Dagur - 10.02.1960, Síða 8

Dagur - 10.02.1960, Síða 8
 Daguk Miðvikudaginn 10. febrúar 1960 Iíarl Guðmundsson (til vinstri) og Jón ’Sigurðsson ræða um leikinn á skrifstofu Dags. — (Ljósmynd: E. D.). Ýmis fíðindi úr nágrenna Skemmtileg veðrátta Leifshúsum 8. febrúar. — Frá miðjum nóvember hefur verið óvenjulega góð og skemmtileg vetrarveðrátta, mjög oft hæg- viðri eða logn. Síðari hluta janú- ar var dálítill frostkafli og kom þá nokkur klaki í jörð, enda snjó- laust að kalla á láglendi hér. Nú hefur skipt um veður þannig, að síðustu 3 daga hefur verið sunn- an stormur og rok, með allt upp í 10° hita, og stundum rigningu. Skemmtanalíf er hér með svip- uðu sniði og undanfarna vetur. »- Nýr sjónieikur frumsýndur um helgina Menntaskólaleikurinn „Eftirlitsmaðiiriim“ undíir stjórn Karls Guðmundssonar leikara Leikfélag Menntaskólans á Akureyri auðgar hvern vetur leikhúslíf bæjarins með leiksýn- ingum. Að þessu Sinni æfir það sjónleikinn „Eftrlitsmaðurinn“ eftir Nikolai Gogol afmiklukappi og undir leikstjórn hins kunna leikara Karls Guðmundssonar. Æfingar hófust um miðjan síð- asta mánuð og frumsýningin verður um næstu helgi. — Leik- endur eru um eða yfir 20 talsins, en um 30 nem. alls vinna við leikinn og að undirbúningi hans. Blaðið hitti þá að máli, Karl Guðmundsson leikstjóra og Jón Sigurðsson, formann Leikfélags MA. Leikstjórinn sagði, að ánægjulegt væri að vinna með nemendum MA, leikritið væri skemmtilega háðskur gamanleik- ur, kunnáttusamlega upp byggð- ur og væri ádeila á embættis- mannastéttina. Hressandi fyndni, ásamt tæpitungulausri orðgnótt, setti svip sinn á þennan sjónleik. Þegar blaðið beindi þeirri spumingu til formanns leikfélags ins, hvort leikstörfin tefðu ekki töluvert fyrir náminu, benti hann á það, að leikstarfsemi undir góðri stjórn væri menntandi á sinn hátt, og skólabækurnar væru svo sem ekki lagðar á hill- una. Með aðalhlutverk þessa nýja sjónleiks Leikfélags Menntaskól- ans fara: Jón Sigurðsson, sem leikur borgarstjórann, Aðalheið- ur Jónsdóttir leikur konu hans og dóttir þeirra hjóna er leikin af Iðunni Steinsdóttur. Sjálfan eftirlitsmanninn leikur Pétur Einarsson. Þetta fólk og fl. hefur áður tekið þátt í skólaleikjum M. A., en nýliðar eru margir og teikararnir eni flestir úr efri bekkjunum, 5. ög 6. bekk. A'f hálfu kennaranna er Árni Krist- jánsson verndari og hjálparhella leikendanna. Þjóðleikhúsið, LA og LR lána búninga. Blaðið þakkar leikstjóra og formanni fyrir ' upplýsingarnar og óskar Leikfélagi MA til ham- ingju með leikinn. Hin fuilkomna viðskipfakurfeisi! Kynhvötin notuð í þjónustu kaupsamninga Kaupsýslumenn eru áhugasam- ir um allar nýungar, sem líklegar eru til að auka viðskiptin. — Ed nokkur Murrow, sem er kunnur útvarpsmaður í Bandaríkjunum, sýndi fram á það með rökum, þeirra á meðal vitnaleiðslum, að kaupsýslumenn þar í landi bjóða ekki aðeins glas af víni hinum væntanlegu viðskiptavinum, heldur einnig fagra blómarós til ÞORRABLOT héldu ungmennafélögin í Svarf- aðardal um síðustu helgi. Þar var samfelld skemmtiskrá, ræður, söngur og kveðskapur og þar var gnótt matar. Að lokum var stiginn dans. — Þorrablótið var fjölsótt og stjórn- Hjörtur Þórarinsson oddviti því. Fjölsóff skólamóf á Dalvík Þann 1. febrúar síðastliðinn vár fjölmenn bindindissamkoma haldin í barnaskólanum á Dalvík. Þarna voru mættir allir nemend- ur unglingaskólans og börn barnaskólans 10 ára og eldri. Á samkomu þessari voru eirinig mættir allir kennarar skólans og skólanefnd. Valdimar Óskarsson, formaður áfengisvarnanefndarinnar á Dal- vík, stjói'naði samkomunni og flutti þar ávai'psoi'ð. Þá flutti Guðmundur Kai'l Pétursson, yfii'- læknir á Akui'eyi'i, ei'indi um áhrif áfengis á mannlegan tíkama cg dró fram dæmi úr heilbrigðis- skýrslum máli sínu til sönnunar. Þá flutti Eiríkur Sigui'ðsson, skólastjóri á Akureyri, ræðu um bindindisfélög og starfsemi þeiri-a. Gat hann um Bindindis- félag Fjölnismanna, Ungmennafé- lögin, Góðtemplai'aregluna og störf áfengisvarnaráðs. f lok samkomunnar sýndi Pétur Bjöi’nsson, ei'indreki vai’nai'áðs, kvikmyndir um hætt- ur áfengisnautnar og útskýrði þær. Eftir hádegi þennan sama dag var svipuð samkoma fyrir yngri böi-n skólans. Þar flutti Helgi Sí- monarson, Þverá, ræðu, en Pétur Bjöi-nsson sýndi kvikmyndir. Fyrirhuguð eru svipuð skóla- mót um bindindismál víðar í Eyjafirði síðar í vetui'. stundargamans. Þykir þetta mjög auka á líkurnar fyrir hagkvæm- um viðskiptum. Blómarósirnar eiga, samkvæmt fyrix-mælum, að gefa blíðu sína fljótt og vel fyrst í stað, en láta hana síðan vei'a í fullu samræmi við gang við- skiptamálanna. Ef kúnninn er tregur að skrifa undir samning- inn, á vændiskonan að örfa hann og lofa blíðu sinni í lok samn- ingagerðar. Þykir þetta oft gefa hinn glæsilegasta árangur. Einn kaupsýslumaður á að hafa sagt um þetta mál: „Kyn- hvötin er bezta hjálparhella, sem kaupsýslumenn hafa nokkurn tíma fundið. Hvers vegna er ósið- semi að boi'ga vændiskonu 100 dollai'a fyi'ir að hjálpa mér til að koma vörum mínum í verð, fyrst sjálfsagt er talið, að borga stórfé í auglýsingar af nöktu kvenfólki til að vekja athygli á vörum.“ — Ekki er hanri fagur sá nýi siður, sem hér er lýst, og vonandi vei'ð- ur hann fremur til vamaðar hér en til eftirbi'eytni. ök á staur Rólegt var hér um helgina, að því er lögreglan tjáði blaðinu í áfengis- gær, það sem mönnum var sjálf- rátt. Hins vegar var rok á sunnu- dag og mánudag. Þá losnuðu þakplötur á nokkrum húsum og var leitað aðstoðar lögreglunnar. Skemmdir Ui'ðú ekki téljandi. Maður einn ók yfir gangstétt hér í bæ og á steyptan girðingar- staur og braut hann og skrámaði bílinn. Málið er í rannsókn og leikur grunur á, að ökumaður hafi verið ölvaður. Aðalskemmtanirnar eru, að spil- uð er Framsóknai'vist og dansað á eftir. í vetur hafa þessar sam- komur verið 6 sinnum og þátt- taka verið mjög góð og almenn ánægja með þær. Þann 10. janúar var haldin barnasamkoma, sem Ungmenna- félagið - Æskan og - Kvenfélag Svalbarðsstrandar gengust fyrir, en þessi félög hafa undanfarna vetur staðið saman um að hafa jólatrésskemmtun fyi'ir börn, annað hvoi't á þi'ettánda dag jóla eða x'étrt þar á eftir. í þetta sinn mættu öll börn frá eins árs og til 13 ára aldui's, en þau eru um 70. Veður var eins gott og bezt varð á kosið, og skemmtu bömin sér ágætlega. Með fleira móti af fólki hefur leitað sér atvinnu utan sveitar- innar í vetur, ýmist á vertíð eða við önnur stöi'f, og munu vera á milli 10 og 20 fjarverandi af þess- um ástæðUm. Mannfjöldi hér í sveitinni var í árslok 1959 236, og hafði fjölgað um 14 á ái'inu, 8 fluttust inn í sveitina og 7 fæddust á árinu, en einn dó. Síðan 1954 hefur fólks- fjöldi verið frá 218 til 226. S. V. Héraðsvöt í ógur- legiim vexti Sauðárkróki 9. febrúar. — Um helgina hljóp svo mikill vöxtur í Héraðsvötn, að menn muna ekki annað eins að vetri til. Á eylend- inu var unnið að því í gær að bjarga hrossum, sem ýmist stóðu í vatni eða á skui'ðruðningum, sem upp úr stóðu og var talið tvísýnt er síðast fréttist að björg- un tækist að fullu. Blanda glaðleg Blönduósi 9. febrúar. — Blanda var með glaðara móti í fyrradag, og þó sérstaklega í gær. — Til marks um vöxt hennar er það, að ekki var nema rúmur meter frá vatnsborðinu upp á brúna hér á staðnum og hefur ekki slíkt flóð orðið síðan 1948. Áin flæddi upp á veginn hjá Gunnsteinsstöðum og Æsustöðum og hefur það að- eins mjög sjaldan komið fyrir áður. Kvenfélagið Vaka hélt Þorra blót um helgina og var þar etið fast, mikið drukkið og lengi dansað og skemmtu menn sér hið bezta. Gífurlegir vatnavextir Fosshóli 8. febrúar. — Skjálf- andafljót er að ryðja sig með feiknalegum hamförum og jafn- vel smálækir eru orðnir að vatnS' föllum, Á milli Stóruvalla og Hlíð- skóga er ófært bifreiðum, því að lækir hafa skemmt veginn, Annars er ekki vitað um tjón af völdum hvassviðrisins og allur snjór hvarf eins og dögg fyrir sólu og aðeins eftir fannir í gilj- um þegar dregur til fjalla. Nýlega var haldinn almennur sveitarfundur í Ljósavatnshreppi og ákveðið að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um það, hvort menn vilja byggja félagsheimili og skóla með Fnjóskdælingum að Stóni-Tjörrium. Atkvæðagreiðsl- unni á að vera lokið fyrir 15. fe- brúar. Þann 29. janúar var haldinn álfadans og Þorrablót í Kinn og síðasta föstudag héldu Bárðdælir Þorrablót. Flæddi yfir Hrísaveg Svarfaðardal 9. febrúar. —- Hér var mjög hvasst, en skemmdir urðu ekki teljandi. Vatnavextir urðu miklir. Vegurinn hjá Hrís- um fór í kaf og varð ófær þar til flóðið minnkaði aftur. Allur snjór er horfinn í byggð og langt upp til hlíða. Ekkert sjóveður i 5 daga Ólafsfirði 9. febrúar. — Hér var asahláka á sunnudaginn og í gær og rok. Ekki hefur gefið á sjó síðustu 5 daga. Gunnólfur er að búa sig til togveiða, ennfrem- ur Sigurður, sem einnig leggur upp afla sinn hér. Hafþór mun líka leggja upp afla sinn hér í Ól- afsfirði. Kvenfélagið Æskan hélt Þorra- blót á laugardaginn. Það var fjölmennt mjög, þrátt fyrir það, að vertíðarfólkið er farið suður. Lítils háttar rauðmagaveiði er byrjuð. Sigurður Guðjónsson bæjarfó- geti varð fimmtugur fyrra sunnu- dag og heimsótti hann fjöldi fólks af því tilefni. Gat ekki landað Hrísey 9. febrúar. — Heldur gustsamt þótti okkur hér á sunnu daginn og í gær, en nú er komið gott veður. Enginn bátur er á floti hér ennþá, nema póst- og farþegaferjan Sævar, og sakaði hana ekki. Eltki urðu heldur verulegar skemmdir á landi, nema fiskhjallar fuku niður. Sig- urður Bjarnason ætlaði að landa hér 64 tonnum af fiski í gær, en varð að hætta við það sökum hvassviðris og þótti okkur súrt í brotið að fá ekki fiskinn. Sextug Ijósmóðir Frú Rósa Jónsdóuir í Hvassafelii, fyrrverandi ljósmóðir í Saurbæjar- og Hrafnagilslireppum, varð sextug í gær, 9. iebrúar. Frú Rósa er nú stödd í Reykjavík, en þangað munu hlýjar kveðjur berast í tilefni afmælisins. Rok og ofsahláka Um helgina gerði ofsarok, þótt skemmdir yrðu vonum minni. — Hitabylgja gekk yfir landið á sarna tíma og mældist mestur hiti á Dalatanga 17 stig á mánu- dagsnóttina. Áður hefur mestur hiti mælzt 15 stig á þessum árs- tíma. Vatnavextir urðu gífurlegir, en þó minni en orðið hefðu, ef mikill snjór hefði verið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.