaða þríflokkanna, svo sem þegar kom fram
i þingbyrjun. En þá skiptu þeir með sér öllum
forsetastörfum og höfðu sameiginlegan lista um
kosningar í allar nefndir. Þá kusu Sjálfstæðis-
menn Einar Olgeirsson sem forseta neðri deild-
ar, þótt þeir hins vegar víttu það í tíð vinstri
stjórnarinnar að hann gegndi þeirri trúnaðarstöðu
og töldu óhæfu. Samstarf þríflokkanna varð þó
ekki snurðulaust í þinglokin. Þegar kjósa skyldi
nokkrar nefndir, settu Sjálfstæðismenn A1
þýðuflokksmenn neðsta á sína lista og lofuðu þá
Framsóknarmenn Alþýðubandalagsmönnum að
setja sinn mann neðstan á sína lista, sem gaman-
saman mótleik, og unnu Alþýðubandalagsmenn
sjö sinnum í hlutkesti milli þeirra og Alþýðufl.-
manna. Sjálfstæðismenn kusu Alþýðubandlags-
menn í allar nýju kjörstjórnirnar.
1 hinum nýju kosningalögum eru auðvitað eink
um þau ákvæði, sem beint leiða af kjördæma
breytingunni. Þó eru sett inn í þau mjög flóknar
reglur um gildi útstrikana og tilfærslu á listum,
sem miða að því að gera útstrikanir áhrifaminni
eða nær áhrifalausar.
Ný stjórnmálaátök eru nú framundan. Þjóðin
verður enn að ganga til kosninga. Hún er vissu-
lega xeynzlunni ríkari eftir kosningarnar í vor og
eftir frammistöðu hinna pólitísku stjórnmála-
flokka nú í sumar.
OII gömlu kjördæmin hafa nú verið lögð
niður, en sjö stór kjördæmi mynduð í þeirra stað
og hinar illa þokkuðu hlutíallskosningar, sem
flestar þjóðir hafa varpað fyrir borð í þeirri
mynd, sem hér á upp að taka, lögleiddar. Enginn
efi er á því, að með þessu er áhrifavaldi byggð-
anna hnekkt verulega, en vald miðstjórna hinna
póHtísku flokka aukið að sama skapi. Þríflokk-
arnir, eða öðru nafni kaupstaðaflokkarnir, hafa
hér að unnið í sameiningu og
eiga þeir skilið við næstu kosn-
ingar, að uppskera það er þeir
hafa til unnið.
Svar við svari.
VIÐ BRÉFKORN Bolla Gúst-
afssonar langar mig til að gera
eftirfarandi athugasemdir. Bolla
finnst það vera tiltökumál, að eg
skuli fara að taka upp hanzkann
fyrir Matthíasai-félagið. Það sé
ekki mitt að gera. Hann færir
engin rök fyrir þeirri skoðun
sinni, enda virðist það ekki auð-
velt. Hver sem er hlýtur að mega
skrifa um félagið — starfsemi
þess. Bolli segir það galla á svari
mínu, hvað það komi hinu upp-
runalega bréfi hans lítið við. Það
er ákaflega skemmtilega að orði
komist, vegna þess, að sá galli er
einmitt á „bréfkorninu“ gagnvart
svari mínu. Eg reyni -nefnilega
hvergi að afsaka þá ráðstöfun að
veita Hannesi J. Magnússyni að-
•eins 10 mín. til erindisflutnings
um séra Matthías, eða leikþáttinn
- Ýinis tíðindli
Framliald af 8. síðu.
landað hér, þótt siglingin sé þetta
frá 15—20 tímar af miðunum. —:
Kemm- það til af því að vark-
smiðjurnar hafa ekki undan þar
eystra og hafa skipin tafizt, allt
upp í 6 daga og beðið löndunar.
Búið ,er að salta tæpar 30 þús.
tunnur. Hæsta söltunarstöðin,
Hafsilfur, er með rúmar 6 þús.
tunnur.
Síldarstúlkurnar hafa orðið
fvrir vonbrigðum í sambandi við
síldarsöltunina. Þær eru nú senn
að kveðja staðinn þessa daga,
fóru t. d. í tveimur eða þremur
stórum bílum héðan í dag, af því
að flugveður brást í gær. — En í
sambandi við síldarverksmiðjuna
hefur atvinna verið mjög mikil,
bæði við framkvæmdir vegna
soðkjarnavinnzlunnar og við
bræðsluna sjálfa. Nýtingu télja
fróðir menn nú vera fast að 100 %
síðan þessi endurbót var gerð og
er það mikils virði í öðru eins
síldarári og nú.
Sauðárkróki, 17. ágúst.
Héraðsmót Framsóknarmanna
í sýslunni var haldið að Bifröst í
gær. Það var fjölsótt og fór
ágætlega fram.
Gísli Magnússon, Eyhildarholti,
setti samkomuna, en xæður fluttu
Skúli Guðmundsson og Ólafur
Jóhannesson alþingismenn, og
var góður rómur gerður að máli
þeirra. Karlakór Mývetninga
söng undir stjórn séra Arnar
Friðrikssonar, og einsöngvari var’
Þráinn Þóriss. Þá skemmtu þeir
Gestur Þorgrímsson og Haraldur
Adólfsson og um kvöldið var
stiginn dans.
Um fyrri helgi komu hingað:
íþróttamenn frá KA á Akureyri
r-
og kepptu við heimamenn í
knatt-spyrnu, handknatleik og
sundi. Gestirnir sigruðu okkur,
svo sem við mátti búast. Koma
þeirra var ágæt í alla staði. —
Veður var fremur óhagstætt til
íþróttakeppni og því færri áhorf-
endur en ella mundi. Þetta er í
fyrsta sinn að aðkomumenn
keppa í sundlaug staðarms. Hér
er norðangarri og rigning.
sem þarna var fluttur, heldur
bendi eg á hvers eðlis samkoman
var, og þess vegna álít eg, að
leikur hljómsveitar minnar hafi
ekki verið það hneyksli, sem
Bolli vill vera láta. í niðurlagi
bréfsins segir hann það vera
skoðun sína, að sjálfsagt sé að
hætta við væntanlegasafnstofnun
ef eg álíti Akureyringa taka rock
tónlist fram yfir uppbyggjandi
skemmtiefni. Þvi miður virðist
ástandið vera þannig, ef dæma
má eftir aðsókn þeirra tveggja
samkoma, sem Matthíasarfélagið
hefur haldið á árinu. Hin fyrri
var haldin hér í Samkomuhúsinu.
Þar lásu góðir upplesarar úr dýr-
ustu perlum. ísl. bókmennta, en
aðsóknin brást. Um efni og að-
sókn .síðari samkomunnar er öll-
um Akureyringum kunnugt.
Um þá mittismenningu og með-
almennskudýrkun, sem þessu
veldur, mætti að sjálfsögðu mikið
skrifa. En eg er hræddur um, að
frekari umræður í þá átt á opin-
berum vettvangi yrðu að flestra
dómi heldur leiðinlegar. Vil eg
eindregið leggja það til, að ef
Bolla fýsir að ræða mál þetta
frékar, þá geri hann það per-
sónulega, það er mikið fljótvirk-
ari aðferð, heldur en að bíða í
viku til þess að geta svarað, biða
svo i aðra viku eftir „svari við
svari, og bíða síðan í þá þriðju
til þess að geta svarað því. Læt
eg þetta svo útrætt frá minni
hálfu. — Ingimar Eydal.
Umræðum hinna tveggja ungu
manna um þetta mál, er nú lokið
í bráð hér í blaðinu. — Ritstj.
Fyrirspurn til bæjarstjórans
á Akureyri.
Aí) GEFNU TILEFNI óska
nokkrir rafvirkjameistarar á Ak-
ureyri eftir upplýsingum um það,
hvort ætlunin sé að hafa sama
fyrirkomulag við útboð raflagn-
arinnar á búningsklefa íþrótta-
vallarins eins og t. d. með hrað-
frystihúsið á sínum tíma, en það
var þannig, að verkfræðingur
gerði útboðslýsingu, og síðan var
beðið um tilboð, og vitanlega því
lægsta tekið, en síðan var verkið
unnið að mestu eftir reikningi,
og þá sennilega bætt upp það
sem á vantaði að tilboðið gæti
staðizt fjárhagslega. En um vænt
anlegt útboð er það að segja, að
ef á að gera tilboð í verkið, vant-
ar viðbótarteikningu og útboðs
lýsingu, og ekki er heldur hægt
að sjá hvort teikningin sé sam-
þykkt. Af þessu má sjá, að eitt-
hvað er skrýtið í pokahorninu.
Það er ekki von til þess að menn
eyði tíma og fyrirhöfn í að gera
samvizkusamleg tilboð þegar
þeir eiga von á slíku, sem að
framan getur. — Á.
Áfengissalan í Noregi
nam 792.7 milljónum
norskra króna á sl. ári
í fyrra nam áfengisreikningur
Norðmanna alls 792.7 milljónum
norskra króna, þótt Áfengis-
einkasalan hefði 5.9 millj. króna
minni sölu en árið áður. Það er
ölsalan sem hefur aukizt svo
jafnt og þétt síðan 1950, að sala
áfengis hefur þrátt fyrir það
farið hækkandi með ári hverju.
Alls seldi Áfengis-einkasalan í
fyrra fyrir 457.833.796 millj. kr..
Seldir voru 9.507.275 lítrar af
brennivíni og 4.107.370 lítrar af
öðrum vínum.
Flóttamannavandamálið er enn j
mjög ískyggilegt
Þrátt fyrir mikla og árangursríka hjálp margra
ríkja er flóttamannavandamálið enn mjög ískyggi-
legt. í Evrópu eru enn 17.000 flóttamenn, sem lifa
við þau bágu kjör sem flóttamannabúðirnar búa
þeim. I Hongkong er um ein milljón flóttamanna,
og tala flóttamanna frá Alsír, sem nú eru í Túnis
og Marokkó, er gringum 180.000. Fyrir botni. Mið-
jarðarhafs eru um 1.070.000 flóttamenn frá Pale-
stínu. Við alla þessa mörgu landflóttamenn bætast
svo hinir fjölmörgu flóttamenn frá Tíbet, sem síð-
ustu mánuðina hafa streymt inn í Indland.
Forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, Svisslendingurinn Auguste E. Lindt, lagði
nýlega skýrslu sína um starfsemina á liðnu ári fyr-
ir Efnahags- og félagsmálaráðið, þegar það hélt
fund í Genf, og kom hann þá jafnframt með áætl-
anir um starfið í fi-amtíðinni. Sameinuðu þjóðirnar
vænta þess að fá til flóttamannahjálparinnar fjár-
hæð, sem nemur rúmum 100 milljónum isl. króna
samkvæmt skráðu gengi, á yfirstandandi ári. Þessi
fjárhæð verður greidd af mörgum ríkjum. Á næsta
ári er hins vegar keppt að því að afla mun meira
fjár, eða upphæð, sem nemur um 270 milljónum
ísl. króna samkvæmt skráðu gengi. í ár hefur 41
ríki lagt fram fé til flóttamannahjálparinnar, 5
þeirra í fyrsta sinn. Hins vegarhafa 54 ríki tjáð sig
fús að taka þátti flóttamannaárinu, sem- Sameinuðu
þjóðirnar hafa stofnað til í því skyni að efla við-
leitnina við að ráða fram úr vandamálum flótta-
mannanna. Þessi 54 ríki hafa til þessa skuldbundið
sig til að leggja fram fjárhæð, sem nemur um 50
milljónum ísl. króna í reiðu fé og jafnvirði hennar í
ýmiss konar vistum.
Þegar Lindt lagði fram skýrslu sína kvað hann
æskilegt, að meira réttlæti ætti sér stað í skiptingu
byrðanna vegna umönnunar flóttamannanna, og
hann lagði áherzlu á rétt flóttamanna til að hverfa
heim aftur, ef þeir kysu það.
Meðal ríkja, sem nýlega hafa gerzt þátttakendur
í flóttamannahjálpinni, er íran, og hefur þar í landi
verið sett á fót stofnun til að safna fé til hjálpar-
innar um gervallt landið. 1 Ástralíu hefur nýlega
verið rýmkað um höftin á innflutningi flóttamanna,
þannig að 50 fjölskyldur, sem áttu ættmenni í
landinu, fá nú að flytjast þangað, þrátt fyrir það að
heilsu sumra manna í þessum fjölskyldum er
ábótavant.
Geislun í mjólk rannsökuð af S. Þ.
Geislunin, sem á undanförnum árum hefur valdið
yfirvöldum og sérfræðingum á ýmsum sviðum
áhyggjum, er farin að gera sérfræðinga í mjólk-
urframleiðslu órólega. Geislavirk efni, sem eitra
andrúmsloftið og jarðveginn, eiga greiðan aðgang
að mjólkinni. Sérstaklega er efnið Strontium 90
hættulegt, því að það helzt geislavirkt lengur en
önnur svipúð efni og hefur mjög skaðleg áhrif á
beinin, einkum hjá börnum, sem nærast mest :á
mjólk.
Sérfræðingar á þessu sviði fylgjast náið með þró-
uninni, að því er sérstök nefnd mjólkursérfræðinga
segir. Hún var sett á laggirnar af Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni (WHO), Matvæla- og landbún-
aðarstofnuninni (FAO) og Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF).
Þessi nefnd hefur nýlega lokið ráðstefnu, þar sem
rætt var um hinar ýmsu orsakir mjólkurskemmda
— gerla og smálífverur af ýmsum tegundum, geisl-
un, skordýraeitur, sem hefur áhrif á kúafóður, og
ýmis lyf, sem koma í veg fyrir sjúkdóma í kúm.
Var sérstaklega varað við því að nota lyf án strang-
asta eftirlits. Margt fólk hefur nefnilega ofnæmi
fyrir ákveðnum lyfjum, og það verður veikt þegar
það drekkur mjólk úr kúm, sem fengið hafa þessi
lyf. Ennfremur er nauðsynlegt að gæta fyllstu var-
úðar við notkun nokkurra nýrra tegunda skordýra-
eiturs, sem notað er í fjósum og mjólkurbúum.
Auk þessa ræddi nefndin nýjar aðferðir við
geymslu mjólkur og möguleikana á að geyma mjóllc
þar sem loftslag er heitt. Var lögð sérstök áherzla
á gerilsneyðingu, sem gerir mönnum kleift að flytja
mjólk í heitum löndum án kælitækja.