Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1960, Blaðsíða 6
6 - Fréttir úr nágrenninu Framhald af 8. siðu. Skip þetta kom til heimahafn- ar 13. júlí sl. og hélt brátt á tog- veiðar. Það heitir Pálína. Skip- stjóri er Valdimar Friðbjörns- son frá Siglufirði. Góðhestar þeir, sem áður sagði frá í fréttum frá Blöndu- ósi, voru boðnir upp að Álf- geirsvöýllum á laugardaginn — 8 að tölu. Eigendurnir hrepptu þá á uppboðinu fyrir 910—1510 kr. hvern, því að lítt var boðið á móti þeim. Þriggja vikna óþurrk- ar í Svarfaðardal Svarfaðardal, 7. ágúst. — Nær þrjár undanfarnar vikur hafa verið stöðugir óþurrkar, oft rignt mikið, og þó að stöku sinnum hafi birt til og flæsur komið hluta úr degi, þá hafa þeirra orðið lítil not vegna mik- illar bleytu fyrir. Mikið er því úti af heyjum og þau illa farin og skemmd. Hefur heyskapur næstum stöðvast þennan tíma og horfir ekki vel, nema bregði til þurrka á næstunni. Bót er að vísu, að allmikið hirtist inn af heyjum áður en óþurrkurinn kom, því að spretta var snemma góð og gat heyskapur því hafizt fyir en venjulega. Engar teljandi byggingafram- kvæmdir eru hér og jarðrækt miklu minni en undanfarin ár. Þáttakendur í meistarafl. voru 9, en í J. fl. 6. I.eiknar voru 72 holur. Eftir fyrstu 18 holurnar var Magnús Guðmundsson í 1. sæti, í 77 höggum og í 2.—4. sæti voru jafnir Gunnar Konráðsson, Gunnar Sólnes og Sigtryggur Júl- íusson í 82 höggum. Eftir 36 holur var Magnús í 155 liögguiu, Gunn- ar Sólnes í 159 og Sigtryggur í 161. Eftir 54 holur voru Magnús og Gunnar Sólnes jafnir í 231 h. og Gunnar Konráðsson í 246 höggum. Er 9 holur voru eftir mátti segja að Gunnar Sólnes væri öruggur með titilinn, þar sem hann var 6 höggum betri en Magnús og 20 höggum betri en Gunnar Konráðsson, enda fór svo. Mótinu lauk um síðustu helgi. Urslit urðu þessi: 1. Gunnar Sólnes, 302 högg. 2. Magnús Guðmundsson, 310 h. 3. Gunnar Konráðsson, 323 h. 4. Sigtryggur Júlíusson, 335 högg. 5. Árni Ingimundarson, 342 h. Árangur Gunnars er mjög glæsilegur. Hann lék seinustu 18 liolurnar í 71 höggi, sem er nýtt BRAGGI TIL SÖLU Afgr.-vísar á. GÓÐ ÍBÚÐ TIL LEIGU í Brekkugötu 29, að norðan. Úppl. í síma 1092. Veldur því vaxandi dýrtíð og f j árhagsörðugleikar. Sigurpáll Sigurðsson Steindyr- um, varð sjötugur 9. júní sl. og Jón Gíslason, Hofi, átti sextugs- afmæli 2. ágúst. Gestkvæmt var hjá báðum afmælisdaginn, því að vinsældum eiga þeir að fagna. Sigurpáll hefur búið á Steindyrum alllengi, en sonur hans hefur nú tekið við jörðinni. Sigurpáll var dugnaðarmaður, glaður og kátur í sínum hópi, höfðinglyndur og hjálpfús. Sér- stakt yndi hefur hann haft af góðhestum og kunnað að sitja þá. Honum lætur vel að gleðj- ast jafnt með ungum sem göml- um. Sigurpáll er kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur og eiga þau nokkur uppkomin börn. Jón á Hofi er atorkusamur bóndi. Er Hofsbúið eitt allra stærsta bú hér í sveit. Jón hef- ur verið kvaddur til margvís- legra starfa fyrir almenning og leyst þau af hendi samvizku- samlega. Hann er afburða góð- ur og skemmtilegur félagi, oft hrókur alls fagnaðar í fámenn- um hópi, enda á hann talsverða kímnigáfu og kann frá ýmsu að segja. Einkum eru smellnar og gamansamar vísur uppáhald hans. Jón missti konu sína, Ai-nfríði Sigurhjartardóttur, fyrir fáum árum. Sonur þeirra er Gísli kennari við Menntaskólann á Akureyri. — H. S. vallarmet. Áður liafði Hafliði Guðmundsson leikið 18 holur í 72 höggum. Þessi árangur Gunn- ars, 302 hiigg, er þriðji bezti ár- angur liér . á landi, í 72 holu keppni. Einnig lék Gunnar 9 holur í 33 höggúm, sem er jafnt vallarmeti, en það átti Magnús Guðmundsson áður einn. 1 I. fl. sigraði Bragi Iljartarson í 359 höggum, 2. varð Sigurbjörn Bjarnason í 368 höggum og í 3. sæti varð Jón Guðmundsson í 382 höggum. margar tegundir. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD ÓDÝRU Matar og kaffistellin komin aftur. Pantanir óskast sóttar sem fyrst BLÓMABÚÐ ORGELVELTAN Aðalbjörg PáLsdóttir skorar á: Ebbu Eggertsdóttur, Byggða- vegi 143, Sigurbjörgu Hlöðvers- dóttur, Þingvallastræti 34. Guðmundur Magnússon skor- ar á: Níels Hansson, Norðurgötu 38, Níels Jakob Nicklasen, Strandg. 27, Guðmund Steins- son, Lækjargötu 22. Halla Pálsdóttir skorar á: Ól- öfu Jenný Eyland, Víðimýri 8, Kristbjörgu Kjartansdóttur, Víðimýri 3, Auði Sigvaldadótt- ur, Víðimýri 2. Kristín Guðmundsdóttir skor- ar á: Guðnýju Steindórsdóttur, Skipagötu 4, Kristrúnu Kon- ráðsdóttur, Glerárgötu 8. Jón Samúelsson skorar á: Kristján Ólafsson, Munkaþver- árstræti 16, Víking Björnsson, Munkaþverárstræti 4, Halldór Bóas Jónsson, Eiðsvallagötu 22. - Rændadagm iiin Framhald af 4. síðu. sem regla gildir það ekki. Eg þekki vel og játa, að bændur eru neyddir til að vera meiri vinnuþrælar en nokkur önnur stétt þessa lands, og það svo, að hamingjan má vita hvort- ekki stefnir til ófarnaðar, ef svo heldur fram sem horfir. En svo er þó ekki komið enn, að bænd- ur geti ekki veitt sjálfum sér frelsi einn dag til að mæta á skemmtistað bændadaginn. Viljið þið nú ekki, góðir, ey- firzkir bændur, athuga þetta? Nú skal þessu rabbi lokið. Eg skal játa, að eg hef alla mína bóndatíð verið lítill sem slíkur, en tvennt hef eg þó átt og á. Ást til bændastéttarinnar og skiln- ing á því mikilvæga hlutverki er bændur leysa af hendi í ís- lenzku þjóðlífi. Þessar línur, er eg hef skrif- að, eru sprottnar af þessu. Eg tel að bændastéttin nú í dag sé í nokkurri hættu stödd, ef henni öðlast ekki betri skilningur á rækilegri samstöðu um sín stéttarmál, en hún heíur til þessa haft til að bera. Eg vil mega trúa því að þeir erfiðleikar, sem bændur óhjá- kvæmilega fá við að glíma og þegar eru á dottnir, verði til þess að þjappa þeim betur sam- an. Og verði svo, þarf naumast um leikslok að spyrja. Þeir hljóta að sigra .og öðlast sinn sangjarna rétt. Það er lögmál allra góðra hluta. Þór. Kr. Eldjárn. Málningarúllur Málningapenslar Málningabakkar Spartlspaðar amerískir. GRÁNA H. F. POLLABUXUR REGNKÁPUR fyrir böm. SJÓHATTAR fyrir böm. GRÁNA H.F. - Tvennir fímar Framhald af 2. siðu. ustu — til að benda þjóð minni á erfiðleikana og hælturnar, scm ráðamenn hennar og hún sjálf hafa verið að skapa á undanförn- um góðviðriskafla og uppgripa- tíma í sl. 20 ár. Eg geri það ekki sjálfs mín vegna. Gamalmenni, eins og ég, hátt á níræðisaldri, eiga engar framtíðarvonir fyrir sjálfa sig. En eg ann landi mínit og þjóð og finnst svo sárt að hugsa til þess, að á sama tíma og þjóðin lieíur safnað miklum skuldum við útlönd, skuli hún hafa eytt miklu meira fé fyrir fá- nýta muni eða annað verra. Þessar fáu hræður — 170 þús- undir — sem landið byggja, hljóta að geta lifað vcl mannsæmandi lífi og unað glaðar við sitt, cf meira hófs væri gætt í útgjöldum landsins og þjóðin vildi breyta um lífsvenjur, spara meira og vinna meira að framleiðslunni en hún hefur gert. Skuldirnar við útlönd geta orðið þungur baggi á þjóð- inni, einkum ef þær halda áfrarn að aukast, þegar veðurguðirnir snúa baki að landinu og tíð breyt- ist til hins verra, sem hætt er við að geti orðið bráðlega, eftir langt góðæri, eða aðrir erfiðleikar steðja að. Þess vegna hef ég hér að ftanr- an lýst hinu ólíka tíðarfari og aðStöðu þjóðarinnar fyrr á tím- um og nú, unga fólkinu, sem á að erfa landið, til athugunar. Það á mest á hættu, ef óskynsamlega er starfað og lifað í landinu. Það jiarf að vakna og taka í taumana. Um aðeins tvær lciðir er nú að velja fyrir þjóðina. Önnur er sú, að foringjar lýðræðisflokkanna semji tafarlaust frið og vinni sam- an í einlægni að því að bjarga þjóðinni úr því fjármálaöng- þveiti, sem skapazt hefur hér. Ef vel er unnið og þjóðin vill styrkja þá í því, mun það vel takast. — Sé hins vegar sú leið ekki farin, ber fóringjum lýðræðisflokkanna að játa getuleysi sitt. Þá er aðeins st’i leið fyrir hendi, að þjóðin af- liendi kommúnistum völdin, af- sali sér frelsi sínu og gerist citt af lcppríkjum Rússa. Hvora leiðina kýs hún i Á sunnudaginn vann Vil- i = hjálmur Einarsson það afrek = i á íslandsméli í frjálsum i 1 íþróttum í Rvík að síökkva = = 16,70 m. í þrístökki, og er það \ i jaínt gildandi heimsmeti. i = En á föstudagínn stökk | i Pólverjinn Smith 17,03 m. i 1 og bíður það aírek staðfest- | i ingar. i *laIIMIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIII|Jp - Byggingakostnaður Framhald af 5. siðu. hefur ekki efni á því að verja óhóflegum hluta tekna sinna í kostnað við húsnæði, þegar sýnilegt er, samkvæmt reynslu annarra, að hægt er að lækka þann kostnað. ALUMILASTIC Hið heimsfræga Aluminium kítti hefur nú þegar áunnið sér verðskuldaða viðurkenningu á Islandi eins og annars staðar í heiminum, sem öruggasta þéttiefn- ið við rúðuísetningu á tvöföldu og einföldu gleri svo og við bifreiðayfirbyggingar, skipa- og bátasmíði, o. fl. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD „Elna Supermatlc” saumavélar Pantanir óskast sóttar nú þegar, annars seldar öðrum. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Golfmeistaramót Akureyrar 1960

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.