Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 8
8
Fjöður til vinstri, Sleipnir til hægri.
Þangað komu 400 manns með f jölda hesta og
45 hestar voru sýndir og reyndir
Hið nýstofnaða hes.tamannafé
lag í Eyjafirði, FUNI, hélt góð-
liestasýningu og kappreiðar á
Melgerðismelum, þar sent áður
var flugvöllur, sutinúdaginn 31.
jiilí sl. Hlaupabrautir eru þar
góðar frá náttúrunnar hendi og
liöfðu verið valtaðar og að þessu
sinni var þar ekki moldryk, vegna
undangenginna rigninga. En
heppilegt ntun vera, og sennilega
liægt með litlum kostnaði, að
gera kappreiðasvæðið að grónu
landi.
Vallarstjóri var Ingólfur Ás-
bjarnarson og í dómnefnd sátu:
Árni Magnússon, Steingrímur
Oskarsson og Þorsteinn jönsson.
Vfir 40 hestar voru reyndir og
sýndir. Þar var og rnargt annarra
hrossa og liundrað bílar voru þar
taldir í einu og 400 manns.
G óð héstakeppn i
í alhliða góðhestakeppninni
sigraði Sleipnir, 11 vetra, skagf.
(Framhald á 7. síðu.)
Maður hætt kominn
Ólafsfirði, 8. ágúst. — Lát-
lausir óþurrkar hafa verið í 3
vikur og hey orðin skemmd. En
á sunnudaginn var sólskin.
Sameinuð afgreiðsla
Á Húsavík hefur verið sam-
einuð afgreiðsla Eimskips, Flug-
félags íslands og bifreiða Kaup-
félagsins þar á staðnum. Og það
var KÞ, sem forgöngu hafði um
þetta og framkvæmd alla. Hin
nýja afgreiðsla, sem er á Garð-
arsbraut 7 (áður Pöntunarfélag
verkamanna), er mjög vistleg
og mun spara mörgum sporin
milli hinna ýmsu staða, þótt
kaupstaðurinn sé ekki stór enn-
þá. Forstöðumaður afgreiðsl-
unnar er Stefán Hjaltason. —
Teikningar að hinni nýju af-
greiðslu voru gerðar á Teikni-
stofu Gísla Halldórssonar, en
húsgögn smíðaði Steingrímur
Birgisson, en innréttingar ann-
aðist Fjalar, Húsavík.
I HVAÐA GAGN? |
«
„Bæjarbúi“ sendir blaðinu
eftirfarandi spurningar til birt-
ingar:
1. Hvaða gagn var Belgíu 1914
að því, að hafa lýst yfir ævar-
andi hlutleysi?
2. Hvaða gagn var henni að
skriflegu loforði stórveldanna
að virða hlutleysi hennar?
3. Hvaða trygging verður sett,
sem tryggi hlutleysi íslands
um aldur og ævi?
í fyrrinótt klukkan að ganga
þrjú, fór Guðvarður Þorkelsson
einn á trillu á færi. Nokkur
sjór var og gola. Þegar maður-
inn kom ekki í gærkveldi var
farið að svipast eftir honum. Kl.
Ungfrú Guðrún Kristinsdótt-
ir, píanóleikari frá Akureyri,
fékk ágæta dóma fyrir leik sinn
í Höfn nú í sumar, svo sem get-
ið hefur verið í fréttum.
Þriðja þessa mánaðar lék
hún í Álaborg og hreif áheyr-
endur einnig þar.
„Hljómleikarnir skiptust í 3
höfuðþætti, sem voru mjög ólík-
Það er óvenjulegt að heyra
svo góðan samleik einleikara og
hljómsveitar, en hljómsveitinni
var stjórnað með festu og ör-
yggi af Alf Sjöen.
Vissulega var þetta tónlist,
sem óheyrendur hlakka til að
heyra á ný í útvarpinu.“
„Það er óumdeilanleg stað-
reynd, að hljómleikarnir í „Al-
borg hallen" í gærkveldi, tókust
með ágætum. Aðsóknin var.svo
mikil, að efnisskrá var ófáanleg
eftir að klukkan var 8. Sumir
, áheyrendur urðu því að geta
(Framhald á 7. síðu.)
Snemmvaxin
Guðrún Kristinsdóttir.
ir. Allir náðu þeir mikilli reisn,
en þó sérstaklega þáttur hins ís-
lenzka píanóleikara, Guðrúnar
Kristinsdóttur. Eftir að hún
hafði leikið 2. konsert Beethov-
ens, kvað við lófatak áheyrenda
í heila mínútu, en á það var
bundinn endir með fögrum
blómvendi.
r
I
Bláberin þroskast hálfum mán-
uði fyrr í sumar en oftast áður,
enda voraði vel og hefur verið
lilýtt og sólríkt sumar.
Svo streymir fólk í berjamó,
eins og nærri má geta. En hér er
enn einu sinni minnt á, að fá
leyfi til berjatínslunnar og borga
það leyfi, ef upp er sett.
Utlend bláber, fryst, kosta nú
110 kr. kílóið og fást x Reykjavík.
Nauðsyn aí afn
Ríkisstjórnm og stuðningsflokkar hennar
lögleiddu vaxtaokur. íslendingar verða að
greiða helmingi hærri vexti af lánum en
þegnar nágrannalandanna, þar sem vaxta-
kjörin þó eru hæst. Vaxtaokur það, sem nú-
verandi stjórn kom á, heyrði áður undir lög-
brot, og varð hver sá, sem sannur varð að
sök í því að taka slíka vexti, að hljóta með-
ferð afbrotamanns.
Formælendur hinna nýju vaxta sögðu, að
fé tnyndi streyma inn í banka og sparisjóði og
leysa lánsfjárþörfina í landinu. En samkvæmt
skýrslum bankanna 5 fyrstu mánuði þessa
árs, eru spariinnlán I banka og sparisjóði 14
milljónum króna minni en á sama tíma í
fyrra. Vaxtahækkunin hefur því ekki borið
tilætlaðan árangur, þann, sem formælendurn-
ir réttlættu hana með.
Hið nýja og lögleidda vaxtaokur ber allt
annan árangur og hann er ekki glæsilegur.
Það hefur leitt til stóraukinnar verðbólgu og
það hefur ekki leyst lánsfjárþörfina, því að
verðþenslan heimtar miera lánsfé.
MIKILL BÖLVALDUR.
Vaxtaokrið eykur rekstrarkostnað atvinnu-
veganna verulega. Það kemur hart niður á
einstaklingum og fyrirtækjum, sem keypt
hafa skip og báta, og það kemur í veg fyrir að
ungt fólk geti byrjað búskap í sveit. Nýbýl-
ingar flcsna upp af jörðum sínum, liúsbyggj-
endur bæjanna komast á vonarvöl. Þannig
má lengi rekja bölvun vaxtaokursins, sem
stjórnin lét lögfesta og áður var hegningar-
vert samkvæmt landslögum.
Háir vextir, sem leiða til verðþenslu og
rýra kaupmátt krónunnar, eru ekki heldur
hagstæðir fyrir sparifjáreigendur og eru ekki
rétta leiðin til að skapa heilbrigt efnahags-
kerfi, heldur sýkja þeir það.
Hið raunverulega markmið stjórnarflokk-
anna með hinum gífurlegu vöxtum er það, að
koma á nýrri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu og
nýrri eignaskiptingu meðal landsmanna. —
Þeim efnaminni á að koma á kné. Þess mun
skammt að bíða og hefur þegar orðið vart, að
ríkir menn koma fram á stjónarsviðið, tilbún-
ir að kaupa nýbyggt eða hálfbyggt hús af fá-
tækum manni, eða bátinn hans, eða sæmilega
arðvænlegt atvinnufyrirtæki fyrir „hæfilegt
verð“. Ríkisstjórnin stefnir markvisst að því
að lama samvinnufélögin og hefur þegar lög-
boðið ránsferð á hendur þeirra samvinnu-
manna, sem leggja sparifé sitt í innlánsdeildir.
Allt hefur þetta samverkandi áhrif í þá átt,
að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fá-
tækari. Og þá rennur upp langþráð stmid,
hið gullna tækifæri fyrir þá „sterku“, að
hrifsa til sín og láta greipar sópa.
Þetta er hin sanna íhaldsstefna Sjálfstæðis-
flokksins og þetta er bæði hugsjón og stefna
þess flokks, sem við allar kosningar gengur
fram undir kjörorðinu „einstaklingsframtak“
og „frelsi einstaklingsins“. Nú ætti mönnum
að fara að skiljast hverjir eiga að hljóta þessi
„frelsis“-hnoss.
7 í morgun fannst hann'-í f-jör-
unni utan við Hrafnavoga. Vél-
in hafði bilað í bát hans, sem þá
rak til lands og brotnaði, enGuð
varður komst í land og beið í
rúman sólarhring eftir hjálp,
því að þarna voru klettar
ókleifir upp úr fjöru. Hann var
dasaður og stirður, en hresstist
skjótt er hann fékk heitan
drykk.
Sá heitir Sigursveinn Árna-
son, sem tókst, þrátt fyrir ókyrr-
an sjó, að ná Guðvarði úr fjör-
unni í bát sinn og hafði hann
heitt kaffi með sér.
Koma trúlega með
betri hlut
Hrísey, 9. ágúst. — Við höf-
um ekki séð síld hér undan-
farnar vikur. En þorskafli er
góður á handfæri. Fimm dekk-
bátar og jafnmargar trillur
sækja sjóinn þegar gefur, stærri
bátarnir til Grímseyjar og
lengra stundum. Trúlegt þætti
mér, að margur hefði drýgri
hlut í haust af þorskveiðum en
síldveiðunum.
Búið er að salta töluvert mik-
ið af fiski, en nú er hann fryst-
ur. Töluverð vinna hefur ver.-'
ið í sambandi við fiskvinnsluna.
Ný simdlaug
Húsavík, 9. ágúst. •— Laugar-
daginn 6. ágúst var sundlaug
vígð á Húsavík og tekin í notk-
un. Hún hefur verið 9 ár í smíð-
um. Sundlaugin er hituð upp
með heitu vatni, sem upp kem-
ur undan Höfðanum og er 35
stiga heitt er því hefur verið
dælt upp í laugina.
Hinn nývígði sundstaður
Hxlsvíkinga er vestan við Héð-
insbraut, en austan þeirrar
brautar er fyrirhugaður íþrótta-
leikvangur.
Sundlaugin er 16,67x7 m. að
stærð og við hana snyrtingar,
böð, einnig gufuböð, þvottaher-
bergi og möguleikar til nauð-
synlegrar aðstöðu í sambandi
við íþróttavöllinn að auki.
Vilhjálmur Pálsson íþrótta-
kennari veitir sundstaðnum for-
stöðu.
Seinni sláttur
Leifshúsum, 9. ágúst. — Hér í
sveit byrjaði heyskapur almennt
um 20. júní. Þurrkar voru góðir
fram til 7. júlí og voru þá flestir
bændur búnir að hirða allan
fyrri slátt af túnunum. Frá 7.
júlí hefur oftast verið þurrk-
laust. — Á nokkrum bæjum
er þó byrjað á seinni slætti, en
tímann á milli slátta nota menn
til ýmissa starfa, svo sem við-
halds bygginga, jarðabóta,
i "gíMxðavinnu o. fl.
Horfur eru á góðri kartöflu-
uppskeru.
Byggingaframkvæmdir eru
:-iwinai«en undanfarin ár.-S. V.
Nýtt skip - Pálína
Sauðárkróki, 9. ágúst. Bænd-
ur tveir í héraðinu, þeir Har-
aldur Árnason, Sjávarborg, og
Skarphéðinn Pálsson, Gili, voru
hvatamenn að kaupum á nýju
180 tonna stálskipi, smíðuðu í
Hollandi. En kaupandi er
Ægir h.f. Skipið heitir Pálína.