Dagur - 10.02.1960, Side 4

Dagur - 10.02.1960, Side 4
4 D A G V R Miðvikudaginn 10, febrúar 1960 Skrifstofa i Hafnarstræti !)() — -Sími 11(>G RfTSTjÓHI: F. R L 1 X G V R D A V í I) S S O X Augíýstiigastjóii: I Ó N S V M l E I. S S () N Árgitngiirinn kostar kr. 75.00 HlaOiO ki'iiiur út á iniðvikiKÍiigum og laugartiiiguni, þrgar i'tni stanila til CjaliUlagi cr 1. júlí IMtr.NTVF.HK onns ujöknssonar II.F. Tvær meginsfefnur VINSTRI STJÓRNIN beitti sér af alefli fyrir því, að fjármagninu væri beint réttlát- lega út um land allt og atvinnuvegir lands- manna efldir í sveit og við sjó, til að bæta lífskjörin þar og auka sköpun verðmæta, þar sem skilyrði voru fyrir hendi, en ekki nýtt nema að litlu leyti áður. Þetta olli hatröm- um deilum milli stjórnmálaflokkanna og Sjálfstæðisflokkurinn kallaði þetta „pólitíska fjárfestingu" — það væri verið að kaupa kjör- fylgið í dreifbýlinu — peningarnir væru bet- ur komnir annars staðar. En byggðastefna Framsóknarflokksins, sem þarna varð afger andi í vinstri stjórninni, þurrkaði burtu hið tímabundna og tærandi atvinnuleysi hinna minni staða á landinu, jók trú fólksins á upp- runastöðvar sínar og heimabyggð og vel- megun þess. Það kom líka í ljós við víðtæka rannsókn, að þoi p, jafnvel smáþorpin og minni bæir, skiluðu ótrúlega miklum verð- mætum í þjóðarbúið. Þar og í sveitunum er lítið af slæpingjum en mikið af athafnaþrá, sem ríkisvaldið þurfti og þarf enn að rétta hjálparhönd. En hinar stórfelldu framkvæmdir, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir og miðuðu að alhliða uppbyggingu atvinnuiíísins til sjávar og sveita, auk rafvæðingarinnar og stóriðnað- ar, kostuðu mikið fjármagn. Erlend láp voru fengin, ekki eyðslulán, heldur nauðsynleg framkvæmdalán, sem vaxandi framleiðsla stendur undir. Þessi stefna er nákvæmlega sú sama og atorkubóndans, sem tekur við van- yrktri jörð, leggur töluvert í kostnað nokkurt árabil, til þess að geta aukið bústofn sinn og tekjur og lifað mannsæmandi lífi. Þessa sögu þekkja allir landsmenn vel, af því að hún er saga allra þeirra bænda í landinu, sem voru menn til stórra átaka í samræmi við nýjan tíma. Ef stefna Sjálfstæðisflokksins í landbún- aðarmálum liefði ráðið, væri annað hvort engin dráttarvél til á íslandi eða þá aðeins í eigu stórbænda. Þá væri ekkert Stéttarsam- band bænda til, aðeitis „búnaðarráð“, og þá væri auðvitað búið að „fækka bændum um helming“. Hin sanna íhaldsstefna er þó ekki hatursstefnn við bændastéttina, heldur af- hliða afturhalds- og kyrrstöðustefna á öllurn sviðum. Hún leiðir til þess að hinir fátæku verða fátækari en þeim ríku tryggð gróðaað- staða. Núverandi stefna í efnahagsmálum er íhaldsstefna. Hún verður, ef til framkvæmda kemur, brotalöm á framfaraöld. Hún er í því fólgin að magna dýrtíðina í landimi með stórfelldri gengislækkun og gífurlegum nýj um sköttum og svo miklum vaxtahækkunum banka og sparisjóð i, að núverandi landslög telja refsivert okur. Það á að rýra lífskjörin svo mjög, að almenningur hafi ekki ráð á að Jeggja í framkvæmdir. — Framsóknarflokkur- inn getur ekki fylgt hinni nýju stefnu, því að hún samrýmist ekki áratuga baráttu hans fyr- ir bættum lífskjörum. Heill og sæll, „Dagur“. ÞAÐ ER NÚ orðið nokkuð langt síðan eg hef sent þér línu, ekki er það þó fyrir það, að eg hafi ekki haft góðan vilja á því að láta heyra frá mér. Eg þakka þér, að þú hefur ekki farið fram hjá mínum dyrum á ferðum þín- um hér syðra. Það er alltaf til- breyting í því að fá góða gesti. Það er nú reyndar ekki mikið að segja í fréttum. Eg ætla bara að rabba við þig um daginn og veg- inn, eins og þeir gera á mánu- dagskvöldum í „Útvarpinu“. — Ekki ætla eg nú samt að hætta mér út á þann hála ís að leggja dóm á menn og málefni, eg ætla að vera alveg hlutlaus og rabba bara við þig, eins og hef tekið fram. Mér fannst dálítið athyglis- vert og umhugsunarvert þetta sem ungi maðurinn sagði í vetur, þú manst skáldið sem fékk verð- launin. Eg held að það hafi verið ein fimmtíu þúsund. Það er góð- ur skildingur. í sambandi við þennan heiður var birt viðtal við hann í „Morgunblaðnu", og er það bara venjulegt í svona tilfell- um. Auðvitað þakkaði þessi ungi maður verðlaunin, eins og lög gera ráð fyrir, en finnst þér ekki að hann hefði átt að láta vera við þetta tækifæri, þegar þjóðin er að gleðja hann, að tilkynna það að hann trúi ekki á neinn Guð, líklega hefur hann þá sjálfur gef- ið sér listamannsgáfurnar? Mér virðist eins og hann „skyrpa yf- ir“- „Publikum". Því geta menn- irnir ekki átt sitt trúleysi sjálfir? Er það ætlunin að áhrifagjarn æksulýður taki þá sér til fyr- irmyndar? Víst má búast við því að litið sé upp til þeirra sem verðlaun hljóta á opinberum vettvangi. Þ.að eru líka fleiri en æsku- mennirnir, sem opinbera. trúleysi sitt. Fýrir skömmu birtist líka í Morgunblaðinu" samtal við fjör- gamlan mann, sem segist ekki eiga neina trú og vera þá viðbú- inn að fara héðan hvenær sem er, og það sem fyrst. Eg get ekki lát- ið vera að spyrja: Hyert ætla þessir menn að leiðarlokum? — Þessi gamli maður var þar að auki blindur. Ja, þvílíkur kjark- ur. Eða hvað er þetta? Eg verð held eg að segja það, að það þarf dirfsku til að gefa þessa játningu. Gamall, blindur maður að segja það, að hann sé algjörlega trú- laus, eftir að hafa um langa ævi lifað á Guðs náð og engu öðru. Það stendur í ritningunni: „Heimskinginn segir í ‘hjarta sínu: Enginn Guð.“ Mikið þótti mér góður síðasti tíminn „Spurt og spjallað í út- varpssaP1. Mig minnir að spurn- ingin væri þessi: „Er biblían inn- blásin af Guði?“ Þetta er nú kannski ekki orðrétt. Þarna leiddu saman hesta sína gáfaðir menn. Þeir jákvæðu stóðu sig áð mínum dómi alveg framúrskar- andi vel. Þar sem þeir gátu, vegna sinnar eigin reynslu, látið ritninguna sjálfa svara. Það kom greinilega fram, að þeir sem ekki byggja á henni, vaða reyk, hvað mælskir og fróðir sem þeir kunna annars að vera í austur- lenzkum fræðum. Einn hinna vísu manna ‘kvaðst trúa biblíunni eins og hverri annarri bók, að undanskildu því, þar sem talað er um að Guð hafi komið holdi klæddur á þessa jörð. Eg veit ekki betur en að biblían sé að- eins til orðin vegna þess að Guð kom holdi klæddur til jarðarinn- ar. Það er kristindómur, annar er ekki til. Sigurður Magnússon stóð sig vel á þessum vígvelli, þar sem mér er líka kunnugt um, að þarna var mikill vandi á ferð- um. — Þessi þáttur kom róti á marga og sumir fóru meira að segja að hugsa um andleg mál út frá þessu. Vonandi gæti það orð- ið til þess að einhver, sem ekki trúir á Guð, gæti öðlást lifandi trú. Og þar með alls lífsins ham- ingju, því að enginn getur verið virkilega hamingjusamur án Guðstrúar. í Kristi 'er öll fylling guðdómsins og mannlegs lífs. Sá leyndardómur opinberast ekki fyrr en maðurinn tekur trú. Þá er eins og þoku sé svipt frá augunum og allt fær annan blæ og nýtt útsýni opnast. Kæri - „Dagur“, þetta var nú það, sem mér lá á hjarta. Eg vona að þú, eins og fyrr, ljáir góðu máleíni lið. Kær kveðja. — Rödd að sunnan. Þakkað fyrir gjöf Við lok guðsþjónustunnar í Ak- ureyrarkirkju á sunnudaginu barst okkur í hendur gjiif til kirkjunttar frá einum kirkjugestinum, ónefndri konu. Hún gaf eitt þúsund krónur. Þá miklu fórnarlund og fallegu hugulsemi viljum við þakka af heil- um hug. Heilögu málefni kirkjunn- ar er styrkur að þeim vinum, sem viija fórna og leggja fram skerf sinn, Um þessar mundir er Akureyrar- kirkja í mikilli þörf fyrir hjálpfýsi og örlæti safnaðarins vegna fram- kvæmdanna, sem fyrir hendi eru. Við biðjum gefandanum blessunar Guðs og þökkum hjartanlega. Sóknarprestar. Frá Borgarbíói Orðsending til sýningargesta sl. sunnudagskvöld: Slagviðrið seinnipart sunnudags olli því, að vatn komst inn eftir loft- röri inn í magnarakeríi bíósins og urðu af því svo alvarlegar truflanir, að eigi var hægt 'að sýna þetta kvöld. Þeir, sem enn kutina að eiga eftir að fá leiðrétting mála sinna, ertt vin- samlegast b.eðnir að snúa sér til miðasölunnar ruilli kl. 7 og 9 í kvöld og mun þá bætt úr nrisskiln- ingi. er varð í sambandi við nokkra sýningargesti á mánudagskvöldið. Allmargir hafa. liaft orð á því, að þeir muni ekki geta séð myndina nema um helgi, og vérður því allra siðasta sýning á þessari eftirsóttu mynd næstkomandi sunnudags- kvöld. Gjörið svo vel og látið vita í tíma, hvort þið æskið eftir aðgöngu- niiðum það kvöld. Óafhentir að- giingumiðar síðasta sunnudags- kvölds gilda þá sem ávísun á nýja miða. Fræðslu- og skemmti FUNDUR Fræðslu- og skemmtifundur á veg um bindindissamtakanna á Akur eyri verður haldinn í Borgarbíó nk. mánudagskvöld, kl. 9. Benedikt Bjarklind stórtemplar mætir á fundinum og flytur þar á- varp, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir flytur erindi og Hjálmar Gíslason frá Reykjavík flytur gam- anþátt. Að síðustu mun svo Eðvarð Sigurgeirsson sýna kvikmyndir ný- lega teknar eða ósýndar áður opin berlega. Þess er vænzt, að Akureyringar fylli bíósalinn þetta kvöld, því þar verður án efa fróðlegt og skemmti legt að koma. Heggur sá, er hlífa skyldi Stórborgin Chicago í Bandaríkjunum hefur lengi verið heimsfræg, og ekki sizt hér á árum áður, meðan A1 Capone var og hét. Mátti þá segja, að glæpamenn réðu lögum og lofum í borginni, ýmist með hótunum eða mútum. Glæpafélög háðu þá inn- byrðis styrjaldir, og margir lágu eftir á vígvellin- um. Fyrst eftir að vínbannið var afnumið, tók held- ur að sljákka í dónunum, enda voru þá skilyrði til stórgróða orðin verri. Tóku nú heiðarleg yfirvöld tfl óspillfra málanna og hreinsuðu til. Lenti Capone í fangelsi og ýmsir aðrir eftirlifandi þrjótar, en flestir aðrir slíkr flýðu borgina. Fölnaði nú frægð borgarinnar að endemum, og síðan hefur New York og jafnvel miklu minni borgir en Chicago orðið nafntogaðri fyrir bófaflokka og glæpi. En lengi lifir í gömlum glæðum. Vikuritið „Time“ frá 1. febrúar segir nú sögu frá Chicago, sem líkleg er til þess að endurvekja hina fornu frægð. Innbrotsþjófur að atvinnu. Maður er nefndur Dick Morrison, ungur að árum og innbrotsþjófur að atvinnu. Honum var hleypt út Úr betrunarhúsi í Chicago haustið 1957, og þá seg- ist hann hafa lagt tól sín í geymslu og sett sér það mark að vinna fyrir sér heiðarlega. Hann fékk at- vinnu hjá olíufélagi og vann þar á daginn, en á kvöldin starfaði hann í sjoppu. Hann var tekinn að hugsa til giftingar og greiddi skilvíslega afborganir af húsgögnum í íbúð sinni á Norðurslóðum. En svo komst Morrison í slæman félagsskap. Hann tók fyrst að sér að stela golkylfum, en brátt varð allt stórkostlegra, og hann tók að sér að hafa innbrotsframkvæmdir á höndum fyrir glæpaflokk, og þetta gekk aldeilis prýðilega. Hinir gerðu áætl- anir um innbrotin, sáu um verði nálægt staðnum bg tóku megnið af þýfinu til eigin afnota. Þetta gekk algjörlega slysalaust lengi, enda var það ekki undarlegt, því að atvinnurekendur og félagar Morrisons í glæpaflokknum voru tíu lögregluþjón- ar í borginni. En einn ágústdag í sumar var Morrison handtek- inn af lögreglumönnum, sem ekki voru úr félags- skapnum. Hann var enginn nýliði, og hann vissi, að í þetta sinn yrði dómurinn strangur. Hann ákvað því að segja frá öllu saman, dreifa ábyrgðinni. Þóttu það auðvitað talsverð tíðindi, en lögregluýf- irvöldin ákváðu að flasa ekki að neinu. Látið til skarar skríða. Svo var það í janúar þessa árs, að látið var til skarar skríða. Sautján lögreglumenn voru þá hand- teknir og ákærðir fyrir glæpi, en auk þess voru um 130 af um 11200 lögreglumönnum borgarinnar fluttir á einn stað í horginni til þess að ganga undir próf lygafinnarans (Iie detector). Álitið var þá, að þjófnaðir lögreglumanna mundu nema um 100 þús. dollurum. En nú voru birtar játningar Morrisons. Hann hafði stundað þjófnaðinn á vegum lögregl- unnar í um það bil ár, og hafði stolið margs konar hlutum, m. a. utanborðsvélum og sjónvarpstækj- um, og tóku félagar hans í lögreglunni þessa hluti til eigin þarfa eða komu þeim í verð, en Morrison hirti sjálfur þá peninga, sem hann gat stolið. Það leið engin vika svo, að Morrison brytist ekki inn. Hann segir þannig frá einu innbrotinu, en þá var heimsótt skóbúð: Tóku allt sem í búðinni var. „Það var mjög auðvelt fyrir strákana, því að þetta var á þeirra eigin varðsvæði.... Við tókum margar smálestir af skóm. Við fylltum 30 eða 40 stóra pappakassa með skóm. Við fylltum lögreglu- bílinn með skóm af öllum stærðum, bæði handa þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra og ættingjum. Þeir ganga allir á svona skóm, það stendur á þeim merkið Crawford. Allir fengu 4 eða 5 pör heim með sér. Hitt var látið eitthvað burt. Við tókum 13 til 14 þúsund dala virði af skóm þessa nótt. Við tók- um allt, sem var í búðinni.11 , Þetta varð hið mesta hneykslismál, og yfirlög- reglustjóri borgarinnar var lækkaður í tign, en blöðin gerðu sér mikinn mat úr þessu óvenjulega þjófnaðarmáli.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.