Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 2
2 GUÐM. B. ÁRNASON: Tvennir tímar - Tvær leiðir Við gönilu mennirnir, sem aklir ernm um 1870, megum muna tímana tvenna á margan hátt. Hygg ég, að sú kvnslóð þessa lands, sem í heiminn er borin eftir 1920, muni yíirleitt hafa litla hugmynd um, hve margt var ólíkt ]>ví sent nú er á síðustu áratugum liðinnar aldar, og við hve mikla crfiðleika íslenzka þjóðin átti að etja þá. Hafði hún þó áður kom- izt í krappan dans meðan einok- unarverzlun ríkti hér á landi og fólkið féll stundum svo liundruð- um cða þúsundum skipti úr hor eða vegna liarðréttis. En mann- fellir mun ekki hafa orðið telj- andi á síðasta fjórðungi liðinnar aldar. Vil ég með þessum línum leitast við að benda yngri kynslóð þessa lands á þann mikla mun, sem verið ltefur á tíðarfari og af- komumöguieikum íslenzku þjóð- arinnar á 'fyrstu og síðustu ára- tugum ævi mirinar. Fyrstu 20 árin frá 1873—93 var veðráttan oftast slæm. Isar voru flest árin meira eða minna hér við land. Og land og sjór fraus nokkrum sirinum samán. Frá ný- ári 1881 og til marzmánaðarloka voru hafþök af ísum fyrir öllu Norðurlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum allt suður að Borg- arfirði. En miklir lagisar vestan- larids suður að Reykjanesi. Mátti ganga yfir marga firði á þessu svæði ölluog jafnvel fvrir útskaga. Til dæmis var gengið frá Keldu- hverfi kring Tjörnes til Húsavík- ur. Frós'thörkur voru með fádæm- uin þessa þrjá mánuði, stundum yfir 30°. Þriggja álna þykkan ís gerði j>á á Akureyrarpolli. Sumarið 1882 var eitt mcsta ísasumar, sem sögur fara af. Þá rak ísinn ekki lrá Norðurlándi fyrr en um höfuðdag, sví> að kaupskip konmst ekki til ákvörð- unarstaða sinna lyrr en eftir þann tíma. A árunum milli 1880 og 90 voru sjö harðindaár. Sl. 40 ár hefiir aftur á móti ver- ið óvenjulega gott tíðarfar. Hafís liefur ckki sézt inni á fjörðum landsins allan þann tíma, nema (irlítið hrafl stöku sinnum á Húna flóa. Og fáir harðindakaflar hafa komið á þessu tímabili. Allar aðstæður íslenzku þjóðar- innar til lífsbjargar fyrstu 20—30 ár ævi minnar voru ]>á einnig mjög ólíkar því, sem verið hefur ]>cssi sl. 40 ár, einkum |>ó 20 síð- ustu árin. Öll tæki og áhöid ti! atvinnureksturs bæði á sjó og Jandi voru á fyrra tímabilinu anjög frumstæð. Allir — cinnig jmgir og gamlir — urðu að vinna eftir rnegni til að afla heimilun- um nauðþurfta sinna. Véltæknin l«Vf ekki innrelð sína hér fyrr en um aldamótin, er vélbátar og tog- arar komu til sögunnar. Hin mikla véltækni nútímans hér hef- ur að rnestu orðið á síðustu 20 árum. Auk þessa má geta þess, að verzlun landsmanna var á 20 fyrstu árum ævi minnar næstum eingöngu í höndum danskra sel- stöðu- og hansakaupmanna, og var okkur 'mjög óhagstæð. Ahrifa kaupfélaganna fór ekki að gæta að ráði fyrr en eftir þann tíma. Geysi-miklar fjárhæðir haía fallið íslenzku þjéiðinni í skaut árlega á sl. 20 árum fyrir aukinn og bættan skipakost og margfalt betri aðstöðu í landi til að not- færa sér hinn mikla sjávarafla. Og svo helur erlendur, líárðúr gj.aldeyrir borizt hingað að í stríð- um straumum, svo að milljóna- hundrtiðum skiptir flest árin. Fyrst íyrir hernámsvinnuna á ár- unum 1940—45. Síðan kom Marshall-hjálpin. Og loks vinnan við hervarnirnar sl. áratug. Ef athugaður er hinn mikli munur á veðráttu á fyrri og síðari liluta þessa tæplega 90 ára tíma- bils og hin ólíku skilyrði til lífs- bjargar á fyrstu og síðustu áratug- unum, mun flestum virðast að allt ætti að geta verið í bczta lagi hjá okkur nú: Þjóðin skuldlaus, drjúgir skildingar í ríkisféliirzl- unni að grípa til ef vanda bæri að höndum og til nauðsynlegra fram- kvæmda. Einnig nægilegt sparifé til atvinnureksturs í landinu. Því miður er ekki því láni að fagna. I-fér er nú „hnípin þjóð í vanda“, scm á undanfömum ár- um heíur stiiðugt verið að gera krónuna minni, safna skuldum við útlönd, Og stynur nii undir sí- vaxandi skattabyrði. Nú mun margur spyrja: Hvern- ig stendur á því að allar hinar geysimiklu tekjur þjóðarinnar eru eyddar og miklar skuldir myndað- ar við útlörid? Og hvcr ber ábyrgð- ina? Eg ætla mér ckki þá dul að svara þessu til hlítar. Þar kemur margt til greina, og ég kenni mig ekki mann til þcss. Enda ekki hægt í stuttri blaðagrein. Vil að- eins benda á ]>að, sem frá sjónar- hóli gamals leikmanns virðrst bera liæst. Vera augljósast. Aðalorsök fjárskortsins og ríkj- andi öngþveitis í fjármálum landsins tel ég hina miklu verð- bólgu, sem myndazt hefur í land- inu. Vegna hennar er verðgildi penitiga okkar nú ekki nema lít- ið brot af því, sem áður var. Vcgna herinar höfum við ckki getað framleitt vörur til útflutn- ings nema að greiða mcð þeim háar útflutningsbætur. Vegna hennar hefur lieldur ekki verið hægt að framfeiða landbúnaðar- vörur til sölu innanlands, nema með miklum niðurgreiðslum. Þetta tvennt síðastnefnda á sinn mikla þátt í hinum þtingu útsvars- og skattabyrðum, sem virðast nú komnar að því að sliga þjóðina. Og þessar ujjpbætur og niður- gTeiðslur hafa einnjg marga ókosti í för með sér, sem ekki verða tald- ir hér. Verðbólgan hefúr skapað svo niikla ótrú á gildi pening- anna, að flestir hafa keppzt við að koma tekjum sínum í eitthvað fast, margt miður þarflcgt. F.ða jafnvel að eyða þeim fyrir alls konar nautnir, sem leitt hafa til mikillar siðspillingar, ógæfu og alls konar vandræða og tjóna. Milljónum króna, svo lnindruð- um skiptir, hefur þannig á und- anförnum árum verið eytt árlega hér á landi til einskis — eða vcrrn en einskis. I þessu sambandi og áður cn ég skilst við bölvun verðbólgunn- ar, finn ég mjg knúðan til að minnast lítið eitt á þann hóp manna hér á landi, sem hel/t hefur rækt liina gtillnu dvggð — sparsemi. F.nga helur verðbólgan og skammsínir löggjafar leikið verr á síðustu áratugum. Pening- arnir, scm ]>cssir menn hafa lagt í sparisjóði, hafa verið látnir grotna ]>ar niður eiiis og snjór í leysingu, jafnframt ]>\í sein eignir ]>ær er lántakendur þeirra hafa eignazt fyrir þá, hafa stórhækkað í verði. Það er iimurlegt að lesa í sunuim dagbliiðunum hinn mikla og stððuga áróður gegn vaxtahækk- urrunum. Eg hygg að öllum hljóti ]>ó að vera Ijóst — einnig þeim er mest hamast gegn hækkunun- um og fárast um þær — að það er ekki ósanngjarnt þótt lántakcnd- ur sparifjárins, þeir, sem ekki hafa greitt skuidir sínar, skili eig- endum þess altur ofurlitlu af því, er ]>eir hafa grætt við lániöku sparifjárins, vcgna verðbólgunnar. Eg hef líka lesið áður í siirriu blöðum um tilfinnanlegau láns- fjárskort í landinu: bankar og sparisjóðir gætu ekki lánað fé svo sem Jx'irf krefði tii atvinnu- reksturs og um leið atvinnubóta. Enda hefur sáralítill lilut'i hins mikla peningaflóðs farið í spari- sjóðina, sem eðlilegt er, jafnilla og að sparifjáreigendum hcfur verið biiið. Um hina spurninguna, hverjir beri ábyrgð á þeim erfiðleikum, sem íslenzka þjóðin á nii við að stríða, verð ég að láta þá skoðun mína í ljós, að aðalsökin hvíli á foringjum allra stjórnínálaflokk- anna, að foringjum Þjóðvarnar- flokksins undanskildum. Og þó mest á foringjum kommúnista, sem unnið liafa markvisst að því, að auka verðbólguna. Foringjum lýðræðisflokkanna urðu fljótt kunnar fyrirætlanir konnnúnisla um valdatöku liér-á landi, því að þeir fóru ekki dult mcð þær. Valdatakan átti að gerast annað livort með blóðugri byltingu, eða með því að skapa upplausn og öngþveiti í landinu. Foringjunum var einnig ljéist, strax og verð- bólgan íé>r að vaxa hér, að af henni mundi ‘þjéiðinni stafa hin mesta ógæia ef hún yrði ekki stöðvuð. Meðal annars mundi hún verða ágætt vópn í höndum kommúnista við valdatöku í larid- inu. Hvers vegna stöðvuðu þá for- ingjar lýðræðisflokkanna ekki verðbé>lguna áður en í óefni var komið? Þeir hefðu getað það, ef þeir hefðu viljað vinna saman. — Því ollu hinar gömlu og nýju óheillafylgjur okkar Islendinga: sundurlyndið og valdafýknin. Og einnig llokksstreita og hatur. Vegna þessara vondu fylgifiska hafa foringjar lýðræðisflokkanna liáð illvíga baráttu sín á milli: rit- ið niður til skiptis það, sem hinir hafa viljað byggja upp. Lítur helzt út fyrir, að þeir geti ekki unrit liver öðrum þess að koma í framkvæmd nokkru því er verða mundi vinsælt nieðal þjóðarinnar og hcnni til bjargar. Þeir liafa hjálpað kommúnistum á víxl til valda og áhrifa í landinu. Einn af helztu foringjum Alþýðu- flokksins gekk til sámstarfs við þá með nokkurn hluta flokks síns. Og foringjar sama ílokks lögðust með kommúnistum gegn því, að verðbólgan yrði stöðvuð í tíma og gátú hindrað það. For- ingjar Sjálfstæðisflokksins hjálp- uðu kommúnistum til að ná Al- þýðusambandinu á sitt vald. Og 1942 keyptu siimu menn hlutleysi kommúnista, er Ólafur Tliors myndaði sína skammlífu og fá- nýtu stjórn, gegn því að verðbédg- an fengi að leika lausum hala í landinu. Enda hækkaði vísitalan á ]>cim tíma um 80—90 stig. Tveim árum seinna té>k sami maður þá í liina svonefndu Ný- sköpunarstjéirn. Og loks lijálp- uðu forystumenn Sjálfstæðis- flrikksins kommúnistum til að auka vcrðbólguna mikið 1958, til þess að geta íellt vinstri stjórri- ina. Framsóknarflokkurinn koiji á seinni skipunum til stuðnings við kommúnista. En 1956 tók for- maðtir ílokksins kommúnista í stjórn sína, ]>vert ofan í gefin loforð fyrir þingkosningarnar það ár. Og nú um skeið •hefur hann með liðsoddum sínum fetað dyggilega í slóð formanns Sjálf- stæðisflokksins og fylgismanna hans: hjálpað kommúnistum til valda í Alþýðusambandinu og staðið fast við hlið þcirra í til- raunuiri þeirra nú við að Skapa óáiiægjii' og andstöðu gegn við- reisnarráðstö'funum ríkissijórnar- innar ilfíur en reynslan sker úr, hvernig ]>ær reynast. Haldi for- ingjar lýoræðisflokkanna áliam sama hráskinnsleiknum, sem lýst hefur verið verið hér að framan, er einskis bata að vænta í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Eg hef fundið mig knúðan til að gera enn eina tilraun — þá síð- (Framháld á 6. síðit.) Sfúlkurnar voru reknar úr skóla Fregnir herma, að 7 íslenzk- um stúlkum hafi verið vikið úr Volleruphúsmæðraskólanum við Sönderborg í Danmörku. (Heim iid: Extrabladet.) Tilefni var þrjózka hinna íslenzku nem- enda að hlýða reglum skólans og of nóin kynni við brezka og ameríska hermenn. Skeð getur, að fleira hafi átt þátt í brottför námsmeyjanna, því að enn hef- ur engin greinargerð frá þeim borizt. Forstöðukonan getur þess, samkvæmt frásögn hins danska blaðs, að íslenzku stúlk- urnar fái of háar yfirfærslur og hafi því langtum meiri auraráð en þær dönsku. Hún segir enn- fremur, að það sé ekki óalgengt, að íslenzkar námsmeyjar fái yf- irfærslur fyrir 5 mánaða skóla- vist, en stingi svo af eftir þrjá mánuði, en noti svo afganginn af tímanum og peningunum til að flakka um, og hafi margar rneiri áhuga fyrir ævintýrum en náminu, sem peningarnir eru þó fengnir út á. Með leyfi að spyrja: Hvaða eftirlit er haft með hinum mikla fjölda námsfólks, sem ár- lega leggur leið sína út fyrir pollinn með opinbera styrki? Hversu lengi á almenningur að kosta það námsfólk erlendis, sem fær margvíslega styrki og notar peningana til alls annars en náms? En þess eru mörg dæmi. Það er óviturlegt að eyða opinberum fjármunum í alls konar ævintýrafólk, sem þykist ætla að læra, en gerir það ekki, og það er fráleitt að þrengja um of hag þeirra námsmanna og kvenna við erlenda skóla, sem raunverulega eru að nema hag- nýt fræði, og ætla að setjast að heima að námi loknu. Á þessu tvennu er reginmunur. En um leið og þessi mál öll þurfa endurskoðunar við, er ekki síður nauðsynlegt að fletta ofan af þeirri óhemjueyðslu á gjaldeyri, sem fylgir hvers kon- ar lúxusflakki íslendinga um víða veröld, þátttöku í hinum og þessum þingum og mótum, sem virðast oftar vera til skemmtunar fyrir fáa en gagns fyrir marga. Ein af þessum hástemmdu skrum- og snobbsamkundum, sem íslendingar taka þátt í, eru þing Norðurlandaráðsins. Ekki hafa íslendingar fengið að taka þar á dagskrá handritamálið eða löndunarbannið fræga, og hvað er að segja um fiskveiðideiluna við Breta? Blöð á Norðurlöndum birta mynd af síðustu samkundu Norðurlandai'áðsins, sem haldið var í Reykjavík fyrir skemmstu. Þar sézt einn maður í sæti. — Blöðin reikna út kostanðinn við íslandsförina og birta eins kon- ar vinnuskýrslu af fundinum, þai' sem mestur tíminn fór í ferðalög og veizlur. Erfiðlega gekk að hola " þess'unl ■'gestum niður í höfuðstaðriumr‘furídar- dagana. Hins vegar'er það aug- ljóst af fréttúm Réykjavíkur- blaðanna á meðan þing þetta stóð yfir, -að mikið þótti til þess koma syðra þar. Framhald af 1. siðu. helmingur mannkyns cr van- nærður, ætti engri þjóð að leyf- ast að veiða næringarríkasta og ljúffengasta nytjafisk hafsins í mjög stórum stíl, ýlda hann um borð og í síldarþróm og vinna síðan úr honum vörur til iðnaðar og skepnufóðurs, í stað þess að framleiða hina eftir- sóttu rétti til manneldis, sem aðrar þjóðir gera og selja um víða veröld í snyrtilegum um- búðum undir merkinu Islands- síld. En á meðan mikill hluti síld- arinnar er bræddur, svo sem nú er, þarf síldarverksmiðjur. Nú veiðist síldin fyrir austan land. Þótt veiðin sé sáralítil hafa verksm-iðjurnar þar ekki undan að bræða og skipin bíða löndun- ar. Á sama tíma standa verk- smiðjurnar á Norðurlandi auðar og tómar. Merk tilraun. 'Tilraun sú, sem síldarverk- smiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri eru nú að gera með hinum norsku flutningaskipum, sem sækja síldina á miðin til síldveiðiskipanna, á að miðla aflanum, flytja síldina að aust- an, þegar of mikið berst þar að og flytja síldina austur, ef svo mikið veiðist hér fyrir Norður- landi, að hinar norðlenzku verksmiðjur hafa ekki undan. Þessir síldarflutningar ættu a5 draga úr því öngþveiti, sem myndast þegar allt ætlar á ann- an endann við það að síldin veiðist í einn tíma öll fyrir austan land, en í annan öll fyrir norðan. Þetta ætti að vera hag- kvæmt hér ekki síður en t. d. í Noregi. Ríkissjóður og Fiskveiðisjóð- ur styrkja þessa tilraun hinná eyfirzku verksmiðja, en allan. undii'búning og iramtak ber að þakka Vésteini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Hjalteyrar- verksmiðjunnai', og þeim Guð- mundi Guðlaugssyni fram- kvæmdastjóra Krossanesverk- smiðjunnar og Jóni M. Árna- syni vei'ksmiðjustjóra. Stærri verkefni framundan. Að sjálfsögðu ber að viður- kenna allar þær nýungar, sem til bóta horfa og virða allar vel hugsaðar tilraunir í fram- faraátt, viðkomandi síldveiðum. En við verðum þó sem allra fyrst að snúa okkur að stærri viðfar.gsefnum — gjörbylta síld- ariðnaðinum og láta síldarvérk- smiðjunum aðeins eftir hausa og slóg. — Hráefnasjónarmiðin verða að víkja. Fimmtán ára „síldarleysi“ ættti að hafa opn- að augu manna fyrir þeirri einu opnu leið í síldarútveginum, að margfalda verðmæti síldarinnar með nýtízku iðntækni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.